Spjallad vid baendur a jolunum

Threttandinn er ekki stor dagur heima a Islandi en thví staerri hér sudur á Kanarí, eiginlega jólin sjálf. Í gaerkvoldi voru hér mikil hátídarhold vid komu vitringanna, stodu einmitt sem haest thegar vid komum inn i baeinn og skrudgangan sem maetti okkur var hreint frabaer. Hér ridu hinir austurlensku ulfoldum i fylgd engla sem dreifdu karamellum yfir hópinn og lestina ráku fjárhirdar med alvoru fjárhóp inni í midri Las Palmas. Í kjolfarid kom svo auglýsingalest frá Toyota.kanarimyndir2008 287..

Í dag mátti hvarvetna sjá sparibúid fólk med pakka í leid í fjolskyldubod. Reglulega skemmtilegt. Vid svafum samviskusamlega til hádegis og fórum thá í bíltúr út fyrir baeinn, upp í fjallabaeina sem eru sumir eins og klipptir út úr aevintyrabókum. Arucas, Firgas og endudum í Teror sem er stundum kalladur svalabaerinn thvi tar eru vida a gomlu husunum utskornar svalir, hluti af byggingaarfi maranna i spaenskri menningu og minnir reyndar á ad Spánverjar laerdu baedi gott og illt af márunum sem vid nú kollum araba.

Upphaflega voru svalir thessar allokadar med timburneti thannig ad solargeislar nadu thar adeins inn um litil got. Og thetta voru einu moguleikar giftra kvenna á útivist, ad vidra sig á svolum thessum. Sídan hefur margt breyst til hins betra og nú ganga spaenskar senjórítur bara úti um gotur og torg beraxla...

Myndin er af okkur Gunnlaugi thar sem vid spjollum vid baendur i baenum Firgas!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja Bjarni,gleðilegt ár,það hlýtur að vera mikil gleði á Kanarí,allavega í þaug skipti sem ég hef komið.En ég hætti að fara þangað eftir að ég frétti að Framsóknarflokkurinn væri flúin þangað,langar ekki að umgangast þá nema takmarkað.Er búið að stofna Framsóknarnýlendu þarna.Hafðu það annars gott kallin,fínt að vera í afslöppun á kanarí,mæli með því.Og aldrei hef ég kosið Framsókn.Er það rétt sem maður er að heyra svona utanaðsér að þið séuð að færa út kvígarnar eða kvíunar,og opna skrifstofu,og Stríðsglæpamaðurinn Halldór Ásgrímsson verði skrifstjóri,og aðstoðargansterinn hans Finnur nokkur Ingólfsson verði hans aðstoðarmaður,ég vona ef svo er að þeir hafi ekki flugmiða aftur heim............

jensen (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hafðu það gott ásamt fólkinu þínu á Kanarí. Guðni var nýfarinn og Fylgi Pálma rétt nýkominn þegar við vorum þar seinast. Ekki held ég að Framsóknarmönnum hafi fjölgað, en heldur ekki fækkað við nærveru þeirra. Þetta er mikill sómastaður og ég hlakka alltaf til að komast þangað á veturna, en það er að verða árviss viðburður í ,,sumarfríinu" í febrúar. Við missum alltaf af þrettándanum en höfum fengið forsmekkinn af páskaundirbúningi, það er karnivalinu áður en fastan byrjar. Engar kindur en margt kyndugt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.1.2008 kl. 01:23

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Afsakið, var að sjá smá fyndna stafavíxl: Gylfi Pálma á þetta að vera, sem sumir kalla reyndar Ísólf Gylfa, en hét bara Gylfi þegar hann var á Hvolsvelli á sínum tíma.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.1.2008 kl. 01:25

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er Klörubar ekki bara lítill bar, en rúmar samt Framsóknarflokkinn eins og hann leggur sig?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2008 kl. 02:13

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðileg ár Bjarni, og góða ferð heim af Klörubar á Kanarí, en ekki man ég eftir slíkum bar fyrir daga kvótakerfisins, eða hvað ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.1.2008 kl. 02:42

6 identicon

Klörubar rúmar líklega á annað hundrað manns, þannig að Frjálslyndi flokkurinn myndi rúmast þarna líka ef út í það er farið, enda er Jón Magnússon í vettvangskönnun þarna með Bjarna blaðasala.

ellismellur (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband