Lýðskrumið í hæstu hæðum

Ætli Tryggvi Þór og Bjarni Ben. telji sig of góða til að lesa samflokksmann sinn Pétur Blöndal alþingismann sem skrifar ágætan pistil í Moggann í gær þar sem hann reynir heiðarlega að tala von í þessa þjóð og bendir réttilega á að ástandið er ekki nálægt því eins slæmt og lýðskrumsdeildir stjórnmálaflokkanna halda fram. Hægri flokkarnir sem fyrr meir stýrðu landinu fara nú mikinn í að halda því fram að

- landið sé nú alveg að fara á hausinn (þessvegna megi vinstri menn ekki stjórna) - sem er mikil rökleysa.

- öll heimili í landinu séu á heljarþröm og því verði ríkissjóður að gefa öllum pening, helst svona 20% eftirgjöf allra skulda. Ríkissjóður hefur aldrei verið verr búinn til að leika slíkan jólasvein og mikilvægt að nota þá litlu peninga sem til eru af mikilli varkárni.

- kratarnir aftur á móti halda stíft við að allt sé í rauninni í lagi bara ef við samþykkjum innlimun í evrópskt stórríki en því trúir nú enginn.

En semsagt, lesið grein Péturs, hún heitir Von og er góð lesning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Er Bjarni bara orðin bjartsýnn eftir sinnaskiptin?????/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.4.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þetta er góð grein hjá Pétri Blöndal.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.4.2009 kl. 16:02

3 identicon

Ég tek undir þetta. Pissukeppni stjórnmálamanna sem snýst um það hver geti verð með mesta bölsýni og neikvæðni er löngu orðin óþolandi.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 16:53

4 identicon

Endurtek:

Þeir sem óttast að ESB taki yfir auðlindir Íslands ætla að kjósa flokk sem vill ekki nýta þær! 

Glúmur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 17:23

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fín grein hjá Pétri eins og við var að búast. Topp maður. 

Ég tek undir með Glúmi að það gætir ákveðinnar mótsagnar milli forsenda þess hvernig þú ætlar að verja atkvæði þínu og stefnu hins útvalda flokks í auðlindamálum.

Þú ættir kannski að sortera það áður en þú ferð að krefja aðra um skýringar á sínum málum.

Ragnhildur Kolka, 24.4.2009 kl. 17:53

6 identicon

Nú er það ljóst Bjarni að á bak við tjöldin stefnir VG með Samfó í ESB?

Hvernig getur þú stutt VG við slíkar aðstæður?

Hermann (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:23

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

VG hefur sett handbremsuna á ESB hraðlestina. Það er ótrúlega ömurlegur málflutningur SF að allt leysist með ESB aðild. Það þarf ekki að líta lengra en til Írlands, Spánar og gömlu Eystrasaltsríkjanna. Það er líka viðvarandi atvinnuleysi á meginlandinu og Þjóðverjar eru farnir að sakna þýska marksins. Það er einnig alrangt að VG vilji ekki nýta auðlindir landsins. Hvert starf í álverksmiðjunni á Reyðarfirði kostaði 230 milljónir króna. Álverð hríðfellur og miklar birgðir hafa hlaðist upp. Einu lausnir íhaldsins í atvinnumálum eru 2 nýálver. Hverjar verða lausnirnar þegar búið verður að ráðstafa allri orkunni til álframleiðslu? Orku sem nú er seld á smánarverði.Mér fundust lokaorð Steingríms góð í gærkvldi. VG er heiðarlegur flokkur og ekki gjörspilltur af mútum eins og D, SF og B. Þessutan var neiið við ESB dellu SF mjög afgerandi. Það yrði þjóðinni til farsældar að VG yrði orðinn stærsti flokkur þjóðarinnar þegar þessum fallega degi lýkur.

Sigurður Sveinsson, 25.4.2009 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband