Byrjar ekki vel...

Ég er í heildina ánægður með að fá nýja ríkisstjórn enda getur ráðaleysið ekki orðið verra en var. En samt er ég ekki frekar en margur ánægður með:

- að Ingibjörg Sólrún skuli hafa beitt sér gegn vaxtalækkun Seðlabankans! Vonandi er það bara íhaldsskrök á AMX.

- að nýja ríkisstjórnin skuli ætla að fella hvalveiðiheimildir Einars Guðfinnssonar úr gildi. Það er út í hött og beinlínis skammarlegt að láta Jón Ásgeir og hans líka ráða ferðinni þar. Við þurfum að nýta hvalastofninn.

- að það sé talið aðalatriði hver stjórnar Seðlabanka Íslands - ekki að mér finnist ekki að þar megi skipta út en það er ekki aðalatriði og lyktar af lýðskrumi þegar því er hampað sem einhverju sem máli skiptir.

- að Jóhanna segist komast lengra í átt að ESB með VG og Framsókn heldur en Sjálfstæðisflokki!

- að Framsókn sem hét stuðningi sínum skuli nú setja fram afarkosti. Þó að ég sé ágætlega sáttur við hugmyndir um stjórnlagaþing þá er ekki gott á neyðartímum sem nú ríkja ef þetta atriði er sett fram til að framlengja stjórnarkreppu. Það er ljótur leikur.

En allt eru þetta "ef" atriði og óljósar fregnir í dag og vonandi verður allt á beinu brautinni strax um helgina. Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og við þurfum hana fljótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sölutregða á fiski til útflutnings og lækkandi verð.

Varla hægt að búast við að hvalveiðin bæti það ástand ?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:25

2 identicon

Ég mundi ekki trúa mikið á meinta heimildarmenn AMX innan Samfylkingarinnar.

Steindór (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:34

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Megi allar góðar vættir fylgja Samfylkingunni og Evrópusambandinu um ókomin ár  Mér fannst það vanta inn í textann. Annars bara góður eins og ævinlega, Bjarni. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.1.2009 kl. 21:16

4 identicon

Sæll Bjarni:

Í sambandi við vextina, þá held ég að þjóðin þurfi að sætta sig við að það eru endurskoðunarákvæði á þriggja mánaða fresti og við vitum alveg hvað bankar gera ef við borgum ekki á gjalddaga. Vonandi getur þjóðin fengið betri díl á næsta endurskoðunardegi. 

Ég vona að það verði hreinsað vel til og eftirlitið endurreyst, en ég sé engan tilgang með  nýrri stjórnarskrá og hvað þá að leifa hvalveiðar með ICESAFE óleist, það væri annað mál með góða meirihlutastjórn.

AMX er óttalegt hægriblað með gömlum bekkjarfélaga (ÓBK) í brúnni sem svarar ekki pósti og þaggar niður greinar sem þeim eru sendar. 

( Að svara ekki beiðni um byrtigu er þöggun).

Þessi stjórn situr fram að kosningum og ekkert annað á að vera á borðinu. Þetta er í mínum huga þrif-stjórn, eða ræstitæknar. Því miður þá mun þinn gamli flokkur haga sinni hentisemi á næstu mánuðum til að ná sínu fram (hvað sem það er nú).

En varðandi Evrópusambandið: Þá eigum við að ganga til borðs og skoða matseðilinn sem er ekkert girnilegur. Ég kalla þetta gulrótina sem er farið að slá í. Það á að kjósa um þessa gömlu úldnu gulrót (forrétt) og segja NEI. Þá fyrst er hægt að skoða aðalréttinn sem er ekkert skárri gulrót: en þá fyrst sjáum við hvað er í boði. Ég myndi líka segja nei í það skiptið, en við verðum að segja NEI við fyrstu gulrótinni því annars verður henni áfram stilt fram í forréttinum. 

Kær kveðja frá York

Tómas (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:47

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Lifi Lýðræðisbyltingin!

Vilborg Traustadóttir, 29.1.2009 kl. 22:01

6 identicon

Síðasti ræðumaður sagði það skiptir máli og það í stysta málinu. Eins og staðan er verður að gefa nýju stjórninni tækifæri. Og Framsókn á að veita aðhald en ekki þvingunaraðgerðum. Verða kosningar fljótlega og fólk fylgist grannt með öllu og öllum sem ætla sér að endurnýja umboðið sitt. Enda á það að vera hlutverk okkar kjósenda.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:06

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Bjarni, mér finnst þessi byrjun þessarar ríkisstjórnar, sem enn er ekki komin á koppinn alveg hreinasti hryllingur.

VG og Samfylking eru greinilega ósammála um margt, svo ég tali nú ekki um afarkosti Framsóknarflokksins.

En eitt var ég þó ánægður með hjá Sigmundi Davíð í kvöld, hann styður hvalveiðiákvörðun Einars K. og ég ætla rétt að vona að stjórninni komi ekki til hugar að afturkalla hana.

Sigurður Sigurðsson, 29.1.2009 kl. 22:06

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu Bjarni það fylgir böggul skammrifin/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.1.2009 kl. 22:55

9 identicon

.... ég "vaknaði upp" í gömlum draumi; eins og ég hefði sofnað fyrir framan útvarpið - lítið barn. Landsföðurleg rödd (þessi í köllunum í stóra útvarpinu í fremri stofunni, þú veist), með vinsamlegum áherslum, var eitthvað svo breið;voða, voða breið.

 Svo fannst mér hún segja - en kannski misheyrðist mér bara:

"Við, við ætlum að ráða . Ef þið gerið ekki eins og við segjum, þá getum við alveg kýlt ykkur köld, því nú getum við ráðið, þótt við ráðum ekki." -

Og þá varð ég svo hissa af því ég hélt að við ætluðum að hjálpast að, eins vel og við gætum. En kannski bara viljum við það ekki - nema við fáum að ráða og allir sjái að VIÐ en ekki HINIR ráðum? - Samt lærði ég á lóðinni hjá Ísaksskóla, að það ætti ekki að vera alltaf að rífast um hver fengi að ráða. Það væri hægt að skiptast á og þá gætum við byggt kofann saman, því það væri aðalmálið; annars dytti hann bara eða yrði aldrei kofi.

Ég ætla að bjóða mig fram  - og láta hlæja mig út af öllum samkomum og fundum og þingum, fyrir að vera svona ...

í mínum allífis barnaskap - ennþá trúandi á þetta með kofann.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:57

10 identicon

Bjarni, þú ert ekki lengur í Framsókn, svo ESB er ekki lengur á þinni könnu hvað þann flokk varðar.

Valsól (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 04:34

11 identicon

Ef maðurinn á að lifa af einhverju dýri án þess að frjúfa lífkeðjuna, þá er það lokahlekkur hennar.

Í sjónum eru það hvalirnir.

Ekkert dýr étur hvali. Þeir eru frá engum teknir.

Hvalastofnum er greiði gerður með því að halda þeim í hæfilegum skorðum.

En eitt "dýr"  er haldið þeirri sjálfseyðingarhvöt að vilja ekki nýta gæði síns lands og sjávar.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:28

12 identicon

Ein spurning,

 Ekki að mér sé ekki slétt sama um að hvalurinn í sjónum er veiddur, en hvaða lausn felst í því að veiða hann? Á að ala íslensku þjóðina á hvalkjöti næstu árin? Það er enginn útflutningsmarkaður með hvalkjöt, veit ekki betur en að dýrin hans Kristjáns Loftssonar hafi það bara gott í frystikistum í Japan og varla er pláss fyrir fleiri langreyði í frystunum þar. Reiknið þið með að bjarga útflutningstekjum íslensku þjóðarinnar með sölu á hvalkjöti? 

Hvalakallinn (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband