Þjóðarsátt eða krataklastur

Ég veit að það er ljótt að stela og tekst yfirleitt að stilla mig um allt slíkt en þegar talið berst að hinni nýju þjóðarsátt get ég ekki stillt mig um að birta mynd sem datt inn í tölvuna mína af Moggavefnum. Hún segir eiginlega allt sem segja þarf um það að þetta sem kallað er stöðugleikasáttmáli og ku sátt um það eitt að Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson verði sammála um að Ísland lúti stjórn Jóhönnu og sigli inn í Evrópu. O tempora o mores...

 

502438_870338.jpg

 

(Semsagt, listræn ástarmynd rænt í pólitískum tilgangi af Moggavef, ljósmyndari að ég held Axel.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Gleymum ekki að Jóhanna sagði daginn fyrir kjördag.: " ESB snýst um VINNU og velferð"

  Þar af leiðir að eðlilegt verður að telja, að Vilhjálmur og Gylfi gerist krossfarar ESB, sérstaklega miðað við eftirfarandi óhrekjanlegar staðreyndir.

 Atvinnuleysi í júní s.l..:

 Spánn 19,3%

 Litháen 13,9%

 Lettland 14,7%

 Írland 11,2%

 Svíþjóð 10,4%

 Bretland 9,6%

 Frakkland 8,7%

 Já. " Vinna og velferð" !!!

 Rétt sem Rómverjar sögðu.: " O tempora o mores" !" ´þ.e. "Hvílíkir tímar, hvílík ráð" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já satt segirðu Bjarni,þetta segir allt sem  segja þarf/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.6.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Ætli fari ekki að vera tímabært að leggja til sameiningu ASÍ og SA ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Samherjar í samráðskerfinu (a la corporatisma eins líkama þjóðfélagslíkans Mussolinis). Sátt hverra? Áður en en þjóðarsáttin er búin til, þarf að finna hentuga þjóð.

Þorri Almennings Forni Loftski, 28.6.2009 kl. 06:38

5 identicon

Það er vona að þeir ESB vopnabræður vilji helst kalla þennan sáttmálgjörning sinn "Stöðugleikasáttmála" Evrópusambandið hefur nefnilega um margra ára skeið verið Bandalag sem einkennst hefur af stöðugleika um stöðnun og atvinnuleysi.

Nú þarf að venja þjóðina við.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 10:11

6 identicon

Þú getur kallað þetta hvað þú vilt, Bjarni. En allt  eru aðgerðir sem beinast að því að moka Framsóknarflórinn,  gera hreint  eftir þinn gamla  flokk.

Eiður (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 10:54

7 identicon

...allt  eru þetta  aðgerðir...

Eiður (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 10:55

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það merkilega við þetta allt saman er að það hefur enginn sest niður og dregið saman afleiðingarnar af aðgerðum sem er verið að gera hér og það í kerfinu. ´

Það er t.d. merkilegt að það á að hlífa láglaunafólki en sennilega verða öryrkjar meira skertir en hálaunafólk með aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.6.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband