Mútuhneykslin og bankaflokkarnir

Spillingarumræðan á Íslandi slær ný met með hverri viku og nú er komið að ákveðnum upphafsreit þegar REI málin koma aftur upp á yfirborðið. Þar reyndu Jón Ásgeir og félagar að bjarga vonlausu viðskiptaveldi með gripdeildum í orkufyrirtækjum Reykvíkinga.

Það þarf enginn að láta sér detta í hug að þetta sé eina dæmið um greiðslur sem verða skoðaðar eins og hvert annað mútuhneyksli. Við eigum eftir að sjá hverja svona sprengjuna á fætur annarri á næstu vikum. 

Það var ljóst að við áttum mikið í vændum þegar Davíð Oddsson hélt því fram fyrir nokkrum vikum að fjöldi stjórnmálamanna í landinu væri flæktur í óeðlileg hagsmunanet bankanna.

Verum þess minnug að upphaf alls þessa má rekja til þess að ríkið "seldi" þrjár ríkisbankastofnanir til þriggja viðskiptahópa sem höfðu hver sinn stjórnmálaflokkinn að bakhjarli. Íslandssaga framtíðarinnar mun skilgreina þessa flokka sem bankaflokka, flokka sem fengu einn banka á kjaft í einu misheppnaðasta einkavæðingarferli Íslandssögunnar.

Og Íslandssagan mun líka segja okkur frá því að fyrstu viðbrögð þjóðarinnar við þessum ósköpum var af sömu ætt og krafa afganskra kvenna um að fá áfram að vera undir stjórn talibana. Í ótta sínum leitar meirihluti almennings til sömu flokka og lék samfélagið hvað verst og skildu hér eftir brunarústir...


mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér finnst þú nú hafa stungið af með L-listann í óþökk flestra þjóðhollra manna, Bjarni minn. Hvernig datt þér annað eins í hug?

Jón Valur Jensson, 10.4.2009 kl. 02:10

2 Smámynd: Offari

mér sýnist að nýtt hrun sé hafið.  Flokkahrunið.

Offari, 10.4.2009 kl. 02:16

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Það koma aðrar kosningar eftir þessar sem framundan eru, og það mjög líklega fljótt.  L - listinn listi fullveldissinna er komin til að vera.   Fólkið í landinu fer að vakna og átta sig, nema það sé haldið Stokkhólms heilkenninu eins og þú nefndir Bjarni.  Takk fyrir frábærar veitingar Bjarni, þú og konan þín eru höfðingjar heim að sækja. Bið að heilsa í bæinn þinn.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 10.4.2009 kl. 07:15

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Bjarni

Þú mátt ekki gleyma því að aðalvefarinn að spillingarnetinu og græðgisvæðingunni var Davíð Oddsson. Hann sem var líka aðalhöfundur að eftirlaunafrumvarpinu og ýmiskonar sjálftöku.

En nú er vor í lofti. Úrval flokka er meira en nóg. Lóan og sunnanvindar komnir frá Evrópu. Það virðist hinsvegar bara einn flokkur gera sér grein fyrir því að það er nauðsynlegt að hafa góð tengsl yfir sundið.

                     Með góðri páskakveðju,   G

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.4.2009 kl. 09:04

5 identicon

Þetta er rétt hjá þér.

Núna er það því sjálfsögð krafa að allir flokkar komi með opið  bókhald frá því fyrir kvótagjafirnar og bankaránin. Þar byrjaði sukkið sem kom þjóðinni í þrot. Og enginn þeirra getur talist trúverðugur fyrr en það hefur verið farið í saumana á hver mútaði hverjum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:53

6 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

Takk fyrir góða athugasemd og ekki gleyma þætti Halldórs Ásgrímssonar og framsóknarflokks.

Aðalsteinn Tryggvason, 10.4.2009 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband