Af kærkomnu bréfi, ESB og heimatúni ömmu minnar...

Mér hefir borist bréf! Alltaf gaman að fá bréf og ég ætla að segja ykkur svolítið frá þessu bréfi sem er frá einlægum stuðningsmanni þess að Ísland gangi í Evrópusambandið, stjórnamanni í Evrópusamtökunum en sjálfur er ég stjórnarmaður í Heimsýn sem eru samtök um akkúrat hina skoðunina, að Ísland eigi ekki að ganga inn í ESB. Og þessi bréfritari er mikill vinur minn og særði mig holundarsári á liðnu hausti með því að ganga úr Framsóknarflokknum! Já ég skal fara að segja ykkur hver þessi bréfritari er, Reykjavíkurmærin Anna Kristinsdóttir.  

 

Og skyldi Anna nú hafa gengið úr flokknum vegna þess að við Guðni Ágústsson séum að fara með hann upp í sveit, útaf því að við séum svo vondir við alla í Reykjavík og alla sem hafa aðrar skoðun en við á Evrópumálum. Nei ekki aldeilis. Anna gekk einfaldlega úr flokknum vegna óánægju með vinnubrögð fólks sem nú leggur til atlögu í flokksstarfinu gegn Guðna og gegn mér. Það var það sem hún var að segja mér með þessu bréfi sem hún sendi og skrifar undir fyrirsögninni Friðarhreyfingin farin af stað. Já það er best ég birti hér bréfið:

 

Friðardúfur Framsóknar

10.3.2008

 

Sæll,

 

Hef beðið undanfarna daga hvar menn beri næst niður í árásum innan flokksins. Hafði heyrt af því að nú myndi næsta orrusta um yfirráðin hefjast.

 

Síðan kom fyrsta bloggið, frá þeim sem allt veit og kann, og nú var höggið í átt að Guðna, hans stefna, og þá þín í evrópumálunum, er ástæða fylgishrunsins.

 

Síðan koma fylgissveinarnir, hver af öðrum, halda áfram að berja járnið.

Skilaboðin skulu komast til flokksmanna með góðu eða illu. Þið eru anna_kriholdgerfingar þess sem er að drepa flokkinn.

Síðan er lekið um fund þeirra ungu og upprennandi af orðinu á götunni.Friðardúfur sveima yfir og allt um kring. Nú skal upphefja ný vinnubrögð á milli allra fylkinga.

 

Og svo.... halda menn áfram að berja á andstæðingum evrópuaðildar. Út skulu þeir með góðu eða illu.

 

Fyrr en varir kemur krafan um flokksþing, nú þarf að ræða málefni flokksins og skoðanir flokksmanna til evrópumála. Þá stíga nýjir forystumenn fram, með nýja og ferska strauma. Nú þarf að kjósa nýtt fólk, fá ferska vinda til að ná flokknum upp úr öldudalnum.

 

Mér evrópusinnanum verður hálf illt af svona vinnubrögðum, hér einu sinni máttu menn hafa sínar skoðanir á málefnum án þess að á þá væri ráðist.

Miðjuflokkur án öfga með pláss fyrir allar skoðanir...

  

Þetta er bréfið. Og það auðvitað margt til í þessu og rétt að því er nú skrökvað að ungliðafundurinn um helgina hafi verið fundur Evrópusinnan innan Framsóknar. Sem hann alls ekki var - þar voru einfaldlega menn beggja helminga. En það sannaðist þar sem endranær hið fornkveðna að það er gikkur í hverri veiðistöð. Gæfan er sú að hampa gikknum ekki og að fólk vinni saman án þess að vera með persónuleg spjótalög og rógburð. Ég hefi á undanförnum vikum fengið yfir mig hverja dembuna af annarri frá mönnum sem telja sig Framsóknarmenn og ég stilli mig um að svara þeim. Mest er þetta á bloggsíðum og ég ætla ekki að gera þeim mönnum þann greiða að vísa hér í þær færslur og ekki að svara þeim sérstaklega eða nafngreina þessa menn. En fæst ef nokkuð af þessu hefur verið málefnalegt. Það er einfaldlega notuð sú aðferð að nefna nafn mitt og segja - það er Bjarna að kenna að fólk í Reykjavík vill ekki styðja Framsóknarflokkinn. Engin rök, engin málefni. Stundum tæpt á Evrópumálum eins og það sé goðgá að þingmaður hafi þar sömu skoðun og mikill meirihluti kjósenda flokksins. Ég veit að þetta er rangt en auðvitað þreytir þetta blaður. Það er reyndar mjög fráleitt og langsótt að telja mig andstæðing byggðar hér við Faxaflóa því bæði átti ég hér heima um árabil og rek ættir mínar langt aftur hér á höfuðborgarsvæðið. Hér í miðbæ Reykjavíkur bjuggu bæði afi minn og amma!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að segja frá því að eftir að ég fór að stúdera Evrópurétt og veit hvernig Evrópusambandið starfar þá gekk ég líka í Heimssýn. 

Ég fór svo í skólaferð til Brussel að heimsækja Evrópusambandið og það gerði mig bara ennþá harðari á þeirri skoðun að Ísland eigi að standa fyrir utan það. 

Máni Atlason (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Bjarni. Vísa í blogg mitt í dag um þessi mál.
Þjóðleg kveðja.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2008 kl. 00:38

3 identicon

 Sæll Bjarni. Hvaða fjas er þetta í Önnu ég veit ekki betur en Halldór hafi allatíð verið skammaður fyrir það á sínum tíma að vera hallur undir ESB. Þó svo hann væri það kannski ekki. Haldið bara áfram að hafna Esb og íhugið svissneska frankann. Kv. Tóti. 

Tóti (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband