Styðjum baráttu Helga í Góu

Helgi Vilhjálmsson sælgætisframleiðandi er einn af þessum óbilandi baráttumönnum. Ég hvet alla sem þetta sjá til að skrifa undir undirskriftasöfnunina hjá honum, http://www.okkarsjodir.is/

Þar hreyfir hann  mikilsverðu máli sem er brask og hálaunastefna lífeyrissjóðakerfisins. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessum sjóðum okkar nú í kreppunni og sumir ganga reyndar svo langt að telja þá gjaldþrota,- sem er vitaskuld túlkunaratriði rétt eins og þegar talað er um þjóðargjaldþrot...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

3

Góðan daginn,

Held að Helgi í Góu sé einlægur í sínum málum - afhverju geta lífeyrissjóðir ekki átt húsnæði fyrir eldri borgara eða rekið dvalar- og hjúkrunarheimili? Fengið arð í formi leigutekna? Þa hefði tapið ekki orðið svona mikið hjá þeim.

Held að lífeyrissjóðirnir hafi tapað meiru en 15% - því miður.  Held að það þurfi að endurskoða þá frá grunni. T.d  eru stjórnarmenn hæfir? Kunna þeir að lesa úr ársreikningum, kennitölur og  eru þeir með færni til að sjá hvað er í lagi og hvað ekki? Afhverju eru atvinnurekendur í stjórnum lífeyrissjóða? Er það til að þeir geti fjárfest með peningum lífeyrissjóða í félögum þar sem þeir eru hagsmunaaðilar/kross-hagsmunir í hlutafélögum

Afhverju eru lífeyrissjóðir að greiða stjórnarmönnum há laun - ef þeir eru ekki að missa nein laun hjá sínum atvinnurekendum vegna funda? Ættu þeir ekki eingöngu að greiða launatap? Þetta eru ,,okkar" peningar. Þegar talað var um of(ur)laun þeirra sem stjórna lífeyrissjóðum - þá var svarið að þeir bæru svo mikla ábyrgð - hver er ábyrgðin?

Hvað með boðsferðir? Ef starfsmenn lífeyrissjóða þurftu að fara erlendis til að kynna sér mál - ætti þá ekki atvinnurekandi að greiða? Ef einhver þiggur boðsferð eða eitthvað annað frá hagsmunaaðila - er þá hinn sami hlutlaus?  Held ekki. Allir vilja fá eitthvað fyrir sinn ,,snúð", ég er hrædd um að ekki alltaf hafi verið verið að hugsa um hag þeirra sem greiða í lífeyrissjóðina.

Held að í flestum lífeyrissjóðum séu forsvarsmenn verkalýðsfélaga og atvinnurekendur 50/50% af stjórn. Er ekki erfitt fyrir verkalýðsformenn að beita sér gagnvart stjórnarmönnum lífeyrissjóða sem eru forráðamenn fyrirtækja sem þeir eiga að semja við? Geta þarna verið hagsmunaárekstrar?

Hvað verður til að greiða lífeyri til okkar í framtíðinni?

Inga (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 15:47

2 identicon

Af hverju byggir Helgi Vilhjálmsson sælgætisframleiðandi, einn af þessum óbilandi baráttumönnum, ekki sjálfur dvalar- og hjúkrunarheimili?  Þar getur hann ráðskast með pening sem hann á sjálfur.

Jóhann (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband