þegar vinnan er böl...

vinnan er böl hinna drekkandi stétta orti flosi ólafsson einhverntíma og á raunar líka við um frambjóðendur. þeir þurfa á öllum sínum tíma til að rónast í pólitíkinni og það hefur verið mér beinlínis erfitt að þurfa nú í nokkra að daga að stinga hausnum ofaní sunnlenska. þar var semsagt mikið mannahallæri og stór blað í þessari viku sem ég varð að gefa allan minn tíma og vel það. þessvegna hef ég ekki tekið neinn þátt í umræðunni í nokkra daga og biðst forláts á því. þótti hálfpartinn vænt um að fastir lesendur að bloggsíðunni minni eru farnir að skrifa mér og kvarta. en semsagt nú verður bragarbót á. ég er kominn í fullkomið frí frá blaðinu fram yfir kosningar og vonandi bókabúðinni líka...
meira síðar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er einnig, að að sögn annars skálds KN er víst, að Brennivínið bætir allt, bara ef það er drukkið nóg.

 Síðan er það annað mál, hvenær er nægilega drukkið og ku það vera mismunandi eftir því hver á í hlut.

Svo eru það hinir þorstaheftu.

Akkurat.

Kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.3.2007 kl. 15:03

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það verður örugglega gaman að hlusta á fyrirlesturinn á Bakkanum í kvöld, um kvenfólk og brennivín. Hef bara engan til að skutla mér oneftir og heim, geri ráð fyrir að það verði vínsmökkun með 

Takk fyrir að dreifa Sunnlenzka á öll heimili hér á Selfossi, ætli maður hendi sér ekki bara á áskrift í kjölfarið.

Gangi þér vel í baráttunni og ég treysti því að það verði nóg af fróðlegu og skemmtilegu lesefni inni á síðunni þinni, fram að kosningum.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 20:07

3 identicon

Brennivín er besti matur

bragðið góða svíkur eigi

Eins og hundur fell ég flatur

fyrir því á hverjum degi

höf. ókunnur 

Eddi stuð (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það held ég verði nú atgangur þegar þú ferð að " rónast í pólítíkinni á fullu " he he...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.3.2007 kl. 22:56

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já á nu að fara að bretta upp ermar,ekki mun veita af/Gangi þér  vel!!! ekki veitir af ///Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 29.3.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband