Loksins vaknaðir!

Grein þeirra félaga Bjarna Benediktssonar og Illuga Gunnarssonar í miðopnu Morgunblaðsins er fagnaðarefni. Látlaust frá vori höfum við Framsóknarmenn reynt að vekja ríkisstjórnina til aðgerða í efnahagsmálum en forgefins. Grein þessarra tveggja ágætu þingmanna Sjálfstæðisflokksins eru fyrstu merki þess að stjórnarliðið sé að vakna og það er fagnaðarefni. bjarni_benillugi_gunnarss

Og þó svo að hér hafi stjórnarliðið sofið yfir sig í hálft ár þá er einfaldlega betra seint en aldrei. Það er athyglisverð fullyrðing að fjármálakreppan hér sé síst minna áhyggjuefni en sú sem nú ríður yfir bandarískt samfélag. Það rétt - raunar er hún miklu verri hér hvernig sem horft er á málið. En stjórnarliðarnir láta hjá líða að skýra fyrir almenningi af hverju íslenska ríkisstjórnin hefur til þessa setið aðgerðarlaus meðan bandarísk stjórnvöld hafa beitt sér af alefli mánuðum saman.

En það er auðvitað ekki sanngjarnt að skammast út í þá einu úr stjórnarliðinu sem vaknaðir eru. Það er margt mjög gott og málefnalegt í grein þeirra félaga þó broslegt sé að sjá þráhyggju frjálshyggjunnar um okkar litla íbúðalánasjóð sem orsök og upphaf vandræðanna!

Ræði þessi mál betur í blaðagrein á næstu dögum - en þangað til, velkomnir á fætur strákar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu nú við Bjarni,voru þið ekki í fyrri ríkisstjórn berið þið enga sök?

jensen (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er satt Bjarni við verðum að vakna öll og taka okkur á í þessu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.2.2008 kl. 20:35

3 identicon

Mér sýnist keisarinn klæðalaus. Svar liggur fyrir frá Seðlabankanum, sem segir þetta arfavitlaust. Ertu Bjarni sammála því að ráðast á íbúðarlánasjóð? Nú skulum við pulsa okkur niður. Bíð spenntur eftir þínu skrifelsi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Bjarni, gott hjá ykkur Framsóknarmönnum að hafa vitað betur en allir aðrir: "Látlaust frá vori höfum við Framsóknarmenn reynt að vekja ríkisstjórnina til aðgerða í efnahagsmálum en forgefins."

Með þessum orðum gefur þú í skyn að þið hafið vitað í hvað stemmdi; hvað verða vildi. Að hugsa sér, þá var Adam enn í Paradís.

Vei sé getuleysi ykkar að koma þessari mikilvægu vitneskju ekki betur frá ykkur. Það hefðu margir (atkvæði) kunnað ykkur hinar bestu þakkir fyrir.  

Viggó H. Viggósson, 27.2.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband