Hin merka sexywoman og mognud fjallabyggd

Gonguturinn okkar á laugardag taldist svosem ekki til stórvirkja midad vid tad sem fjallhressir útivistarmenn leggja her ad baki i fjallaklifri en samt afskaplega skemmtilegur. Vid forum semsagt uppad fornu Inkavirki her utan vid borgina sem heitir Saqsay-wamán en tad er vitaskuld úr indjánamáli og týdir ánaegdur fálki en er í framburdi alveg eins og ensku ordin sexy woman og gera menn sér gaman úr tví hér í fásinni Andesfjalla. Leidin frá hótelinu var oll á fótinn og líklega um 400 metrar upp og tad reyndi alveg nóg á í tunnu fjallaloftinu. S5000468

Annars er tad lygi ad hér sé fásinni. Vid áttum von á rólegum sunnudagsmorgni á baejartorginu en tar stód tá yfir hersýning sem okkur er sagt ad sé fastur lidur hvern sunnudagsmorgun. Túsundir voru hér samankomnir til tess ad hlusta á frekar ofgafullan áródur fyrir hermennsku sem spiladur var af bandi medan 100 manna fótgongulid marseradi og skaut stundum af byssum sínum í loft upp.

Vid tókum tar af myndir og héldum sídan med rútu yfir fjoll en varla firnindi til smátorpsins Pisac tar sem hvern sunnudag er mikil markadsstemmning. Okkur baudst reyndar ad taka leigubil a stadinn fyrir litla 10 dollara en tad var ogleymanlegt ad ferdast med somu rutu og sveitamenn Andesfjalla. Tetta var litil rutukalfur og saetin umtalsvert minni en gerist i islenskum rutum i dag. Vid fengum mida fyrir lidlega dollara og tar med saeti en margir heimamanna letu sig hafa tad ad standa og borgudu ta liklega minna. Elin vildi sitja a bekknum aftan vid bilstjorann enda alveg haegt ad fa innilokunarkennd aftarlega i svo trodnum vagni. Á velarhlifina fyrir framan okkur satu karl og kona sem vid heldum ad vaeru hjon, mjog raedin og skemmtileg. Elin taladi vid tau allan timann og túlkadi odru hvoru fyrir mer buta ur samtalinu. Mer var nog ad horfa a vedurbarin og sólbokud andlit, hálfbrotnar tennur og falleg augu. Karlinn var horkulegur og staeltur enda starfandi sem landbunadarverkamadur, hún sagdist stolt vera húsmódir og triggja barna módir, eitt teirra fjogurra ára var med henni í dag. Falleg kona tratt fyrir lúann sem skein úr andliti og hondum.  Baedi stolt og glaesilegir fulltrúar hinnar fátaeku altýdu Andesfjalla. Tegar karlinn hoppadi svo úr rútunni á midri leid rann upp fyrir okkur ad tau vaeru líklega alveg ótengd tessi tvo en tad skipti svosem engu.

Á túristamarkadi i Pisac tókst okkur svo ad eyda nokkrum hundradkollum perúískum enda sídustu forvod ad kaupa eitthvad hér í Andesfjollunum ádur en vid holdum i bítid til Lima og tadan til Iquitos...

S5000438

Myndir fra hersýningu og rútufólkinu verda ad bída betri tíma enda tolvur hér ekki sérlega lidugar en hér eru to tvaer myndir frá lidnum dogum, onnur af Elinu í Macchu Pichu og hin af  kaupmanninum Jesus sem tókst ad pranga litilraedi inn á mig og ég notadi tá taekifaerid og tók mynd af karli. Yfirleitt tarf madur ad borga fyrir ad fá ad taka myndir af fólki og margir virdast lifa hér á tvi ad teyma lamadýr sín millum túristastada...

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gaman að sjá að maður er ekki orðin of gamall fyrir háfjallaveiki og margvísleg önnur ævintýri meðal frumbyggja og sveitamanna í hæstu fjöllum. Góðar ferðaóskir til ykkar Elínar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.8.2007 kl. 01:46

2 Smámynd: Gúrúinn

Hvers vegna skrifarðu tje ("T") í stað "th" sem er "þ" á útlensku? Annars er gaman að lesa ferðasöguna þína.

Hvers vegna skrifardu tje ("T") i stad "th" sem er thorn a utlensku?  Annars er gaman ad lesa ferdasoguna thina.

Gúrúinn, 20.8.2007 kl. 08:57

3 Smámynd: Unnur Lilja og Írena Sólveig

Mjög gaman af þessu, var þarna sjálf fyrir ekki svo löngu.  Perú er yndislegt land.

Góða ferð áfram! 

Unnur Lilja og Írena Sólveig, 20.8.2007 kl. 15:33

4 identicon

Sæl bæði tvö!

Gaman að lesa um ykkar ævintýri nú þegar Eva er að leggja upp í ferðalag á hinn endann á hnettinum!  Við hlustuðum á fréttir af jarðskjálftum og hugsuðum til ykkar, fegin að sjá og heyra að þið væruð á réttu róli.  Bestu kveðjur úr Furubyggð.

Jónína og kó (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband