Slá sig til riddara út á sjálfs síns skömm

Okkar einstöku ráðherrar Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson slá sig nú til riddara með því að hneykslast á ákvörðunum sem þau bera sjálf ábyrgð á. Líklega hefur aldrei sést annað eins lýðskrum eins og ræða Jóhönnu um laun nýju bankastjóranna og lífeyrissjóðsfríðindi þingmanna.

Vitaskuld eru þetta alltof há laun og þá sérstaklega fyrir bankastjórn. En þau eru svona á ábyrgð þessara sömu ráðherra sem hafa skipað sína pólitísku fulltrúa í nýju bankaráðin. Og Samfylkingin hefur enga viðleitni sýnt í þá átt að afnema lífeyrisfríðindin, sveik það síðast í sumar að endurskoða þá hluti. 

Þetta lýðskrum er samt meinlaust sem er ekki það sama og sagt verður um margt annað í yfirlýsingum Samfylkingarráðherranna. Verst er margra vikna blaður þeirra um að strax eigi að skrifa undir hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem hefur komið lýðveldinu í verri klípu en dæmi eru til um eitt þjóðríki allt frá Versalasamningum Þjóðverja.

Björgvin G. Sigurðsson hefur nú boðað Björgólfana á sinn fund og útilokar ekki eignaupptöku auðmanna. Það er vel. Allir þessir menn hafa skotið milljörðum króna undan íslenskri lögsögu inn í skattaparadísir.

En einhvernveginn treysti ég Samfylkingarráðherrum ekki fyllilega til að standa með sama hætti á sínum kröfum gagnvart skapara sínum og húsbændum fyrrverandi, Baugsveldinu. Eða er þetta ekki örugglega sami Björgvin G. og var ræstur um miðja nótt fyrir nokkrum dögum til að hlusta á skammir Jóns Ásgeirs og annarra útrásarvíkinga yfir meintu bankaráni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu bíddu. Ætlar þú að láta eins og framsókn hafi ekki haft neitt með lífeyrisfrumvarpið að gera?

Diesel (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he Bjarni ertu kominn í afneitun ?  

Óskar Þorkelsson, 23.10.2008 kl. 21:28

3 identicon

Halló..... ef við tökum yfirlit yfir það hverjir voru í ríkisstjórn útrásarinnar þá voru það sjálfst.fl. og framsóknarfl. Samfylkingin fór svo undir sömu sængina og framsókn fór undan. Halldór Ásgr. hefur einnig sagt að þetta sé gjörningur frá tíð fyrri ríkisstjórna en kemur í bakið á okkur núna. Það eru ALLIR ÞINGMENN OG RÁÐHERRAR SÍÐUSTU 12 ÁRIN ÁBYRGIR FYRIR EFNAHAGSMÁLUNUM, EINKAVINAVÆÐINGUNNI OG STÖÐUVEITINGUM TIL FLOKKSGÆÐINGA EÐA AFDANKAÐRA STJÓRNMÁLAMANNA OG ÞARNA ERT ÞÚ EKKI UNDANSKILINN. ÁÐUR EN ÞÚ RÝNIR Í FLÍS NÁUNGAN ÆTTIR ÞÚ AÐ SKOÐA BJÁLKANN Í EIGINN AUGA.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 21:41

4 identicon

Mér finnst hafa gleymst í þessari umræðu hin pólitíska ábyrgð sem klárlega sjálfstæðisflokkurinn ber mesta af svo og framsóknaremnn. Það er svo sannarlega kominn tíma til að gefa sjálfstæðisflokknum langt frí. Þegar um hægist á að koma upp óháðum erlendum rannsóknarnefndum sem fari ofan í saumana á því hvers vegna þetta gat hent. Voru engir starfsmenn ríkisins í eftirlitshlutverki, komu þeir kannski ekki auga á neitt athugunarvert! Útrásarglýjan í augunum of sterk!

jogvan sundstein (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 21:46

5 identicon

This is rich,coming from you Bjarni boy!  Skoðaðu nú sjálfan þig aðeins.  Þú ert skjaldsveinn og bumbuslagari sjónumhryggasta riddara Íslandssögunnar, þess er lét Stormskerið pakka sér saman í sumar.  Já, hann heitir Guðni Ágústson kvótaglæpamaður, Íraksstríðsmaður, landbúnaðarlénsherra og útrásarvíkingavinur.

"En einhvernveginn treysti ég Samfylkingarráðherrum ekki fyllilega til að standa með sama hætti á sínum kröfum gagnvart skapara sínum og húsbændum fyrrverandi, Baugsveldinu".

Skapaði Baugsveldið Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkinn og Kvennalistann?  Hvers konar skrif eru þetta frá alþingismanni? 

Þú ert farinn að tala eins og Hannes Hólmsteinn á hugvíkkandi lyfjum.

marco (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:22

6 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég tel að það sé að skapast hér aðstæður þar sem Fasismi getur vaxið í einhverri mynd eða afbryggði af þeirri hugmyndafræði.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3856

Það sem er að koma í ljós núna og ég tala nú ekki um Kastljósið í gær með Haarde, þar segir hann að við höfum valið að fara þessa leið. Þarna misti ég mig gjörsamlega, því líkt þvaður og bull, síðan í kvöld kemur viðtalið sem fór fram fyrir nærri 3 vikum og varð þess valdandi að við erum hryðjuverkamenn. Búið að finna óvin sem hægt er að berja á til að beina athyglini frá aðalatriðinu "SMJÖRKLÍPA", málið sett í nefnd og þar verður þetta rætt í eins og eitt ár, Hvítskýrsla sem verður ekki hæft til aðfarar, þeir sem gefa upp upplýsingar fá sakaruppgjöf og svo látum við almenning borga allt heila klappið, allt gert til að halda völdum og vinna að því að Gullfiskaminnið sé enn á sínum stað hjá almenningi.

Það var eitt atriði sem ég náði hjá Geir Haarde að þeir vour búnir að gera sér grein fyrir þessu fyrir þó nokkru síðan,[Ekki stormur í aðsigi] og [engin óveðurský á lofti] það var ekkert að og þau skildu bara ekki hvernig menn gátu verið að gera að því skóna að það væri "KREPPA" framundan. Geir hefur sem sagt verið að ljúga þarna og hver segir að hann sé ekki enn að ljúga af okkur enn þann dag í dag?

Það er ekki mín óskastaða að það verði boðað til kostninga en þvi miður eru þessi aðilar að vera búnir með allann trúverðuleika að mínu viti, þannig að það er ekkert annað að gera en að bjóða Rússum Miðnesheiði og hafnaraðstöðu í Helguvík eða Hvalfirði gegn því að þeir verji okkur gegn F.UK [lesist Fuk.UK] og öðrum samstarfsaðilum hjá EB og hjálpi okkur að lesa BNAmönnum pistilinn svo þeir muni vel eftir því hvar þeir skildu við bandamenn sína og vinaþjóð í meira en hálfa öld.

Ég er reiður, mjög reiður í garð stjórnvalda og þeirra aðila sem við höfum talið vera okkar vinaþjóðir.

Við höfum ekki staðið í styrjöldum íslendinga en nú tel ég rétt að brenna alla akrana þannig að óvinurinn geti ekki nýtt sér það í sinni aðför að okkur smælingjunum, neitum að greið allt annað en íslenskt sparifé og bjóðum út bankastarfsemi í landinu en þeir mega ekki koma frá BNA, F.UK eða EB en verður að vera erlendur samt sem áður.

Friðrik Björgvinsson, 24.10.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"  sameinaðir stöndum ver,en sundraðir föllum ver" Kveðjur Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.10.2008 kl. 00:07

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Alveg rétt Bjarni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.10.2008 kl. 02:00

9 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Rétt Bjarni láttu þau heyra það, trúlega á enginn betur skilið að vera ausinn aur en þau! Eða hvað?

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 24.10.2008 kl. 06:04

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kannski eiga þau eftir að lækka laun bankastjóranna, þeirra er valdið.

Ef þau gera það ekki í dag eða allra næstu daga, þá er þetta ekkert annað en lýðskrum. 

Magnús Sigurðsson, 24.10.2008 kl. 07:40

11 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir málefnalega umræðu - langar aðeins að benda á það að á sínum stóðu allir flokkar saman að lífeyrisforréttindum alþingismanna. það var fyrir mína tíð á alþingi. núna hefur samfylkingin margboðað breytingar á þessu máli og við í stjórnarandstöðu höfum ekki lagt steina í þá götu... en ekkert hefur verið gert. og ef jóhanna lækkar nú laun bankastjóranna - er hún þá að lýsa vantrausti á eigin flokksmenn eða hvað!?

Bjarni Harðarson, 24.10.2008 kl. 09:09

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

en ekkert hefur verið gert. og ef jóhanna lækkar nú laun bankastjóranna - er hún þá að lýsa vantrausti á eigin flokksmenn eða hvað!?

jú..sammála því Bjarni.. stattu nú upp á alþingi og kláraðu þetta leiðinda mál eða allavega hreifðu við því.  

Óskar Þorkelsson, 24.10.2008 kl. 09:31

13 identicon

Þú skrifar:"Og Samfylkingin hefur enga viðleitni sýnt í þá átt að afnema lífeyrisfríðindin, sveik það síðast í sumar að endurskoða þá hluti." Er Valgerður Bjarnadóttir ekki í Samfylkingunni? Farðu gætilega með orðið "lýðskrum", Bjarni.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 09:36

14 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Vissulega var Framsókn í stjórn sl. kjörtímabil. Það þarf ekki gáfumenni til að sýna fram á það. En að gera alla stjórnmálaflokka stikkfrí á kostnað Framsóknarflokksins er fullgróft. Síðastliðin ár hafa engir þingmenn flutt frumvarp sem hefði bjargað bönkunum frá þessu hruni, enginn bent á þetta á þingi. Hvorki þingmenn VG, Samfylkingar eða annarra.

Samfylkingarráðherrar hafa hins vegar verið yfirlýsingaglaðir frá því að þeir komust í ríkisstjórn. Þar hefur viðskiptaráðherra farið fremstur í flokki. Hver man ekki eftir afnámi seðilgjalda, afnám stimpilgjalda, frysting afborgana, laun bankastjóra. Þetta eru allt atriði sem hann hefur gasprað um á forsíðum en framkvæmdirnar hafa ekki fylgt orðunum. Það er kominn tími á að ráðherrar Samfylkingarinnar hætti að tala í fyrirsögnum og láti verkin hins vegar tala.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 24.10.2008 kl. 09:50

15 identicon

Bjarni minn ég kýs ekki Samfylkingu frekar en Framsókn þeir opnuðu ekki munn fyrr en loks þeir enduðu í stjórnarandstöðu og þá allt í einu skilja þeir ekki hvernig þetta gat skeð. Það eru góðar myndirnar með Forkólfunum í Framsókn og Bjöggunum þið hefðuð átt að hlda betur í skottið á þeim en ekki þiggja af þeim kampavínið

Guðrún (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:48

16 Smámynd: Úlfur

Þetta er ekkert lýðskrum. Lýðskrumið má lesa á þinni síðu. 

Úlfur, 24.10.2008 kl. 12:57

17 identicon

Það er einmitt einkavinavæðingarisma Sjalla og Framsóknar að kenna hvernig komið er fyrir þjóðinni.

Flokksgæðingum eins og Finni voru afhendir bankarnir fyrir slikk og þá hófst þessa lánabobla þar sem lán voru fengin um allan heim út á góðvild Íslands erlendis.

Framsóknarflokkurinn er jafnsekur Sjöllum í þessu bullskeiði síðustu ára á Íslandi, enda mun fara jafn illa fyrir Framsókn og Sjöllum í næstu kosningum. Sjallar munu fá 10% og Framsókn 1%.

Hólmar (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 13:21

18 Smámynd: Björn Birgisson

"Allir þessir menn hafa skotið milljörðum króna undan íslenskri lögsögu inn í skattaparadísir"

Þetta er þín fullyrðing Bjarni. Ertu viss um þetta? Getur þú tilgreint dæmi sem þú þekkir? Endilega deildu þeim þá með okkur - ef þú þorir og getur.

Björn Birgisson, 24.10.2008 kl. 13:24

19 Smámynd: Baldur Fjölnisson

http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw

Baldur Fjölnisson, 24.10.2008 kl. 19:43

20 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þakka umræðuna og úr því til mín er beint: það er enginn vafi á að mörg þeirra eignarhaldsfélaga sem áttu í bönkunum, Baugi o.fl. eru skráð á bresku Jómfrúareyjunum o.v. Þetta hefur margoft komið fram í fjölmiðlum. Nákvæm úttekt á því hversu miklu hefur verið skotið undan  liggur ekki fyrir en mun vafalaust koma fram á næstunni. Fjalla nánar um samspil einkavæðingar bankanna og EES samningsins í grein hér í næstu viku...

Bjarni Harðarson, 24.10.2008 kl. 20:44

21 identicon

Viltu ekki bara sleppa því Bjarni minn.

marco (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband