Klækjapólitík eða sinnaskipti Steingríms J.

Steingrímur J. Sigfússon fær alvarlega ádrepu frá nokkrum háttsettum flokksfélögum í eigin kjördæmi í bréfi sem fjölmiðlar birtu í dag. Undir bréfið skrifa m.a. bæjarfulltrúi VG á Akureyri, stjórnarmenn í svæðisfélögum og nokkrir meðframbjóðendur Steingríms J. Það er auðvitað sársaukafull aðgerð hjá þessu mæta fólki að verða að fara með gagnrýni sína á formann flokksins fram með þessum hætti en framtakið er lofsvert en bréfið í heild má lesa hér.

Í því segir m.a.:

Hvernig má það vera að eftir á allt sem undan er gengið og skýra stefnu flokksins í þessum málaflokki ætlir þú Stengrímur J. Sigfússon að styðja frumvarp um aðildarumsókn Ísland að Evrópusambandinu. Ef ekki hafa orðið sinnaskipti hjá þér þá hlýtur að vera ætlan þín að flækjast fyrir málinu á öðrum stigum málsins. Ef svo er ert þú farinn að stunda þau klækjastjórnmál sem að mínu viti var verið að berjast gegn í búsáhaldarbyltingunni og Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur svo oft fordæmt....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því miður þarf miklu meira til en þetta bréf, svo að helför VG verði stöðvuð. Nú verða allir þjóðhollir VG-menn að láta til sín heyra. Ef ESB-umsóknin verður samþykkt, er það á ábyrgð VG og þjóðin mun aldreigi fyrirgefa svona hroðaleg svik.

Spyrja má um siðferði þingmanna VG. Hvernig geta yfirlýstir fullveldissinnar starfað áfram í hópi málefna-svikara ? Þeir hljóta að velta fyrir sér, hvort þeir eiga að segja skilið við flokkinn núna eða eftir að atkvæðagreiðsla um ESB-inngönguna hefur farið fram. Heiðarlegt væri að þeir settu núna skilyrði fyrir áframhaldani starfi fyrir VG.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.7.2009 kl. 00:57

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Hafi Vinstri hreyfingin Grænt framboð einhvern dug eftir þá slíta þeir þessu stjórnarsamstarfi til þess að framfylgja þeim hugsjónum sem þeir hafa á borð borið og verið kosnir til þingstarfa fyrir.

Að öðrum kosti verður sá flokkur að engu og gengur inn í öfgaforsjárhyggjukapítalisma Samfylkingarinnar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.7.2009 kl. 02:45

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú hefur Ragnar Reykás fengið verðugan meðbiðil til titilsins mesti vefarskjatti og vindhani íslandssögunnar.

Svo eru þeir ansi líkir í sjón.

Skyldu þeir eiga eitthvað annað sameiginlegt?

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 15.7.2009 kl. 09:27

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Bjarni, gott að til er fólk í flokknum sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er.  Mín skoðun er sú að þetta muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir VG, enda sýnist mér fylgið á hraðri leið niður á við.  Eru ekki dagar Steingríms sem formanns bara taldir ??

Sigurður Sigurðsson, 15.7.2009 kl. 10:26

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Bjarni minn, var það ekki þetta sem þú kaust ?

G. Valdimar Valdemarsson, 15.7.2009 kl. 11:05

6 identicon

Þingmenn Vinstri Grænna hljóta að fatta að ef þeir vilja að flokkurinn verði áfram til í núverandi mynd þá verða þeir að fella ESB-tillöguna. Geri þeir það ekki glata þeir öllum trúverðugleika.

Annars er skemmtileg umfjöllun um bréfið til Steingríms hér http://andriki.is/default.asp?art=15072009

Máni Atlason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 13:07

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Bjarni:

Fer ekki að renna upp sá tími að þið stórlaxarnir, sem ég vil kalla, helstu andvígismenn ESB aðildar og Icesave samningsins boði nú til almennilegs mótmælafundar á Austurvelli til að reyna að koma vitinu fyrir þennan sirkus sem nú fer fram í Alþingishúsinu ?

Þið verðið að vera forgöngumenn í slíkum mótmælum þannig að þau virki.  Ég skora hér með á þig og aðra velunnara Íslands að hefja skipulagða mótmælafundi.  Við verðum að koma í veg fyrir það að minnihluti þjóðarinnar nái að kúga meirihlutann með þessum hætti.

Sigurður Sigurðsson, 15.7.2009 kl. 14:03

8 identicon

Ég verð að segja að viðtalið í kvöld var algjör snilld.  Stóðst þig vel, og skyldir viðmælendur þína rökþrota og kjaftstopp, þótt þeim sé það ekki eðlislægt.  Rök ESB andstæðinga unnu í kvöld stórsigur!!

Gunnar Kristinn Þórðason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband