Fjórhjólaferð sem var betri allri pólitík

Hef eins og flestir, næstum allir fengið nóg af miklu blaðri í kringum fátt í pólitíkinni. Ólafur Ragnar baðar sig í athyglinni og reynir að gera hluti sem enginn ætlar honum - Ingibjörg Sólrún er í spunaleikriti og gerir Jóhönnu Sigurðardóttur spontant að forsætisráðherra án þess að láta hana almennilega vita í stjórn sem er hætt og stjórnarandstaðan meira og minna á flæmingi undan því að þurfa að axla ábyrgð því það gæti skaðað fylgið í komandi kosningum.

Allir að hugsa um sinn flokk og sinn rass en enginn um þjóðarhag. Og forsætisráðherrann ber auðvitað enga ábyrgð - aldrei.PIC00073

En nóg af þessu og ég ætla að birta hér myndir úr frábærri ferð sem við feðginin fórum á laugardag inn frá Hundastapa um slóða inn að Hítardal og ég eiginlega enn með strengi enda ekki stórkostlegt íþróttafrík.

En Hítardalur og Hítarvatn voru frábær í vetrarbúningi og ennnú frábærari þessi fallegi burstabær á leiðinni. Komumst köld og hrakin og hamingjusöm til baka.  Skoðuðum auðvitað kirkjugarðinn sem er þá sami og tilheyrði Jóni Halldórssyni sagnaritara, Staðarhraunskirkju og nokkrar misfornar réttir. Vona að Hítardalsbóndi fyrirgefi okkur átroðninginn við kirkjugarð þar sem við fundum hvorki Jón þennan né frændur hans nána en nokkra Mýramenn síðari alda.

Lengi vel átti ég mitt eigið tryllitæki til ferðalaga sem þessara en notin eru örfáir dagar á ári og þessvegna þægilegra að leigja. Sæmundur Skagamaður frá Ánastöðum leigði okkur sitthvort kínahjólið, engin stórkostleg tryllitæki en dugðu samt enda ferðalagið og útivistin meira atriði en tækjadellan.

PIC00074   PIC00075


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í raun með ólíkindum þetta kjaftæði um sömu hlutina daginn út og inn. Jóhanna Vigdís tók þó steininn úr í lok fréttatíma að fara að endursegja það sem sag hefur veið í allan dag. Og ÓRG klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Hann á engan sinn líkan þessi"elska"

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Miklu betra að fara í fjórhjólaferð og fjallaferðir yfileitt heldur en að velta sér upp úr pólutík. Mér finnst nú steininn taka úr ef SJS ætlar að samþykkja lagabreytingar svo hægt verð að ganga í ESB, sjálfur SJS sem hefur hatast út í það fyrirbæri af mikilli hörku.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 19:44

3 identicon

Áttir að taka SJS með og skilja hann eftir í moldarkofunum.

Glúmur (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:54

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott myndin af ryðgaða burstabænum! Ég er alltaf svo veik fyrir ryðguðu bárujárni.

Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 22:56

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Megi Davíð bera sitt skrifpúlt stól og rúm í þetta bárujárnshús og vera þar síðan alla tíð. Alla sína tíð.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2009 kl. 03:10

6 identicon

Þetta bárujárnhús eða bær er gamla íbúðarhúsið á jörð sem heitir Hamrar á mýrum, og hefur mér fundist það vera sorglegt að sjá það grotna niður. En fyrir ekki svo mörgum árum þá leit þessi bær ekki svo ílla út, en eitt árið komu skemmdavargar sem létu reiði sína bitna á húsinu og brutu rúður og skemmdu það líka mikið að innann.  Ég velti því oft fyrir mér hvort margir svona fallegir bæir um sveitir landsins eru látnir grotna niður á meðan ónýtir hjallar í Reykjavík eru gerðir upp fyrir ómældar upphæðir, hús sem vel mættu fara. Víða um landið hef ég skoðað virkilega flotta gamla bæi sem eru að grotna niður, kannski verður gildið annað ef fólk sem er ekki bara í braski eignast jarðir sem hafa að geyma svona gersemi.

kveðja Sæmundur

Sæmundur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:26

7 identicon

Já Hallgerður hann klikkar ekki þessi elska og hefur ekki gert áratugum saman!

EN er ekki annars frábært að vita um kynhneigð ef-til-vill-tilvonandi forsætisráðherra?  Er það ekki líka hið brýnasta  fréttaefni? (Æ, fyrirgefið heimskuna; auðvitað BARA af því hún yrði þá fyrsti slíkur í heiminum. Það var örugglega ekkert annað sem hékk á spýtunni?)Ég finn að tilhugsunin um að einhver væri ekki með þetta á hreinu, setur blátt áfram að mér hroll. Voðalega gat ég verið vitlaus að skrifa þetta hér að ofan. Myndi eyða því ef ég kynni betur á tækið.

Næst teur til máls hæstvirtur 2. þingmaður .....stra, en hann er bí; næst talar háttvirtur 1 þingmaður ....................ra, gagnkynhneigður eftir því sem best er vitað.....

Ég segi nú bara sisona

Helga Ág

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband