Morgunsvefn, jarðarför og brúðkaup

Það var hreinlega biðröð á húninum við bókabúðina þegar ég loksins opnaði hana í morgun. Konan farin upp í sveitir í Bláskógaskokk og við feðgar tveir sem heima vorum sváfum yfir okkur enda morgunsvæfir með afbrigðum. Við búðardyrnar beið mín Árni Valdimarsson fasteignasali með meiru ásamt pólskum vini sínum og erindið var að kaupa pólsk-íslenska orðabók.

hansina

Þessa stundina er ég svo að búa mig undir jarðarför. Vinkona mín Hansína Stefánsdóttir er borin til grafar í dag. Hún lést fyrir viku á sjúkrahúsinu hér í bæ eftir erfið veikindi. Hansínu kynntist ég fyrst þegar ég kom til starfa á Þjóðólfi, blaði Framsóknarmanna árið 1988. Raunar var það minn fyrsti vinnustaður á Selfossi og þá var Hansína með skrifstofu í sama húsi á Eyraveginum. Um áratug síðar var Hansína hjá mér í ígripavinnu við prófarkalestur og þá fyrst kynntist ég því að marki hvílík afburða kona hún var um margt. En lífið fór ekki alltaf mildum höndum um þessa konu og var henni heldur ekki örlátt í æviárum þegar hún kveður nú á besta aldri.

Í beinu framhaldi af jarðarför tekur svo við brúðkaup vina minna Hlínar Pétursdóttur frá Keldnakoti og Einars Jóns Einarssonar og veisla þeirra í Iðnó í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband