Framsóknarpauri Morgunblaðsins

Ég hef áður skrifað um tilraunir Morgunblaðsins til þess að stýra Framsóknarflokknum, - þessi undarlegi Framsóknararmur blaðsins, sem ég veit ekki alltaf hvaða Framsóknarflokki tilheyrir. Nýjasta innlegg Moggans er að birta tilkynningu um það á forsíðu föstudagsmoggans að Helgi S. Guðmundsson og Finnur Ingólfsson hafi sagt af sér embættum á vegum flokksins og að flokksmenn séu hættir við að kjósa Björn Inga Hrafnsson sem formann...66_moggi_logo

Auðvitað getur það ekki verið frétt að menn sem löngu eru hættir pólitískum afskiptum hætti og ekki heldur að flokksmenn hætti við eitthvað sem hefur aldrei svo mikið sem staðið til. En svona getur Morgunblaðið verið undarlegt og líklega rétt sem einhver bloggaði hér að þetta er ekki gert til að segja frá atburðarás heldur til að skapa eða stýra atburðarás.

Við sem lesið höfum Moggann báða dagana vitum að hann tekur ákveðin pólitísk hitasóttarköst fyrir hverjar kosningar hvort sem er til þings eða hreppsnefnda. En nú er honum farið eins og Steingrími J. og gleymir að líta á dagatalið og heldur að enn sé kosningabaráttu. Það er vonandi að víman renni af með sumarfríunum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Bjarni stattu þig i baráttunni við kjafasögurnar/eg veit þu átt eftir að fá þær nógar/en sem betur fer kantu að svara fyrir þig/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 27.5.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband