Ættin mín og amstur daganna

Er latur að blogga um sjálfan mig og daglega lífið en sé samt að það eru þær færslunar sem mest eru lesnar. Þegar ekki hafa staðið yfir fundir og mannfagnaðir sem þingmanni er skylt að mæta til hefur tíminn að undanförnu farið í að pensla með syni mínum gamlan húsbíl sem orðinn var framlágur hér í hlaðinu hjá mér. Líklega sel ég hann í sumar! Það er reyndar í pípunum hjá mér líka að selja torfæruhjólið og kaupa fjórhjól í staðin en svo á ég öðrum þræði óskaplega erfitt með að segja skilið við þessi leikföng mín...aettarmot2008

Fyrir viku héldum við afkomendur Jórunnar og Guðlaugs í Gvendarkoti ættarmót og af því tilefni kom Atli bróðir upp myndarlegri heimasíðu um ætt þessa. Hér með fylgir svo mynd af okkur myndarfólkinu sem tekin var á blettinum við Ketilstaðaskóla í Mýrdal þar sem við komum saman.

Á mánudag flýg ég svo austur í langþráða gönguferð um Stafafellsfjöll en þær skámæðgurnar Eva dóttir mín og Elín eru þegar komnar austur og byrjaðar að arka. Sjálfur verð ég að sleppa fyrstu tveimur göngudögunum vegna mikilvægrar ráðstefnu til heiðurs Steingrími Hermannssyni áttræðum sem ég hvet alla Framsóknarmenn til að mæta á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Afar fróðlegt að vita hvert ættir þínar liggja, þ.e. á sömu slóðir og mín reynsla af mótorhjólum á einnig slóðir til sökum þess að eiga um tíma að eiginmanni einn frænda þinn í Þykkvabænum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.6.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eru það ekki góðar fréttir Bjarni að Framsóknarflokkur er að stækka/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.6.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband