Lymskast um á lánahaugi

Skáldið G. Springfield sendi mér eftirfarandi:

Ekki verður Ásgeir lengur efst á Baugi,

lymskast um í lánahaugi;

líkastur er fjárhúsdraugi.

 

Annars ætlaði ég aðallega að minna hér á fund með Birni Bjarnasyni sem Heimssýn boðar til í dag, sunnudag klukkan fjögur í Kaffi Rót þar sem karlinn fjallar um nýútkomna bók sína um Ísland og ESB. Við fáum svo einn ESB sinna og einn andstæðing til að kommentera á bókina og spjöllum svo í þægilegu sunnudagskaffi. Allir velkomnir. Sjá nánar á www.heimssyn.is

 

 


mbl.is Er draumurinn á enda?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Björn er einstaklega rökfastur og skýr. Það sem hann segir, segir hann á mannamáli sem allir skilja.

Sumum finnst hann ekki nógu sjarmerandi maður, finnst hann ekki hafa kjörþokka og virðast dæma það sem hann hefur að segja, út frá því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 05:53

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Flott braghenda!!

Sæmundur Bjarnason, 8.2.2009 kl. 06:13

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Bjarni er bókhald Heimssýnar opið? Er það rétt að LÍÚ sé aðalstyrktaraðili? Það er bákn sem að elur meira illgresi en flokksveldið allt til samans.

Íhaldið og Framsókn gáfu þeim kvótann, sem var meira og minna glutrað frá sér, með græðgisvæðingunni, til erlendra lánadrottna. Þar þurfti ekki neitt ESB til að við töpuðum umráðarétti yfir fiskveiðiheimildunum.

Þeim tókst það einum og óstuddum, með þjóðrembinginn og neysluhyggjuna að vopni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.2.2009 kl. 10:25

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

var ekki vinstri stjórn þegar framsalið var samþykkt á þingi gunnlaugur.

en mér þykir það skrítin gjöf sem þú kallar gunnlaugur að takmarka veiðar.

Fannar frá Rifi, 8.2.2009 kl. 12:29

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sæll Gunnlaugur. Ég get illa vikist undan að svara spurningum um fjármál Heimssýnar þar sem ég er gjaldkeri. Það rétta í þessu máli er að LÍÚ er meðal styrktaraðila en fráleitt sá eini. Án þess að ég sé búinn að færa reikning síðasta árs þá sýnist mér að styrkur þeirra til okkar nái því ekki að vera þriðjungur af tekjum, kannski fjórðungur. Og heildarvelta samtakanna er samt afar lítil. Mér er til efs að að útgerðarmenn þessa lands láti minna fé til Samfylkingarinnar án þess að það komu þessu máli kannski við. Kær kv. -b.

Bjarni Harðarson, 8.2.2009 kl. 13:57

6 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Gunnlaugur varst þú ekki að tala um Evrópukaffi fyrir kosningar í vor ?  Hvernig væri að skella sér á Kaffi Rót til þess eins að hlusta. Því miður kemst ég ekki þar sem ég er að lesa fyrir próf, en gaman hefði verið að mæta í dag á Kaffi Rót.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 8.2.2009 kl. 15:14

7 identicon

Eiginlega ritað til Gunnars Th. Gunnarssonar.

Ja,há það er þó rétt! Björn er afburðaskýr í málflutningi, vel máli farinn og fólk þarf ekki að leggja eyru lengi við til að skilja hvert orð.  - Og þetta með kjörþokkann er því miður nokkuð sem ég held að þyrfti að fara að kenna í framhaldsskólum landsins. "Þigmenn og alla þjóðkjörna ráðamenn, skal velja með lokuð augu en opin eyru". Hygg það kristalli ágætlega það er ég vildi sagt hafa. (verður hugsað til nokkurra fésa og fataskápa á hinu háa Alþingi - er betur hefðu aldrei ratað í það hús) 

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband