Það sem fyndið á að vera...

Það er mikilvægt að það sem fyndið á að vera - að það sé þá fyndið, segir í spakmæli úr óþekktir sveit og rifjast upp nú þegar...

Geir upplýsir samflokksmenn sína um að krötunum sé illa við Davíð! Fyndið!

Og Geir telur burtför Björgvins úr embætti forkastanlega og ekki til að hrópa húrra yfir því það eru bara nokkrir dagar síðan hann hrópaði sjálfur húrra fyrir sama ráðherra og taldi hann hafa verið svaka flottann að segja af sér - en þá taldi Geir líka að stjórnin myndi lifa. Fyndið!

Þegar Steingrímur og heilög Jóhanna rembast við að þræta fyrir að allt sé í steik og þræta líka fyrir að þau séu öskureið út í Framsókn. Fyndið!

Þegar Sigmundur Davíð leitar með lúsakambi að skilyrðum til að koma sér undan því að verja ríkisstjórnina sem hann var búinn að lofa að verja og heldur að það sé hægt að reikna klúður heillar ríkisstjórnar fyrirfram. Fyndið!

Þegar ríkissjónvarpið fer alla leið norður á Akureyri til að grafa þar upp inngróinn framsóknarmann sem reynir að setja fyrirslátt Framsóknarflokksins í samhengi og titlar sig stjórnmálafræðing. Fyndið!

Þegar það stefnir í að þingmenn og menn sem ekki eru á þingi taki 90 daga í að mynda ríkisstjórn sem á að sitja í 10 daga - eða öfugt en það munar litlu! Fyndið!

Gallinn við allan þennan farsa er að enginn af leikendum hans var ráðinn til að vera fyndinn. Leikendur voru ráðnir í mjög erfitt verkefni sem þarf að vinna hratt og fumlaust. Þegar þessu verkefni er breytt í farsa verður í raun og veru til harmleikur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - og það er því miður ekkert fyndið!

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 20:04

2 identicon

Bjarni hvar er nú húmorinn

Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:33

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er frábært Bjarni að njóta innsýnar þinnar í hugsanagang Framsóknar.

Mér er sagt að Framsókn ætli að nýta sér aðstæður til fullnustu og ekki gefa samþykki fyrir stjórnarmyndun fyrr en flokkurinn er kominn vel yfir 25% fylgi í skoðanakönnunum. Hver er þín skoðun ?

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.1.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyndið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2009 kl. 21:55

5 Smámynd: HP Foss

Já, ekki auka þeir á vinsældir sínar með þessu, blessaðir mennirnir í Framsóknarflokknum. Enda eru þeir ekki Framsóknarmenn, heldur kratapungar og pabbastrákar úr Kögun.

HP Foss, 30.1.2009 kl. 23:47

6 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Bjarni mér finnst þetta bara ekkert findið og það er heila málið. Það liggur mikið undir á þessum tímum og það er forkastanlegt að Framsókn skuli stynga uppá þessari stjórn án skilyrða en breyta síðan áherslum þannig að þeir vilji ekki samþykkja einhvað sem þeim lýst ekki á. Þeir tóku aldrei fram nein skilyrði í upphafi síðan fóru að koma skilyrði og þeir voru sárir að við þá var ekki talað í undirbúningi stjórnarmyndunarinnar, síðan lýst þeim ekki á það sem flokkarnir eru búnir að koma sér saman um, þetta er kallað Framsóknarmennska að verstu gerð. Gera sjálfa sig áberandi í umræðu en vera svo að sækjast eftir skilyrðum sem þeim henntar. Ég hef oftt sagt ljót orð um Framsókn en þetta finnst mér loddaraskapur og hann á bara ekki heima á þessum tímum, kannski hefði ég trúað þessu uppá Björn Inga að vera með svona undanbrögð en ég hafði mun meiri trú á þeim nýja en hann er bara en ótrúverðugri en þeir sem hafa verið í forsvari fyrir flokkinn hingað til.

Hann fer í hópinn sem verður skottinn með þeim sem báru ábyrgð á hruninu með þessu áframhaldi.

Það liggum mikið við að koma á starfhæfri stjórn sem allra fyrst og það hvort það á að taka sérstakt tillit til bænda eða ekki er ekki aðalmálið það á að koma upplýsingum á framfæri við almenning um hvað málið snýst ekki þessi eilífu leyndarmál.

Ég vill að stjórnaskránni verði breytt sem allra fyrst þannig að við fáum að kjósa einstaklinga til þings og þeir fá umboðið frá þjóðinni og losni þar með undan flokksvaldinu, sem ég orðin ansi þreyttur á og það virðist hafa komið að þessu máli einmitt núna til að upphefja sinn málstað. Það sem var búið að koma fram áður sýndi ábyrgð og vilja til að koma þjóðinni af stað í endurbótum en þá vill flokksvaldið í Framsókn koma að sínum áherslum. Ég er mjög pirraður á þessari þróun og er farin að aðhyllast stólpípu aðgerð þannig að allir þeir þingmenn sem hafa verið á þingi verði skolaðir út og sendir til annarra verka sem fyrst, þar með þessi nýji spjátrunugr, og að hann hverfi ofaní þá holu sem hann spratt fram úr á síðustu vikum.

Ég er farin að sakna lína frá þér Bjarni.

Friðrik Björgvinsson, 31.1.2009 kl. 01:16

7 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Einhvernveginn finnst mér þetta vera meira svona grátbroslegt allt saman.

Tjörvi Dýrfjörð, 31.1.2009 kl. 02:30

8 Smámynd: Ásgerður

Mér finnst þetta nú bara sorglegt.

Ásgerður , 31.1.2009 kl. 08:58

9 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Framsóknarflokkurinn hefur ekkert breyst. Hverjir eru helstu ráðgjafar Sigmundar Davíðs ? Ekki getur verið að einn af bestu vinum hans og ráðgjafi heiti Finnur ? ( dæmalausi ) -     Afhverju vill Framsókn ekki styðja þessa nýju tilvonandi stjórn núna ? En sagðist myndi  gera það, þegar Samfylking og VG byrjuðu að ræða saman um nýja stjórn fyrir stuttu síðan. Já Friðrik, þetta er loddaraskapur. Ég segi það sama, í burtu með þetta flokksvald.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 31.1.2009 kl. 09:20

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hvað er næst í spilunum ef Sigmundur vill ekki þessa vinstristjórn ? ég sé fyrir mér meirihlutasjón sjálfstæðismanna og framsóknar með forustu Sigmundar.!!  Eiga þeir ekki til ónotaðan stjórnarsáttmála síðan eftir síðustu kosningar sem hægt væri að dusta rykið af Bjarni ?

Guðmundur Jónsson, 31.1.2009 kl. 11:06

11 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Nei þetta er ekki fyndið!

Fyrir hvað stendur Framsókn í dag?

Veit það einhver?

Soffía Valdimarsdóttir, 31.1.2009 kl. 13:13

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta minnir mig á að Framsóknarflokkurinn hefur ekkert breyst.

Bara yngt upp, sömu hvílubrögðin viðhöfð (afsaakið samlíkinguna).

Broslegt og broslegt.

Já kannski, ef ástandið væri ekki martraðarkennt fyrir almenning já.

Þeir eiga að skammast sín. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 13:29

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég held ég fái mér nesti

Brjánn Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 14:07

14 identicon

Farsi eða drama?

Skiptir litlu, þegar svo illa er skipað í hlutverk - flestra.   Þjóðin á fullan rétt á að menn setji hag hennar í forgang á þessum erfiðu tímum, en séu ekki að ryðja hreppana út um allar þorpagrundir að þeir telja sér til framdráttar, á meðan hún berst í bökkum og sker endalaust niður vegna afglapa eiginhagsmunasinna ... að ekki sé sterkar að orði kveðið.

EN við þörfnumst ekki inn í umræðuna/framkvæmdir (vonandi) einhverra sem eru að baða sitt ego í birtunýfengins  frama/valda og/eða gera sig ennú breiðari, jafnt með látæði sem orðum. *Stjórnmálaástandið hér er DAUÐANS ALVARA og ekkert annað. Tel mig vita að þið hafið öll, sem þetta lesið orðið vitni að hörmungum einhverra fjölskyldna.

En framapotið - Það var það sem ég var að vísa til í síðustu athugasemd, þegar ég sagði að mér hefði þótt sem ég vaknaði upp við "viðtækið í fremri stofunni" og þar var svo BREIÐ rödd og landsföðurleg...

Sveiattann' nú er aðeins tími samheldni, samvirkni og samkenndar... EKKI titlatogs og ung-æðislegs+framapots. Nei, vinur ég veit nefnilega að þú lest þetta blogg - við sjáum ÖLL í gegnum þetta brölt ... og þekkjum tóninn. Það vantar bara að þú vitir hvert þú stefnir með ÞJÓÐARHAG  innst í hjarta; ekki þinnhag  eða einhvers flokkræðis. Annað ekki.

 Og hananú!

Háttvirtur kjósandi - hér er nefnilega atkvæði á ferð! Ja, bittinú.

Helga Ág. 

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:01

15 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jæja, heyr, heyr,

Hvernig heldurðu nú að kosningabaráttan verði í vor, þegar þessir flokkar fara að berjast innbyrðis ????

Þessi nýja kommúnistastjórn er nú meira grínið, ég segi ekki meir.

Sigurður Sigurðsson, 31.1.2009 kl. 18:34

16 identicon

þetta er fyndið :) dödö

jón (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband