Réttarsúpa, rakaraskrall og... æi já R.Marshall

Engir dagar jafnast á við réttardaga en í dag var réttað í Hreppunum og á morgun í Tungunum. Á flakki millum Hruna- og Skaftholtsrétta var hringt og ég beðinn að skila grein í Blaðið. Gamalt loforð um grein aðra hverja viku og á til að lenda í gleymsku svo nú var ekki annað að gera en fá að skjótast inn á tölvu í Hreppunum og hripa þar niður pistil um gildi réttanna í Hreppunum...IMG_7801

Dagurinn endaði svo í frábærri afmælisdagskrá 60 ára afmælis Selfossbæjar í Hótelinu sem rakarinn Kjartan Björnsson stóð að. Áður en það yrði var ég beðinn að eiga tal við mann í beinni útsendingu ríkissjónvarpsins sem hefur kosið að hafa um mig fúkyrði og illyrði. Auðvitað getum við sem erum í stjórnmálum alltaf átt von á dembum ýmiskonar og verðum að taka því en mér er til efs að ég eigi að gera slíkum mönnum þann óleik að mæta þeim í fjölmiðlum. Sjónvörp hafa auðvitað gaman af sensasjónum en samt...

Myndina sem Egill sonur minn tók er frá afmælishófinu en hér er meistari Kjartan að afhenda jafnöldrum Selfossbæjar glaðning. Eins og bærinn bera íbúarnir aldurinn ótrúlega vel og ekkert sem bendir til að þessar konur sem hér sjást séu að komast á sjötugsaldurinn. En svona er nú gott að búa á bökkum Ölfusár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Ég fylgdist með Kastljósinu í kvöld og það verð ég að segja að ekki jókst álit mitt á Róbert Marshal eftir það, þvert á móti hrapaði maðurinn eins og hægt er að hrapa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.9.2007 kl. 00:39

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni. Róbert Marshall kom mjög illa út úr þessum þætti og var sér og Samfylkingunni til skammar.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 00:47

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll félagi Bjarni. Hef fylgst með skrifum ykkar R.Marshall undanfarið. Og í Kastljósi RÚV í kvöld voruð þið ,,vininir" að fara yfir vikulokin. Bjarni. Veit að áhorfendur voru agndofa. Vesalings pilturinn á eitthvað verulega bágt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.9.2007 kl. 00:52

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg var bara farin að vorkenna Róbert Marshall/þeir sem verja svona málstað,sem hann var að verja komast i þrot/og reiðin tekur völdin/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.9.2007 kl. 01:02

5 identicon

Ég verð að segja að ég missti allt álit á Róbert Marshall í þessum Kastljós þætti. Hann var hrokafullur, leiðinlegur, ókurteis og ómálefnalegur. Systir mín vill meina að hann hafi ákveðið að mæta leiðinlegur í þennan þátt, ég veit ekki, kannski er hann alltaf svona. Allavegana, Róbert Marshall varð sér til skammar og held ég að margir séu ekki að fíla kauða, né muni fíla hann næstu misseri!

Jóna Rún Daðadóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 02:43

6 identicon

Ég botna hreinlega ekkert í Róbert Marshall. Varla að þeim ágæta manni geti verið sjálfrátt, að mér finnst. Og ekki botna ég í Kristjáni Möller heldur, ef út í það fer. Þetta er allt með ólíkindum.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 02:54

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bjarni Harðarson var í kastljósinu í gær. í raun finnst mér að viðmælandi hans hefði betur setið heima.

Sigurgeir Jónsson, 15.9.2007 kl. 08:43

8 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sammála ykkur flestum með það að Róbert var skelfilegur í þessum þætti. Ég skrifaði um þáttinn strax í gærkvöld. Veit ekki hvað maðurinn er að rembast fyrir engum málstað.

Ingólfur H Þorleifsson, 15.9.2007 kl. 08:49

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég get tekið undir hvert orð hjá Benóný hér á undan. Þarna voru langt í frá unnin nein stórvirki og enginn sigurvegari sjáanlegur, en eins og Benóný nefnir, annar hafði látið svo lítið að skifta um föt fyrir þáttinn en hinn kom í skítagallanum í kastljósið.....???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.9.2007 kl. 08:59

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sumir halda að það sé nægjanlegt að skifta um föt til að verða hreinir.Svo er ekki.

Sigurgeir Jónsson, 15.9.2007 kl. 09:59

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er sammála seinni færslu Sigurgeirs og bæti við að lopapeysa fer Bjarna vel. Endurtek það sem ég hef sagt um framsóknarmenn að þeir eiga að vera í lopapeysu, ganga ævinlega á gúmmískóm og bjóða manni í nefið.

Einvígi eru aldrei marktæk þega annar mætir með forgjöf. Bjarni á gott með að ná til fólks af því hann er alltaf skemmtilegur eins og Guðni samferðarmaður hans. Róbert býr að þeirri fötlun að honum er fyrirmunað að verða öðruvísi en leiðinlegur.

Hver sagði hvað í umræðunni um ferjumálið,- einu gildir. Málið er klúður frá upphafi til þessa dags. Þeir sem á því bera ábyrgð eiga að biðja þjóðina afsökunar í auðmýkt. Meiri karlmennsku væntir enginn af þeim mönnum.

Árni Gunnarsson, 15.9.2007 kl. 10:20

12 identicon

Varðandi fatnaðinn og málstaðinn má segja eitt:

Sumir koma til dyranna (í Kastljós) eins og þeir eru klæddir.

Sjaldan hefur þetta orðatiltæki átt jafn vel við.

Björgmundur (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 10:37

13 Smámynd: Íris María

ÉG verð nú bara að tjá mig í þessu máli. Fylgdist með Kastljósinu í gær og ég verð bara að segja að ef að einhver er tuddi í þessu máli þá er það hann Róbert. Annan eins dónakap og yfirgang hef ég sjaldan séð í íslensku sjónvarpi, mér finnst það bara segja soldið mikið um þetta mál hversu lítið hann Róbert leyfði Bjarna að komast að. Róbert er bara hræddur strákur fastur í leik fullorðinna manna. Það er hann sem að er með dónaskap og gerir hlutina aðeins verra fyrir sjálfan sig..

Hvað varðar fatnaðinn, þá finnst mér það bara mjög við hæfi og lýsa stolti að mæta í réttarklæðnaðinum í viðtal. Réttirnar standa nú einmitt yfir!

Íris María , 15.9.2007 kl. 11:58

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mér fannst nú Bjarni sá síðri, mér fannst hann dóni sígrípandi frammí og svo hafði hann hátt að það heyrðist ílla hvað hann var að reyna að segja, þetta verður spaugilegt þing með Ögmund, Steingrím og svo Bjarna grípnadi frammí í tíma og ótíma í þingsal alþingis.

Ég veit ekki, en ef að ráherra hefur ekkert að segja um ákvarðanir sinna undirmanna eins og um val vegamálastjóra á ráðgjöfum til hvers er vegamálastjóri þá undir ráðuneyti yfirleitt, sem betur fer er vegamálastjóri undir ráðuneyti og það er einhver sem getur tekið í lurginn á honum og ekki veitir af.

Ég sé ekkert að því að samgöngumálaráðherra setji ofan í við vegamálastjóra og gagnrýni ráðgjafann, ég sé heldur ekkert að því að Bjarni setji út á það, ég sé heldur ekkert að því að Bjarni fari nú að halda aftur af sér í fjölmiðlum, mér finnst hann leiðinlegur og óforskammaður þingmaður og ég má hafa þá skoðun og segja það.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.9.2007 kl. 14:58

15 Smámynd: halkatla

ekki sá ég þetta kastljós, en ég tel mig samt hafa alveg nægar upplýsingar til að dæma um hvor var betri gleðilegan bæjarammælisdag!

halkatla, 15.9.2007 kl. 19:24

16 identicon

En kommon aldrei aftur lopapeysa.jb

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 23:40

17 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú kommon Bjarni. Alltaf aftur lopapeysa. Hún er svo íslenzk og
þjóðleg !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.9.2007 kl. 01:11

18 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Stóðst þig vel í kastljósinu.
enn ,samt enn í röngum flokki.
Og til hamingju með afmælið Selfoss.

Halldór Sigurðsson, 16.9.2007 kl. 01:53

19 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Bjarni

Þú tókst Róbert Marshall í nefið svo um munaði í Kastljósinu. Stóðst þig vel í þættinum. Róbert var ómálefnalegur, ókurteis og ruddalegur. Sýndi sinn innri mann.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.9.2007 kl. 02:35

20 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll. Þú ert markaður nú eins og hnefaleikamaður. En heyrðu, þetta með Marshal. Ég held hann sé enn reiður út í það sem var með NFS. Ekkert gengur upp hjá honum. Sama hvað! Framboðið, pressan, annað...Allt snýst þetta í hring hjá honum.

Satt best að segja fannst mér lélegt að hann hafi verið að ,,reyna" verja ómaklegan málstað. En þetta sýnir okkur öllum að fjörið er að byrja og Framsókn verður dugleg að fylgjast með.

ps. Þú færð A+ fyrir að mæta í lopapeysu. Það var snilld. Ekta!!

Sveinn Hjörtur , 16.9.2007 kl. 15:24

21 identicon

  Högni hefur talað:  "...mér finnst hann leiðinlegur " skrifar Högni Sigurjónsson. Þá vitum við það, Bjarni Harðarson er leiðinlegur!

Þarf Högni ekki að koma þessari frétt á framfæri víðar?

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 16:37

22 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Bjarni. Þú stóðst þig bara vel í þessum þætti að mínu áliti ( sem er ekki sérfræðiálit :) ) en ég er sammála Jónínu. Það er ferlega hallærislegt að mæta í lopapeysu til að þykjast þjóðlegur bara eitt ömurlegra þ.e að mæta með bleikt bindi til að þykjast vera "mjúkur" maður. Þrátt fyrir þetta hafðir þú forgjöf því Marshall hafði engan málstað að verja og ég verð að segja að mér finnst undarlegt val Möllers á upplýsingafulltrúa því hann er svo dauðalvarlegur maðurinn í viðtölum sem er ekki það sem vantar hjá Möller og í þessum þætti var eins og hann héldi sig vera þáttastjórnandann " good old days " fílingur hjá honum. Ég hef trú á að það verði gaman að fylgjast með þér á þingi í vetur.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.9.2007 kl. 18:55

23 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei Glúmur ég sé ekki ástæðu til að fara með það víðar þetta er ekki ný vitneskja hér á suðurlandi og ekki ástæða til annars enn að koma þessu að hér innan um JÁkórinn.

Ég er enn á þeirri skoðun að framsóknarmönnum tókst ílla til með mönnun á lista sínum á suðurlandi fyrir síðustu kosningar ég sé ekki að sunnlenskir þingmenn þurfi neitt að vera að hafa áhyggjur af "gullferjuni" það eru nógir um það og að mínu áliti mátti samgöngumálaráherra alveg setja ofaní við vegamálstjóra og má alveg gera það aftur og þá útaf seinagangi við undirbúning breikkunar suðurlandsvegar og bara lélegum vinnubrögðum vegagerðarinnar hér á suðurlandi.

Ég væri alveg til í að sjá sunnlenska þingmenn rukka vegmálastjóra um hvernig staðan er á undirbúningsvinnu fyrir breikkun suðurlandsvegar svona sem dæmi og allt í lagi er fyrir ykkur að muna að það voru framsóknarmenn sem komu vaxtavítahringnum af stað enn einu sinni, nú með 90% íbúðalánsjóðslánum sem marg var varað við að hefðu þær faleiðingar sem það hafði svo það er líka allt í lagi að minna ykkur á að framsóknarmenn vildu ekki einfalda reglur tryggingastofnunar sem verður að gerast, þannig að Glúmur ég sé ekki annað en að þið hafið bara nóg að gera við að finna ykkur.

Já mér finnst Bjarni leiðinlegur og óforskammaður þingmaður, ég þekki hann ekki persónulega en það gerir vinur minn Óskar Helgi og hann ber honum góða sögu og segir hann dreng góðann og ég hef ekki ástæðu til að efast um það, en allavega þá heyrist í honum það er meira en gerist með aðra þingmenn suðurlands bæði nú og á síðasta kjötímabili og ekki má taka það af honum.

Enn endilega haldiði þessari persónudýrkun áfram, en muniði bara að kosningar eru yfirstaðnar þessi upphlaup ykkar manns eru svipuð og upphlaup framsóknarmanna í Hveragerði þau koma alltaf annað slagið með kosningaáróður í staðin fyrir að fara að vinna.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.9.2007 kl. 22:37

24 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér er tæpt á ýmsum sannindum hjá Högna, þörf lesning og áminning til framsóknarmanna....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.9.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband