Íslandi allt á aldarafmæli Ungmennafélags Íslands

(Ungmennafélag Íslands er 100 ára í dag og haldið var upp á afmælið á Þingvöllum í morgun þar sem saman voru komnir framámenn hreyfingarinnar, forseti Íslands og fleiri gestir. Ég flutti þar stutta ræðu og hafði svo mikið við að skrifa hana áður - læt hana fylgja hér til gamans. Eins og svo margt sem ég skrifa ekki til birtingar allt með litlum stöfum...)

 

ísland ögrum skorið,

eg vil nefna þig

sem á brjóstum boriðumfilogo

og blessað hefur yfir mig

fyrir skikkun skaparans.

Vertu blessað, blessi þig

blessað nafnið hans.

 

það er við hæfi hér að rifja upp kveðskap eggerts ólafssonar.

 

ekki vegna þeirra sérkennilegu og pólitísku skoðana sem eggert ólafsson hafði á þingvöllum og umhverfinu hér en hann lýsir á einum stað þeirri skoðun sinni að þingvellir séu afskaplega og frámunalega ljótur staður, næstum eins hræmulegur og mývatnshraun sem þó tók öllu öðru út í okkar kalbrunna landi.

 

ég segi að þetta hafi verið pólitísk skoðun skáldsins, 18. skáldsins sem dó alltof ungur og það er ekki nóg með það. þetta er pólitísk sýn framsýnna manna á 18. öld, litlir neistar búauðgistefnunnar og forrómantíkur en um leið kannski fyrsti neisti ungmennafélaganna. já, forrómantíkur sem sá landið í björtum en líka matarlegum litum. það er ekki matarlegt á þingvöllum og hefur aldrei verið,- ekki einu sinni áður en ölkofri brenndi hér skóginn í ölhitun sinni fyrir miðaldamenn. forrómantíkin og búauðgistefna eggerts ólafssonar var með vissum hætti fyrsta skrefið til þeirrar sjálfsvirðingar sem íslenska þjóð skorti tilfinnanlega á dögum eggerts. sjálfshafningar sem var með vissum hætti andsvar við þá strauma sem þá voru annars ríkjandi í menntamálum og ekki allir til þess fallnir að auka með íslenskum sveitamönnum reisn eða tiltrú. þá eins og á öllum tímum til þeir menn sáu önnur ljós og aðra þræði, sumir niðurlútir og aðrir grillugjarnir. og kannski var forrómantíkin talin grilla rétt eins og ungmennafélögin seinna...

 

ef þú étur ekki smér

eða það sem matur

dugur allur drepst úr þér

danskur íslendingur

 

raunar með ólíkindum að konunghollur 18. aldar maður skyldi þora að yrkja með þessum hætti. það varð enda með vissum hættum menningarlegt bil eftir drukknun eggerts ólafssonar en seinna fetuðu hans slóð boðberar þjóðernisrómantíkurinnar jónas og tómas og löngu seinna megas - því það er samhengi í boðskap allra þessarra manna og það er samhengi í boðskap rómantíkurinnar og þeirri rækt sem enn verður okkur mikilsvert umhugsunarefni til heiðurs öllum þeim snjöllum sem hér hafa skrimt og hrokkið, svo vitnað sé í skáldið.

 

ungmennafélagshreyfingin fyrir 100 árum var beint afsprengi þjóðernisrómantíkurinnar og hafði samt mikið vatn runnið til sjávar frá búauðgistefnunni. kjarninn var sá sami og nú á hundrað ára afmæli þegar atómöldin er meira að segja að baki og heimurinn orðinn að litlu þorpi á tölvuskjá er kjarninn enn sá sami í okkar baráttu fyrir ræktun lands og lýðs, ræktun þjóðar og fyrst og síðast, sem mikilvægast er handan alls þjóðernis og þess vatns sem rann, ræktun æskunnar.

 

íslandi allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Frægasta setning búauðgisstefnu fyrstu kynslóðanna er: "Fögur er hlíðin...bleikir akrar og slegin tún." Líklega heitir Ljótipollur nafni sínu vegna fegurðarskyns 15. aldar manna.

Fjallið Sáta á Snæfellsnesi er gott dæmi um þetta. Nú á dögum myndi ungt fólk nefna þetta fjall Brjóst, því engu líkist það meira, séð úr suðri.

Ómar Ragnarsson, 20.10.2007 kl. 23:40

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er gaman að glugga i sögunni,og allt það en eg vil nú heldur tala um það sem er að gerst nú ,og í framtíðinni,en þetta er gott að mynnast þessa 100 ára afmælið Ungmannafelskapar okkar/Þakka það Bjarni/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 21.10.2007 kl. 01:37

3 identicon

Ég veit að ég móðgaði þig síðast þegar ég skrifaði athugasemd, en hvað um það - ætla ekkert að missa vatnið yfir því.

Eggert Ólafsson var stórmenni hér á Íslandi, hann var þvílíkur landsins þjónn að fáir mega slíkt hafa gjört. Að minnast dauðdaga hans með einhvers konar léttmælgi eru raunveruleg helgispjöll.

Þvílíkur gæðingur sá maður var er ómótstæðilegt og sem ég segi hans tilburðir voru ungmennafélögunum takmark. Ungmennafélögin voru flest stofnuð fyrir 100 árum. Þá var fólki blásið í brjóst hetjukennd viðhorf til Íslands, þetta var gert til þess að trylla lýðinn frá mikilli eymd sem hann var niðursokkinn í á þeim tíma.

Auðvitað voru þetta fasísk viðhorf og gjálgleg að skapi, en þetta skóp í það minnsta sjálfstæðis-dratthalahvötina hjá okkar feðrum og mæðrum. Danir hefðu auðvitað átt að senda herskip á okkur og kveða niður þessi fáránlegu viðhorf og setja okkur endanlega undir krúnuna.

Að menn sem sigldu á árabátsræfli um höfnina í Reykjavík og veifuðu hvítbláatusku og þóttust vera eitthvað skyldu fá að komast upp með það er auðvitað fáránlegt - þessir menn hefðu átt að vera teknir fastir og húðstrýktir. Það hefði verið í anda danskra ungmennafélaga.

UMFÍ eru samtök sem eiga sér sögu, en í dag er eina gildi þess peningalegt. Þeir deila út lottótekjum, peningum sem íþróttafélög ásælast. UMFÍ er ekkert annað en peningadreifistöð - humyndafræðin er dauð - fjallsýnin er horfin - stoltið yfir svörtum sandi er farin. UMFÍ eru dauð samtök sem hafa ekkert nema fortíðina að tala um. Samtökin eru ekkert annað en afturganga sem allir virða og jafnvel hræðast - af því að þeir vita ekkert þau eru!

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 05:17

4 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sunnudagur til sælu fyrir þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 10:50

5 identicon

Ómari þykir Ljótipollur fallegur. En  honum þykir annar pollur ljótur sem mér og Valgerði þykir fallegur.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband