Fasismi hinna „umburðarlyndu,

Fljóthuga fólki veitist létt að sjá fjölmenningarsamfélag nútímans sem einhverskonar andstæðu þjóðræknu þjóðríki. Í slíkum þankagangi er fólginn mikill misskilninur. Misskilningur svipaður þeim að aldrei megi tala um sérkenni mismunandi menningarheima af ótta við að hafa þá lagt minnihlutahópa í einelti. Land okkar á vitaskuld að vera sem opnast fyrir innflutningi útlendinga en til þess að slík opnun sé farsæl verðum við að þora að tala um og við þá sem hingað koma. Naívistar hverskonar og allskonar öfgaskoðanir sem ranglega kenna sig við trúleysi og umburðarlyndi þvælast hér fyrir.

 

Líkt og þögnin elur af sér úlfúð og tortryggni mun afneitun á tilvist þjóðríkisins og hefðum þess aldrei færa okkur annað en bælingu, reiði og átök. Gott dæmi um þessa afneitun eru nýlegar árásir á íslensku kirkjuna. Nú er sá sem hér skrifar ekki meðlimur í því félagi og fullkominn efahyggjumaður í trúmálum.

 

 Farsæl ríkiskirkja

En hin íslenska þjóðkirkja hefur ekki staðið að árásum á fólk af öðrum trúarbrögðum. Hún hefur verið afar umburðarlynd og hófsöm hreyfing sem vinnur gott starf fyrir bæði trúaða og okkur hin. Búddistar, múslimar og kaþólikkar sem hingað flytjast vita að þeir eru að setjast að í landi þar sem er ríkiskirkja og þess verður reyndar ekki vart að þeir telji sig þjakaða af tilvist hennar. Við höfum til þessa leyft kirkjunnar þjónum að heimsækja skóla, sjúkrahús og fangelsi.

 

Nú bregður svo við að hópur manna sem kennir sig við trúleysi stendur upp og mótmælir því að prestar komi inn í skólahús. Í blaðagreinum má jafnvel lesa þá firru að prestar landsins hafi í gegnum söguna verið andsnúnir menntun og uppbyggingu hennar. Ofstæki af þessu tagi kallar aðeins á það sama. Það er ekki lið hinum hófsömu, skynsömu ríkisprestum okkar. Það er til liðs hinum, þeim örfáu prestum og fjölmörgu trúboðum heittrúarsafnaða sem lifa á því að eiga sér andstæðinga. Kenna þá svo við púka vítis.

 Bæling leiðir af sér öfga

Staðreyndin er að þjóðkirkjur og trúfrelsi hafa þrifist mjög vel samhliða. Það sem einkennir samfélög með ríkiskirkjum eins og Ísland, Norðurlöndin, Bretland og fleiri lönd er ákveðin farsæld í trúmálum. Til samanburðar höfum við lönd hins meinta trúfrelsis eins og Bandaríki Norður Ameríku þar sem kirkjur starfa á markaðsgrundvelli sem leiðir til mun meiri öfga í trúarlífi.

 

Talsmenn hins meinta umburðarlyndis hafa alla jafna horn í síðu þjóðræknislegra viðhorfa. Sér í lagi þeirra sem tilheyra frumbyggjum svæðisins, Íslendinga á Íslandi, Norðmanna í Noregi o.s.frv. Slíkar firrur hafa lengi gagntekið þann hugsjónaskóla sem sækir magt sína í Evrópusambandið. Bæling þjóðrækninnar leiðir aðeins eitt af sér. Uppris hennar í öfgafullri mynd. Við höfum dæmið fyrir okkur í Júgóslavíu þar sem þjóðir risu hver upp á móti annarri í lok Títókúgunar og sambærilegri hlutir, þó meinlausari séu, eiga sér í stað í höfuðborg Evrópusambandsins, Brussel millum Flæmingja og Vallóna.

 Prestar allra guða

Með viðurkenningu og gagnkvæmri virðingu þjóðlegra einkenna einstakra hópa má forðast átök af þessu tagi. En það verður ekki gert nema allir leggi eitthvað af mörkum. Við hinir trúlausu verðum að hafa umburðarlyndi gagnvart því að prestar komi í skólana og börn sem ekki vilja hlusta á þeirra boðskap eru ekki verr sett en þau sem til dæmis hafa ekki áhuga á keppnisíþróttum sem samt eru fyrirferðarmiklar í skólastarfi. Vitaskuld fá búddamunkur eða múslimaprestur líka að koma inn í skóla í landi okkar svo lengi sem heilbrigt umburðarlyndi ræður hér ríkjum.

 

Eitt einkenni hins óheilbrigða og meinta umburðarlyndis er krafan um að allt megi allsstaðar og ekkert skuli heilagt. Aldrei megi virðing skerða frelsi. Vissulega eiga skáld og listamenn að hafa slíkt frelsi að ákveðnu marki,- svokallað skáldaleyfi. En okkur er öllum hollt að hafa aðgát í nærveru sálar og þess sem sálum samborgara okkar er heilagt.

 

Við kirkjustaðinn Stóra - Núp í Hreppum gerðist það eitt sinn að ráðsmaðurinn á bænum reið úr hlaði um sama bil og hringt var inn til messu. Brá þá svo við að jörð opnaðist undir þeim báðum, manni og hesti og hefur ekki til þeirra spurst síðan. Spottakorn frá kirkju má enn greina holu þá ljóta í flagi sem heitir af atburði þessum Ráðsmannshola.

 

Nútímamönnum er hollt að skoða hana og draga af sögunni lærdóm svo sem þeir hafa vit til.

 

(Birtist í 24. stundum í dag 7. júní 2008)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni, veistu hvað fasismi er?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.

Takk fyrir þetta Bjarni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Óli Jón

Ég vek athygli á því að 'hófsamir' vantrúaðir og trúleysingjar hafa:

  • ekki lagst gegn því að trú sé ástunduð hérlendis
  • ekki lagst gegn því að foreldrar geti alið börn sín upp í trú

Það eina sem við höfum lagst gegn er ríkisstyrktur og lögleiddur aðgangur Ríkiskirkjunnar að litlu börnunum í leik- og grunnskólum landsins.

Það er alveg rétt sem menn segja að kristin trú er hluti af sögu þjóðarinnar, en menn getur síðan greint á um hvort hún hafi alltaf verið til góðs. Í nær endalausu skammdegi vanþekkingar hér áður fyrr má vel vera að kirkjan hafa átt einhverju hlutverki að gegna í þjóðfélaginu almennt sem yfirgnæfandi alvald. Hins vegar er ekkert sem segir að það eigi við í dag.

Í upplýstu nútímaþjóðfélagi er Ríkiskirkjan bara einn valkostur af ótal mörgum sem fólki standa til boða. Hún er ekkert betri eða verri en margir þeirra kosta sem einnig eru í boði, hún hefur einfaldlega ákveðinn hefðarrétt hérna. Trúleysi er jafn rétthátt kristinni trú, en það virðist ekki geta verið gilt sjónarmið í þessari umræðu.

Dagljóst er að enginn þáttur skólastarfsins er jafn umdeildur og aðkoma Ríkiskirkjunnar að honum. Í raun ríkir góð sátt um allt annað. Það er ekki við hæfi að líkja heimsóknum presta við leikfimi því allir geta verið sammála um kosti hreyfingar í skólum. Ef eitthvað er þá höfum við ekki nægja hreyfingu fyrir krakkana í dag. En þessi styr um aðkomu Ríkiskirkjunnar er ótvírætt merki þess að eitthvað sé í ólagi þar.

Nú segir meðtölufólk skólatrúboðsins að það sé bara örlítill hópur herskárra vantrúarseggja sem mæli gegn aðkomu Ríkiskirkjunnar í skólum hér á blogginu. En hefur einhver íhugað að það er jafn fjölmennt í báðum herbúðum? Jafn margir blogga gegn trúboði í skólum eins og blogga með því! Við getum litið á það sem vísbendingu um að það séu örfáir á sitthvorum jaðrinum, en þar á milli eru þorri þjóðarinnar sem lætur sig málið lítið varða. Það kemur vel heima og saman við niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Ríkiskirkjuna þar sem kemur í ljós að 50% þjóðarinnar telur sig trúuð.

Er það því ekki sjálfgefið að við tökum þennan hlutlæga þátt úr skólastarfinu og einbeitum okkur alfarið að veraldlega þættinum? Eru ekki til staðar næg úrræði fyrir kristna foreldra til að veita börnum sínum kristilegt uppeldi? Hvar eru heimilið sjálft, viðkomandi trúfélag og frjáls félagasamtök? Er þeim ekki treystandi fyrir þessu?

Að lokum vil ég segja að umburðarlyndið, sem minnst er á í fyrirsögn greinarinnar, gufar fljótt upp þegar einhver stendur á puttanum á manni og vill ekki hreyfa sig. En það er voðalega gott að vera í stígvélinu og stíga fast!

Óli Jón, 7.6.2008 kl. 14:05

4 identicon

Æi Bjarni þú ert að gera þetta hallærislegra með hverjum pistli.
Við eigum sem foreldrar að þurfa að umbera að ríkiskirkjuprestar valsi um skóla.
Við eigum ekki að þurfa að horfa upp á börn dregin afsíðis vegna þess að ríkiskirkjan er að boða trú til ríkiskirkjubarna.
Mannréttindi byggjast ekki á því hvað meirihlutinn vill, sá maður sem tekur þann pól í hæðina er að misskilja mannréttindi.
Sá maður sem gerir sér ekki grein fyrir því að lítil börn MUNU verða fyrir aðkasti í skóla vegna þess að þau eru ekki í ríkiskirkjunni er ekki hæfur til þess að vera í valdastöðu.

Ef þú líkir þessu við íþróttir þá verð ég að segja það að þú ert vanhæfur sem þingmaður, no more no less.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bjarni: Þú titlar þig hér trúlausann, en þessi skrif eru eins og grátstafir biskupsins sjálfs. Hvers vegna er ríkið að hlutast til um og er milliliður í skráningu trúfélaga?  Hvers vegna er einni trú hampað fram yfir aðra í stjórnarskrá lýðræðisríkis?  Finnst þér eðlilegt að skrá ómálga börn í trúfélög frekar en í önnur lífstefnufélög eða stjórnmálaflokka?

Hvers vegna á það ekki að vera valkostur að skrá sig í trúfélag, þegar men hafa vit og þroska til?  Hvers vegna er það ríkisskipaður valkostur að fólk megi skrá sig úr þeim, þegar vit og þroski sest að? Er ekki eitthvað svolítið afturábak við það?

Finnst þér heilbrigt að hræða börn til altruisma og segja þeim sögur sem staðreyndir, sem löngu er búið að sýna fram á að eru fabúlur?  Hvar er ofstæki í þeim sem mótmæla þessu? Er það ógerlegt fyrir þig að líta þetta opnum hug? 

Hvers vegna má skóli ekki vera skóli og kirkja kirkja í þessu samhengi? Ekki skortir kirkjuna aðstöðu né húsnæði til trúboðs.

Ert þú virkilega einn af þeim, sem af ótrúlegri þröngsýni heldur fram að mangæsku og góðum mannlegum gildum verði útrýmt ef kirkjan heldur sig heima við?  Ef svo er, á hverju grundarðu það?

Kannastu við að kirkjan trúin ýti undir aðskilnaðaráráttu með að skipta fólki í trúaða og trúlausa og með því að trúfélög kalla hvert annað villutrúarfólk á milli trúflokka?

Finnst þér það vera vitrænt að þessi trúarbrögð þessi byggja á kynlausri æxlun og upprisu eins einstaklings frá dauðum? Finnst þér það vitrænt að fullyrða um eftirlíf á grænum engjum, á meðan ekkert getur sannað það, né að það sé í sjálfu sér eftirsóknarvert til eilífðar?

Er guð almáttugur en getur þó ekki útrýmt illskunni í manninum eða heimin yfirleitt. Ræður hann ekki við manninn og náttúruöflin? Getur hann búið til svo þungan stein að hann geti ekki lyft honum?

Það sem trúlausir eru að vara við er dogmað og misnotkun þess og hvaða ranghugmyndum það kemur af stað? Hefur þú lesið söguna? Hefur þú lesið biblíuna? Á hverju byggir þú viðhorf þitt? Á Móse, Páli, Kristi eða opinberunarbókinni? Öllu máske? Þá ertu ekki samkvæmur fullyrðingum þínum.

Hvar sérð þú trúarlegt umburðarlyndi? Hjá biskupnum?  Hvað eru að fara hérna? Ertu að slá þig helgiljóma og iðka trú þína öðrum til sýndar eins og Farisearnir?

Nú er Eiríkur að safna örorkubótum af fólki enn eina ferðina og spá heimsendi á næstu grösum með dyggri aðstoð amerísks evangelista, vísandi í jarðskjálftana.(hvert sem vitið er í því fyrst allt er að enda)  Er það ekki það sem þú ert að verja heldur aðra tegund af kristni?

Hér áblogginu er fólk, sem vill taka upp barsmíðar á börnum, bann við getnaðarvörnum og senda fóstureyðingar aftur í kjallaraholur kuklara. Hér er fólk, sem rekur áróður fyrir því að sköpunarsagan verði kennd sem vísindi í skólum. Hér er fólk sem vill þúsundum saman kúga símann, til að hætta að gera góðlátlegt grín að afstöðu Pápískunnar til Galileós. Hér er fólk, sem heimtar að lokað sé  einhliða á tjáningarfrelsi ef um trúarbrögð er að ræða. Er það bælingin, sem þú átt við?

Er þetta öfugmælavísa trúleysingjans hjá þér? Hvernig setur þú samasemmerki milli þjóðkirkju og þjóðrækni og skrifar gagnrýni á kirkjuna, sem bælingu þjóðrækninnar?

Þú hefur ekkert kynnt þér málflutning trúlausra, það er augljóst. Þú talar eins og biskupinn um ofsæki og árásir.

Þú ert vafalaust að tala fyrir jafnaðarfasismanum og pólitískri rétthugsun, sem reynir að gera öllum til hæfis, nema sumum. Það sem er og verður krafa jafnræðisöfganna er að öll trúarbrögð eigi jafnan rétt að grunn og leikskólum. (ekki dettur mönnum að innræta eldri nemendum slíkt) Það er á þeim grunni að kirkjan hafi þessi sérréttindi.

Þá er betra að eitt gangi yfir alla og trúboð verðið á viðeigandi stöðum en ekki í skólum.  Þú tekur bandaríkin hér sem slæmt dæmi um secular ríki, þar sem frjáls samkeppni ráði öfgum og afskræmingu.  Það sem er í raun valdandi í því að þessi perversjón er við lýði er það að kristnir öfgamenn hafa hreiðrað um sig í pólitík.  Hér er hörð samkeppni milli trúfélaga einnig og sama perversjón. Það er þó ekki kynt undir slíku á Alþingi nema að litlu leyti.  Þú ert hér,verandi á þingi,  að slá fyrstu tónana í þeirri öfgasynfóníu, sem þessi hættulega blanda pólitíkur og trúarbragða hefur ært Ameríkana með.

Verandi þjóðkjörinn fulltrúi, þá legg ég til að þér sé hollast að vera algerlega hlutlaus í þessum efnum.  Ég ber talsverða virðingu fyrir þér og mörgum þinna málefna, en hér ert þú jafn þröngsýnn og þvoglumæltur, fáfróður og sjálfmiðaður og Árni kollegi þinn Johnsen.

Með vinsemd og virðingu annars.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2008 kl. 16:27

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jesús stofnaði ekki krisinn söfnuð til þess að hann yrði ríkiskirkja.Ríkiskirkjan stenst ekki boðskap Jesús.Múhammeð stofnaði aftur á móti sinn söfnuð til þess að hann gæti stjórnað þeim löndum sem hann lagði undir sig samkvæmt boðorði Guðs.Kristin kirkja var hér í 550 ár áður en konungsvaldið náði henni undir sig.Brýnasta verkefni kristinna manna á Íslandi er að Íslenskri kirkju sé stjórnað af Guði en ekki Birni Bjarnasyni eða ólafi Ragnari Grímsyni, nú eða Bjarna Harðarsyni, þótt þetta séu allt góðir menn.

Sigurgeir Jónsson, 7.6.2008 kl. 16:40

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og enn til viðbótar. Þú segir: "En hin íslenska þjóðkirkja hefur ekki staðið að árásum á fólk af öðrum trúarbrögðum. Hún hefur verið afar umburðarlynd og hófsöm hreyfing sem vinnur gott starf fyrir bæði trúaða og okkur hin."

Hver er að draga það í efa og hvað hefur þetta með réttlætingu á aðgangi hennar að barnaskólum að gera? 

Má búast við öðru? Væri það liðið ef ríkiskirkjan stæði í árásum og fordæmingu annarra trúfélaga eða mistæk í starffi sínu?  Þetta emur málinu ekkert við.

Ég botna minna í málflutningi þínum eftir því sem ég les þetta oftar. Ég er í raun algerlega forviða og bjóst við vitrænna máli frá þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2008 kl. 16:59

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afsakaðu typografíuna, þetta eru mistök.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2008 kl. 17:00

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Steinar reit;

Finnst þér það vera vitrænt að þessi trúarbrögð þessi byggja á kynlausri æxlun og upprisu eins einstaklings frá dauðum? Finnst þér það vitrænt að fullyrða um eftirlíf á grænum engjum, á meðan ekkert getur sannað það, né að það sé í sjálfu sér eftirsóknarvert til eilífðar?

Er guð almáttugur en getur þó ekki útrýmt illskunni í manninum eða heimin yfirleitt. Ræður hann ekki við manninn og náttúruöflin? Getur hann búið til svo þungan stein að hann geti ekki lyft honum?

Það samræmi sem sjá má mili vísinda og trúarbragða þegar litið er á trúarbrögð sem opinberuð sannindi og  vísindi sem uppgötvuð sannindi er hunsað af bæði trúuðum og trrúlausum af ótta við að þeir séu að svíkja sannleikann.

Vísindaleg aðferð eru svo ný leið til að skoða alheiminn að margir þeir sem fylgja trúarbrögðum sem grundvölluð er á fornum trúartextum sem ekki gerðu mun á trúarlegum og veraldlegum sannindum, telja sannleikanum ógnað og þar með trú þeirra.

Þeir sem hallir eru eingöngu undir vísindalegar aðferðir til að skoða alheiminn verða að sætta sig við að leið þeirra tekur aðeins til þeirra hluta sem hægt er að vega, meta og mæla og fær þar með suma til að ætla að annað sé ekki til. Kannski eru þeir haldnir óþarfa fordómum sem rekja má till rimmunnar sem varð á milli vísindahyggju-manna og kristinna í kjölfar erfiðara fæðingarhríða alvöru vísinda inn í heiminn.

Það er afar algengt að heyra trúleysingja spyrja trúaða rökleysu-spurninga eins og "ef Guð er til, hver skapaði þá Guð?" eða "getur Guð skapað svo stóran stein að  hann geti ekki lyft honum", sem er sama spurningin og "hvað gerist þegar ómótstæðilegt afl mætir óhagganlegri fyrirstöðu." Spurningarnar eru vitaskuld rökleysa því Guð er "afsalút" hugtak sem gerir ráð fyrir að ekkert sé æðra eða meira. Það er ekki hægt að hugsa sér alheim þar sem tvö "afsalút" öfl eru til samtímis.

Sannleikurinn er einn. Það á að kenna sannleikann. Til þess að geta kennt hann þarf að finna hann.

Og það er gömul saga og glæný þegar að trúmál eru rökrædd að trúlausir sjá tilviljanir einar þar sem trúaðir sjá guðlega forsjá og fyrirhyggju. Flestir trúleysingjar vilja beita skynsemi, rökum og vísindalegum aðferðum til að skilja alheiminn. Hinir trúuðu telja sig hins vegar hafa fundið sannleika sem er ofar allri rökhyggju og vísindalegri þekkingu.

Hvorutveggja eru öfgar því leiðirnar útiloka hvor aðra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 17:02

10 Smámynd: Egill

"Gervivísindamaðurinn leitast við að Sanna að eitthvað sé satt.

Góður fræðimaður reynir að finna út Hvort eitthvað sé satt.

Þessi munur er mikilvægur" 

    Matt Young 

Egill, 7.6.2008 kl. 18:24

11 Smámynd: Ingólfur

Bjarni, hvaða árásir á kirkjuna ertu að tala um? Hvaða fasisma, hvaða ofstæki og öfgar?

Ég geri þá kröfu að maður í þinni stöðu færi rök fyrir svona alvarlegum fullyrðingum, og kannski væri rétt að þú svarir frekar spurningum sem beint hefur verið til þín í stað þess að skrifa nýjar greinar með nýjum órökstuddum ásökunum.

Eða kannski telurðu þig yfir það hafinn að þurfa að rökstyðja mál þitt og svara spurningum?

Eru það öfgar að vera á móti starfsemi presta, í gunn- og leikskólum, sem þeir kalla sjálfir vera trúboð?

Er það ofstæki að krefjast þess að krakkar á opinberum leikskólum séu lausir við trúboð?

Ég tel það sjálfsagt að "prestar" ýmissa trúfélaga komi í heimsóknir í skólana, ef það er á faglegum forsendum. En þegar prestar koma í skólana og láta nemendurna fara með bænir og biðja til guðs, að þá er það ekki bara óeðlilegt heldur er það klárt brot á 14.1. grein Barnasáttmála SÞ.

Svo skil ég satt að segja ekki hvað  þjóðrækni kemur þessu máli við.

Mér finnst alveg jafn mikil vægt og þér að börn á Íslandi læri um arfleifð þjóðarinnar, alveg sama hvort þau eru innfædd eða hafi með sér aðra arfleifð að auki.

Munurinn er einna helst sá að þú virðist vilja flokka arfleifð okkar eftir trúarbrögðum og aðeins kenna þá arfleifð sem telst kristin. Sumir mundu jafnvel kalla það ofstæki og öfgar að ritskoða arfleifð okkar með þeim hætti.

Það sem maður hefur upp úr því er að þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð munu setja sín börn í sér skóla, sem munu ýta undir aðra trú og jafnvel bókstafstrú og hunsa arfleifð íslenskrar menningar.

Ingólfur, 7.6.2008 kl. 18:45

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

"""Flestir trúleysingjar vilja beita skynsemi, rökum og vísindalegum aðferðum til að skilja alheiminn. Hinir trúuðu telja sig hins vegar hafa fundið sannleika sem er ofar allri rökhyggju og vísindalegri þekkingu.

Hvorutveggja eru öfgar því leiðirnar útiloka hvor aðra."""

Hér að ofan má sjá hvernig meintur skapari jarðarinnar lýsir sköpunarverki sínu í biblíunni (í gegnum jarðneska blaðafulltrúa sína). Fyrir nokkrum öldum var beinlínis lífshættulegt að andmæla þessarri hálfvitalegu heimssýn en nú á dögum fá menn sem leyfa sér slíkt sem betur fer að halda líftórunni en eru þess í stað kallaðir fasistar og öfgamenn, hahahahaha.

Baldur Fjölnisson, 7.6.2008 kl. 19:14

13 identicon

Ég hef sagt það áður og ítreka að Bjarni og Árni ásamt fleirum þingmönnum eru búnir að koma sér fyrir sem trúðar í íslandssögunni, menn sem virðast ekki skilja einföldustu hluti og eða tala þvert gegn allri skynsemi í þessum málum.

Þeir segjast vera að verjast öfgatrú en þeir eru einmitt að ýta undir það að hér verði stofnaðir hinir ýmsu skólar þar sem lagt verður áhersla á hini og þessi trúarbrögð, þar mun verða alið á hatri og rugli gegn öllum sem trúa ekki á sömu trúarritin.
Hann talar um þetta eins og einhverja vörn gegn útlendingum sem hér setjast að, að þeir viti að hér sé ríkistrú ala íslam.
Hann virðist telja að allir íslendingar séu faktískt ríkistrúar, sem er soldið í takt við BB þegar hann sagði að kristni væri ein forsenda þess að teljast alvöru íslendingur... grátlegt að menn bulli svona árið 2008.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 20:12

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

 

"""...Nýlega var haft eftir frægum Hollywood-leikara, að eitt hefði hann lært af lífinu og það væri að treysta þeim aldrei, sem teldi sig hafa einkarétt á því að hafa Guð í liði með sér.

Þessi ummæli eru sprottin af deilum í Bandaríkjunum um það, hvort Bush sé með hernaðarlegan messíasar-komplex en Ralph Nader, einn mótframbjóðenda Bush í forsetakosningunum, komst þannig að orði: „Tölum um aðskilnað ríkis og kirkju: Enginn slíkur aðskilnaður er til í heilabúi Bush og það er ákaflega óþægilegt að búa við það.“

Óþægindin vegna þessa virðast teygja sig hingað til lands ef marka má þessi orð, sem birtust nýlega í forystugrein íslensks dagblaðs:

„Hér á landi og víðast hvar í Evrópu utan Bretlands eru ofsatrúarmenn taldir vera sérvitringar, sem ekki séu nothæfir til stjórnmála. Ofsatrúarmenn á jaðri geðveikinnar eru hins vegar ekki aðeins viðurkenndir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum, heldur sitja beinlínis við stjórnvölinn.

Vandamál Íslands er hið sama og vandamál alls mannkyns um þessar mundir, hvernig eigi að haga seglum eftir vindum er blása frá heimsveldi, sem rambar um eins og dauðadrukkið sé.“[2]

Mér þykir líklegt, að höfundur þessara orða setji Bretland í sérstakan bás meðal Evrópulanda, vegna þess að sagt var frá því, að þeir hefðu beðið saman í Camp David Bush og Tony Blair, forsætisráðherra Breta.

Ég minnist þess úr sögutímum hjá Ólafi Hanssyni í Menntaskólanum í Reykjavík, að hann lýsti því þannig fyrir okkur, að þeir, sem væru haldnir messíasar-komplexi teldu sig þess umkomna að frelsa og umbreyta heiminum á eigin forsendum, allir yrðu að lúta þeim og vilja þeirra, þeir þyrftu ekki að leggja bænarefni fyrir neinn. Hvernig á að bregðast við, ef það er til marks um að vera haldinn þessum komplexi, að menn biðji um leiðsögn Guðs, jafnvel þótt þeir séu forseti Bandaríkjanna eða forsætisráðherra Bretlands?  Aikman segir í bók sinni um Bush, að hann hafi aldrei sagt, að Guð hafi sagt sér að fara í stríð. Hann hafi verið ákaflega varkár í orðum sínum.

En hvert stefnir, ef afsiðunarkrafa vestrænna þjóðfélaga er á þann veg, að þeir, sem taka þátt í stjórnmálastarfi mega ekki játa trú sína opinberlega.  Þeim sé bannað að viðurkenna, að við töku erfiðra ákvarðana, leiti þeir styrks hjá þeim, sem öllu ræður.

Mér er spurn: Hver er sá hér meðal okkar að hann telji sig þess umkominn að taka allar stærstu ákvarðanir lífsins án þess að eiga nokkra stund með Drottni sér til hjálpar? Er nokkur hér sem telur sig svo viðbúinn að mæta hverju sem vera skal, að Drottinn hefði þar engu við að bæta sem máli skipti og því til lítils að ráðslagast sérstaklega við hann umfram aðra?

Hitt á að sjálfsögðu  við um stjórnmálamenn eins og aðra, sem Jesús sagði um bænina: En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.

Ég þarf ekki að segja neinum hér, hvor þeirra gerði betri för og fór réttlættur heim, faríseiinn sem barði sér á brjóst og auglýsti guðhræðslu sína fyrir öllum sem heyra vildu og sjálfsagt fleirum, eða sá sem stóð álengdar, fann til misgjörða sinna og bað þess eins að Guð yrði sér syndugum líknsamur.

Hvað sem öllu þessu líður, er of langt gengið, ef stjórnmálamenn, sem játa trú sína á Jesúm Krist opinberlega, eru taldir „ofsatrúarmenn á jaðri geðveikinnar.“ ..."""

http://www.bjorn.is/greinar/nr/2750

Baldur Fjölnisson, 7.6.2008 kl. 21:00

15 identicon

Það er óþolandi fyrir mig sem faðir að þora ekki að koma fram undir nafni vegna trúleysis. Þar sem ég bý í litlu samfélagi úti á landi vill ég ekki að trúleysi mitt verðu uppvíst vegna þess að ég er hræddur um að barnið mitt verði fyrir aðkasti í skólanum. Það er erfitt fyrir mig að þurfa vera leiðrétta vitleysuna sem logið er í hann á hverjum degi í skólanum. Að þurfa standa aðgerðalaus á meðan kennari hans fer með hann í kirkjuheimsóknir í skólatímanum. Hver ert þú Bjarni að koma hér og segja að þetta sé bara allt í hinu fína? Hvernig getur þú tekið afstöðu gegn barninu mínu og minni fjölskyldu með þessum hætti? Hver hefur gefið þér umboð til að vera með áróður gegn þeim sem eru trúlausir og vilja ekki trúboð í skólum landsins? Núna skilur maður hvernig hommum og lesbíum hefur liðið á undanförnum áratugum í sinni réttindabaráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Bjarni SKAMMASTU ÞÍN fyrir að taka afstöðu gegn minnihlutahópi í landinu. Hvernig litist þér á að t.d. Sjálfstæðisflokkurinn fengi að fara með sína stefnu inn í skólana og fylla börnin þar með áróðri og enginn annar flokkur fengi að fara með sína stefnu? Eða að allir flokkar nema framsóknarflokkurinn? Nei ríkiskirkjan með sínu mombó djombói og sitt trúboð á ekki heima í skólum landsins, ef foreldrar einhverra barna vilja að börnin fræðist um guð, þá geta þeir sent þau í sunnudagaskóla. Nóg er af þeim út um allt land. Það eina sem ég get sagt eftir að hafa farið yfir þetta blogg þitt er að ég er miður mín af reiði og mér finnst eins og það hafi verið ráðist á mig, fjölskyldu mína og þá ekki síst barnið mitt.

Valsól (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 21:49

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir Svanur Gísli, þú hnykkir betur á meiningum mínum en ég hefði getað gert hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.6.2008 kl. 23:13

17 identicon

Mig grunar að Bjarni Harðarson sé byrjaður í snemmbúni atkvæðasmölun,jafnt frá Íslendingum og innfluttum nýbúum.Hvernig hljómar þetta?

Númi (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 23:57

18 Smámynd: halkatla

flottur

ég hef hingað til verið á móti prestum í skólum en þetta breytti viðhorfi mínu aðeins. 

halkatla, 8.6.2008 kl. 00:28

19 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Það er nú svo, Bjarni, að marga hef ég þekkt sem trúa ekki á Guð. Þeir líta á guðstrúna svona með svipuðum hætti og margir (ég) líta sögur um tilvist álfa og huldufólks. Nú nýlega höfum við fengið þessa sem trúa ekki á Guð. Eða virðast helst trúa að til sé Guð, en eru honum ákaflega mótfallnir. Þessir ætla að frelsa okkur hina undan illu (Guði). Einkum öll börn; koma í veg fyrir að hægt sé að spilla þeim í skóla og leikskóla, en þar eru þau flest nema rétt fyrir háttinn.

Ég sé að efahyggja þín er í ætt við Sverri Kristjánsson og afstaða til ríkiskirkju söm og afstaða Ataturks. -  

Einar Sveinn Hálfdánarson, 8.6.2008 kl. 01:19

20 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Það er afar ángægjulegt að sjá það heilbrigða viðhorf sem hér birtist í þínum pistli sem ég er sjálf innilega sammála.

Ég lagði það einhvern tímann á mig að þýða tímaritsgrein, úr bókinni Care of the soul, eftir Thomas Moore, sem ég álit mikla speki, en þýðingin liggur enn ofan í skúffu hjá mér.

Þar er að hluta til um að ræða sömu skírskotun til siðferðisviðmiða varðandi trúarleg atriði og kemur fram í þínum pistli hér.

Slíkum siðferðisviðmiðum þarf sannarlega að haldla á lofti.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.6.2008 kl. 02:52

21 identicon

Það sem þú vilt að aðrir menn geri yður,það skalt þú og þeim gjöra. Ef ég man rétt lærði ég þetta þetta í Bibliunni þegar ég var krakki.  Ég held að holt væri fyrir menn að fara í athöfnum sínum eftir þessu 

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 09:08

22 identicon

Gott hjá þér Bjarni.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 10:01

23 identicon

Það er ekkert nema sorglegt að lesa hér réttlætingu manna fyrir því að ríkistrúin fari í grunnskóla.
Þetta er kristilegt siðgæði í toppgír, það skulu sko allir lúta áhangendum hins illa guðs, þetta er líka vísbending um að þetta fólk hefur ekki lesið biblíu, hefur ekki hugmynd um að guðinn þeirra er líkast til mesti hrotti skáldsagnanna, slær einræðisherra raunheima eins og Hitler & Stalín algerlega út af borðinu í hrottaskap.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 10:48

24 identicon

Skemmtilegt & fróðlegt videó fyrir ykkur krakkar
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/556319/

Við skulum athuga það að ef við ætlum að lifa í sátt og samlyndi þá bara gengur ekki að ríkið hampi trú, við skulum líka athuga það að við verjum gildi okkar ekki með því að hampa trú X VS trú Y

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 11:36

25 identicon

Ætli þetta endi ekki með að maður verði að taka einhverja trú (þvert ofan í það sem manni er eðlilegt og passar við karakterinn) til að vera ekki í flokki með þeim talíbanafans sem hefur svarað þessum ágæta pistli með hverri langlokunni annarri hrokafyllri.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 16:58

26 identicon

Atli, finnst þér í alvörunni réttlætanlegt að líkja fólki við talibana fyrir það eitt að vilja að börn sleppi við trúboð? Ég bendi þá sérstaklega á kommentið hjá Valsól. Af hverju ættu prestar að fara í leik- og grunnskóla frekar en til dæmis fulltrúar stjórnmálaflokkana?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 17:19

27 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Atli, hvað er ágætt við þennan pistil?

Matthías Ásgeirsson, 8.6.2008 kl. 17:32

28 identicon

Bjarni þarf að hlusta aðeins á Obama sem og aðrir hér sem telja að trú eigi að vera eitthvað issue hjá ríki og eða skóla
Hlustaðu nú á Obama Bjarni, taktu sönsum
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/562874

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 18:13

29 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það getur varla verið hollt að búa við lygar og ég get ekki skilið hvers vegna nokkur maður getur viljað að börnum hans verði skipulega innrættar lygar. Það er eitthvað rosalega pervers við slíkan hugsunargang, eiginlega geðveikislegt.

Fólk sem er móttækilegt fyrir himneskum mítum og ævintýrum um einhverja ósýnilega og óskýranlega galdrakalla verður augljóslega jafnframt móttækilegt fyrir ýmsum jarðneskum ævintýrum og lygasamsuðu sem notaðar eru til stjórnunar. Og það er ekkert nýtt. En getum við til lengdar liðið slíkar stjórnunaraðferðir? Er einhver lausn að kóa bara með og stinga hausnum í sandinn?

Baldur Fjölnisson, 8.6.2008 kl. 18:48

30 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta snýst með öðrum orðum um aldið kerfi sem er í örvæntingu að reyna að viðhalda status kvó - sínum hagsmunum - í umhverfi sem æðir áfram í ofboðslegum tækni- og upplýsingabyltingum. Í stað þess að senda úreltar og heilaskemmdar stjórnmálalegar risaeðlur á ruslahaugana þar sem þær eiga heima þá eru þær settar í að útrýma trúverðugleika kjarna kerfisins sjálfs - peningamálastefnunni - framleiðslu pappírsdraslsins sem við erum með í vösunum og ekkert er á bak við. Það þarf ekki lengur byltingar til að fá fram nýja skipan heldur eyðir kerfið sjálft sér skipulega. Þetta liggur algjörlega fyrir. Hverjir verða ofan á þegar ný skipan tekur við? Auðvitað eigendur þessarra handónýtu risaeðla, stórkapítal heimsins sem hefur sett eitt og annað á svið síðustu 300 árin síðan seðlabankakerfi heimsins fór á mótast. Þetta batterí hefur alltaf grætt feitt bæði þegar markaðir fara upp og niður enda algjörir innherjar og stjórna öllu.

Það er vissulega sorglegt hvernig þetta hyski hefur fórnað saklausu fólki í þágu hagsmuna sinna. Margt ungt fólk nú á dögum fargar sjálfu sér en þú lest ekki um það í stýrðum ruslpósti. Margir geta ekki höndlað opinberar lygar sem er mokað í þá en rekast á við heilbrigða skynsemi sem tegundinni er innprentað til að hreinlega komast af. Það er sárt að þurfa að ræða þetta og ég kemst ekki lengra með það núna þó vissulega þurfi að fara dýpra í það. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 8.6.2008 kl. 20:28

31 Smámynd: Loopman

DoctorE, U da Man.... U da maaan.

Loopman, 8.6.2008 kl. 21:00

32 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er rosalega erfitt að eiga við heilaþvegið fólk.

Þegar ég var í skóla í denn var ég slappur bæði í eðlisfræði og starðfræði, ekki vegna þess að ég hefði ekki greind í þessar greinar, heldur vegna þess að þær voru of absalútt fyrir minn smekk. Þær leyfðu engar rökræður. Orka breytist úr einu formi í annað, hún verður ekki til úr engu og eyðist ekki. Hversu boring er það? Er ekki rosalega upplýsandi að fatta að einn plús einn eru tveir? Jamm.

En árið 2002 var ég allt í einu í þeirri óvæntu aðstöðu að þurfa að skýra þessar einföldu staðreyndir fyrir ofurheilaþvegnum doktor í eðlisfræði. Hahahaha. Þetta gekk illa en þolinmæðin þrautir vinnur allar og eftir fjögur ár og endalausa fyrirlestra tókst mér loksins að fullvissa doktorinn um að byggingar sem voru sérstaklegar styrktar til að verjast aðdráttarafli jarðar gætu ekki hafa fallið í gegnum sjálfar sig án viðnáms (á tima sem samsvarar frjálsu falli) nema auka orku hefði verið bætt við það ferli. Auðvitað er þetta bara dæmi um heilbrigða skynsemi vs. opinbera vitleysu og innrætingu og því nefni ég það.

Ef þú trúir á himneska vitleysu ertu þess móttækilegri fyrir jarðneskri lygavellu.

Baldur Fjölnisson, 8.6.2008 kl. 21:31

33 identicon

Sæll Bjarni, Loksins einhver sem skrifar eitthvað að viti hér, góður pistill hjá þér. Verndum börnin okkar með því siðgæði sem við erum alin upp við, sem sagt kristlegt siðgæði  ekki láta menn eins og Baldur og Doctor stupit rugla í sér.  það er mjög uppbyggilegt fyrir krakka að fá presta í skóla og kynna Jesu og kristlegt siðgæði eins og boðorðin 10.

Gunnar (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 21:31

34 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þegar menn átta sig á því að í þá hefur verið dælt ómögulegri vitleysu bæði himneskri og jarðneskri þá kallar það yfirleitt á viðbrögð, 1. endurmat á þeim sem sem hafa mokað dellunni í þá og 2. endurmat á sjálfum sér, hvernig menn sjálfir gátu verið nógu þunnir til að kaupa ruglið. Og það er virkilega erfitt. Það er náttúrlega klassískt að koma sökinni á aðra en hvað ef það gengur ekki lengur og menn verða að horfa í eigin barm? Hvaða árekstar í sálarlífinu eiga sér þá stað? Hvernig díla menn við það? Hvernig væri að ræða raunveruleg málefni í stað þess að beita ódýrum ad hominem stimplaaðferðum?

Baldur Fjölnisson, 8.6.2008 kl. 21:50

35 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eru kannski lygar af því góða? Eru þær kannski siðbætandi? Er jörðin eftir allt saman flöt? Réttlætir það kannski "erfiðar ákvarðanir" að þær voru teknar eftir erfiða bænasessjón einhverra síkópata við raddir í eigin haus? Hvað með fólk? Hefur það ekki rétt til lífs? Er það kannski bara skiptimynt fyrir þetta augljóslega geðbilaða hyski? Er ekki pólitískt korrekt að vekja athygli á þessum augljósu staðreyndum?

Baldur Fjölnisson, 8.6.2008 kl. 22:06

36 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er ekki viðeigandi að kalla Bush og Björn Bjarna geðsjúklinga - að sögn Björns Bjarna -. Djöfull er það óvænt, flestir myndu víst búast við að þeir pökkuðu saman og flyttu strax í fóðraða klefann á kleppi. Hahahaha. Hver vill fórna eigin hagsmunum? Er veruleikinn kannski hagsmunadrifinn? Gæti það verið? Þessar nýstárlegu hugmyndir krefjast náttúrlega umræðu ...

Baldur Fjölnisson, 8.6.2008 kl. 22:42

37 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að Bjarni hafi takmarkaðan áhuga á að ræða trúar- og fjölmenningarmálefni sem hann þó veltir upp en sé mest að þessu til að reyna að friða einhverjar risaeðlur í eigin flokki. Þarna sjáið þið segir Bjarni við risaeðlurnar, svona eru viðhorfin, hvers vegna stofnið þið ekki eigin blogg og látið þetta lið jarða ykkur þar.

En varðandi innflytjendamálin þá erum við aðilar að stríðum sem síkópatar lugu af stað á algjörlega upplognum forsendum og við þurfum augljóslega að axla okkar ábyrgð á því. Mér finnst líklegt að við munum þurfa að taka við 5-10 þúsund flóttamönnum vegna þessarra endalausu svikastríða á næstu 10-15 árum og reikna þá ekki með öðrum stríðum á upplognum forsendum sem erlendar eignir hér munu kóa með á næstu árum. Þetta er bara sá veruleiki sem við blasir. Við getum ekkert fríað okkur ábyrgð á einhverju siðlausu drasli sem ruslpóstur og peningar selja okkur í svok. lýðræðislegum kosningum.

Baldur Fjölnisson, 9.6.2008 kl. 00:18

38 Smámynd: Zaraþústra

Það er eitt að kenna sögu Íslendinga í skólum, um mikilvægi siðaskipta hér á landi o.s.frv., en það er annað að binda sig algjörlega af sögunni.  Eru siðir okkar Íslendinga svo fullkomnir að það er ekki rúm fyrir önnur siðaskipti?  Ef kirkjan verður aðskilin ríkinu, sem ég vona að gerist einhvern tímann, þá munu menn í framtíðinni líta á það sem breytingar til hins betra, sögulegar breytingar sem börnin okkar eða barnabörn læra um í skóla.  Arfðleifð okkar er mikilvæg en sker ekki úr um það hvernig við ættum að hegða okkur í dag.   Annað hef ég ekki að segja um þetta, það gefur auga leið að öfgar fyrir finnast bæði hjá trúlausum og trúuðum.

Zaraþústra, 9.6.2008 kl. 02:49

39 Smámynd: Linda

Þetta er hin ágætasta grein takk fyrir að taka á málunum með hófsemi

Linda, 9.6.2008 kl. 06:26

40 identicon

Trúboð og prestaheimsóknir eiga alls ekki heima í skólum.

Gleymið ekki þessum orðum mínum:

"Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín. En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér."

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 10:01

41 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég lýsi líka eftir hvað felst í hinu gersamlega óskilgreinda hugtaki, "Kristileg íslensk arfleyfð."  Það er ansi brýnt að vita hvað það er fyrst það er komið í lagabókstafinn. 

Ef skilgreiningin er eitthvað sykruð, þá minni ég á hverjir skráðu kirkjusöguna. Ekki beint hægt að fullyrða um hlutleysið þar.

Það er ekkert í kristnum siðaboðskap, sem er unic. Við getum prísað okkur sæla fyrir að fólk hagi siðgæði sínu ekki í einu og öllu eftir biblíunni.  Við höfum vit á að sigta út það sem skárra hljómar en annað ofbýður okkar innbyggðu siðferðisgildum og sannfæringu. Sumt er jafnvel svo svæsið að það varðar við lög.

Þeir sem segja einhvern algildan siðgæðisgrunn í biblíunni, hafa ekki lesið hana og hvað þá lesið annað, sem hnykkir á sömu gildum og best þykja og það öldum og árþúsundum áður.  Hér er t.d. minnst á að elska náungann eins og sjálfan sig, en það er margítrekað í Taoisma, Búddisma, Hindúatrú og öðrum útdauðum trúarbrögðum.

Annars fer það allt eftir hvernig menn elska sjálfan sig, en hin "góða" bók mærir sem dyggðir allt það sem niðurlægir mannsandann: fátækt, þrælslund, fáfræði, undirlægjuhátt, ótta,  auðmýkingu og aðskilnað. (ég er réttlættur ekki hinir) Ég kæri mig ekki um að sýna náunga mínum þesskonar "kærleik."

Nýja testamentið hvetur til kvenfyrirlitningar og fyllir fólk skelfingu um tortúr handan grafar og dauða og sannarlega var hinn téði Kristur ekki með frið í huga.

Matt.: 10 34...

34Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. 35Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. 36Og heimamenn manns verða óvinir hans.'

37Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður. 38Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður.

Það er ekki mikið olnbogarúm gefið þarna.

Það má líka hafa orð á því að hann lofaði að koma aftur á líftíma þeirra, sem hlustuðu á þá ræðu og stóð ekki við það. Menn hafa einhvernveginn neitað að lesa þá klásúlu og bíða enn eftir fagnaðarefninu mikla um undirgang jarðar og eilífa kvöl handa éim er ekki hafa staðið við lögmálið.

Þeir sem mæra þessi skrif hér hafa annaðhvort ekki lesið ritin eða þá að þeir hafa afar skerta athyglisgáfu auk þess að hafa ekki snefil af gagnrýnni hugsun.

Margir eru vel meinandi í ólæsi sínu og hafa gert sér mynd af því í eigin sinni, hvað í þessum bókum stendur. Margir halda upp á kærleiksboðið í 1.kor.13. eftir postulann Pál, sem taldi krist anda og sá hann aldrei. Maður skilur kannski þvermóðsku sumra ef maður rýnir í þann texta, en þar stendur líka að kærleikurinn trúi öllu.  Slík abólútt eru varla næringarríkt veganesti fyrir börnin.

Ég hvet þig Bjarni til að kynna þér þessi málefni betur áður en þú berð aðra eins hálfvelgju á borð og þú gerir hér.

Guð eða enginn guð er annars ekki málið í þessu (þótt ég sé sannfærður um að hann sé ekki til í því formi, sem judeo kristin trúarbrögð segja, hvað þá í nokkru öðru formi)  Þetta snýst um valfrelsi og hugsanafrelsi, sannleika og raunhyggju, ekki þykistuleik og fantasíur, sem aldrei verða staðfestar.

Ef guð væri til og almáttugur, þá væri illskan og þjáningin ekki til, nema að hann sé sadisti.  Frjáls vilji mannsins hefur ekkert með náttúruhamfarir að gera, ef menn ætla að klína því upp eina ferðina enn.

Og Bjarni.  Ef þig skortir lesefni utan við hinn þröngsýna ramma óttans og óskhyggjunnar, sem kristin trú byggir á, þá skal ég glaður senda þér það.

Landsfeður bandaríkjanna sáu það sem lykilatriði að aðskilja ríki og kirkju. Þetta voru engir kjánar. Þeir tóku m.a annar mið af grikkjanum Epikúríus sem sagði um 300 árum fyrir krist:

Vill guð koma í veg fyrir hið illa en getur það ekki?

-Þá er hann ekki almáttugur.

Getur hann það en vill það ekki?

-Þá er hann Illur.

Getur hann það bæði og vill?

-Hversvegna er hið illa þá til?

Getur hann það hvorki né vill?

-Þá er hann ekki guð?

Trúleysi er ekkert nýtt fyrirbrigði og helstu hugsuðir þessa heims hafa hafnað trú eða lýst efa sínum í ljósi algerrar fjarvistar allra sannanna og raka.  Áður lá dauði og kvöl við slíkri hugsun, en nú getum við fyrir siðgæði, sem ekki er komið úr ritningunum vogað okkur að tala opinskátt og varpa ljósi á rökleysuna. Trúarbrögð þola ekki slíka skoðun og falla um sjálf sig. Því er hyggilegast að leggja þau algerlega niður með tímanum og hætta að sá fræjum hjátrúar og ótta í hug barna. 

Það miðar sig enginn við þessar bækur í daglegu amstri. Það sem er okkar siðgæði er eðlilegur hluti sjálfsbjargarviðleitninnar. Annars værum við ekki til.  Ef við hættum að þykjast eiga fleiri líf og ljúga því að börnum, þá er vona að við lifum fyllra og vandaðra, hófsamara og kvíðalausara lífi.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2008 kl. 11:05

42 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo að lokum´. Ég er ekki alveg að skilja þessa semifasísku hugrenningar þínar um þjóðrækni og þjóðernisstefnu.  Það er kannski í anda annarra aðskilnaðardrauma og mismununar á þjóðernis og trúargrunni, sem má lesa á milli línanna.

Vísun þín í Tító er líka algerlega út úr kortinu og ættir þú kannski að byrja á að kynna þér þá sögu.  Eitthvað kom vatíkanið þar að eins og hún gerði raunar í Serbíu/kosovo og þriðja ríki Hitlers sælla minninga.

Hvað heldur þú að hafi fyrst og fremst verið ásteitingarsteinn eftir fall Títós?  Hvað var grunntónn aðkilnaðarins? Að sama skapi má spyrja um Serbíu og Kósóvó.  Voru það ekki trúarbrögðin?  Hugleiðir þú skrif þín áður en þú setur þau fram?

Flest sem þú telur til er raunar hæfara sem rök gegn trúarbrögðum en nokkuð annað.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2008 kl. 11:48

43 identicon

Kom eitthvað fyrir hjá Jóni steinari og Baldri í æsku, Mér sýnist að það þurfi að messa yfir þeim :) ég er viss um að þegar þeir verða hræddir þá grípi þeir í faðir vorið og fari með þá snilldarbæn og finni huggun þar. 

Gunnar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 19:51

44 identicon

Ég hef gaman af því hvernig það virðist ekki á neinn hátt vera forsenda þess að Vantrúarmenn rífist að þeim sé svarað. Einhvern tíman ætla ég að prófa svona einhliða rifrildi, það virðist vera hin skemmtilegasta iðja.

Vantrúarfólk, hvað er trúleysi? Er ekki trú að trúa því að ekki skuli trúa? Af hverju er trúleysi betra en trú? 

(Ég hef bara svo gaman af hvernig Vantrúarmenn spurja skrilljón spurninga og halda svo þegar fólk nennir ekki að svara þeim að þeir hafi "unnið" rökræður eins og Sókrates í gamla daga.) 

Máni Atlason (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 21:43

45 identicon

Trúleysi er að vera normal, það er ekki trú.
Mér er skítsama um trúaða ef þeir láta aðra í friði, ég sjálfur er afsprengi þess að þjóðkirkjan byrjaði með vinaleið, ef það hefði ekki gerst þá væri ég að chilla í einhverju allt öðru.

Svo hef ég aldrei séð trúaða svara einhverju með góðum rökum, það bara hefur ekki gerst.

Ég myndi aldrei grípa til bæna við hræðslu, alger fásinna að nota eitthvað sem virkar ekki.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:41

46 identicon

Við skilgreinum trúleysi út frá því að trúa ekki á yfirnáttúru. Út frá þeirri skilgreiningu er trúleysi augljóslega ekki trú. Sumir setja upp skilgreiningar þar sem trúleysi flokkast sem trú en þær eru almennt meingallaðar. Meira á Vantrú.

Við teljum höfuðkost trúleysis vera að það er í samræmi við heiminn eins og hann virðist vera. Við teljum líka að trúarbrögð séu meira til "ills" heldur en "góðs" (gæsalappir til merkis um að hér er ég ekki að tala um frumspekilegar hugmyndir um gott og illt). Meira á Vantrú.

Vefritið Vantrú hefur verið í gangi í nær fimm ár. Við höfum örugglega svarað 95% af þeim spurningum sem þú getur látið þér detta í hug í greinum eða í athugasemdakerfinu en við rekum líka spjallborð þar sem þér er frjálst að skrá þig og spyrja fleiri spurninga en ég mæli með að þú notir leitarfídusinn á Vantrú fyrst.

Annars hafa einungis tveir Vantrúarmeðlimir tjáð sig hér í umræðunni og það erum við Matti. Spurningar okkar eru mjög einfaldar en hafa ekki fengið svar.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 23:51

47 identicon

Það er nú ekki ýkja gáfulegt að ætlast til þess að spurningum um trú sé svarað með "góðum rökum". Það er nú einu sinni eðli trúarbragða að það er erfitt að "sanna" að þau séu rétt, enda væri ekki um að ræða trú heldur staðreynd ef hún væri sönnuð.

Hins vegar finnst mér heldur ekki gáfuleg sönnun fyrir því að trúarbrögð eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum að segja "Það er ekki hægt að sanna að þau hafi slíka stoð, og þar með er sannað að þau hafa hana ekki." Það er eins og að segja að af því að sólin hefur alltaf komið upp á morgnana hingað til þá eigi hún alltaf eftir að gera það framvegis, án þess að hafa nokkra hugmynd um hvernig sólkerfið virkar (Vissulega hafa menn vit á slíku nú en höfðu það ekki fyrir nokkurhundruð árum. Var þá vísindalega sannað að sólin kæmi alltaf upp, bara af því hún hafði gert það hingað til? Samkvæmt Doktor E er svarið væntanlega já).

Þakka þér fyrir svörin Óli, ég vissi svo sem sem var að Vantrú er ótrúlega virkt vefsvæði miðað við þann fjölda sem skoðar vefinn og skrifar á hann, enda virðist umsjónarmönnum þar vera mikilvægt að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Mér hefur alltaf þótt dáldið spaugilegt að lesa vefinn, þá sjaldan ég hef þvælst inn á hann, og velta fyrir mér hvort sé ekki erfitt að vera einn öfgahópur án þess að hafa annan á móti sér. Það hlýtur að vera að einhverju leyti pirrandi að reyna að halda á lofti öfgafullum skoðunum án þess að neinn haldi öfgum uppi á móti, nema þá kannski helst Gunnar í Krossinum, sem þó er ekki nærri því eins æstur í sínum málflutningi. 

Máni (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 10:01

48 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Bjarni heldur áfram í þeim villandi samanburði að bera Ísland saman við Bandaríkin þegar kemur að trúmálum og þjóðkirkju. Hvers vegna dettur honum ekki í hug að bera það saman við Svíþjóð, Holland eða Frakkland? Er e.t.v. ekki hófsemi í trúarbrögðum í þeim löndum?

Kristján Hrannar Pálsson, 10.6.2008 kl. 10:18

49 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Máni, þú ert að rugla saman hugtökunum að rökstyðja og að sanna. þetta er ekki sami hluturinn. Það er rétt hjá þér að það er í rauninni ekki hægt að sanna nokkurn skapaðan hlut út frá reynslu einni saman, en það er samt sem áður hægt að draga ályktanir og rökstyðja hluti út frá henni. Fyrst sólin hefur alltaf komið upp, þá er rökrétt að álykta að hún komí líka upp á morgun.

Illa rökstuddar skoðanir eru verri en vel rökstuddar skoðanir, geta ekki allir verið sammála um það? 

Ari Björn Sigurðsson, 10.6.2008 kl. 11:14

50 identicon

Jæja Part II af kennsluefni fyrir íslenska stjórnmálamenn ala Obama
Lærið nú
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/564226/

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:50

51 identicon

Ari: Nei ég get ekki verið sammála því að ein skoðun sé sjálfkrafa betri en önnur af því hún er betur rökstudd. Dæmið með sólina er e.t.v. ekki það besta, annað dæmi sem nota mætti er að fyrst að Hekla gaus ekki í gær og ekki í fyrradag og ekki undanfarna nokkurhundruð daga, má þá álykta að hún gjósi ekki á morgun?

Eflaust eru skoðanir misgóðar, en það hversu rökstuddar þær eru er ekki eini mælikvarðinn á gæði þeirra. Og hvort sem maður notar orðið "rökstyðja" eða orðið "sanna" verður niðurstaðan sú sama hvað trúmál varðar. Það er ekki hægt að rökstyðja það sem er yfirnáttúrulegt, þar sem það er jú einu sinni ofar okkar skilningi og telst því vera yfirnáttúrulegt. Maður að rökstyðja hvernig yfirnáttúrulegir hlutir virka er eins og köttur að útskýra hvernig kjarnakljúfur virkar. Hann einfaldlega getur ekki útskýrt það.

Máni (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:03

52 identicon

Það eru allar líkur á að Hekla gjósi ekki á morgun og á sama tíma mjög líklegt að hún gjósi aftur. Þú segir að það sé ekki hægt að rökstyðja yfirnáttúrulega hluti og þá segi ég bara "akkúrat".

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:43

53 identicon

Máni einu sinni voru menn ekki að skilja hvers vegna jarðskjálftar komu, hvers vegna fólk veiktist, þeir fóru þá leið að segja þetta yfirnáttúrulegt, verk guða.... að skilja ekki eitthvað á einhverjum tímapunkti táknar ekki að hlutir séu yfirnáttúrulegir, það táknar bara það að við erum ekki að skilja dæmið EN við vinnum að því að komast að raunverulegri niðurstöðu.
Að segja hluti yfirnáttúrulega eða guðlega er klárlega fáránlegasta "niðurstaða" sem er hægt að komast að.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:48

54 identicon

Sem leiðir okkur þá aftur að þeirri niðurstöðu að af því að tekist hefur að skilja sumt hljóti á endanum að takast að skilja allt?

Ég get engan veginn fallist á að það að eitthvað hafi gerst áður sé eitt og sér örugg ástæða fyrir að það gerist aftur.

Máni (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:19

55 identicon

Sem leiðir okkur þá aftur að þeirri niðurstöðu að af því að tekist hefur að skilja sumt hljóti á endanum að takast að skilja allt?

Nei, það er engan vegin eðlileg niðurstaða miðað við það sem við höfum sagt. 

Ég get engan veginn fallist á að það að eitthvað hafi gerst áður sé eitt og sér örugg ástæða fyrir að það gerist aftur.

Nei, enda hefur enginn haldið því fram. 

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:46

56 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er nú ekki ýkja gáfulegt að ætlast til þess að spurningum um trú sé svarað með "góðum rökum". Það er nú einu sinni eðli trúarbragða að það er erfitt að "sanna" að þau séu rétt, enda væri ekki um að ræða trú heldur staðreynd ef hún væri sönnuð.

Eru þetta ekki fyrirtaks rök fyrir því að setja ætti fyrirvara við fullyrðingar trúarbragða í starfi og námsefni leik- og grunnskóla?  Sem er nokkurn vegin það eina sem Vantrú hefur farið fram á.

Máni, gerir þú þér grein fyrir því að einungis tveir félagar í Vantrú hafa gert athugasemdir í þessari umræðu?  Það er nú allur engisprettufaraldurinn.

Matthías Ásgeirsson, 10.6.2008 kl. 13:49

57 identicon

Máni er náttúrulega ekki að reyna að gera neitt annað en beina athyglinni frá því að pabbi hans og frændi geta ekki svarað einföldum spurningum. 

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:53

58 identicon

Hefur ykkur tveggja manna minnihlutahópnum aldrei dottið í hug að ef til vill hafi menn engan áhuga á að svara spurningum ykkar? Af þeirri einföldu ástæðu að það er líklegast ekki til neins.

Matthías, á meðan trú er kennd sem trú en ekki sem staðreyndir sé ég ekki ástæðu til að banna kennslu hennar í skólum. Það er líka kennd myndlist í skólum. Það er huglægt mat hvers og eins hvað er falleg mynd og hvað ekki, á þá að banna myndlistarkennslu af því börnin mynda sér ekki sjálfstæðar skoðanir á hvað er fallegt málverk og hvað er ljótt málverk?

Máni (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 15:40

59 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Máni, ég hef áhuga á spurningum Matta og Óla Gneista, sem og svari frá Bjarna. Ég lít við hérna daglega til að sjá hvort eitthvað rætist úr því, en þess í stað eru spurningar þeirra kaffærðar og umræðan komin út um víðan völl.

Freyr Bergsteinsson, 10.6.2008 kl. 16:11

60 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Máni, hvaða máli skiptir það þó ég og Óli séum í "minnihlutahópnum"?  Hafa minnihlutahópar ekki réttindi?  Þarf aldrei að taka tillit til þeirra?  Fer gildi skoðana eftir því hve margir eru á bak við þær?

Veistu hvað Máni, ég er algjörlega sammála þér um allt sem þú segir um kennslu um kristna trú.

Vandamáli er að Bjarni frændi þinn er ekki sammála þér og mér.

Ég mæli með því að þú lesir þessa umræðu aftur frá byrjun.  Þú virðist nefnilega hafa mistúlkað þetta allt saman.

Af hverju erum við ósáttir við frænda þinn, hverju er hann að ljúga að okkar mati?

Matthías Ásgeirsson, 10.6.2008 kl. 16:51

61 identicon

Máni tekur tappann alveg úr þegar hann talar um minnihlutahópa eins og þeir hafi ekki sama rétt og aðrir, hallelúja þarna sjáum við kristilegt siðgæði í toppgír.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 17:58

62 identicon

Mjög góður pistill og fólk sem er þröngsýnt sér ekki í hverju kristileg siðgæði felast

jói jó (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 18:10

63 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Í hverju "felast" kristilegt siðgæði?

Matthías Ásgeirsson, 10.6.2008 kl. 19:29

64 identicon

Tala ég um minnihlutahópa eins og þeir hafi ekki sama rétt og aðrir? Það eina sem ég var að benda á er að þó að einhverjum detti í hug að bauna fjölda spurninga á annan mann þá er sá síðarnefndi ekki endilega skyldugur til að svara.

Þessi æsingur yfir þeim öfgalausu trúarbrögðum sem stundum eru á Íslandi eru furðulegur. 

Máni (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 21:21

65 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni minn, vertu ekki að taka þennan pínulitla jaðarhóp alvarlega.

En hvað þýðir þessi setning þín: "Land okkar á vitaskuld að vera sem opnast fyrir innflutningi útlendinga"?

Áttu við, að það eigi að verða enn opnara en nú er og fjölgunin ár frá ári enn meiri en verið hefur? Og hver er þá þinn rökstuðningur fyrir því?

Jón Valur Jensson, 10.6.2008 kl. 21:35

66 identicon

Jón sver sig í ætt við komma, ignora jaðarhópa; Fyrir Jóni þá eru mannréttindi það sem meirihlutinn vill.. ef meirihlutinn vil brenna mig og vantrúarstrákana þá er það mannréttindi hahahaha

Svo sýnir hann hversu mikið í nöp við útlendinga hann er .

Vá takk Jón, takk fyrir stuðninginn og sýnikennsku á biblískri siðfræði!

DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:55

67 identicon

Matthías Ásgeirsson: Dr. E ætti að geta sagt þér hvað felst í kristilegu siðgæði, hann notar það hugtak í kommentinu á undan.

(djöfull er annars slappt að gera lítið úr öðrum með því að setja út á stafsetningarvillur)

Máni (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 23:19

68 Smámynd: Ingólfur

Máni, ef Bjarni hefur "engan áhuga á að svara [t.d.] spurningum" foreldra sem þurfa að búa við að brotið sé á börnum þeirra, í krafti laga sem Bjarni er að tala fyrir, að þá segir það líklega allt sem segja þarf um málstað hans.

Ingólfur, 11.6.2008 kl. 01:37

69 Smámynd: Ingólfur

Ragnar, sjálfur á ég engin börn, og er ekki né hef aldrei verið í samtökunum Vantrú.

En kannski þú útskýrir það samt fyrir mér hvernig maður brýtur á rétti barna með því að krefjast þess að mannréttindi þeirra séu virt?

Ingólfur, 11.6.2008 kl. 07:40

70 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Máni, þú ert fljótur að skipta um umræðuefni þegar það hentar.  Það dugar mér.

Matthías Ásgeirsson, 11.6.2008 kl. 08:43

71 identicon

Það hefur ekki enn komið fram neinn rökstuðningur fyrir meintum mannréttindabrotum (eða ef hann hefur komið fram hefur hann a.m.k. farið fram hjá mér). Hvernig í ósköpunum er verið að brjóta mannréttindi?

Og í því samhengi er líklega rétt að benda á að Ísland hefur skuldbundið sig alþjóðlega til að fylgja ákveðnum mannréttindasáttmálum, auk þess sem ákvæði um mannréttindi eru í stjórnarskrá landsins. Hins vegar eru ekki einhver "almenn mannréttindi" í gildi sem eru bara svona sirka allt sem fólki dettur í hug. Það má svo auðvitað benda mönnum í þessu samhengi á dómstólaleiðina, séu þeir vissir um að brotið sé á mannréttindum. 

Máni (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 08:55

72 identicon

Biskup virðist vera að færa sig upp á skaptið, að sýsla sem mest með börnum ásamt því að segja að þeir sem vinni með börnum eigi að fá meira af peningum.

Auðvitað vil ég að þeir sem vinna með börnum fái mannsæmandi kjör en ég get ekki samþykkt að kuflar vinni með börnum og eða fái enn betri laun fyrir vikið.
Ég sé fyrir mér að það megi bæta kjör þessa fólks og annarra verulega ef ríkið hættir að halda upp halarófu af kuflum

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 09:11

73 identicon

Trúfrelsi eru mannréttindi, það eru mannréttindi að misbjóða ekki þegnum með ríkistrú, það eru mannréttindi að foreldrar geti sett börn sín í skóla án þess að prestar séu þar.
Ok ég tek texta í þjóðsöng líka, það er ókurteysi við marga íslendinga að textinn í þessum söng snúist allur um guð ríkiskirkjunnar EN EKKERT UM ÍSLAND
Fáninn er fínn.. no problemo

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 09:14

74 identicon

Ég átta mig ekki alveg á þessu. Telja Vantrúarmeðlimir (sem virðast ekki telja DoctorE vera í sínum hópi) að á Íslandi sé brotið á mannréttindum sem njóta verndar að íslenskum lögum eða bara á einhverjum öðrum óljósum réttindum manna?

Máni (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 11:21

75 identicon

Ég er einn að berjast fyrir mannréttindum og trúfrelsi, að einhver lög verndi dæmi eins og þjóðkirkju eru ólög, þau eru móðgun við þúsundir íslendinga, sá sem sér ekki þetta ætti að hugsa sinn gang gaumgæfilega, hann ætti aðeins að spá í því hvað mannréttindi og jafnrétti er.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 11:24

76 identicon

Ég skil. Það gott að þú lætur mannréttindi varða þig nokkru. Ég hélt samt að hér væri umræðuefnið lagasetning um grunnskóla. Er þá niðurstaðan að sú lagasetning brýtur ekki gegn mannréttindum sem vernduð eru að lögum sem stendur, en Dr. E vill sjá breytingu á stjórnarskrá til að "efla" trúfrelsi á þann hátt að einum trúarbrögðum sé ekki gert hátt undir höfði fram yfir önnur í ríkisstofnunum?

Máni (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 14:31

77 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Ég held að það sem Dr. E er að tala um sé breytingartillöguna þar sem átti að bæta við "mannréttindi" í grunnskólalög var felld. Eða hvað?

Freyr Bergsteinsson, 11.6.2008 kl. 14:43

78 Smámynd: Ingólfur

Máni, það sem Vantrú, Siðmennt og aðrir trúleysingjar hafa beitt sér fyrir er að trúboð sé ekki stundað í grunnskólum, og núna undanfarin ár líka í leikskólunum. 

Þetta er aðalmálið þegar kemur að málefnum skólanna trúar en lang flestir, ef ekki allir, trúleysingjar eru hlynntir trúarbragðafræðslu þar sem kristnin fær meira pláss en önnur trúarbrögð auk þess sem við viðurkennum að mikilvægt sé að kenna um íslenska sögu og menningu og þar með talið er saga kristninnar á íslandi og mikilvægar sögur og ljóð sem mörg eru undir miklum áhrifum frá kirkju og trú.

ERGO, skólinn á að sinna fræðslu en ekki trúboði eða hvetja til trúariðkunar.

Ef þetta er ekki virt að þá er verið að brjóta á trúfrelsi barna og þar með barnasáttmála SÞ

"14. gr.
1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar."

Umræðan hérna tel ég snúast um að Bjarni er á móti því að þessi mannréttindi séu virt og kallar þá sem berjast fyrir þeim ofstækismenn.

Grunnskólalög tengjast umræðunni líka þar sem ákvæðið um kristið siðgæði var notað til þess að styðja trúboð í skólunum, og allar líkur á að nýja ákvæðið verði misnotað á sama hátt þar sem það gerir kristna arfleifð rétthærri annarri arfleifð íslenskrar menningar. 

Ingólfur, 11.6.2008 kl. 16:53

79 identicon

Ég skil. Og teljið þið (t.d. Ingólfur, Dr. E, Matthías, Óli og jafnvel fleiri) að setning grunnskólalaga brjóti gegn þessari 14. grein barnasáttmálans?

Vel að merkja er öll greinin svona, hana þarf að lesa í samhengi:


14. gr.

1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar.
2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.
3. Frelsi til að láta í ljós trú eða skoðun skal einungis háð þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í lögum og eru nauðsynlegar til að gæta öryggis almennings, allsherjarreglu, heilsu almennings eða siðgæðis, eða grundvallarréttinda og frelsis annarra.

Það væri gaman að vita hvort sú kenning, að á einhvern hátt standi til að brjóta gegn þessu ákvæði, á sér einhverja stoð í skrifum lögspekinga.

Máni (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 18:13

80 Smámynd: Ingólfur

Nei, ég tel grunnskólalögin ekki brjóta gegn þessari grein Barnasáttmálans.

En trúboð í skólunum gerir það, og það er aðalatriði þessarar umræðu. Bjarni virðist styðja trúboð í skólunum og hefur m.a. notað ræðustól Alþingis til þess að ráðast ómaklega gegn þeim sem vilja tryggja að réttindi barnana séu virt.

Og svo það sé á hreinu að þá styð ég allar málsgreinar 14. greinarinnar, líka þá þriðju sem ég tel að gefi börnum rétt til þess að iðka trú sína í skólanum (svo lengi sem það truflar ekki námið).

En það þýðir ekki að skólinn eigi að standa fyrir trúariðkun og afsakar heldur ekki að skólinn gangi út frá því sem gefnu að nemandinn sé ákveðinnar trúar, nema annað sé tekið fram. 

En fyrst þú spyrð um lögin þá skal ég koma með mína afstöðu 

Ég hef tvennt að athuga við nýju grunnskólalögin.

1: Þau flokka arfleifð íslenskrar menningar eftir hvort þau tengjast ákveðinni trú eða ekki og gera það sem tengist kristni æðra annarri arfleifð okkar.

Þetta finnst vera skref í ætti við það þegar kirkjan útrýmdi menningu sem ekki tengdist kristni. Það gerði hún um allan heim.

2: Gömlu grunnskólalögin voru notuð til þess að afsaka trúboð í skólum og ég er hræddur um að nýju lögin verði líka notuð til þess. 

Ingólfur, 11.6.2008 kl. 18:51

81 identicon

Þetta er mjög fróðlegt. Það væri gaman að vita hvað þeir sem sérfróðir eru um barnasáttmálann segja um 14. gr. og trúboð í skólum. Einnig væri gaman að vita hvað menn telja vera trúboð og hvað telst vera fræðsla?

Það er svo kannski rétt af mér að nefna að mér finnst ansi langsótt að telja það að gera kristinni arfleið skil eiga eitthvað skilt við "þegar kirkjan útrýmdi menningu sem ekki tengdist kristni". Það eru reyndar býsna miklar ýkjur að segja kirkjuna hafa "útrýmt" menningu "um allan heim", enda sér það hver maður að menning sem ekki tengist kristintrú hefur víðast hvar lifað af þessa meintu "útrýmingu".

Máni (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:12

82 Smámynd: Freyr Bergsteinsson

Ég veit nú ekki betur en að jólin og páskar voru hátíðir áður en kristna kirkjan gerði þau að sínu. Við heiðnu íslendingar neituðum meira að segja að hætta nota gamla heitið (Yule) í staðin fyrir að endurnefna hana Kristmessu eins og flest aðrir. Það eru eflaust til fleiri dæmi, ég er enginn sérfræðingur um þetta.

Málið er að þegar Ingólfur talar um að kirkjan hafa útrýmt menningu sem ekki tengdist kristni þá er hann ekkert að bulla eitthvað út í loftið sko. Hvort að það eigi við í dag er kannski annað mál, en er ekki allt í lagi að vera með  smá tryggingu að slíkt hendi ekki aftur?

Freyr Bergsteinsson, 11.6.2008 kl. 22:15

83 Smámynd: Ingólfur

Auðvitað útrýmdi kirkjan ekki allri annari menningu, en ansi mikið var skipulega eyðilagt, vegna þess að kirkjan taldi það vera djöfullegt.

Þar með talin er fimmundin sem og danshefð víkinganna, En sem betur fer lifði fimmundin af á Íslandi og dansinn í Færeyjum, og þannig er hægt að púsla ýmsu saman.

Þess vegna finnst mér það hæpið að ætla núna að taka upp þá hefð að sortera menningu eftir trúarbrögðum og gera kristna arfleifð okkar rétthærri annari arfleifð.

---

Það er varla vafi um að trúboð sé að ferðinni þegar prestarnir kalla það sjálfir trúboð, eða tala um starf kirkjunnar í skólum sé mikilvægt sóknarfæri fyrir hana.

Annarrs kalla ég það trúboð þegar nemendur eru látnir taka þátt í trúariðkun eins og að vera látin fara með bænir.

En auðvitað standa margir skólar sig með prýði og eru bara með faglega trúarbragðafræðslu. 

Ingólfur, 11.6.2008 kl. 22:53

84 Smámynd: Ingólfur

Þetta vantaði aftan á aðra málsgrein:

... og þannig er hægt að púsla ýmsu saman núna þegar grip kirkjunnar á samfélaginu er ekki jafn mikið og áður fyrr. 

Ingólfur, 11.6.2008 kl. 22:56

85 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Varðandi minnihlutahópa þá efast ég nú um að meira en 1-2% landsmanna trúi því að jörðin sé flöt og hvíli á risastórum stöplum -eins og greinilega kemur fram í biblíunni- og að einhver Nói hafi ásamt fjölskyldu sinni safnað sýnishornum af öllum dýrum jarðarinnar í einhverja örk og verið á siglingu með það mánuðum saman. Þetta er bara heimskulegt ævintýri. Þú þarft að vera hartnær heiladauður til að taka það alvarlega. Þetta er án efa hálfvitalegasta fjársvikaskím allra tíma en jafnframt það arðbærasta. Þetta snýst því um ofurtrúgirni og geðröskun á afar háu stigi, það er engin leið framhjá því.

Baldur Fjölnisson, 12.6.2008 kl. 21:56

86 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég er nú ekki geðlæknir og get því ekki rætt þessa vitleysu beinlínis fræðilega en held þó að skaðleg áhrif ómögulegrar dellu og hjátrúar sem fólki er innrætt komi fram í því sem kallast "cognitive dissonance" það er einhvers konar fölskum hljómi í skynjun einstaklingsins - heilbrigð skynsemi hans sem er honum eðlileg og raunar nauðsynleg til að hann og tegundin komist af rekst á við vitleysu sem honum er innrætt. Ég á nú ekki von á að menn þori að ræða þetta grundvallaratrið.

Baldur Fjölnisson, 12.6.2008 kl. 23:11

87 identicon

Ég ernndi yfir þetta í fljótheitum og sé mér til undrunar að Bjarni kýs að svara ekki einu einasta commenti. Lélegur pappír!

Valsól (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 15:26

88 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Förum yfir þetta Máni minn:

14. gr.
1. Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar.


2. Aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, eftir því sem við á, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum á þann hátt sem samræmist vaxandi þroska þess.


3. Frelsi til að láta í ljós trú eða skoðun skal einungis háð þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í lögum og eru nauðsynlegar til að gæta öryggis almennings, allsherjarreglu, heilsu almennings eða siðgæðis, eða grundvallarréttinda og frelsis annarra.

Hér er ekkert minnst á skyldur eða rétt opinbererra aðila né kirkju til trúboðs. Hér er fjallað um frelsi einstaklinga og forráðamanna barna til andlegra efna en ekki opinberra eða stofnanavæddra þátta.

Þreifingar alþingis í þá veru að hafa opið í hálfa gátt fyrir trúboð í skólum undir opinberum verndarvæng, er klárlega brot á þessari samþykkt. 

Vert er að nefna að hugtakið "allsherjarregla" er ekki skilgreint og þýðir ekki neitt.  Þetta er fasísk glufa stjórnvalda til yfirgangs og þess að leiða almenn lög og réttindi hjá sér eftir klæðskerasniðnum forsendum. Bara svo það sé á hreinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.6.2008 kl. 19:05

89 identicon

Jón ég á erfitt með að átta mig á hvað þú átt við. Ertu að meina að vegna þess að ekki er beinlínis tekið fram í barnasáttmálanum að trúboð í skólum sé leyfilegt þá bara hljóti allt sem á skylt við slíkt að vera bannað?

Þó að kristinni trú sé gert hátt undir höfði í grunnskólum þá er erfitt að sjá að í því einu og sér felist takmörkun á rétti barns til frjálsrar trúar, að réttur foreldra til að veita barni leiðsögn eða að frelsi til að láta í ljós trú sé heft.

Þakka þér fyrir að benda mönnum á fasíska glufu stjórnvalda. Ég gæti mín á allsherjarreglunni framvegis. 

Máni (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:28

90 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni, ég anza ekki öfga-trúleysingjunum, en áttirðu ekki svar við spurningum mínum:

Hvað þýðir þessi setning þín: "Land okkar á vitaskuld að vera sem opnast fyrir innflutningi útlendinga"? – Áttu við, að það eigi að verða enn opnara en nú er og fjölgunin ár frá ári enn meiri en verið hefur? Og hver er þá þinn rökstuðningur fyrir því?

Jón Valur Jensson, 15.6.2008 kl. 14:35

91 Smámynd: Ingólfur

Máni átt þú í erfiðleikum með að sjá að trúboð í opinberum skólum brjóti gegn grein 14.1? Aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar.

Hvernig er hægt að segja að réttur leikskólabarns til frjálsar trúar sé virtur ef prestur kemur reglulega í heimsókn og lætur börnin fara með bænir?

Ingólfur, 15.6.2008 kl. 19:00

92 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Fínn pistill Bjarni og skemmtileg munnmælasagan um ráðsmanninn á Stóra-Núpi. Margt hefur greinilega gerst á þeim bænum um dagana. Þessi ágenga trúleysis- eða veraldarhyggja er að líkindum í sókn í fleiri löndum en hér, sbr. nýlega gagnrýni leiðtoga breskra kaþólikka á þessa hugmyndastefnu, reyndar ekki í tengslum við skólakerfið heldur í tengslum við tilraunir með fósturvísa sjá frétt af gagnrýni kardínálans á veraldarhyggjuna hér. Hvað svo sem öðru líður þá er líklegt að þessi ágenga veraldarhyggja mun ekki láta staðar numið við það að vilja meina prestum aðgangi að skólum ríkis og sveitarfélaga.  Þeim hugmyndum hefur verið haldið fram af talsmönnum þessara viðhorfa að trú og trúarleg starfsemi, hverju nafni sem hún nefnist verði ekki sýnileg í samfélaginu.  Slík samfélagsleg umbreyting getur varla talist neitt annað en róttæk menningarbylting sé horft á hefðina og það hvernig okkar þjóðfélag sem og önnur hafa mótast í gegnum tíðina.

Þessi viðhorf eru að sjálfsögðu ekki ný af nálinni og í hinu kommúníska Kína hafa þau fengið hljómgrunn hjá valdhöfum. Aðgerðir kínverskra kommúnista gagnvart tíbetskum búddamúnkum eru víti til varnaðar og dapurlegt dæmi um hvað getur gerst þegar þessi vitleysa fær frítt spil á hendi. Ég ætla þeim Íslendinum sem aðhyllast þessar skoðanir samt ekki að þeir vilji ganga svo langt en enginn getur séð framtíðina fyrir og það er staðreynd að ofsóknir eða mannréttindabrot gegn trúuðum eiga sér stað hvarvetna út um allan heim.

Hafandi sagt þetta vil ég samt taka fram til að forða misskilningi að mér finnst að guð- eða trúleysingjar eins og annað fólk sem tekur trúarlega afstöðu eigi að hafa frelsi til að geta sent börn sín í skóla þar sem skólastefnan fellur að þeirra hugmyndum og lífssýn. En til að það geti gerst þarf íslenskt skólastarf að taka gagngerum breytingum. Auka þarf fjölbreytni þess og efla einkaframtak svo sjálfstæðir aðilar geti orðið nægilega stöndugir til að reka einkaskóla sem geta síðan kennt sig við þær hugmyndastefnur sem þeim þóknast.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 18.6.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband