Ömurlegar fréttir frá Mumbai

Fréttir af hryðjuverkum eru alltaf ömurlegar. Þessi af árás öfgamanna í Mumbai kemur meira við mig margar þeirra því einmitt í þessum hótelturni Taj Mahal hótelsins héldum við Elin upp á 10 ára brúðkaupsafmæli okkar - fyrir næstum 11 árum síðan.

Bombay eða Mumbay eins og heimamenn vilja nú kalla borgina er um margt heillandi borg þrátt fyrir fátæktina. Einmitt í Taj Mahal hótelinu mætist með öfgafullum hætti gríðarlegt ríkidæmi þeirra sem inni eru og átakanlegur skortur betlandi barna á hótelstéttunum fyrir utan. Ég er ekki að kenna því um þessa atburði en mikil kúgun og mikil misskipting auðs er samt eitt af því sem fóðrar öfgahópa og illvirki víðs vegar í þriðja heiminum.


mbl.is Engir gíslar á Taj Mahal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt segirðu Bjarni,

miklar hörmundar.  - Ef mannskepnan gæti tamið sér að minnast Gullnu reglunnar daglega - hvernig sem  reglan nú hljómar í viðk. trúarbrögðum/siðferðissamfélagi... ja, þá væri friður, fæða og menntun ekki vandamál þessa heims; ekki heldur bannsettur kærleiksskorturinn. Já og nefnum ekki græðgi og óttann við að hafa ekki völd... o.sv.frv. ... (erum vissulega öll nýbúin að fá sýningu á afar mörgu, sem við vildum vera laus við, en hefðum losnað við ef téðri reglu hefði verið beitt!).

Þannig er nú það...

Fyrir einhvern sem ekki man/veit: "Allt sem þér viljið aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra". - Er til í öllum trúarbrögðum/siðferðisboðskap, í einni eða annarri mynd. Af hverju er ekki hægt að nota þessa reglu, fyrst MANNFÓLKIÐ NOTAR trúarlegan boðskap sem siðferðisviðmiðun á annað borð? Hélt einhver að skilgreining góðs og ills, heiðarleika og óheilinda o.sv.frv.... , kæmi bara með vindinum inn í huga þeirra/líf? Eða sæti í hægu sæti í genunum? Afleiðng heimspekilegar þanka?

Og þannig er nú það

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 08:50

2 identicon

Nú þegar þú ert laus úr spillingarvef stjórnmála, má þá ekki bjóða þér að horfa á þessa áhugaverðu mynd?

http://video.google.com/videosearch?q=zeitgeist+addendum&emb=0&aq=0&oq=zeitgeist+a#

Guðjón (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband