Spillingarumræðan og Framsóknarflokkurinn

Fátt er okkur Framsóknarmönnum eins erfitt í pólitískri baráttu eins og fullyrðingar andstæðinga okkar um að flokkurinn tengist pólitískri spillingu með einum eða öðrum hætti. Ég hefi nokkuð skrifað um þetta í blöðum og ákvað að setja þær greinar hér saman á einn stað.

Þessi umræða kemur reyndar víðar við. Finnur Ingólfsson fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins var í sjónvarpsviðtali hjá Sigmundi Erni á Stöð 2 í gærkvöldi og var þar meðal annars þjarmað að honum í þessum efnum. Í heildina þótti mér Vesturkotsbóndinn fara vel frá umræðunni þó ekki ætli ég að leggja neitt mat á einstaka þætti þess sem spurt var um. Það er mér og öðrum þeim sem nú sitja á þingi fyrir flokkinn einfaldlega óviðkomandi.

Um REI málið, spillingu og Framsóknarflokkinn

Spilling í stjórnmálum og aldur stjórnmálaflokka

Pólitískar ákvarðanir og Framsóknarhugsjónir

Stjórnmálaspillingin, samstaðan og samtryggingin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er hræddur um að áratugur nægi hrökkvi skammt til að hreinsa Framsóknarflokkinn af spillingarumræðunni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.11.2007 kl. 18:18

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Vel mælt Bjarni, þú hittir naglann einmitt á höfuðið með orðunum,"það er mér og öðrum sem sitja á Þingi fyrir flokkinn einfaldlega óviðkomandi " það er staðreynd að það eru men en ekki flokkar sem spillast, ég tel reyndar að þessi setning þín eigi við um alla flokka, og tel að það sé að verða kynslóðaskipti á Alþingi.

Með kveðju frá Íhaldinu Magnús

Magnús Jónsson, 19.11.2007 kl. 20:35

3 identicon

Sæll Bjarni.

Ég veit ekki hvort og enn síður hvernig framsókn losnar við þennan stimpil. Helsta vonin er e.t.v. sú að aðrir dragi að sér enn meiri athygli á þessu sviði. Ýmislegt hefur verið rætt, en frekar lítið sannað á flokkinn. En samt loðir umrædd ímynd við ykkur - kannski ekki þig persónulega, en flokkinn samt.

Kirkjan bauð upp á ýmsar aðferðir hér á miðöldum og þótti hugmyndarík með afbrigðum. Besta lausnin þá var að kaupa sér aflausn og fulla blessun páfans. Maó sálugi og allt annað en mannvinur bauð uppá sjálfsgagnrýni, afneitun og fjörbaugsgöngu ef menn voru heppnir. Eins var, skv. kenningunni, hægt fyrir konur að öðlast "meydóminn" að nýju með stífu prógrammi.

Hversu löng ykkar fjörbaugsganga verður (utan ríkisstjórnar) skal ósagt látið. Þó hygg ég að utanaðkomandi hjálp þurfi.

M. kv. frá Flúðum.

Jónas Egils. (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:48

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Alveg rétt hjá þér Gunnar. Hversu fljótt gleymast ummæli Sverris Hermannssonar um kaupverðið sem S hópurinn greiddi fyrir tryggingarfélagið. Nokkrar blaðsíður mætti fylla af allskyns fullyrðingum um siðferðisbresti hjá framámönnum framsóknar. Hvað mikið af þessu er sannleikur? Það er nútímaframsóknarmannsins að afsanna.

Bjarni þú neyðist til að leggjast í sagnfræði.

Þórbergur Torfason, 20.11.2007 kl. 10:18

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ótrúleg kokhreysti að finnast Finnur þessi komast vel frá einhverju, að ég ekki tali um þetta viðtal Hann opnar aldrei svo munninn að manni ekki verði óglatt. Það er það fyrsta sem Bjarni þarf að gera, að sjá til þess að enginn þurfi að hlusta á Finn og tengja hann við flokkinn...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.11.2007 kl. 11:45

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hafsteinn, hvernig á Bjarni, valdalaus maðurinn að sjá til þess að enginn þurfi að hlusta á Finn? Eini möguleikinn er að setja fjölmiðlabann á manninnn. Sannleikurinn er sá að framsóknarmenn neyðast til að lifa og lognast rólega útaf með sínum græðgis axarsköftum.

Þórbergur Torfason, 20.11.2007 kl. 12:07

7 Smámynd: Upprétti Apinn

Ef Framsóknarflokkurinn vill losa sig við þennan spillingastympil þá þurfið þið að gera tvennt:

1. að rannsaka og upplýsa alla spillingu og "reddinga"-pólitík sem stjórnmálamenn flokksins hafa staðið í til þessa.

2. að opna allt bókhald flokksins og ganga að öllum kostningum með öll fjármál fyrir opnum tjöldum.

Þangað til verður Framsóknarmennska hugtak fyrir spillingu og baktjaldarmakk.

Upprétti Apinn, 20.11.2007 kl. 13:55

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Þarsem er reykur...

Auðun Gíslason, 20.11.2007 kl. 17:20

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þeir sem mest þjófkenna fólk eru yfirleitt þjófar sjálfir.Þeir sem mest tala um spillingu í Framsóknarflokknum eru örugglega eru ekki með meira siðferði en hinn almenni framsóknarmaður, nema síður sé. Siðferðispostularnir sem skrifa hér að ofan um spillingu í Framsóknarflokknum standast engan samjöfnuð við menn eins og Guðna Águstsson og Bjarna Harðarson í heiðarleika.

Sigurgeir Jónsson, 20.11.2007 kl. 21:54

10 identicon

Það kæmi manni ekki á óvart að Finnur Ingólfsson,hafi keypt þennan þátt á Sunnudaginn''Mannamál,,.Hann var einsog einráður og var alveg óðamála,Sá góði fréttamaður Sigmundur Ernir komst varla að með spurningar,svo var maður ekkert hissa að Finnur skyldi nota tækifærið,til að reyna að hreinsa sig.En hreinsunin tókst ekki vel hjá honum að mínu mati.Framsóknarflokkurinn er og verður spilltur um ómuna tíð, það er bara í genunum í honum,semsagt óhreinsanlegur.

Jensen (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:50

11 identicon

Það átti að standa þarna:spilltur um ókomna tíð.

Jensen (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 23:32

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nafni minn.

Ég bið þig þess lengstra orða, að minnast ekki á Finn Ingólfsson, við það eitt, verður í hugum margra manna, --allt sem ´siðar er sagt, --ótrúverðugt.  Landsmenn margir hafa fengið sig svo fullsadda af honum og Ólafi í Samskipum, að það er með hrinum ólíkindum.

Jafnvel kona mín, sem aldrei hallar orði að neinum manni, gat ekki bundist undir mónólog Finns í Mannamáli og sagði stundarhátt, eitthvað á þessa leið  ,,af hverju þarf Sigmundur að eyðileggja þennann þátt sinn með þessum manni?"  Á raddtóni hennar var það að skilja, að henni væri verulega misboðið.

Ég lagði ekkert til mála, þar sem ég vildi eiga gott kvöld með tilheyrandi kertaljósum í stofunni, Kaffisopa og lágværu hjali með henni.

Jafnvel eins heiðarlegur og vandaður maður og Jón Sigurðsson, fyrrum foringi ykkar, fékk ekki rönd við reist. 

Farið í naflaskoðun og setjið suma í Fjörbaugsgarð, herlgaðann sterkum bogmanni.

Hafið forgöngu um rannsókn á og jafnvel endurkröfu á fémæti áður í eigu Kaupfélaga og Samvinnufélaga um land allt, eignir sem ,,einhverra hluta vegna" hafa bara komið í eigu sumra einstaklinga og hlutafélaga þeirra.

ÞAð er ljótur blettur á Framsóknarflokkinum, hve furðulega var staðið að uppgjörum Kaupfélagana, sem ENN eru í dauðadái (er haldið lifandi í möppum og skúffum á kontorum víða).

Svo þegar ,,snillingar" á borð við fyrrum forstjóra Goða, vakna þau við og þá laus við kröfur en ÁBYRGÐIR bænda enn við líði.

Kúnnar Samvinnutrygginga GT hafa verið fórnarlömb klækja og væri stórmannlegt af ykkur, að láta skoða það OG Brunabótafélaginu líka.

En mér er hlýtt til núverandi formanns ykkar, tel Guðna ekki ljúgfróðan og ber virðingu fyrir öllum Þjóðhollum mönnum, sem þora að viðurkenna velvilja sinn til bænda og búaliða.  Við sem teljum okkur þjóðholla og pínu þjóðernissinnaða, jafnvel örlar á því sem kallað er þjóðrembu (enda ríkar ástæður fyrir slírum rembingi, að okkar mati)--viljum Samvinnuhugsjóninni allt gott gera EN viljum biðja allar vættir vernda hana gegn Gróðapungum.

Með þjóðlegri kveðju

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.11.2007 kl. 12:14

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Bjarni

Afi minn í austri var samvinnumaður, stofnanandi og stjórnarmaður KASK í 50 ár. Amma mín fékk krabbamein um áttrætt og hét á Framsóknarflokkinn að hún skyldi borga tvö hundruð þúsund krónur til flokksins, ef hún lifði af skurðaðgerð og meðferð. Hún lifði og varð ríflega hundrað ára. Það var ekki áheit á Strandakirkju sem drifu hana áfram, heldur  trú á dyggðir samvinnu-, landsbyggðar-, framfara- og ungmennafélagsanda.

Fór með henni niður á Rauðarárstíg á Laugarvatnsárum og við afhentum Þránni framkvæmdastjóra fjársjóð áheitanna. Hún ræddi drjúga stund við hann um landsmálin, spurði frétta af Óla Jó og Eysteini. Þráinn sagði síðan snöggt að ég hefði þurft að hitta á Finn Ingólfsson. Hann væri sérlega efnilegur ungur fulltrúi fólksins.

Ekki varð af þeim fundum og ég held að það sé ekki þess vegna að ég er ekki Framsóknarmaður í dag. Held að endurskoðun á hlutverki flokksins hljóti fyrst og fremst að felast í mótun stefnu er tryggir starfsgrundvöll og lífsskilyrði fólks á landsbyggðinni. En held að Framsókn skorti lýðræðisgrundvöll.  

Því held ég að Steingrímur Hermannsson hafi haft rétt fyrir sér að Samfylkingin væri "frjálslyndur félagshuggjuflokkur, eins og Framsóknarflokkurinn var", spurður um hvort að uppeldið á syninum hafi mistekist. Þá gætu einhverjir sagt "kratar hafa alltaf verið á móti landsbyggðinni". Það held ég að eigi ekki við um Samfó, þó að sjálfsögðu megi "jarðtengja" flokkinn ennþá betur, eins og ég hef orðað það.

Þar held ég að það sé kostur að tengjast ekki trénuðum valdaappirötum hvort sem þau eru ungmennafélags, kaupfélags eða búnaðarfélags. Það er kostur að þurfa ekki að verja landbúnaðarkerfið og geta beint hlustað eftir væntingum fólksins sem býr í hinum dreifðu byggðum. Þar gæti Samfylkingin því orðið sprettharðari en Framsókn í dreifbýlinu ef hún hlustar og myndar heilbrigðan lýðræðislegan vettvang umræðu fólks um framtíð og framfarir.

Þetta er svona smá íhugun og orð kvölds héðan úr Mosfellsbænum.  -Taktu einhvern tíma Hafravatnsleiðina í bæinn og fáðu þér kaffi-

                                Gangi þér allt sem best

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2007 kl. 23:04

14 identicon

SÍS er afturgengið þríhöfða.  Það var nýverið þáttur í útvarpinu, þar sem fræðimaður var að segja frá þessum þremur viðskiptablokkum sem eiga eða eiga hlut í nánast öllum fyrirtækjum á Íslandi sem skipta máli. Það eru Baugsblokkin, Björgólfablokkin og Bakkavararblokkin. (Þrjú B, en ekki xB. ) Hver blokk hefur innan sinna vébanda banka, fjölmiðil, einn eða fleiri, tryggingafélög, dagvöruverslanir, byggingavöruverslanir o.s.frv. Þetta er nákvæmlega eins og SÍS, sem var með starfsemi á nær öllum sviðum viðskipta. Það er fyrirmyndin. Nú eru bara þrjú SÍS í staðinn fyrir eitt. Þeir sem voru fyrir utan SÍS-in voru kallaðir einstaka litlir sóló-istar, eins og t.d. Magnús Kristinsson og Ólafur Ólafsson, en þeir voru ekki taldir skifta máli í heildarmyndinni. 

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband