I riki iturvaxinna Framsoknarmanna

Heimsottum adan hinn mikla stad  Macchu Picchu og hann er ogleymanlegur. Stoldrudum skemur vid en vildum sokum heilsuleysis en Elin hefur verid illa haldin af haedaveiki og flensu en eg er litid skarri. Baedi to a batavegi eftir mikid lyfjafyllerii a hotelherberginu,- allt to ad laeknisradi. En nog um tad. images

Vid erum semsagt nuna i smabaenum Aguas Calientes sem ferdahandbaekur segja omurlega rottuholu  og Elin lika en mer finnst stadurinn reglulega skemmtilegur med allri sinni liflegu solumennsku, halfkorudu husum og jarnbrautalestum sem keyra her um trong kaupmangarastraeti svo allt hristist og skelfur.

Eg hreifst ekki af svip Perumanna i Lima tar sem flestir eru blandadir af spanjolum og indjanum en her i Andesfjollunum eru indjanarnir kynhreinir og a sina visu fridir. Kannski ekki fridleiki utfra tiskukenningum 20. aldar sem vill hafa allt mjott og hungurslegt. Folk tetta er lagvaxid, svolitid kubbslegt i vexti og andlitsfalli, munnstort og heidarlegt a svipinn. Iturvaxid og sumt buttad. Konur margar rasssidar likt og Dedrekarnir i Tungunum og skilin milli hofuds og bols ogn oskyrari en gengur og gerist. Ekki af engu ad Evrópskir 16. aldar menn tottust hitta her fyrir folk sem hafdi augu a herdablodum og har a baki en munn fyrir midju brjosti. Allt a ser skyringar.

En i minum augum er tetta fallegt folk og svolitid eins og Framsoknarfolk bernsku minnar leit ut og er alla tid sidan hid retta utlit rettsynna manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott er að þið sluppuð við þennan illa jarðskjálfta og enn betra að þið skuluð hafa fundið framsóknarindíána. Þetta rennir stoðum undir þá tilgátu mína að framsóknarstefnan sé hreint ekki íslensk uppfinning heldur alþjóðleg hreyfing sem hófst í Kína fyrir 2500 árum eða þar um bil. Um þetta mætti hafa langt mál en aðalatriðið er að Kongzi (sem sumir kalla Konfúsíus) var framsóknarmaður.

Góða ferð.

Atli

Atli (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ertu kannski hættur við að koma heim Bjarni og family/????en það væri sjónarsvifnir/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 16.8.2007 kl. 23:32

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta fólk á ekkert skylt við framsoknarfolk, aðeins mannkynið sjálft

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.8.2007 kl. 01:00

4 identicon

Sæll Bjarni.

Ég þarf nauðsynlega að tala við þig, hef sent ótal sms síðustu daga. Þó ekkert alvarlegt. Er möguleiki á að þú getir sent mér tölvupóst þannig að ég geti borið upp erindið sem ég get ekki gert hér á þessum vettvangi ?

Bestu kveðjur. Ragnheiður Thorlacius, framkv.stj. Fjölskyldumiðstöðvar

Ragnheiður Thorlacius (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 10:54

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Svei mér þá ef við erum ekki að sjá óvænt tækifæri til endurnýjunar fyrir Framsóknarflokkinn.

Útrás!

Er ekki bara málið að flytja framsókn til Perú?  Þarna eru fjöll, hestar, jarðskjálftar og bændur...allt eins og var hér heima á velmektarárum flokksins!

Sé Guðna einhvern veginn alveg fyrir mér er Aztekahöfðingja.  Hann myndi sóma sér prýðilega í því hlutverki.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 17.8.2007 kl. 12:46

6 Smámynd: Ár & síð

Snjallt hjá þér að taka bara með þér suðurlandsskjálftann til Perú! Kannski þú kippir bara með þér Heklugosi næst þegar þú ferð til útlanda. Ekki myndu Sunnlendingar gráta það.

Ár & síð, 17.8.2007 kl. 13:16

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Vonandi náið þið heilsu og eigið góða daga, skjálfandi eða ekki.kv.

Helga R. Einarsdóttir, 17.8.2007 kl. 20:37

8 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Vonandi tekurðu mikið af myndum , og deilir þeim svo með oss hér ,þeim sem ekki komust með.

Halldór Sigurðsson, 17.8.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband