Verkalýðshreyfing í tilvistarkreppu

Það ber ótrúlega lítið á verkalýðshreyfingunni í þeirri öldu mótmæla sem nú gengur. Og þá sjaldan við heyrum frá leiðtogum launþegahreyfingarinnar þá eru þeir yfirleitt farnir út um víðan völl og langt út fyrir valdsvið sitt.

Það er nefnilega rétt sem félagi minn Benedikt af ætt Tyrfinga bendir á í frábærri grein að aðilar vinnumarkaðarins eru ekki kjörnir til að taka afstöðu til viðkvæmra pólitískra mála heldur til að standa vörð um ákveðna hagsmuni innan þess ramma sem löggjafarvaldið og lögleg stjórnvöld setja hverju sinni. En innan þess er mikið svigrúm.

Gylfi Arnbjörnsson hagfræðingur er einn þessara leiðtoga sem gerir fátt nema skjóta sig í fæturna þessa dagana. Tekur afstöðu með verðtryggingu, með ESB aðild, móti kosningum og svo framvegis. Í stað þess að standa upp og tala með einföldum hætti fyrir kjörum launafólks. Kostulegast er að hlusta á Gylfa fyllast réttlátri reiði yfir kjörum alþingismanna því þó ég styðji ekki eftirlaunavitleysuna þá hef ég trú á að verkalýðsleiðtogar séu upp til hópa á ekki lakari kjörum en þingmenn,- margir raunar miklu betri. Og hvenær fáum við aftur verkalýðsleiðtoga úr verkalýðsstétt í stað hagfræðinga sem jú læra um kjör láglaunafólks í skólum!

En svona gæti ég rausað áfram en samt hvergi komist með tærnar þar sem Henry Þór Baldursson er með hælana því hann getur teiknað sem er miklu hættulegri notkun á penna heldur en bara að skrifa - og hér segir kappinn allt sem segja þarf.

gylfiarnbjornss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Gylfi tapaði í prófkjöri og er í bullandi pólitík.

En það er alveg innan marka að ræða um Evrópusambandið kosti þess og galla því það kemur við kjör og reglur launþega og sumt af því sem er í EES samningunum hefur ekki verið fullgilt á í-Íslandi enn vegna mótmæla vinnuveitenda. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 29.11.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Það er dapurlegt að viðurkenna að Gylfi er alls ekki að vinna að framgangi hins almenna launþega í landinu með þessum ummælum og þeim skoðunum sem hann ber svo innarlega í brjósti.

Ísland hefur ekkert að gera í EB eins og staðan er í dag. Við þurfum að koma út þeim mönnum sem eru við stjórnvöldin nú þegar áður en þeir verða búnir að knésetja alla þjóðina með sölu á öllum eignum þjóðarinnar, þar vísa ég til fyrri skrifa minna frá því í gær.

Það þarf að verja skuldarann með því að lánadrotnar gefi eftir skuldir þeirra með einhverjum hætti. Breyta þeim félögum sem en eru starfhæf með því að veita starfsfólki 10 hlut í þeim og síðar þegar aðstæður hafa gengið yfir verða fyrritækin seld hæðst bjóðanda. Það er mikil þekking inn í þessum fyrirtækjum sem við værum að henda á glæ ef við höldum ekki þessu starfsfólki innan fyrirtækjanna, það er algjört lykilatriði.

Ég skrifaði GA á síðsumarsdögum og benti honum á að það væri mjög á gráu svæði það sem gert var við skiptingu Mest sem var í fjárvörslu hjá Glitni, þá voru teknar bitastæðar eignir út úr fyrirtækinu og restin látin fara í gjaldþrot. Það eru til lög um aðilaskipti og ég benti honum á þetta atriði og að í raun og veru hafi Glitnir skapað sér skildur með því að leysa til sín fyrirtækið og búta það niður og ráðstafa öllum eignum þess. Ég fékk frekar skjótt svar en ekki frá GA heldur lögfræðingi ASÍ sem útskýrði fyrir mér að lögfræðingar VR hefðu fari vel yfir þetta mál og að ekki væri hægt að gera neitt. Ég hélt áfram að skoða þetta mál og komst að því að nærri 12 mánuðum áður kom Glitnir að fjármálastýringu innan fyrirtækisins og þetta var endapunkturinn á þeirri fjármálastýringu. Mjög svo vafasömum aðferðum sem var eingöngu verið að hugsa um fjármagnið en ekki almenning, þetta var bara forsmekkurinn sem koma skildi, nú erum við að sjá það nákvæmlega sama að byrja að gerast.

VIÐ VILJUM EKKI AÐ SÖMU AÐILAR SEM KOMU OKKUR Í ÞETTA ÁSTAND STARFI ÁFRAM VIÐ AÐ ÚTDEILA FYRIRTÆKJUM TIL SÖMU AÐILA OG STUNDUÐU ÞESSI VAFASÖMU VIÐSKIPTI Á SÍÐUSTU ÁRUM...

Friðrik Björgvinsson, 29.11.2008 kl. 23:37

3 identicon

Verðtryggingin er því miður nauðsynleg. Það verður að gera fólki kleift að spara. Það verður að vera einhver hvati til skynsamlegra ákvarðana. Verðtryggingin hjálpar til við að verja lífeyrissparnað. Ef verðtrygging er tekin af í þessu ástandi eru þeir verðlaunaðir sem mikið skulda en þeim sem minna skulda og hafa sparað er refsað.

En þar sem stór hluti þjóðarinnar er mjög skuldugur hefur jarðvegurinn verið plægður fyrir popúlískar kjaftæðislausnir eins og þá að afnema verðtryggingu. Þetta er einfaldlega það sem stór hluti þjóðarinnar vill heyra óháð því hvort lausnin er réttlát eða ekki.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband