Hátíđisdagur međ Tungnamönnum

Viđ Skúli mágur minn áttum hátíđisdag í gćr ţar sem fórum um Tungurnar og tókum hús á gömlum Tungnamönnum og skráđum minningar ţeirra um gamla daga inn á upptökutćki. Betri geta sunnudagar ekki orđiđ. S5000294

Komum fyrst ađ Miđhúsum til Sighvats Arnórssonar. Hann er Ţingeyingur en ţó allra Tungnamanna hógvćrastur. Víđlesinn og vel menntađur bóndi sem unun er ađ hlusta á segja frá liđnum dögum bćđi norđan og sunnan heiđa. Eftir kaffiveitingar hjá Geirţrúđi dóttur hans lá leiđin til Halldórs Ţórđarsonar á Litla-Fljóti sem ég sannfćrđist enn og aftur um í gćr ađ mestur sagnasjóđur núlifandi Tungnamanna. Halldór man glöggt munnmćlasagnir af fjölmörgum 19. aldar Tungnamönnum og kann ađ lýsa sveitarbragnum eins og hann var viđ upphaf ţess nútíma sem viđ nú ţekkjum. Viđ sátum ţar yfir kaffi á annan tíma og hétum okkur ţví ađ koma aftur seinna.

Hvađ viđ gerum viđ ţessi viđtöl - ég veit ţađ ekki. Ađalatriđiđ er ađ taka ţau og varđveita.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ţetta ţarf verk og gott,ţessar sögur verđur ađ varđveita/Ekkert er betra en ađ gera ţetta svona, annars gleimist margt og hefur gert um tiđina/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.7.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: Steingerđur Steinarsdóttir

Ţú átt heiđur skilinn fyrir ţetta framtak ţitt Bjarni. Gangi ţér vel.

Steingerđur Steinarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband