Fátćkir dokkleitir og nidurlútir...

Tetta er skóli, tid vitid tad, sagdi skáldid tegar tad hélt tónleika um árid í MH minnir mig og tad er svo sannarlega lika skóli ad vera á tvaelingi i tridja heiminum. Eg var adeins ad skrifa um tad her fyrr ad inkarnir vaeru framsoknarlegir. Ekki god einkun ta fyrir Framsoknarhugsjonir ad sja her alla fataektina, eda hvad. En tess heldur áskorun ad reyna ad kryfja ástandid og leita ad brotalomunum i framandi landi. Eda afhverju er tjód eins og Perubúar svona miklu fátaekari en vid Íslendingar sem tó vorum fátaekastir allra fyrir 100 árum. Hvad hofum vid gert rétt en teir, tja  rangt eda allavega odruvisi...
S5000606

Tetta er svosem ekki endilega paeling um Perú og Ísland. I ollu minu flakki um tridja heiminn (Palestina, Indland, Kenya, Uganda, Marokko...) velti eg tvi endalaust fyrir mer afhverju tetta folk er svo miklu faetakara en vid a Vesturlondum, raunar margt af tvi glaepsamlega fataekt og i fljotu bragdi virdist astandid skeliflega vonlaust i fataekrahverfum storborganna og eymdarleg sveitatorpin morg ekkert skarri.

Tad er langt langt sidan eg troskadist fra teirri gamalgronu kommakenningu ad allt se tetta kugun erlendra audhringa ad kenna. Tad er einfaldlega fabula sem stenst ekki skodun. I Marokkoflakki fyrir 10 arum sammaeltumst vid um tad  yfir tebollum, eg og amerisk hjon sem tar voru ad tetta vaeri truarbrogdunum ad kenna. Hugsunin vaeri einfaldlega ekki frjals i londum tar sem mullar eda babtistar stjorna lydnum med ofstaeki sinu. Tad sem stydur tessa kenningu er ad veruleg velmegun vard ta fyrst til i heiminum tegar Luther hafdi afhelgad hin nordlaegu lond Evropu og su velmegun hefur svo smitast smam saman inn i katolska hluta alfunnar tar to lengi hafi sa hluti verid langt a eftir okkur i norduralfunni. Tad besta vid Lutherstruna er einmitt ekki hvad hun virkar vel i tvi ad stjorna lydnum í smáu og stóru heldur ad hun gerir raunar saralitid tilkall til slikrar stjornunar.
Einhver gaeti ordad tad sem svo ad tetta se aftvi ad Luterstruin er mislukkud en  tad er osanngjarnt gagnvart godu starfi margra kirkjudeilda.

En tad er samt i tessari truarkenningu mikil einfoldun og samfelagid her i Peru sannfaerir mig um ad med henni er ekki oll sagan sogd. Her er nefnilega katolskt samfelag tar sem  kirkjusokn er saralitil og fraleitt ad kenna hinni gomlu pafakirkju um fataektina herna. Miklu naer ad lita til sogunnar og tjodarsalarinnar i fortid og framtid. Skortinn a stolti og sjalfsvitund sem er reyndar ekki neitt einsdaemi her i landi.

Audvitad brutu Spánverjar allt undir sig í tessu landi fyrir 500 árum, sviku, myrtu og kúgudu svo sem herratjódir hafa alltaf gert. En á tví gaetu Andesfjallaindjánar jafnad sig ef ekki hefdi fylgt annad verra. Teir komu strax inn teirri kenningu medal almúgans ad tví hvítari sem madur
vaeri, tví betra. Á nýlendutímanum var tad reyndar tannig ad adeins barnfaeddir Spánverjar fengu embaetti í nýlendunum. Born sem teir eignudust med alspaenskum konum sínum voru talin af laegra slekti og kalladir Kreólar. Fjolmargar sogur vitna um ad Kreólarnir tóttu latari og
vaerukaerari en adrir Spánverjar enda vondust teir á tá ónáttúru ad geta látid indjána gera fyrir sig oll verk og svarta traela tau sem tá leyfdi af. Karlar tessir gaettu kvenna sinna af mikilli natni og hofdu tar laert af márum á Pýrenaskaganum ad konur skyldu aldreí útúr húsi og af tvi sjáum
vid í borgum ollum yfirbyggdar svalir vid hus tar sem kerlingar tessar voru vidradar. Sjálfir áttu teir svo indjánahjákonur eda svertingjastelpur sem fullnaegdu ástalífi Kreolanna og taer fengu ad spranga stuttklaeddar um gotur og torg.

Smá daemi um hinn grimma rasisma lidinna daga: Barn negrastúlku og kreóla var múlatti og taldist umtalsvert nedar í virdingarstiganum en Kreóli. Afkomendur tess áttu sér tó vidreisnarvon... Barn múlatta og kreóla var tercer-róni, barn tercer-rónans og hvítingja er quarter-róni og afkomandi
quarter-rónas og hvítingja var quinter-róni og sá gat átt barn med kreóla sem var talid fullgildur hvítingi. Fimm aettlidum eftir ad svertingi slydadist inn i hina gofgu kreola aett, líklega hálf onnur old í árum talid.

Tetta er samt adeins toppur á teim ísjaka sem skipting samfélagsins í stéttir eftir horundslit byggdi á. Tannig var tad barn quaerter-róna og tercer-róna talinn salto atras sem týdir eiginlega skref afturábak. Barn negra og indjána var sambos (hver man ekki litla svarta Sambó!) Og svo framvegis og svo framvegis. Og allir voru mjog vel medvitadir um stodu sina i tessum stettarstiga tvi enginn vildi verda fyrir tvi ad vera talinn tar trepi nedar en teir áttu rétt til.
 
En tví er ég ad rifja tessi vísindi upp ad hér í álfu hefur tetta í reynd lítid sem ekkert breyst. Kannski litlu skárra í USA. Enntá er samfélagid gegnsýrt af tví ad tví hvítara sem fólk er tví betra. Trátt fyrir allir séu hér dokkhaerdir og fallega indjánabrunir a horundslit eru allar auglýsingar med einhverskonar gervi-skandinovum og sjónvarpsfrettakona sem i gaer taladi frá skjálftasvaedunum var med ljóst líklega litad hár og ofurljósa húd. Somu sjálfsmyndinni er haldid ad almenningi seint og snemma,- tid erud aettlausir indjánar og einhverskonar tercerrónar!

Er á medan vid tvi ad buast ad samfélagid nái vopnum sínum. Naestum eina andsvarid vid tessari neikvaedu sjálfsmynd eru fasistalegar hersýningar og hin endalausa trú á mátt hersins sem hefur verid sem raudur trádur í sogu allra landa hér í álfu...

En eg sagdi naestum eina, sídar aetla ég ad fjalla um tad sem er samt jákvaett í vidhorfum hérlendis og á raunar vid um miklu fleiri tridja heims ríki. Tad verdur jákvaedur framsóknarlegur pistill um framsóknarmenn allra landa...

(Myndin er af tveimur inkakonum í Piscas í Andesfjollum i ákafri umraedu um verdlag og falltunga dilkakets. Kannski nae eg ad hlada inn i kvold myndum fra Amasonsvaedinu en vid hjonakornin erum nu i Iquitos sem er 500 túsund manna borg fjarri ollum bilvegum. A morgun forum vid inn í frumskoginn...)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband