Samfylkingin er í lykilstöðu

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í stefnuræðu sinni á fundi Samfylkingarinnar að flokkurinn vilji áfram sjá Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu. En flokkurinn gaf ekki út jafn bindandi yfirlýsingu og VG um að starfa ekki með íhaldinu.

Raunar ber hærra kröfuna um að samstarfsflokkur eftir kosningar fari í ESB-leiðangur með krötum.Krafan Evrópa fyrst vísar til þess að ef VG verður með múður verður hægt að semja við aðra, t.d. Sjálfstæðisflokk...

Þar með er það orðið sem ég skrifaði svolítið um hér fyrir helgi að ESB-flokkurinn er kominn í lykilstöðu varðandi stjórnarmyndun eftir kosningar. Lykilstöðu sem VG gat haft en klúðraði. Nánar hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kommar og íhald geta ekki farið saman í stjórn aftur. Eina raunhæfa stjórnin er Samfylking og VG. Þjóðarinnar vegna skulum við vona að þeir hafi nægan meirihluta án Framsóknar. Íhaldið verður bara að kyngja því að það vill þá enginn og sama gildir um Framsókn.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 09:54

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

...aftur. hvenær voru kommar og íhald saman í stjórn síðast baldur, það var einhverntíma í fornöld, fyrir daga okkar beggja er það ekki!

Bjarni Harðarson, 30.3.2009 kl. 11:09

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það sæmir ekki væntanlegum þingmanni að snúa út úr fyrir okkur gamlingjunum!

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 11:15

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

fyrirgefðu baldur en á ég virkilega að trúa því að þú kallir esbkratana í samspillingunni komma,- það sæmir þér ekki sem sögulega þenkjandi manni að setja svo stórt heiti á þann söfnuð... (nú er ég orðljótari en ég má en laggó)

Bjarni Harðarson, 30.3.2009 kl. 12:19

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heimurinn breytist og mennirnir með, við íhaldsmenn erum ekki eins og forverar okkar fyrir hálfri öld, og sama gildir um kommúnista. Það er uppruninn og hugarfarið sem sker úr. Mannhatrið, mannfyrirlitningin, eineltistiláráttan, beiskjan, ómennskan, letin, sviksemin, lygin, óráðvendnin, siðleysið, sjálfhverfan, heimskan - öll kommaarfleifðin lifir enn þá góðu lífi í Samfylkingunni.

Mér líkar miklu betur við Vinstri Græna. Það er heiðvirt fólk upp til hópa þótt það sé vinstri sinnað. Það er besta mál að hafa þá í stjórn. Verst að þeir vilja ekki þýðast okkur íhaldsmenn en það verður þá að hafa það.

Baldur Hermannsson, 30.3.2009 kl. 12:37

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Síðasta innlegg Baldurs Hermannssonar get ég nánast tekið undir að fullu.

Þetta með ,,upp til hópa" er hinsvegar ekki rétt, svo mikið veit ég þó vart af unglingsaldri í pólitískum skilningi mælt.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 30.3.2009 kl. 13:21

7 identicon

Stórsnjalli Baldur Hermannsson!

 Frábær upptalning á Samfylkingunni!

 Jafnvel sjálfur " Kalli Sveins" gæti vart talið upp jafn fjölskrúðug lifandi lýsingarorð um Samfylkinguna!

 Gleymdu ekki, að heilög Jóhanna er EINI EÐALKRATINN sem eftir er í þeim jurtagarði !

 Löngu áður en hún nær 100 árum ömmu gömlu, verður "hennar tími löngu liðinn" !

 Með Jóhönnu gengna, verða " kommar" og Kvennalistakellur allsráðandi - og fljótlega þar á eftir Samfylkingin öll!

 Í dag stjórnar mærin J., með nefið bókstaflega í öllu - eða sem Rómverjar sögðu.: " Omnia suspendes naro" - þ.e. " með nefið ofaní öllu" !! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:27

8 Smámynd: Bjarni Harðarson

þetta er skemmtileg sleggjudómaumræða þegar vitaskuld eru bæði eðalfólk í hópi krata og komma,- en í minni sveitamennsku drakk ég í mig þá fordóma (sem ég lít frekar á sem sagnaskemmtan en sannleika) að kommar væru virðingaverð fyrirbæri fyrir kokhreystina og ákveðin heilindi en kratar svo sannarlega lægsta skepna jarðarinnar...

Bjarni Harðarson, 30.3.2009 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband