Magnaður Steingrímsdagur

Ráðstefnustjóri kallaði nestor samkomunnar pabba og bauð öðrum að þeir mættu gera það líka enda þingið haldið til heiðurs þeim manni sem hvað framast stóð undir þeirri nafngift að vera landsfaðir.steingrimsdagur

Samkoman var rafmögnuð á köflum, full af sögulegum vísunum og enginn veit hvenær er raunverulega verið að tala um samtímann sem allt átti hér stefnumót við. Ég er vitaskuld að tala um Steingrímsmessu sem haldin var í salnum í Kópavogi dag til heiðurs Steingrími Hermannssyni áttræðum.

Og Framsóknarstefna Steingríms Hermannssonar á einmitt erindi við samtímann nú þegar það þarf að verða höfuðverkefni Framsóknarflokksins að marka sér stöðu sem félagshyggju- og umhverfisverndarflokkur. Og vera samt á miðjunni,- fær um líkt og Steingrímur var að vinna bæði til hægri og vinstri. IMG_2486

Að öðrum erindum ólöstuðum stóð erindi Birgis Guðmundssonar fyrrverandi ritstjóra Tímans upp úr en hann gerði þar grein fyrir brúarsmiðinum Steingrími sem hefði með ævintýralegum hætti afsannað þá kenningu að vinstri stjórnir væru sundurlyndar með sinni fimm flokka samsteypustjórn seint á sínum ferli. Vinstri stjórn sem þá tók við af sundurlyndri og veikri hægri stjórn. Annarsstaðar var á það drepið að Steingrímur hefði einmitt verið sá mildi og víðsýni landsfaðir sem gat unnið með mönnum þó svo að skoðanir væru skiptar um einstök atriði.

Samkoman sem var haldin af Framsóknarflokknum en samt engin hreintrúarmessa heldur opin og gagnrýnin. Líklega var minnihluti ræðumanna flokksbundinn okkur. Síðastur og ekki sístur talaði Júlíus Sólnes um umhverfismálin og gaf okkur öllum nokkurt nesti. Hreint ótrúlega róttækur í þeim málum - líkt og afmælisbarnið.

Sjálfur átti heiðursgesturinn áttræður lokaorðin og var þar allur kominn, bæði sveitamaðurinn og heimsborgarinn, hinn þjóðlegi og alþjóðlegi,- því auðvitað verður enginn að alheimsborgara án þess að vera þjóðlegur og þjóðrækinn eins og Steingrímur var í allri sinni pólitík. Formaðurinn núverandi notaði reyndar tækifærið og skaut því sama að fundarstjóranum Guðmundi að vissulega væri það svo að vegurinn að heiman væri vissulega vegurinn heim…

Eftir Steingrímsráðstefnu fór ég og heimsótti Jón Ólafsson á Kirkjulæk sem var auðvitað erfitt en samt gott. Jón er kominn á líknardeildina í Kópavoginum en jafnvel þar tekst honum með tilvist jon_kirkjulaeksinni að vera skemmtilegur. Las fyrir hann úr Rósantrímum Jóns Rafnssonar sem eru mjög í Jónsanda. Vonast til að Jón verði enn til staðar þegar ég kem aftur úr gönguferð um Stafafellsfjöll og þangað til verður þessi bloggfærsla að duga!

(Á myndunum sem Sigurður Bogi tók má sjá Steingrím með Eddu sinni og Jónínu Bjartmars fyrrverandi ráðherra á efri myndinni en á þeirri neðri eru þeir Steingrímur og Geir H. Haarde sem heiðraði afmælisbarnið og okkur Framsóknarmenn þennan dag. Neðsta myndin er af Jóni Ólafssyni við söng með Maríu móður sinni á góðum degi (hnuplað af vefnum art iceland og verður vonandi fyrirgefið.))


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Magnaður Steingrímur og til hamingju með Afmælið hans/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.6.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Bjarni. Tek heilshugar undir með þér og vísa til bloggs míns í
því sambandi......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.6.2008 kl. 00:24

3 identicon

Sæll Bjarni

Þú ert væntalega að tala um Rósarímur (ekki Rósantsrímur) eftir Jón Rafnsson? Rósarímur eru ortar til Rósenkrans Ívarssonar, langömmubróður míns frá Kirkjuhvammi á Rauðasandi. Kransi var mikil kempa og öllum  minnisstæður sem hann þekktu.

 Gunnlaugur

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir síðast

Hér er mynd af Steingrími og þér á málþinginu Steingrímur og Bjarni

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 24.6.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið hissa, er ég heyrði í fréttum að Denni væri orðinn þetta gamall.

eins og þú segir, er hann heimsborgari en þó 100% alþýðlegur og fyrirtaks forsprakki, sem forsætisráðherra og örugglega líka sem formaður ykkar. hann hlustar á fjöldann og er diplómat.

vís maður sem hefur gert margt gott.

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband