Að vera blaðamaður eða vera málpípa Baugs...

Þegar ég var að byrja minn feril sem blaðamaður fyrir aldarfjórðungi síðan voru að enda sinn feril "blaðamenn" menn sem litu á blaðamannsstarfið sem áróðursstarf. Sumir þessara voru mjög meðvitaðir um þá breytingu sem hafði orðið til góðs í þessum efnum og ég get með góðri samvisku nefnt hér til kynni mín af Þórarni Þórarinssyni - Tíma Tóta.

Hann byrjaði sem blaðamaður hjá Jónasi og lærði að stíla eftir símtölum frá foringjanum. En fréttavinnslan á þeirri tíð var mjög fjarlæg þeirri hlutlausu fréttamennsku sem Þórarinn varð seinna talsmaður fyrir sem ritstjóri Tímans um áratuga skeið.

En alltaf sannast betur og betur að tíminn er ekki lína heldur líkt og þeir austanmenn sögðu, þá er tíminn hringur. Þessvegna gerist það að ósiður sem einu sinni er útrekinn eins og hlutdrægni í fréttamennsku getur alltaf komið aftur og jafnvel orðið sínu verri í afturgöngunni. Þannig er það í dag og hefur verið meira og meira áberandi alla þessa öld. Kastar þó fyrst tólfunum nú allra síðustu misseri þegar útrásarvíkingarnir engjast í dauðanum og beita blöðum sínum fyrir sig með meiri krafti en nokkru sinni. Einasta von þessara manna er að koma landinu hratt í ESB og geta með nýrri mynt og nýjum veruleik tekið aðra umferð á íslenska þjóðarbúinu.

Allir við sem höfum talað gegn ESB aðild verðum þessvegna að skotspæni Baugsblaðamannanna og megum þola að vera þar affluttir, snúið út úr fyrir okkur og gerðir tortryggilegir. Við þjóðhollir Framsóknarmenn höfum sérstaklega mátt líða fyrir þetta í "fréttamennsku" Fréttablaðsmanna þar sem þeir Þorsteinn Pálsson og Björn Ingi Hrafnsson ráða ríkjum.

Þannig komst einn af skósveinum þeirra félaga yfir inngangskafla að bók minni, Farsældar Frón og var nú aldeilis kominn í feitt. Ekki vegna þess sem þar er skrifað um samband viðskiptalífs og stjórnmála, ekki vegna þess að þar sé upplýst að klíkur úti í bæ hafi reynt að hafa áhrif á stjórnarmyndun. Nei, hversvegna ætti blaðamaður á vegum Þorsteins og Björns Inga að skrifa um svo óþægilega hluti. Baugur er nú einu sinni húsbóndinn.

Svo fréttapunktur Fréttablaðsins er - Bjarni laug. Ekkert um annarlega hagsmuni, ekkert um prinsipp í stjórnmálum, ekkert um neitt sem skipti máli. Og eftir þessa dæmalaust illa unnu "frétt" í dag þar sem meint ósannindi mín eru hvergi borin undir mig sendi blaðamaðurinn ungi mér fyrirspurn í dag í tölvupósti:

"Í ljósi þess sem þú nú heldur fram um þátt þinn í stjórnarslitunum neyðist ég til að spyrja: Hvort er ósatt?"

Semsagt blað sem hefur þegar logið upp á mig að ég sé ósannindamaður vill nú ræða þessar lygar við mig! Mér var heitt í hamsi þegar ég las þessa spurningu frá blaðamanninum í dag og sendi eftirfarandi svar sem ég veit svosem ekki á hvern hátt verður snúið út úr á morgun,- en svona fór það frá mér:

„Hvorugt. Eins og ég segi frá í bók minni nú þá bauðst ég á þessum tíma til að standa upp úr mínu þingsæti vorið 2007 þannig hefði ég lagt minn skerf fram til þess að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Ég gerði mönnum þá algerlega grein fyrir að þetta væri samvisku minnar vegna eina leiðin sem ég ætti til að standa ekki í móti og þar afleiðandi með ákvörðun meirihluta þingflokks. Mér bar aftur á móti engin skylda til að útskýra þessa hluti í smáatriðum í viðtali á þeim tíma og hef ekki tamið mér að fara með ósannindi í samtölum við blaðamenn, jafnvel þó að þeir vinni hjá jafn ómerkilegum miðli og Fréttablaðið greinilega er."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkt yfirklór Bjarni boy!!  Þú gerir þig að fífli í hverri viku og stundum oft í viku.  Það er alveg agalegt að horfa upp á þetta. 

Skemmtilegur linkur á góða grein um þig og þinn einkavin.  Bjartur í Brunarústum og íslenskt þjóffélag

marco (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:02

2 identicon

Hvurslags vidbjods komment er tetta herna a sidunni tinmi Bjarni minn, hja tessum sem kallar sig "marco". Mer finnst nu ad teir sem leyfa ser svona sorakjaft a bloggsidum annarra aettu ta ad skrifa undir fullu nanfi.

Eg veit svo sem ad tetta bitur ekkert a tig Bjarni minn og eg veit lika ad ter finnst miklu betra ad menn bolvi ter herna a sidunni heldur en eihverjum odrum, en mer finnst lagmark ad svona sodakjaftar komi samt undir fullu nafni.

Eg held eg turfi bara ad panta hja ter 5 eintok af Island farsaeldar Fron, tad verdur jolabokin i ar.

Kaerar kvedjur 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 20:03

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Gott svar hjá þér Bjarni, það er ótrúlegur EBS áróður í þessum Fréttablaðssnepli. Og reyndar alltof víða.

Ragnar Gunnlaugsson, 26.11.2008 kl. 21:02

4 identicon

Gunnlaugur!!  Ég veit ekki á hvaða elliheimili blindra og heyrnarlausra heimatrúboðsmanna þú hefur alist upp fyrst þú kýst að kalla þessi skrif mín sorakjaft. 

Skortur á tæpitungu er eitthvað sem hefur vantað í íslenska umræðu um framsóknarglæpamennsku og þjóðernissósíalisma sem því miður hefur ráðið för hér á landi í allt of miklu mæli.

Ég er bara að reyna að benda Bjarna á að hann á ekkert erindi í pólítík.  Hann hefur ekkert vitlegra fram að færa nú en þegar hann á yngri árum boðaði Maóska byltingu.  Það er ekki þar með sagt að hann sé verri manneskja fyrir það.  Hann er vel brúklegur til ýmissa verka.  Til dæmis að raða klámblöðum í hillur.

marco (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:39

5 Smámynd: Rýnir

Sælt verið fólkið,

það er dálítið skondið að fylgjast með athugasemdum "marco" á blogginu. Þær virðast a.m.k. oft á tíðum skjóta upp kollinum þegar eitthvað neikvætt er sagt um fjölmiðla tengdum Baugi. Þetta virðist hreint vera ansi mikið hagsmunamál fyrir viðkomandi. Við því er svo sem ekki mikið að segja. Örugglega ágætt að menn vinni vinnuna sína.

Eitt af fjölmörgum dæmum má t.d. finna hér.

Góðar kveðjur,

Rýnir, 26.11.2008 kl. 22:38

6 Smámynd: HP Foss

Hann er gunga, greyið hann marco, það er augljóst og virkar hálfgerður heimskingi, af skrifunumað dæma. Varla svaraverður einstaklingur.

HP Foss, 26.11.2008 kl. 22:41

7 identicon

Rýnir!  Margir hrópa í ofboði þegar þeir eru komnir í þrot fyrir eigin tilverknað: "baugsmiðill, baugsmiðill" rakalaust og hálfvitarnir gleypa. 

Ég hef reynt að fá eitthvað konkret upp úr þessum trúðum sem svona láta en eftirtekjan er rýr.  Þetta sannfærir grunnhyggna vænisjúklinga um að ég sé launaður baugsagent.  Ísland er greinilega djúpt sokkið.

Hann er fóli, fíflið hann HP, það er augljóst og virkar hálfgerður drullusokkur, af skrifunum að dæma.  Ekki svaraverður einstaklingur.

marco (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:27

8 identicon

Og Þessum helvítis Baugsmiðli er troðið upp á okkur,troðum þessum skítapésa upp í rassgatið á þeim og hendum þessu ú á gangstétt

Og það nýjasta hjá þessum fégráðugu HAGKAUPSL'AN  vonandi er þjóðin ekki svo vitlaus að taka þátt í þessu

Verst með þá sem fylgja vinstri grænum þetta er allt fólk sem vill bara hanga á bótum ,vinna svart og taka lán,þetta er kallað að vera öryrkja grænn

Adda (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:33

9 identicon

Jæja Bjarni sæll, þér bloggsíðu-"pennar" - og líka Marco.

 1: þakka þér fyrir Bjarni að birta hér hvernig svar þitt var; þá má sjá hvursu úr því er unnið... ja, bara af því "stundum" eru hlutir teknir úr samhengi í fjölmiðlum - að ekki sé meira sagt.... því "séð hef ég köttin syngja á bók" - margsinnis.

2. Marco, skinnið mitt: það er ljóst að annað hvort hefur þú lítið kynnst Bjarna Harðar sem mannskjulegum, greindum og heiðarlegum meðbróður okkar, sem hann er.... ellegar þú hefur ekki alveg áttað þig kannski á því að ádeila/gagnrýni verður sjaldnast rekin, né talin marktæk, byggist hún á brigslyrðum (klámblöði hillur...). Fólk með meðal gripsvit gerir ekkert með "hreytingar" af þessum toga. - Svona er þessu nú farið hjá margri hugsandi mannskepnu. O, já. - Menn líta á málefni og menn frá mörgum sjónarhornum - í leit að sannleika; ekki sleggjudómum eða slúðri.

Nú annars er nú rétt, að óska þér alls hins besta og ánægjulegrar aðventu sem senn gengur í garð.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:43

10 identicon

Rétt er það Helga, Bjarna þekki ég ekki persónulega.  Ólíkt honum veg ég ekki að fólki sem ég þekki persónulega undir nafnleynd.

Raða klámblöðum í hillur, varla brigslyrði um mann sem hefur atvinnu af bóksölu.  Þó veit ég ekkert hvort að Bjarni hefur slíkan varning á boðstólnum og í raun er mér slétt sama.

Fólk með gripsvit, jæja.  Þar er Marco ekki sterkur.  Hefur aldrei tekið belju í fjós.

Ég kem reglulega með allt annan vinkil á málin en Bjarni og að mínu mati hefur hans vinkill reynst þessari þjóð skaðlegur í gegnum tíðina. 

Ef þú fílar ekki skopskyn Marcos þá skaltu bara að sleppa því að hlæja.  Marco er sama.

Það má vera að skrif mín hér séu orðin of mikil og nálgist að vera særandi.  Hvorugt vill Marco og mun héðan í frá stilla sig um að skjóta of títt og of fast.  Þó læt ég fyrstu málsgrein þessarar færslu standa enda var þarna gangið inn í högg.

Ég óska Bjarna vellíðunar, hamingju og lífsfyllingar og Marco meinar það.  Marco er ekki illa við Bjarna en er meinilla við skoðanir hans.

P.s.  Marco er ekki stjórnmálamaður, málafylgjumaður eða maður yfirleitt.  Hann er hugarástand.

marco (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 00:25

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þarna erum við ekki sammála Bjarni,þetta eylifra tal um baugsmiðla er ekki til framdráttar neinum ,Vonandi að ritstjóra og blaðamannstétt,láti ekki eigendur kúga sig,Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.11.2008 kl. 00:57

12 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

marco gæti heitið Sverrir kenndur við stormsker.

Þorvaldur Guðmundsson, 27.11.2008 kl. 01:06

13 identicon

Takk fyrir að líkja mér við þann höfuðsnilling.  Ég held annars að hugleysi nafnleysisins sé ekki hans stíll.

marco (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:11

14 identicon

Sæll Bjarni.  Svona virkar Baugslygaveitan og útsendarar hennar eins og þessi Marco sem sver sig vel í ætt Baugsnáhirðarinnar.  Eitthvað hefur komið við kaun gullgrísanna ef þeir kveinka sér svona ægilega.

Nú telst ég ekki beint til Framsóknarmanna, en ætla samt að þakka þér fyrir að sýna þennan sjaldgæfa manndóm meðal stjórnmálamanna að axla ábyrgð (þótt vandséð er hver hún var?).

 Þú kemur einfaldlega mun sterkari út úr því sem myndi örugglega nýtast vel í áframhaldandi stjórnmálastörfum ef það hugnast þér.

Kv.

joð (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:26

15 identicon

Dollar Strax mun kynna aðgerðir sínar á næstu dögum. Við erum að smíða aðgerðaáætlun sem er til þess hönnuð að hafa djúp öflug áhrif á gang mála.

Eftir að við Loftur, Eyþór, María og ég funduðum með sérfræðingum í dag þá er ég mjög bjartsýnn á að hægt sé að koma vitinu fyrir stjórnvöld með mjög hnitmiðuðum aðgerðum. Það er hægt að hlífa fólkinu í landinu við að missa heimilin sín. Það er hægt að gangsetja björgunaráætlun strax.

Ekkert meira verður gefið út um málið að svo stöddu en fréttir verða af málinu vonandi á morgun eða hinn.

Stay tuned,,,,

sandkassi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 02:56

16 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Marco ?

afhverju í ósköpunum ertu svona orðljótur ? Ég er nú talin hafa ágætt skopskyn en get ekki lyft upp brosi við að lesa það sem þú skrifar.

Er ekki hægt að láta skoðanir sínar í ljós með öðru móti en að níða af fólki æruna með ómaklegum fúksyrðum ? Persónulega þykir mér upphlaup þitt snúast upp í andhverfu sína og gagnríni þín skítur algjörlega yfir markið. Mér þykir dólgsháttur þinn sérstaklega ómarktækur vegna þess að þú gagnrínir Bjarna um að ráðast á flokksystur sína í laumsátri og kemur síðan ekki undir nafni sjálfur. 

Þumalputtareglan er þessi í bloggheimum.

  • Segðu aldrei neitt í þinni nafnleynd sem þú myndir ekki segja undir réttnefni og mynd.
  • ef þú getur ekki risið undir þínu eigin nafni, vertu þá ekki að tjá þig.

Persónulega virði ég fólk betur ef það þorir að tjá sig undir nafni og mynd.  

Ég skora á þig að byrta nafn og mynd af þér og gaman væri að sjá þá hvernig þú hegðar þér undir þeim kringumstæðum. Ég legg höfuð mitt að veði að gorgeir þinn væri ekki eins mikill enda æra þín þá í húfi. Eins og allir vita þá fer orðstýr seint af fólki, sér í lagi ef hann er slæmur.  

Brynjar Jóhannsson, 27.11.2008 kl. 03:34

17 identicon

Það er fróðlegt að lesa allar þessar athugsemdir.  Þetta er eins og leikskólabörn séu að rífast, með fullri virðingu fyrir leikskólabörnum!  Það er ekki skrítið að svona skuli komið fyrir þjóðinni.  Aumingja Ísland!!

Það er ekki að ástæðulausu að Danir kölluðu okkur Molbúa! 

Atkvæði. (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 08:51

18 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Bjarni ég er svo undrandi á þér hvernig maður sem telur sig vera sómamann og ég taldi svo vera getur svo mikið sem látið sér detta í hug að dreifa sögum um aðra sem að miklu leiti eru sannar og öllum ljósar nafnlaust svipað og þessi marco ég seigi bara þarna hitti skrattinn ömmu sína .

Komið ykkur þessar bleyður eða aumingjar sem ekki geta staðið frammi fyrir þeim sem þarf að takast á við í umræðu í sjálfshjálpar meðferð því þessi framkoma er ömurleg hvar sem hún brytist. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 27.11.2008 kl. 09:18

19 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Glymur hæðst í tómri tunnu, MARCO !  

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 27.11.2008 kl. 10:17

20 identicon

Brynjar.  Orðljótur? 

Joð.  Hugsaðu ekki um hvað Baugur getur gert fyrir þig, hugsaðu um hvað ÞÚ getur gert fyrir Baug!

Jón.  Án nafnleysingja væri bloggið álíka leiðinlegt og JC námskeið.

Guðbjörg.  Alveg sammála og hef ítrekað reynt að benda á það.

marco (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 12:20

21 identicon

Að gefnu tilefni, þá er ég handviss um að marco hefur ekkert með Sverri Stormsker að gera.  Sverrir er snillingur á sína vísu.  Ekkert í skrifum marco minnir á neitt sem getur flokkast í átt við slíkt eða þá skrif Stormskers eða orðheppni hans, sama þótt hann hafi hrekkt Framsóknarmenn öðrum fremur.

joð (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:30

22 identicon

Jæja, nú er tímabært að biðja Guð að hjálpa sér. Hrein óskapar býsn sem virðast vera til af mis-UPPLÝSTU og mis-VEL vel innrættu fólki í þessum heimi.

Já, ætli ég biðji ekki bara Guð að hjálpa mér!

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:18

23 identicon

Já Helga.  Það eru til menn sem eru þannig innrættir að þeir vega að samstarfsmönnum sínum úr launsátri með aðstoð fjölmiðla og láta opinbera starfsmenn sem þeim er treyst til að hafa forráð yfir vinna skítverkin.

Svo eru menn sem dæma útvarpsþætti og flótta stjórnmálamanna af fullri einurð og hörku með yfirlýsingum um að þeir hafi ekki heyrt þáttinn og ætli sér ekki að heyra hann.

Þegar slíkir menn eru opinberar persónur sem vaða fram með illa grunduðu tali um hin aðskiljanlegustu mál þá er ekki skrýtið að okkur blöskri Helga.

Já, guð hjálpi mér líka.

marco (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband