Ríkisútvarpið setur niður...

Í landinu eru reknar nokkrir þeir ljósvakamiðlar sem hafa trúboð sem yfirlýst markmið, heita Omega og eitthvað annað. Hefi stundum dottið inn á að hlusta á brot af þessu og ef þar er verið að lesa beint úr Gamla Testamentinu getur það verið ágæt hvíld frá síbyljunni í plötusnúðastöðvunum. En því er ég að tala um þetta að Ríkisútvarpið hefur fram til þessa staðið upp úr meðal fjölmiðla í landinu en setti óneitanlega niður um helgina. c_evropusamtokin

Fyrst var Hallgrímur vinur minn Thorsteinsson með þáttinn í Vikulokin á laugardegi sem hann helgaði sérstaklega umræðu um ESB og fékk eingöngu til þeirrar umræðu þrjá gallharða fylgismenn inngöngu í ESB. Síðan tók Egill Helgason (sem hefur fram undir þetta verið einn okkar besti sjónvarpsmaður) við á sunnudegi og hélt úti Silfri sem einnig var helgað sama umfjöllunarefni og eiginlega bara ESB sinnum hleypt að borðinu. Fyrir vikið voru báðir þættirnir leiðinlegir og staglkenndir. En aðallega er það raunalegt að sjá annars góða fréttamenn verða svo helteknir af trú sinni að þeir gera hið virðulega útvarp allra landsmanna að trúboðsstöð og virða ekki lengur grundvallarreglur pólitískrar umræðu. Þátttaka þeirra beggja, Egils og Hallgríms, var líka í þessum þáttum með þeim hætti að skoðanir þeirra sjálfra fóru varla milli mála. Það er ekki viðeigandi.

Nema þá að ætlunin sé að næsta helgi verði helguð þeim stjórnmálamönnum sem helst tala gegn ESB aðild en þá er þetta uppskrift að skemmtilegum umræðum. Vonlítið reyndar að það standi til að hleypa nokkrum trúvillingum að því Hallgrímur Thorsteinsson gengur svo langt að halda því fram í umræðu um val þátttakenda í þætti sínum að það endurspegli vilja þjóðarinnar sem er alls ekki rétt og ég læt vini mínum Andrési Magnússyni eftir að hrekja þær fullyrðingar. Þetta minnir mig helst á vin minn einn og flokksbróður sem hélt því fram í blöðum um helgina þvert ofan í allar Galluptölur að stór hluti Framsóknarmanna séu hlynntir aðild að Evrópusambandinu. Það má svo sannarlega segja um málflutning þessara manna að trú þeirra flytur fjöll...

Umræðan í Silfursþættinum var á köflum yfirgengileg. Að heyra menn éta það hver upp eftir öðrum að Evrópusambandið myndi drífa í að leggja fyrirtaksvegi um allt dreifbýli á Íslandi ef það kæmist til valda er svo barnalegt að það nær eiginlega ekki máli. Best gæti ég líka trúað að hér yrði betra veður! Staðreyndin er að það eru innan ESB talsverðar og raunar eðlilegar skorður við því að styðja jaðarbyggðir þar sem íbúarnir aka um á milljónajeppum. Og í öðru lagi eru vegir í dreifbýli á Íslandi tiltölulega góðir miðað við það sem víða gerist víða í Evrópu þar sem endalausir stórhættulegir einbreiðir malbikaðir vegir hlykkjast víða um blindhæðir í dreifbýli  - og það í héruðum þar sem umferð er þó álíka mikil og á Hellisheiðinni þeirri syðri hér heima. Þetta vita allir sem keyrt hafa í spænskum og frönskum sveitum. Og ekki eru þeir skárri í Austur Evrópu.

(Myndin hér að ofan er af tákni Evrópusamtakanna sem bæði hafa að baráttumarkmiði að Ísland gangi í ESB og að ESB þróist yfir í að verða sambandsríki,- þ.e. að Ísland verði hérað í Evrópu. Jú bara nokkuð snoturt merki og kemur boðskap innlimunarinnar vel á framfæri.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Bjarni !

Þakka þér; sköruleg orð og réttmæt. Þeir Egill Helgason og Hallgrímur Thorsteinsson spotta stórann hluta landsmanna, með ofsatrúar málflutningi sínum. Þarna er hlutum lýst, eins og einhver Himnaríkis vegferð bíði Íslendinga.

Náði ekki, nema broti af þætti Hallgríms, en Egill; gersneyddur nokkurri tilfinningu fyrir, hvað kynni að verða þrepskildir sjávarútvegs okkar, líka sem landbúnaðar og ýmissa annarra þátta, yrði það óheillaspor stigið, inn fyrir múra Brussel - Berlínar bandalagsins, og froðufellandi ákefð þeirra Árna Snævarr og Björns Inga Hrafnssonar, sérstaklega;  minnti helzt á fórnarlömb galdrakukls (vúdú), suður á Haití. 

Alveg ljóst; að í þessum efnum fylgjumst við að, að flestu leyti Bjarni, og því ölduróti, hvert framundan er.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt Bjarni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.3.2008 kl. 01:17

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Bjarni. Er farinn að hafa verulegar áhyggjur af mínum gamla
flokki, þegar  vara-formaður flokksins er hreinlega farin að ákalla
aðild Íslands að ESB og að tekin verði upp evra. Þvert á allar flokks-samþyktir og vil segja þvert á grunnhugsjón framsóknarstefnunar
frá upphafi. Talar svo  ÞVERT á viðhorf sjálfs formannsins
í þessum málum. Svo þeysist Björn  nokkur Ingi Hrafsson fram á
ritvöllin eftir pólitiska pásu  og lofsyngur fyrrverandi formann
Halldór Ásgrímsson í bak og fyrir vegna ESB-daðurs hans og þá
spávisku að Ísland verði komið í ESB fyrir 2012. Endurtekur svo
ESB-frasann í Silfri Egils í gær. Nánast froðufellir af ESB-ruglinu.

Sko. Bjarni. Svona getur þetta ekki gengið lengur. Að formaður og
vara-formaður tali út og suður í  jafn miklu STÓRPÓLITÍSKU máli
og því hvort Ísland eigi að ganga í Stórríki Evrópu(ESB) eða  ekki.
ESB-daður Halldórs STÓRSKAÐAÐI flokkinn og  fældi þúsundir
frá flokknum. Því Framsóknarflokkurinn hefður ætíð höfðað til
ÞJÓÐLEGRA gilda og viðhorfa. Yfirlýsingar Valgerðar eru því gjör-
samlega út í hött og stórskaðar flokkinn. 

Að mínu vita verður að eiga sér stað UPPGJÖR innan flokksins í
þessu máli. Því fyrr, því betra. Flokkurinn mun aldrei ná sér á
strik með svona ESB-drauga í aftursætinu.  Flokkurinn verður
gjörsneyddir öllum trúverðugleika talandi tveim tungum enda-
laust í þessu stórmáli.

Að öðru leyti vísa ég til bloggs míns um þessi mál.

Með þjóðlegri kveðju. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.3.2008 kl. 10:54

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þetta hefi maður ekki getað sagt betur/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.3.2008 kl. 14:32

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Tek undir með þér Bjarni. Það er leiðinlegt að hlusta á svona einstefnu í fjölmiðlum og ekki þáttastjórnendunum sæmandi.

Steinn Hafliðason, 10.3.2008 kl. 14:41

6 identicon

Regla nr. 1 í stjórnmálum: Aldrei gagnrýna 4. valdið. Framsókn er ekki sama og framsýni. Það er ljóst.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:46

7 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þú ert nú aldeilis málefnalegur Gísli. Ég er bara alveg hissa á að þú skulir ekki vera á þingi.

Steinn Hafliðason, 10.3.2008 kl. 17:00

8 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

"Myndin hér að ofan er af tákni Evrópusamtakanna sem bæði hafa að baráttumarkmiði að Ísland gangi í ESB og að ESB þróist yfir í að verða sambandsríki,- þ.e. að Ísland verði hérað í Evrópu".

.

Sem stjórnarmaður í Evrópusamtökunum þá er ég ekki bara gáttaður, heldur móðgaður af þessum orðum þínum Bjarni, og hefði búist við meiru af manni sem er að halda því fram að það sé eitthvað að umræðunni! Það er enginn sem ég hef rætt við í Evrópusamtökunum á því að ESB ætti að þróast meira í áttina að sambandsríki, og þessi áróður um að Evrópusinnar séu einhverjir landráðamenn er ótrúlega sorglegt dæmi um hvernig umræðan er í raun og veru; aðildarsinnar gera ekkert annað en að hrekja hræðsluáróður þeirra sem eru á móti aðild!

.

Það leiðinlega er að þeir sem eru á móti aðild nenna aldrei að kynna sér málin út frá neinu öðru heldur en hvernig Ísland gæti mögulega einhvernveginn skaðast á því að ganga í ESB! Þannig hefur umræðan um Sjávarútveginn t.d. verið, þar sem aðildarsinnar hafa þurft að berjast gegn útúrsnúningum með rökum, enda virðist sú umræða bara vera búin núna - sérstaklega eftir að ráðamenn Evrópusambandsins hafa sagt á opnum fundum með LÍÚ að það sé enginn möguleiki að erlendir aðilar muni veiða við Íslandsstrendur nema að Ísland sjálft ákveði að afhenda þeim kvóta.

.

Þegar Ísland gengur í Evrópusambandið mun það án efa skipa sér í flokk með hinum hinum sjálfstæðu þjóðunum á norðurlöndunum. Þau vilja ekki færa sambandið í átt að sambandsríki! og í raun veit ég ekki til þess en nein þjóð hafi það að markmiði.

.

Ég held að fréttamenn séu bara löngu búnir að kveikja á því sem meirihluti þjóðarinnar skynja; það er ekki fótur fyrir hræðsluáróðri þeirra sem eru á móti aðild! Mér finnst t.d. fínt að þurfa ekki að hlusta á þig neinstaðar annarstaðar en á blogginu þínu halda því fram að ég sé í samtökum sem vilja færa Evrópusambandið í átt að Sambandsríki, því það er bara alls ekki satt.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.3.2008 kl. 17:50

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jónas Tryggji. Maður fer bókstaflega í illt skap að heyra og sjá þá
miklu blekkingu sem þið ESB-sinnar hafið í frammi fyrir Þjóðinni í
þessum Evrópumálum. BARA EITT DÆMI SEM ÞIÐ HAFIÐ ALDREI
GETAÐ ÚTSKÝRT FYRIR ÞJÓÐINNI.

   Hvernig í ÓSKÖPUNUM dettið ykkur það í hug og haldið að  þjóðin
kaupi það OFURRUGL að hægt sé að ganga í ESB VERANDI MEÐ
FULLT FRJÁLST FRAMSAL á kvóta á Íslandsmiðum í dag? Þetta er
okkar HELSTA AUÐLIND. Með inngöngu í ESB fer öll þessi auðlind
á GALOPINN UPPBOÐSMARGAÐ inna alls  ESB-svæðisins. Hvernig
dettur ykkur það í hug að bjóða þjóðinni upp á slíkt OFUR-RUGL.?
Þannig geta ESB-búar með tíð og tíma keypt sig inn í íslenzk
útgerðarfélög og komist þannig bakdyrameigin inn í íslenzka
lfiskveiðilögsögu. Heldur þú Jónas Tryggvi að við sérum ALGJÖRT
FIFL að sjá þetta ekki? Sjáðu breskan sjávarútveg í dag. Hann
er nánast rjúkandi rúst  eftir margra ára svokallað kvótahopp.
Spánverjar, Portugalir og fl  hafa þannig komist yfir hinn breska
kvóta með því að kaupa sig inn í breska útgerð. Það nákvæmlega
myndi gerast hér. Kvótinn yrði keyptur úr landi með tíð og tíma
af útlendingum og þar það myndi virðisaukinn af þessari mikil-
vægu auðlind okkar hverfa úr íslénzku hagkerfi. Þetta viljið þið
ekki viðurkenna, heldur haldið áfram blekkingartalinu að við inn-
göngu í ESB höldum við yfirráðum okkar yfir fiskimiðum. Þvílík
BLEKKING og LÝGI!!! Já ÞVÍLIK LÝGI Jónas Tryggji.

Þar að auku myndum við að stórum hluta missa okkar fullveldi
og sjálfstæði eins og Bjarni og fl hafa MARGSÝNT fram á.

Nei Jónas Tryggi.  Það er ÖMURLEGT að á Íslandi skuli vera
Íslendingar sem vilja Íslandi það ÖMURLEGA hlutskipti að
ganga í ESB og gerast hjállega Brusselvaldsins.

ÖMURLEGT OG SORGLEGT!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.3.2008 kl. 20:19

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég þreytist seint að andmæla aðild að ESB. Hún lagar ekkert fyrir okkur. Að Ísland fái svo mikið af einhverjum styrkjum frá ESB er rugldraumsýn úr gömlum áróðri. Við eigum að vera í góðu sambandi við alla HEIMINN en ekki bara Evrópu og fullkomlega frjáls viðskipti.

Við getum lagað sjálfir okkar heimatilbúnu vandamál. Ég trúi því ekki fyrr en tekið verður á því að við þurfum skipanir frá Brussel til að fella niður verndartolla og annað til að lagfæra matarokur og vaxtaokur. Þetta eigum við að hafa manndóm til að gera sjálf og einhliða. Asía er að verða viðskiptablokk sem ég vil hafa frjálsan aðgang að semja við án þess að vera lokaður í tollmúrum Evrópu sem hefur þann eina tilgang að halda þriðja heiminum áfram fátækum. Við eigum ekki að taka þátt í slíkri klíkumyndun.

Vegna fjarlægðar verður við alltaf með eitthvað hærra matvælaverð, ESB hefur engar reglugerðir um jöfnun á flutningskostnaði.

ESB er það mjög í mun að Ísland, með sínu mikla land- og hafsvæði, sé upplagt að innlima. Hér eru svo fáir íbúar að atkvæði okkar munu aldrei vega þungt þegar fram í sækir.

Við höfum engin áhrif á val leiðtoga og hann gæti þess vegna orðið stríðsglæpamaðurinn og taglhnýtingur George Bush að nafni Tony Blair. Mér hugnast ekki að verða aftur nýlenda annars Evrópuvalds aðeins rúmum 60 árum eftir að fullt sjálfstæði fékkst. Reynið svo ekki að halda því fram að EES samningurinn jafngildi sjálfstæðisafsali sem einhverjum bullrökum fyrir inngöngu í ESB.

Ég er eiginlega mjög nálægt því að vera sammála ungum frjálslyndum sem segja inngöngu í ESB sinna brjóta gegn landráðareglu hegningarlaga sem mig minnir að sé 82. grein þeirra laga.

Við getum auðveldlega hagað okkar málum í líkingu við Sviss, sem hefur haldið sig til hlés við allan þjóðaklíkuskap með mjög góðum árangri.

Haukur Nikulásson, 10.3.2008 kl. 22:28

11 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Nú er ég úr sjávarþorpi þar sem frændfólk mitt stundar bæði útgerð og fiskvinnslu þar sem ég vann öll mín sumur þegar ég var barn, þannig að ég ber miklar taugar til sjávarútvegsins og fiskvinnslu. Ég hef engan hug né hag af því að vera að ljúga að nokkrum manni til að hafa af okkur fiskinn. Sameiginleg auðlindastefna Evrópusambandsins snýst ekki um að allar auðlindirnar séu orðnar sameiginlegar, heldur snýst hún um samstjórn á sameiginlegum auðlindum. Þannig munum við Íslendingar fá úthlutaðan allan kvóta við Ísland, þar sem 85% af fiskstofnunum hér eru staðbundnir. Þannig getum við úthlutað fiskveiðiheimildunum áfram með kvótakerfinu eftir að við göngum í ESB, rétt eins og við gerum nú í dag. Við munum auðvitað semja áfram um sameiginlega stofna eins og við gerum í dag. Það er því langt því frá að það sé fullt frjálst framsal á kvóta innan Evrópusambandsins - kvótinn verður í okkar höndum, nema að við kjósum að afhenda einhverjum öðrum hann, sem mun aldrei gerast.

.

Þú virðist óttast kvótahopp, og það er vel, en það eru leiðir til að koma í veg fyrir það. Það eru reglur innan Evópusambandsins sem gera það að kröfu að sá sem veiðir kvótann verður að hafa bein efnahagsleg tengst við það landsvæði sem á veiðiheimildirnar, ásamt því að meirihluti sjómanna mun áfram þurfa að vera Íslenskir. Einnig er hægt að segja reglur um að kvótanum sé landað og verði unninn hér á landi - og þetta kemur í veg fyrir að virðisaukinn í Íslenskum sjávarútvegi flytjist úr landi neitt frekar en hann er að gera í adg. Svona er staðan fyrir aðildarsamninga Íslendinga, en Landbúnaðarstefna og Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins falla nefnilega ekki undir þennan stranga frjálsa markað sem Evrópusambandið leggur upp með, heldur eru þar margskonar undanþágur mögulegar. Finnland sýndi þetta best í aðildarviðræðum sínum þar sem þeir fengju margskonar undanþágur við landbúnaðarstefnunni sem munu nýtast okkur Íslendingum þar sem við stundum erfiðan landbúnað. Sjávarútvegurinn verður okkar stærsta samningsmál þar sem við höfum tekið upp næstum allt annað af reglum Evrópusambandsins og Finnar eru búnir að semja um landbúnaðinn fyrir okkur. Ég efast ekkert um að Íslenska sendinefndin muni fá hagstæða aðildarsamninga fyrir sjávarútveginn. Allar upphrópanir um annað eru bara getgátur sem virðast alltaf vera útfærðar á versta veg af ykkur sem eru á móti aðild. Við aðildarsinnar myndum aldrei vera að standa í þessu ef við teldum sjávarútveginum, þjóðarhagsmunum íslendinga, ekki vera borgið innan Evrópusambandsins.

.

Það er frekar að erlendur sjávarútvegur þarf að óttast okkur, sbr að Samherji á nú þegar stóran hluta Þýska og Breska úthafsveiðiflotans! Útgerðarmenn á Íslandi eru farnir að horfa á sóknarfæri við að ganga í Evrópusambandið, þar sem veiðimöguleikar íslenskra útgerðarfyrirtækja munu aukast vegna samninga sem ESB gerir um veiðiheimildir við strendur fjölmargra ríkja heimsins. Það er því óþarfi að vera með þessa framsóknarkenndu minnimáttarkennd! Við erum öflug sjávarútvegsþjóð og erum ekkert að fara láta vaða yfir okkur; Ísland á meiri sóknarfæri í sjávarútvegi innan Evrópusambandsins heldur en ílla rekin sjávarútvegur á Spáni á hér.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.3.2008 kl. 22:45

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eitt sem ég skil ekki í þessu Bjarni. - Af hverju kallarðu þá Egil og Hallgrím fréttamenn? - Ég veit ekki til þess að þeir séu fréttamenn hjá RÚV.

Haraldur Bjarnason, 10.3.2008 kl. 22:46

13 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Þið miklið þessa ESB alveg ótrúlega fyrir ykkur; Olli Rehn, stækkunastjóri Evrópusambansins hefur verið að benda okkur Íslendingum á að samningaviðræður muni ekki taka nema nokkra mánuði þar sem við höfum nú þegar tekið upp 3/4 af regluverki sambandsins. Eiríkur Bergmann hefur bent á að við séum að taka upp allt að 3/4 af þeim reglum sambandsins sem Svíðþjóð er að taka upp. Hvað er það í þessum fjórðungi regluverks ESB sem við Íslendingar eigum eftir að taka upp sem gerir mig að landráðamanni?

.

Að stærstum hluta er það sem við eigum eftir að taka upp af reglum sambandsins landbúnaðarstefnan. Er ég landráðsmaður að vilja draga úr ríkisstyrkjum til landbúnaðarins með því að taka upp reynda landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins? Um leið munum við þurfa að fella niður verndartolla sem verður til þess að matarverð mun lækka til muna.

.

Er ég landráðsmaður að vilja taka upp sjávarútvegsstefnuna sem við verðum búin að tryggja í aðildarsamningum að muni ekki breyta neinu fyrir sjávarútveginn á Íslandi?

.

Gerir það mig kannski að landráðsmanni að vilja ekki vera með krónuna og tilheyrandi verðtryggingu, heldur vilja taka upp Evru, sem er gjaldmiðill sem er nógu stór til að bera þessa stóru alþjóðlegu banka sem hafa byggst upp hér á landi - og vera þá kominn með mynt sem mun koma í veg fyrir þau verðbólguskot sem fylgja þessari örmynt og verður til þess að 20 miljóna króna íbúðarlán þarf að borgast margfalt til baka á þessum 40 árum!

.

Það er svo ótrúlegt að heyra þetta Asíutal ofan á allt saman. Við stundum yfir 70% af viðskiptum okkar við Evrópusambandslöndin, og bara það eitt að taka upp evru mun þýða aukningu upp á mörg prósent til viðbótar. Evrópusambandið er með 18% af heimsviðskiptum og yfir 500miljón manna markað, og getur því gert hagstæðustu viðskiptasamninga í heimi - en samt heldur Haukur að við hér 300þús á Íslandi getum gert eitthvað betur? Við erum ekki að einangra okkur viðskiptalega með því að ganga í ESB, heldur erum við að koma okkur í hóp helstu viðskiptaþjóða heims, og ganga inn í bestu mögulega viðskiptasamninga til eru.

.

Við erum 3/4 í ESB nú þegar - það er því faránlegt að tala um að við munum hafa lítil áhrif innan sambandsins, þar sem við höfum engin áhrif á löggjöfina nú en þurfum að fara eftir henni! Við erum því að endurheimta fullveldið okkar með því að ganga í sambandið, og við munum án efa einbeita okkur að sjávarútvegsstefnu sambandsins - og miðað við nýlegar óskir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að Ísland komi að endurskoðun sjávarútvegsstefnu sambandsins, þá er ljóst að við gætum haft mikil áhrif á hana sem fullgildir aðilar.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.3.2008 kl. 23:16

14 identicon

Komið þið sæl, að nýju Bjarni og aðrir skrifarar !

Hún er ekki einleikin; fölskvalaus tryggð Jónasar Tryggva, gagnvart Stór- Þýzkalandi (Evrópusambandinu), og má þó einu gilda, hversu fylgisspekt téðs sambands er ríkuleg, við bandarísku heimsvaldasinnana, í gegnum sjálft sig, líka sem NATÓ.

Jónas Tryggvi má þó eiga það, þrátt fyrir; augljóslega, að vera illa að sér, um heimsveldisdrauma og yfirdrottnunarsemi Þjóðverja, hér í álfu, og að hafa ekki kynnt sér nógsamlega, að Ottó I. hóf undirbúninginn að því, á 10. öld, sem varð að verluleika, með tilurð ESB, á þeirri 20.; að þá sýnir Jónas ætíð, hina fyllstu kurteisi, að minnsta kosti í þeim orðræðum, sem ég hefi átt við hann, blessaðann.

Til mikils væri unnið, gott fólk, tækist okkur hinum, að fordjarfa hans kenndir, sem artir allar, til hins helvízka kratabælis, suður á Brussel völlum, og snúa honum; þ.e., Jónasi Tryggva, að nýju, til hollustu við land sitt og fólk.

Þá væri, til nokkurs unnið.

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 23:54

15 Smámynd: Ólafur Björnsson

Stórmerkileg umræða og þörf. Nauðsyn að skoða alla kosti og galla án fyrirfram ákveðinnar niðurstöðu. Of margir tala í trúarbragðastíl í þessu máli. Mér sýnast kostirnir við að vera fyrir utan séu fleiri en gallarnir eins og málum er háttað, en það kann að breytast. Danir og Írar virðast m.a. geta notfært sér aðild á jákvæðan hátt án þess að missa þjóðrembu sína úr þjóðarsálinni.

Ólafur Björnsson, 11.3.2008 kl. 00:19

16 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fjölmiðlar í Noregi fóru hamförum (flestir) í áróðri sínum fyrir Evrópusambandsaðild seinast þegar reynt var að troða Noregi inn í Evrópusambandið. Þeir fóru reyndar offari, enda var unnið eftir áróðursstefnu Willy de Clerq um að fá fjölmiðlamenn (og stéttarfélagsforystumenn, atvinnurekendaforystuna, háskólamenn og listamenn) til að sannfærast um ágæti Evrópusambandsins með ótal boðsferðum og öðru atlæti. Svínvirkar, en samt ekki á norsku þjóðina, held að fjölmiðlar þar séu enn illa haldnir af Evrópusambandshyggju.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2008 kl. 00:43

17 identicon

Ef þú segir það nógu - oft gerist það.

 Grunar að það sé kenningin á bak við þetta endalausa suð um inngöngu í ESB

Barði Barðason (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 00:57

18 identicon

Andevrópusinnar alveg að ærast núna,  þegar Evrópuumræðan er loksins að komast á eitthvert skrið.    Þá er best að reyna að kæfa umræðuna með upphrópunum eins og....

Landráðamenn ... landráðamenn..  landráðamenn. 

Mér er skemmt... :-)

Jón H. Eiríksson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 04:51

19 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jónas Tryggvi. Farðu bara sjálfur til Bretlands og kynntu þér ástand sjávarútvegsmála þar af eigin raun og ræddu við fólk
þar úr breskum sjávarútvegi. Alyn Smith þingmaður Skota á Evrópuþinginu var hér með fyrirlestur í s.l víku og sagði sjávarútvegsstefnu ESB STÓRKOSTLEGT SLYS fyrir öll Evrópsk
sjávarsamfélög. Kom m.a inn á þetta kvótahopp milli landa SEM
ER STAÐREYND Í RAUN.  Þess vegna m.a ætla Skotar að efna til
þjóðaratkvæðis 2010 um sjálfstæði frá Bretum, því ekki einu sinni
brerska heimsveldið hefur getað  haft  jákvæð áhrif á sjávar-
útvegsstefnu ESB, HVAÐ ÞÁ LITLA ÍSLAND!

Þannig að þessi málflutningur ykkar ESB-sinna er mjög AND-ÞJÓLEGUR og myndi STÓRSKAÐA íslenzka þjóðarhagsmuni ef
þið fengið það fram að Ísland afsalaði sér stórum hluta  af
sínu fullveldi, sjálfstæði og yfirráðum yfir sinni mikilvægustu
auðlind með inngöngu í ESB.

Sú staðreynd liggur SVO AUGLJÓS FYRIR !!!

Við erum engin blind fifl, Jónas Tryggvi !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.3.2008 kl. 09:23

20 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ég efast um að þú sért blindur fyrst þú ert að lesa þetta Guðmundur, en Ísland er bara alls ekki Bretland né Skotland sem hafa verið að plástra sjávarútvegsstefnu sína eftirá. Þeirra vandi er meira heimatilbúinn heldur en nokkuð annað, þar sem þeir seldu Spánverjum skipin sín með veiðiheimildum þar sem ríkið vildi ekki taka þátt í úreldingarkostnaði, og svo gerðu þeir ekkert við kvótahoppi fyrr en eftirá. Við hér á Íslandi getum höfum lært af mistökum Breta og munum koma í veg fyrir að kvóti færist úr landi með kvótahoppi - bæði með svipuðum lögum og Bretar settu eftirá, og getum án efa tryggt það enn frekar í aðildarviðræðum.

.

Þetta mun skýrast til muna þegar aðildarsamningarnir liggja fyrir; það er því öllum til hagsbóta að sækja um aðild að Evrópusambandinu sem fyrst þar sem aðildarviðræður taka bara nokkura mánuði! (kostar okkur örugglega mun minna en framboð okkar til öryggisráðs SÞ). Þá fyrst getum við farið að tala um staðreyndir, en ekki þurft að hlusta á þetta rugl um að við aðildarsinnar séum að reyna ljúga að þjóðinni.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 11.3.2008 kl. 10:55

21 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jónas Tryggvi. Það er EKKI HÆGT að tryggja með stjórnvaldsaðgerðum að kvótinn fari ekki milli  landa þar sem það
eru FYRIRTÆKIN sjálf og þeir EINSTKLINGAR sem eru í greininni sem
RÁÐA ÞVÍ ALFARIÐ. Ef þeir finna sér PERSÓNULEGAN HAG í því
þá selja þeir kvótann nákvæmlega eins og þeir gera í dag. Munurinn
er sá að nú VERÐA þeir ALFARIÐ að versla með hann INNANLANDS
því ÚTLENDINGUM er BANNAÐ að kaupa hann. Eftir inngöngu í ESB
geta þeir verslað með hann innan ALLS ESB-svæðisins. Er þetta
ekki auðskilið?  Rómarsáttmálinn VEITR ENGAR UNDANÞÁGUR
hvað  þetta varðar. Það hefur MARG OFT KOMIÐ FRAM. FRJÁLSAR
FJÁRFESTINGAR eru GRUNNKJARNI hans án tillits til þjóðernis
eða landa.  En BARA af því að sjávarútvegur okkar er UTAN EES-
samningsins getum við VARIÐ hann fyrir ásælni erlendra aðila.
Þetta eru STAÐREYNDIR Jónas Tryggvi sem ENGINN innan ESB
hefur mótmælt.  Þess vegna eru þið hreinlega að LJÚGA að
þjóðinni að halda öðru fram.  Svo einfalt er það!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.3.2008 kl. 11:35

22 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Mig langar til að benda Guðmundi á að það er rosalega óþægilegt að lesa orð skrifuð með STÓRUM stöfum ítrekað. Ef þú vilt að sem flestir lesi textann þinn þá mæli ég með að draga úr þessu.

Egill M. Friðriksson, 11.3.2008 kl. 14:35

23 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mig langar að benda Jónasi Tryggva og fleirum á að viðskiptasamningar eru gerðir á milli fyrirtækja en ekki þjóða. Innganga í ESB tryggir ekki betri innkaupakjör á neinum vörum.

Við gerum best í því að fella bara niður tolla og vörugjöld og þá fáum við sjálfkrafa bestu innkaupakjörin. Vandamálin við hátt verðlag eru nefnilega búinn til hjá íslenska ríkinu með tollum, vörugjöldum, ýmsum öðrum gjöldum og háum virðisaukaskatti sem viðhalda okri á Íslandi.

Haukur Nikulásson, 11.3.2008 kl. 19:55

24 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mér finnst Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins Urður Gunnarsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðherra og Valgerður Bjarnadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar vera viðmælendur sem áhugavert er að ræða um málefni Evrópu, eins og Hallgrímur kaus að gera. Samtök iðnaðarins hafa gert ítarlegri úttekt á þessum málaflokki en önnur samtök, Urður Gunnarsdóttir dvalið lengi erlendi sem upplýsingafulltrúi og Valgerður einnig dvalið lengi erlendis í meginstraumi umræðunnar um Evrópumál. Þau verðskulda að þeim sé andmælt efnislega frekar en að athugasemdir séu gerðar við val á þeim í slíkan þátt.

Ég sé heldur ekki að Andrési hafi tekist að hrekja fullyrðingu Hallgríms. Hátt í sjötíu prósent þjóðarinnar vilja aðildarviðræður, en rúmlega fimmtíu prósent gengur skrefinu lengra og vill aðild. Er hægt að hræða þjóðina frá því að slíkar viðræður fari í gang eða telja einhverjir stjórnmálamenn sig megnuga að svipta þjóðina þessum rétti að fá að velja um aðild með þjóðaratkvæði að undangengnum viðræðum. Það er stærsta villan í allri þessari umræðu að lönd sem ganga inn í slíkt samstarf tapi sjálfstæði. Það er jafn fáránlegt og halda því fram að við höfum glatað sjálfstæði með því að gerast aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Við göngumst undir margs konar skyldur á þeim vettvangi að tryggja mannréttindi og leikreglur í samskiptum. Allir flokkar virðast vilja með einhverjum hætti taka tillit til niðurstöðu Mannréttindanefndar varðandi fiskveiðistjórnunina. Jón Sigurðsson forseti hefði orðið fyrstur manna til þess.

Skynsemin er góð, hvaðan sem hún kemur. Þannig hefur löggjöf sem innleidd hefur verið sem hluti af EES skapað aukin rétt einstaklinga og fyrirtækja. Margs konar réttarbætur fyrir fólk til dæmis í skipulagsmálum og samskiptum við stjórnvöld. Satt best að segja hef ég ekki heyrt af neinni lagasetningu eða reglugerð sem að hefur verið mótmælt og má það teljast ótrúlegt miðað við allar þær deilur sem að koma upp um ýmis lagafrumvörp á Alþingi og þann hræðsluáróður að allt sé slæmt er komi frá Brussel! Í ferð sinni til Evrópu á dögunum sagði Geir Haarde að öll samskipti við Evrópusambandið hafi verið sérlega ánægjuleg.

Kæri Bjarni, er ekki mikilvægast að byggja á reynslunni? Öll hin samanlagða jákvæða reynsla af EES samstarfinu vegur þyngst og í ljósi hennar verður hræðsluáróðurinn innantómur og hjáróma.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.3.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband