Kreppusjóður er lausnin - fráleitt að gefa öllum skuldurum pening

Þórhallur Heimisson stóð sig vel í Vikulokum á Rás 1 í morgun og kynnti þar lauslega hugmynd okkar félaganna um frjálst framboð endurreisnarmanna til Alþingis.

Kreppusjóður í anda gömlu heimskreppunnar var það sem Þórhallur nefndi sem raunhæfari leið til bjargar heimilunum heldur en 20% niðurfærslu allra skulda. Niðurfærsluleiðin er nú boðin fram saman af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki og dæmi um yfirboð rétt fyrir kosningar. Það er einfalt reikningsdæmi að ef við þurfum 400 milljarða (=ein fjárlög) til að færa allar skuldir heimila og fyrirtækja niður um 20% þá getum við náð sama árangri í baráttunni við fjárhagsvanda skuldara með helmingi lægri upphæð í gegnum kreppusjóð. 

Hversvegna? Jú, með því að taka hvert mál fyrir sig og skoða hvert tilvik sleppum við því að hjálpa þeim sem ekki þurfa hjálp af því að þeir eru með jákvæða eiginfjárstöðu og í öðru lagi þeim sem ekki verður hjálpað öðru vísi en með aðstoð við gjaldþrot. Það getur enginn lokað augunum fyrir því að bæði í heimilum og fyrirtækja eru því miður aðilar sem þannig er komið fyrir og þá er að vinna út frá því - einkanlega með því að milda hina ómannlegu meðferð sem hér er á þrotamönnum. 

Réttlætið, hvar er það kann einhver að spyrja? Er eitthvert réttlæti í því að hjálpa einum meira en öðrum? Auðvitað ekki en við skulum gá að því að 20% niðurfærsluleiðin gerir ekki ráð fyrir að gefa öllum pening heldur bara þeim sem skulda og því meira sem þeir skulda meira. Þannig fengju í sumum tilvikum hinir efnamestu sem búa í stærstu húsunum mest!

Eina vitræna leiðin í þessum vanda er að hver sá sem vill fá aðstoð leggi öll sín spil á borðið og aðstoð til viðkomandi verði undanþegin þeirri bankaleynd sem við annars getum haft yfir okkar persónulegu fjármálum. Viðkomandi væri þá að vissu leyti í stöðu þrotamanns - en óneitanlega yrði það léttbærara þegar um er að ræða opinbera leið sem þúsundir færu. Allir sem fengju niðurfellingu yrðu að sæta því að þær upplýsingar lægju fyrir sem opin gögn, svipað og álagningarskrá skattanna gerir í dag. Þar með væri afstýrt óánægju hinna og möguleikum á spillingu. 

Mér er reyndar til efs að leið sem þessi ætti að vera fær fyrirtækjunum og tala þar sjálfur sem stórskuldsettur smá-atvinnurekandi. Fyrirtækin geta áfram farið hefðbundna leið nauðasamninga.

En það er algerlega nauðsynlegt að fara leið sem þessa gagnvart fjármálum heimilanna og það þarf að fara hana sem allra fyrst. Þetta verður mikil vinna og mun þá líka um leið skapa mörg störf - gæti trúað að við Kreppusjóðinn þyrfti ekki færri en 100 starfsmenn og mikilsvert að dreifa þeim sem mest um landið.

En er nokkur von til að ríkisstjórnin nú komi sér saman um slíkt? Þetta er bæði erfitt og umdeilt og ekki eins töff og að reka Davíð...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Sæll

Mér hefur borist til eyrna að þú og Þórhallur Heimisson séuð komnir af stað með landsframboð. Af Facebook er mér tjáð að þið kallið þetta framboð "L-listinn, listi fólksins"  Er þetta rétt?
Auðvitað hef ég lítið um þetta að segja, hvað varðar listabókstafinn L, en vil samt vekja athygli ykkar á því að ég hef farið fyrir hóp fólks hér á Akureyri, sem hefur átt menn í bæjarstjórn síðan 1998. Við höfum alltaf gengið undir nafninu "L-listinn, listi fólksins" eins og þú getur kynnt þér t.d. á www.akureyri.is . Mér finnst nú svolítið sérstakt ef þið takið upp nafn okkar ómengað. Þótt ég skilji vel að þið viljið það sem gott þykir.

Oddur Helgi Halldórsson, 28.2.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þarna eruð þið á villigötum. Það skiptir í raun ekki megin máli hve dýrt er að rétta hagkerfið af heldur skiptir mestu máli að það verði rétt af og þá meina ég að hagstærðirnar verði leiðréttar. Staðan nú er þannig að það eru of miklar skuldir versus eignir í allri fasteignaumsýslu á sama hátt og það var of mikið af fjármagni í umferð í hlutabréfaumsýslu munurinn er hinsvegar sá að í hlutabréfaumsýslu borgar eingin af lánum sem eru hærri en eignir jafnvel þó hann geti það, fyrirtækin eru bara sett á hausinn og skuldirnar afskrifaðar. þetta þýðir það að markaðurinn jafnar sig og verður hóflega skuldsettur á eftir. Þetta gildir hinsvegar ekki um persónulegar fasteignir. Þar getur oft verið mikil greiðslugeta á bak við litlar eignir sem eru yfir skuldsettar og eigandinn borgar af þeim bara til að fara ekki í þrot. Með því af setja upp nefnd sem á að finna alla bestu vini sína og  hjálpa þeim svo við að greiða skuldir er bara verið að eiðleggja markaðina.  

Guðmundur Jónsson, 28.2.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Ef einhver hefur lesið tillögur HH sem ég linkaði á hér í síðustu athugasemd hefur viðkomandi væntalega áttað sig á því að HH og Bjarni Harðarson eru á öndverðum meiði í þessu máli.

Hagsmunasamtök heimilanna, Félag fasteignasla, Húseigandafélagið, embætti talsmanns neytenda, Búseti ofl. aðilar hafa m.a. sent frá sér sameiginlega áskorun til stjórnvalda um almennar aðgerðir í þessu málum.  Það sé nauðsynlegur liður í að ýta hagkerfinu aftur af stað.

HH eru áfram um að húsnæðislánin verði leiðrétt

Leiðrétt?  Hvers vegna?  Jú, því klárlega er verið láta lántakendur eina taka ábyrgð á hruni efnahagskerfisins og allar forsendur fyrir lánasamningnum löngu brostnar.  Hvar er ábyrgð lánveitenda í þessu samhengi?  Öll þau greiðslumöt sem bankarnir, lögðu til grundvallar fyrir húsnæðislánum eru löngu fokin út í veður og vind með hruni krónunnar og verðbólga hefur verið langt umfram markmið stjórnvalda nánast allar götur síðan krónunni var fleytt.

Vísitala neysluverðs er einnig vafasamur mælikvarði.  Ef einhver efast um það bendi ég á grein sem Einar Árnason, hagfræðingur BSRB, hefur ritað og ég birti á bloggi mínu: http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/815990/

Ég get á engan hátt tekið undir þau sjónarmið að verið sé að gefa lántakendum peninga.  Þess konar ölmusupólitík er hreinlega móðgun við heiðarlega borgara sem hafa hingað til verið með allt sitt í skilum og gerðu það eitt af sér að treysta bankanum sínum og stjórnvöldum.

Ég spyr einnig hvers vegna stjórnvöld gera svo hrikalega upp á millil sparnaðarforma.  Hvers vegna er sparifé þeirra sem settu sitt í fasteign ekki tryggt á sama hátt og það sparifé sem sett var í t.d. peningamarkaðssjóðina?

Þórður Björn Sigurðsson, 1.3.2009 kl. 09:19

5 identicon

Að fólk sem fær fjárhagslega hjálp verði undanþegið bankaleynd og með öll sín persónulegu fjármál opinber, finnst mér ófært.  Fólk hefur kannski ekkert til saka unnið nema skulda.  Það er ekki öllum almenningi að kenna að bankarnir fóru á hausinn og gengið flaug upp úr öllu valdi. 

EE elle (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 11:21

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

  • Þarna erum við ekki sammála Bjarni/þetta er planið sem vinstri menn hafa komið til mín þið sem viljið og við leysum vandan,þarna ertu kominn á braut allaballana að láta fólkið knékrjúpa og biðja um ölmusu/þetta minnir menn á öfgasöfnuðina/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.3.2009 kl. 12:17

7 identicon

Tek undir með Þórhalli Heimissyni varðandi fjármál heimilanna.

Vil ,minna á að í landinu er líka fólk sem er að kafna í skuldum v/margvíslegra óhappa - og hefur ekki neinar fasteignir að verja; aðeins "matarpeninga sína, hvern mánuð".

Þetta er fólkið sem árum saman hefur "varla getað snúið sér við eða keypt sér kaffibolla" vegna ófara í fjármálum .... innheimtugjöldum, "ásókn innheimtufyrirtækja" og háum vöxtum bankanna.... Fólk sem reynir og reynir, en má í raun við svo litlu hvað varðar fjárhagslegar uppákomur að það stendur alltaf á bjargbrúninni, þrátt fyrir heiðarleika og ítrustu tilraunir til að "standa í skilum". Sprungið dekk, ónýt þvottavél, brotin rúða, biluð eldavél..... allt fer úr skorðum þegar hlutir af þessu .... og sambærilegu tagi.... gerast.

Þeir sem ekki þekkja sífelldar hrakfarir (þrátt fyrir mikinn vilja til að vera skilamaður) eiga ýmis orð yfir slíka skuldara og brigsla þeim um "að kunna bara ekkert með peninga að fara", "eyðslufíkn" o.sv.frv. í hið óendanlega.

"Ætlarðu ekki að fara að láta gera við þessar tvær framtennur"'!Hahahah? Fyrir hvaða peninga? - O.sv.frv.

Ef til vill var einhver búinn að nefna nákvæmlega þetta... það hefur það. Þá hefur þessa bara verið getið tvisvar og annað eins hefur nú gerst.

Óskir um góða kosningu - og kvittera hér undir með trú minni á

að heiðarleiki, mannúð og heildaryfirsýn muni einkenna þau verk sem L hreyfingin stendur fyrir.

Helga Ág.

P.S. Það er leitt að sjá að L-ið hefur verið notað nyrðra og áreiðanlegt að ekki var það ætlan nokkurs manns að varpa skugga á það, né "stela" þessum bókstaf. Gæti ekki í raun alveg átt sér stað að fólki sem vald L sem listabókstaf hafi hreint ekki verið kunnugt um hitt hlutverk stafsins? Hef meiri trú á því en öðru í þessu sambandi. Enda hers vegna ættu menn að vilja endilega ná sér í listbókstaf "af einhverjum"? Fyrr mætti nú vera barnaskapurinn.

H.Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 12:22

8 Smámynd: Hjalti Tómasson

Mig langar að spyrja í fyllstu alvöru ; Burt séð frá því hvort þessar tillögur eru raunhæfar, trúa menn því virkilega að framsókn og sjálfstæðismenn myndu gera alvöru úr svona loforðum ? 

Miðað við ferilskrá þessara flokka þá þykir mér ekki líklegt að þeir muni setja svona loforð framarlega á verkefnaskrá sína. Ekki er að merkja neina grundvallarbreytingu í stefnu flokkanna í hugmyndafræðinni sem sett hefur okkur í þá stöðu sem við erum í núna. Meðan svo er ekki, svo maður nefni nú ekki þá smámuni eins og vilja til að axla ábyrgð á hlutdeild sinni í stjórn lýðveldisisns og aðdraganda hrunsins undanfarna áratugi, þá er lítil von til þess að heimili og einstaklingar muni njóta einhverrar ástar eða umhyggju þeirra. Sjálstæðisflokkurinn var að gefa okkur góða skýringu á vandamálinu, það var stefnan sem brást, ekki fólkið. Það tók tuttugu ár og hrun heils lýðveldis til að komast að þessari niðurstöðu, sem ber fólkinu sem framfylgdi stefnunni ekki gott vitni og vekur spurningar um hvort þetta fólk hafi þá verið og sé, starfi sínu vaxið.

Sé mönnum alvara með orðum sínum um breytingar liggur beinast við að viðurkenna ábyrgð og leggja fram tillögur sem eru raunhæfar til lausnar þessari áþján sem gerðir þeirra hafa leitt yfir landslýð, til dæmis að gefa út óhyggjandi yfirlýsingar um afnám verðtryggingar, breytingar á skattalöggjöf í átt til sanngirni, breytingar á lögum um fjármála og bankastarfsemi ( þ.e. jafna aðstöðumun banka og viðskiptavina ) breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum breytingar á gjaldþrotalögum og fleira mætti nefna til að skapa sátt í þjóðfélaginu.

Öll þessi forðast gökmlu valdaklíkurnar eins og heitan eldinn, í besta falli eru gefnar út óljósar yfirlýsingar sem hægt er að túlka eftir hentugleikum.

Lausnin felst ekki í skyndilausnum sem lítið gera annað en að lengja í snörunni, lausnin er að koma með tillögur sem virka til frambúðar svo fólk geti farið að lifa eðlilegu lífi á ný án þess að missa svefn yfir fjár og eða atvinnumálum.

Er þessu fólki treystandi, maður bara spyr sig.

Hjalti Tómasson, 1.3.2009 kl. 15:32

9 identicon

Þetta er satt hjá þér Hjalti. 

EE elle (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband