Sóknarfæri Framsóknar

Þeir sem segja að allt sé í lagi eru fífl.

Það á að segja að allt sé í allra besta lagi.

Einhvernveginn svona hljóðaði lífsspeki prófessors Altúngu í meistaralegu verki Voltaires og vitaskuld teygði höfundurinn heimspeking þennan svo sundur og saman í háði. Samt hefi ég nú tamið mér að hafa prófessor þennan í hávegum og duttu orð hans í hug þegar ég sá nýja skoðanakönnun í morgun þar sem við Framsóknarmenn erum samt lægri en í kosningunum og var það þó nógu slæmt. Við mælumst nú með 8,6% fylgi sem er þó prósenti meira en síðast sem var líka afleit könnun í framhaldi af afleitum atburðum hér syðra...

Ef spurt er hvort þessi niðurstaða nú sé ásættanleg þá er hún það auðvitað ekki og sýnir að við sem erum í slagnum þurfum að gera betur. En það eru ýmis jákvæð teikn í þessum tölum og sóknarfæri. Stóru tíðindin eru þau að Samfylkingin mælist nú stærri en Sjálfstæðisflokkurinn og þó svo að báðir þessir flokkar séu mér mjög álíka fjarlægir í skoðunum þá get ég ekki annað en glaðst yfir að sjálfgefnum sigri íhaldsins í öllum könnunum sé nú hrundið. Semsagt, til hamingju Ingibjörg!

En samt held ég að kratarnir verði að ganga hægt um gleðinnar dyr því mér er mjög til efs að þeir haldi þessari stöðu þegar verkefnin í efnahagsmálum þjóðarinnar fara raunverulega að knýja á. Þá dugir lítið að tala um fjarlæga evrudrauma og að gaspra skemmtilega pistla á blogginu. En þó þeir tapi tölunni niður er ekki jafn sjálfgefið að íhaldið vinni á.

Það eru líka mikil tíðindi að Vinstri grænir skora nú lægra en í síðustu kosningunum en þar fer flokkur sem eðli síns vegna er með meira fylgi í könnunum en kosningum rétt eins og við erum yfirleitt með hærra í kosningum en könnunum. Þetta þýðir í raun og veru að við stöndum í stað frá kosningum en okkar helsti samkeppnisflokkur í stjórnarandstöðunni er að dala og þarf svosem ekki að koma á óvart. Þegar óvissa er mikil í hagkerfinu verða þeir færri sem halla sér að flokki sem hefur ekki tekist að sýna að hann sé örugglega stjórntækur og ábyrgur valkostur.

Staða Frjálslyndra í þessari könnun gefur þeim flokki líf sem síðasta könnun gerði alls ekki. Það eru vissulega tíðindi en mestu þykir mér varða að tölurnar gefa hófsömum og ábyrgum miðjuflokki sóknarfæri í íslenskum stjórnmálum og þau sóknarfæri ætlum við að nýta okkur,- hver annar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Jæja þá geta menn farið að tala um að græða atkvæði með Þvi að starfa með XD,sem alltaf hefur verið öfugt!!!en hvað liggur hundurinn grafin/Borgin eða hvað???/Villi eða hvað??Bjarni þið megið vel við una/stækkið/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.2.2008 kl. 12:59

2 identicon

Við brosum nú ekki hringinn Bjarni. Þessi könnun er gerð fyrir Villaklúðrið. Vika er langur tími í pólitík.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nafni!

Ekki þarf nú mikið til að gleðja ykkur þarna á sléttlendinu.

Þetta var nú afar lítið úrtak og svörunin svona og svona.

Við sannir Íhaldsmenn vitum, að þetta getur bara batnað og þjóðin mun enn og aftur flykkja sér um Flokkinn minn ástkæra.

Að vísu ber að viðurkenna eitt, sem hvorki þið, né við höfum varað okkur nægjanlega vel á.

Áður var það nánast eingöngu úr hópi Vinstursins, að komu Dónar, illa uppdregið lið og lítt ræktað.

Nú hefur nokkuð borði ðá því innan raða okkar, að kurteisi, og svona almenn hegðan millum samherja á nokkuð uppá, að geta talsit viðunandi.

ÞEtta er til vansa og mínum ástkæra Íhaldsflokki til minnkunnar.

Svo mun einnig um Framsókn, þar tíðakast nú dólgsháttur að bandarískri fyrirmynd, bakstingandi ......

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.2.2008 kl. 15:14

4 identicon

Ég sting upp á því að þú hættir að eyða púðri í að reyna vekja þessa skeppnu upp frá dauðum og gangir bara í Vinstri Græna þar sem gamlir íhaldsdúnkar eiga heima. Þar geturðu verið áfram á móti framförum, á móti því að hér á landi fái fólk að borga lægri vexti, á móti því að hér á landi fái fólk að borga minna fyrir matinn sem það setur ofaní sig o.s. frv.

Valsól (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 22:46

5 identicon

Bjarni ég var að lesa viðtal við þig ,þar sem að þú segir að þú hafir fengið 50,þúsund fyrir að auglýsa pylsur'.Þú ættir að skammast þín þetta sýnir og sannar það að þið framsóknarmenn hafið ætíð selt ykkur,OG  SKAMMASTU ÞÍN.

jensen (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 23:06

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Jensen,  hann Bjarni var ábyggilega pylsulaus í vaðlauginni.

Þorkell Sigurjónsson, 14.2.2008 kl. 23:37

7 identicon

Nei greyið hann,var hann,,pylsulaus,,í lauginni.Fór hann í einhverskonar aðgerð?Er hann búinn að láta breyta sér.?Megi hann skammast sín enn og aftur,,þessar framsóknarbullur.

Jensen (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 23:43

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki fer nú mikið fyrir mannasiðunum í þessum innskotum. Og ekki þarf að vísa til hinna breiðu spjóta því hér eru hvorki hvorki breið spjót á lofti né bitur.

Afskaplega var ég lengi að átta mig á þér Miðbæjaríhald og lengi hélt ég að þú værir bara að gera gys að sjálfum þér.

Nú er mér ljóst að þú ert ekki skárri en þetta.

Ósköp er þroskabrautin löng og erfið sumu fólki.

En mikið stóðstu þig vel í morgunspjallinu á Útvarpi Sögu í morgun Bjarni minn. Og ég spái heldur vel fyrir gengi Framsóknarflokksins ef þið Guðni fáið að byggja hann upp í friði og eftir ykkar sýn á samfélag framtíðarinnar. Gangi ykkur allt í haginn.

B.kv.

Árni Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 23:57

9 identicon

Já   bara góðann og blessaðann daginn .

eru hlutirnir ekki bara í góðu lagi í Framsókn ,,hummmm,hummmm.

það er endalaust verið að hamast á minnimáttar í þessu samfélagi,

er það okkur íslendingum til sóma að níðast á minnimáttar??

NEI ..látum Framsóknsrflokkinn í friði í smástund.

kíkjum á smá ,,

Framsóknarmaður ,,drullaði í buxurnar,,á toiletið hann fór að þrífa sig og gekk vel ,,liktaði ekki svo illa að ekki væri þolandi..kláraði málið aleinn,,í eiginn skömm.

Sjálfstæðismaður ..drullaði í buxurnar,,á toilettið hann fór ,,vesalingurinn er enn eð kalla,, ætlar enginn að draga mig upp úr drullunni,ég skeit ekki öllu þessu hjálparlaust.

prakkari (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 03:52

10 identicon

Haló Halló

loksins kom í ljós hvað fyrirsæturnar okkar eru ofmetnar, ,,gæinn gat ekkert ,,ekki einu sinni gúffað í sig pylsum  í löngum bunum en  ,hasarflottur,,mjög svo gormæltur ,illa eða órakaðiur  sunnlenskur ,sveitastrákur sem veit flest  um lífið og tilveruna og síðast en síst hvernig á að fjölga sér ,,við skulum ekki gera lítið úr kunnáttu þessa manns (og kvenna )og leggjast öll á bæn og biðja fyrir öflugum sprengjusérfræðingum sem sannarlega kunna að troða í fallbyssur frekar dalandi Framsóknarmanna.Halló rifflar eru í tísku notum þá..

prakkari (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 04:23

11 Smámynd: Brynja skordal

Mikið getur sumt fólk verið Dónalegt fuss og svei bara en takk fyrir að setja mig á bloggvinalista hafðu góða helgi

Brynja skordal, 15.2.2008 kl. 14:21

12 Smámynd: ragnar bergsson

Sæll Bjarni framsóknarflokkurinn væri eitt stórt núll ef þín nyti ekki við ert ansi ferskur. Við frjálslyndir munum vinna á vegna þess að við höfum góðan málstað að verja,  ég held að þú ættir frekar heima þar.

ragnar bergsson, 15.2.2008 kl. 21:40

13 identicon

Áhugavert að þó að fornmaðurinn Guðni Ágústsson hafi tekið við Framsóknarfjósinu þá er fylgi flokksins enn þá það lægsta í sögu flokksins. Átti fylgið ekki að fara upp með honum eða er eitthvert risvandamál á Zuðurlandinu?

Hannes Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 22:37

14 identicon

Beðist er velvirðingar á óvönduðum orðum hér að ofanrituðu.En skoðun mín er eins,að þingmaður skuli vera að byrtast í auglýsingu,lágt lagst að mínu mati.

jensen (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband