Heima er best...

Eins og ævinlega er heimkoman það skemmtilegasta í hverju ferðalagi! Komst ekkert í tölvu síðustu dagana enda mikill munur á Lima og Washington í þeim efnum. Í þriðja heims borgum eru netkaffi á hverju götuhorni sem þægilegt er að skjóta sér inn á þegar maður þreytist á markaðsrápinu. Í hinni vestfænu heimsborg er netkaffi jafn vandfundið og í Reykjavík enda eiga þar allir sína eigin tölvu. Helst að maður geti sest inn með eigin fartölvu einhversstaðar en slíkt var ég ekki með mér.S5000990

En þrátt fyrir þetta var afslappandi og notalegt að enda fríið í vestrænni stórborg með sínu öllu sínu steríla og ópersónulega andrúmslofti. Þægilegt eftir ágenga og þunga sölumennsku Suður - Ameríku. Gengum okkur upp að hnjám um Mall of America á höfuðborgarhæðinni í Washington. Þetta er þó ekki Mall í merkingunni verslunarkjarni heldur nokkurra dagsláttu tún þar sem í kring er raðað mestu merkisbyggingum stórveldisins. Stjórnarráðum, ríkisstofnunum, söfnum og sinn við hvorn enda á túninu eru svo Hvíta Húsið og þinghúsið. Af Capitol Hill lá leiðin svo í Georgstown sem er reglulega vinalegur bær með evrópsku sniði...

Komum til landsins í gærmorgun árla og höfðum þá glutrað heill nótt niður í Atlantshafið í tímamismun sem engir nema stjörnufræðingar fá skilið og síðan þá hafa klukkustundirnar farið í fundi og teiti eins og tilheyrir í rúmhelgi pólitíkurinnar. 

S5000719

(Myndirnar eru annarsvegar af Elínu utan við Hvíta Húsið og hinsvegar ein af myndunum sem ég tók við Amazon...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

nú styttist í að alþingi fari að byrja, verður gaman af fylgjast með þér, kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 31.8.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Velkomin heim i slagin Bjarni/það er mánuður i Alþingi/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 31.8.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband