Kjósum af okkur Icesave

Ég er í þeim hópi sem hefur óákveðinn þegar kemur að Icesave-málinu en eftir því sem meira í þeirri gjörð allri skýrist því mikilvægara sýnist mér að við Íslendingar höfnum samningunum eins og þeir liggja fyrir í dag og setjumst að nýju niður með "vinaþjóðum" okkar í Evrópu.

Auðvitað er samningsstaða okkar vond en þó ekki svo slæm að ekki megi útkljá málið fyrir dómsstólum og allt tal um að við verðum frystir í alþjóðasamfélaginu er hræðsluáróður. Því sama var hótað í landhelgisdeilunni og það er mikill misskilningur að halda að heimurinn versli við Ísland af vorkunnsemi. Við erum matarkista og það gildir meira en gagnslausar hótanir gamalla nýlenduvelda.

Nú er kominn af stað undirskriftasöfnun á vefnum kjósa.is þar sem heitið er á forsetann að sýna myndugleik og vísa Icesavemálinu til þjóðarinnar. Skrifum öll undir!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Önnur sjónarmið hafa fengið inni í fjölmiðli!!! 

Þó ekki RÚV.

http://www.visir.is/article/20090630/SKODANIR03/654979391

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 11:43

2 identicon

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 11:43

3 Smámynd: Hippastelpa

Ef AGS snýr baki við okkur og við getum ekki staðið við skuldbindingar okkar á öllum hinum lánunum verður annað hrun hér miklu stærra en það síðasta. Það er það sem er yfirvofandi hotunin ef við göngum ekki að þessu. Það er þannig sem þeir hafa okkur í þumalskrúfum. Jú jú við getum neita að borga og heimtað dómsmeðferð en verðum kannski orðin gjaldþrota þjóð áður en við komumst fyrir dóm.

Hippastelpa, 30.6.2009 kl. 12:07

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammál þessi Bjarni búin að kjósa /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.6.2009 kl. 12:07

5 identicon

Félagi Bjarni !

 Steingrímur J., sagði í október s.l..: " UPPREISN EF ÍSLENDINGAR YRÐU LÁTNIR GREIÐA" !

 Sannkallaður Dr. Jyckel og Mr. Hyde !

 Nýjan samning.

 Greiðum EKKI 5,5% vexti !

 Útilokað að þrjú hundruð þúsund hræður greiði 900 MILLJARÐA !

 3 milljónir á hvert mannsbarn - frá elsta öldungi til nýfætts hvítvoðungs !

 900 MILLJARÐA mætti nota til að reka Landsspítalann næstu ÞRJÁ ÁRATUGI !

 Spurning.

 Hver hefðu viðbrögð Steingríms J., verið, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið í stjórn og látið Hannes Hólmstein stjórna samningaviðræður um Icesave ?? !!

 Stappar nærri LANDRÁÐUM ef gömlu " kommanir" tveir - Svavar G., og Steingrímur J., ná að gera þjóð okkar að öreigum .

 Enginn óbrjálaður maður samþykkir óútfylltan víxil, slíkt er og lögleysa.

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Ubi ius incertum, ibi ius nullum" - þ.e."óvissan útilokar lögin". !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 14:40

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er aumkunarvert að sjá fólk halda fram hræðslu-áróðri ríkisstjórnarinnar. Við eigum marga góða kosti í stöðunni og ekkert nema eigin aumingjaskapur að standa ekki í fæturna gagnvart ESB. Horfum bara til landhelgisdeilanna eins og þú gerir Bjarni.

Okkur er til dæmis engin nauðung að hvíla áfram í faðmi AGS. Við getum auðveldlega komið upp sterkum gjaldmiðli og það kostar ríkið nær ekkert. Við getum og eigum að hafna greiðslum vegna Icesave. Í stað þess eigum við að krefjast bóta af ESB og Bretum fyrir það tjón sem þeir hafa valdið okkur.

Okkar vandamál er ekki útlendingar heldur Sossarnir í Samfylkingunni og annar innlendur skrælingja-lýður.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.6.2009 kl. 20:23

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Já Bjarni, ég skrifaði mig inn á www.kjosa.is áðan. Engin haldbær afsökun er fyrir því að hafa ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Það mætti þá amk. hafa Gallup könnun, hún myndi sýna vilja þjóðarinnar!

Ívar Pálsson, 30.6.2009 kl. 22:15

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ztórzammælgazt....

Steingrímur Helgason, 30.6.2009 kl. 23:57

9 identicon

Hættum þessu röfli og samþykkjum Icesave, þetta er ekki það versta sem getur komið. Við íslendingar erum sterkir og komumst yfir margt en hér erum við algjörlega búnir að kúga á bakið okkar.  Vinnum heldur saman í því núna að finna falin pening frá útrásarösnum sem ganga en um. Bernie Madoff var tekin á 3 mánuðum hvað erum við að passa uppá eða hverja er verið að passa???????? Það verða dekkri dagar framundan ef icesave er ekki samþykkt og þá mun ég örugglega loka mínu litla fyrirtæki. Tel mig ekki lengur fylgja neinum flokki og þoli ekki svoleiðis tengsl lengur. Icesave er ekki glæsilegt en það er fyrsta skrefið og klóset pappír sem okkur vantar.

Hér er svo ein en hugmynd um sparnað, minnka Alþingi niður í 39 úr 63 þingmönnum . Það eru ekki margar þjóðir sem eru með 1 þingman per 5000 íbúa.

Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 10:54

10 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Mega FYNDIÐ að RUGLIÐ í SAMSPILLINGUNNI skuli leiða til þess að SteinRÍKUR fái þingmenn sýna til að framkvæma "haraki" á sér & flokknum til að ÞÓKNAST XS - hvílíkir FÁBJÁNAR...!  Svo þarf Óli GRÍS að REYNA að útskýra fyrir ÞJÓÐINNI af hverju hann samþykkti Ice-SLAVE samninganna, í ljósi þess að hann var UPPLÝSTUR um að 60% af þjóðinni vildi ekki samþykkja þennan "nauðungarsamning" - "glæpsamlega háir vextir" - hvílkt saman safn af "spiltum FÁBJÁNUM" sem enda þarna inn á Alþingi!  Maður skammast sýn fyrir þetta lið og hér mun því miður allt loga í ILLDEILUM og ÓEIRÐUM í haust...!

"Við mótmælum ÖLL - kv. Heilbrigð skynsemi"

Jakob Þór Haraldsson, 1.7.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband