Borgaraleg mótmæli á Selfossi í hádeginu

Veit ekki hvað það er langt síðan haldinn hefur verið mótmælendafundur hér austanfjalls. Kannski ekki frá því í Áshildarmýrinni hér um árið en allavega efna nokkrar valkyrjur hér í bæ til útifundar við Landsbankann klukkan 12:30 í dag. Sjálfur verð ég þar meðal ræðumanna en auk þess Sigríður Jónsdóttir skáldkona og Elín Björg Jónsdóttir verkalýðsleiðtogi.

Mætum öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gangi ykkur vel Bjarni.

Magnús Sigurðsson, 18.12.2008 kl. 10:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Baráttukveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Baráttukveðjur.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll Bjarni ,eg voga sér  valla að setja inn athugsemd hjá þér,sú síðasta var strikuð út/en samt bestu kveðjur og eg styð heilbrigð mótmæli/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.12.2008 kl. 11:16

5 identicon

ja hérna hér. Og hvað stóð svo á mótmælaspjaldinu?

-sigm. (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:42

6 identicon

Æææji, að vita ekki af þessu fyrr! Æææji.Treysti því að þið hafið verið flott; ef ekki þá er allavega ekki forheimskan né upplýsingarleysi(já, r-ið á að vera í þessu sambandi) um að kenna. Tel og enda að hvar sem tveir leifturhugar eða fleiri koma saman sé ekki bara Aðal-fundur heldur einnegin fréttaefni...

Hef nefnilega verið að fylgjast lítillega með ræðuhöldum á löggjafarsamkomu okkar ... já og stelpubloggi; myndin er yfirleitt betri en málflutningurinn.

Isss... en í eilífri náðinni

að vanda

Helga Ág.

í

Hvívetna

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:49

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

FLOTT hjá þér Bjarni !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 18.12.2008 kl. 16:53

8 Smámynd: Bjarni Harðarson

Halli! Ég hef aldrei hent út athugasemd og allra síst myndi ég hrófla við athugasemd frá þér.  Vona að þu hafir fengið kveðju frá mér í gegnum frænku þína. En hvortsemer, gleðileg jól gamli -b.

Bjarni Harðarson, 18.12.2008 kl. 17:05

9 identicon

Þessu hefði ég aldrei trúað uppá nágranna mína, að mæta á mótmælafund! Lengi er von á einum, og er þetta þróun til hins betra.

Leitt að vera staddur vestanfjalls og ekki geta tekið þátt. En ég hugsaði til ykkar þar sem ég norpaði fyrir utan FME í morgun.

Gunnar Marel (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 17:13

10 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Gangi þér vel í baráttuni og með sannleikanum ,þó að hann sé ekki vinsæll um þessar mundir.Þó að meðbyrinn sé að aukast.

Vilhjálmur Árnason, 18.12.2008 kl. 20:39

11 identicon

sæll Bjarni

Ég hafði vonast til að sunnlendingar kæmu á skítadreyfurum og "dældu" á landsbankann. Það hefði verið vel við hæfi.

kv.

HAH

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband