L listinn er endurreisnarhreyfing

L - listinn er endurreisnarhreyfing sem stefnir að framboði í öllum kjördæmum.

Við sem að L - listanum stöndum teljum tímabært að bjóða fram raunhæfan valkost þeirra sem sjá endurreisn íslenskra stjórnmála og efnahags best tryggða með varðveislu fullveldisins. Við höfnum öllum tilraunum til að koma Íslandi undir stjórn ESB og teljum að hag Íslands sé best borgið með fullum yfirráðum landsmanna yfir gögnum okkar til lands og sjávar.

Við sem stöndum að L - listanum teljum að endurreisn íslenskra stjórnmála geti ekki orðið nema dregið verði úr áhrifum flokksræðis og beitum okkur fyrir persónukjöri til Alþingis. 

Við sem stöndum að L - listanum byggjum málflutning okkar á hófsömum borgaralegum gildum og höfnum öfgum frá hægri og vinstri.

Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með geta skráð sig á póstlista hjá okkur í gegnum netfangið frjalstframbod@gmail.com Skilyrði er að þeir sem skrá sig gefi upp fullt nafn ásamt netfangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Til hamingju með þetta Bjarni

Eitt vil ég þó bæta við þetta upphafsstef. Það er fátt meira tákn flokksræðis en það að reyna að taka ákvörðunarréttinn af þjóðinni um stöðu Íslands í samvinnu frjálsra lýðræðisríkja í Evrópu.

                          Með kærri kveðju,

                                             G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.2.2009 kl. 09:35

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

    Til hamingju með þessa ákvörðun, Bjarni. Ég verð með og vonandi gengur okkur vel að fá fólk með okkur.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 27.2.2009 kl. 09:56

3 Smámynd: Rannveig H

Bjarni ég er forvitin hvort þið ætlið að viðhalda kvótakerfinu eins og það er eða viljið þið breytingar ef svo er hverjar eru þær?.

Rannveig H, 27.2.2009 kl. 10:05

4 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Helstu kosningamálin fyrir ykkur

Kvótinn

ESB

Afnám verðtryggingar

Ef þið veljið rétt í þessum atriðum þá eruð þið komin inn með slatta af fólki 

Rúnar Haukur Ingimarsson, 27.2.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Rannveig drífa sig á fundi með okkur.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 27.2.2009 kl. 11:07

6 identicon

Sæll Bjarni og til hamingju .

Að fara að gera einhverjar stórkostlegar breytingar á kvótakerfinu er nú meira en að segja það.  Hvers eiga þeir að gjalda sem hafa í gegnum tíðina, eða síðan að þetta kerfi var sett á að gjalda?  Og svo aftur þeir sem hafa selt kvóta og farið út úr kerfinu með hundruðir milljóna ef ekki milljarða.  En svo er aftur annað mál sem brennur á mér og það er bótakerfið á Íslandi og þá sérstaklega þessar svokölluðu barnabætur, sem eru vitlausustu bætur sem ég hef nokkurn tímann heyrt um.  Væri L-listinn tilbúinn að taka á þessu máli?  Í formi barnabóta er hundruðum milljóna "stolið" frá ríkinu á hverju ári.

Elínbjörg Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 12:33

7 identicon

Arfavitlaus hugmynd !

 Þrjú til fjögur " fýlu"-framboð ?

 Vita menn ekki að minnst þarf 5% atkvæða til þingsætis ?

 Menn eiga að vera reiðubúnir að læra af smáframboðum liðinna áratuga, eða sem Rómverjar sögðu.: " Bonus vir semper tiro" - þ.e. " Alltaf reiðubúnir að læra" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:35

8 identicon

Verður þetta ekki kallað Þverhausapartíið? - Það er lítil endurnýjun í því að helstu þverhausar flokkakerfisins og þeir sem með hræðsluáróðri gegn ESB hafa í raun valdið hruni íslensks efnhagslífs bjóði fram til að geta áfram þverskallast og villt um fyrir þjóðinni.

Gunnar (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:37

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Gangi ykkur vel!

Tel ykkur kannski eiga betri séns í stjórnlagaþingskosningunum sem væntanlega verða í haust en í þingkosningunum en þið verðið að meta sjálf hvar ykkar kraftar munu skila mestum árangri.

Héðinn Björnsson, 27.2.2009 kl. 13:50

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Til hamingju

Sé, að hún frænka mín Helga Thorberg er þarna.  Afar mikill kvenkostur og fluggreind.

Miðbæjaríhaldið

Hugsanlega kjósandi L lista, svona eftir því hvernig verkast listuppstilling hjá íhhaldinu mínu.

Bjarni Kjartansson, 27.2.2009 kl. 14:57

11 identicon

Sem sagt: gott, Bjarni, . .. og klóra mér á vinstri kálfa með hægri rist, síðan á hægri kálfa með vinstri rist... og vona að "minn herra" eigi marga vini. Slíkt ku koma sér vel þegar þarf að bjarga minni fátæku þjóð.

Búin að skrá mig á póstlistann.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:17

12 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Kalli Sveins og Gunnar, sitt sýnist hverjum ! 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 27.2.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband