Tilræði í hlíðum Ingólfsfjalls

Jón Ingi Gíslason hanabóndi í Dóminikanska er Deðrekur af Kjarnholtum. Svoleiðis menn eru varasamir. Ég hélt í einfeldni minni að hann væri vinur minn en hann er mér greinilega ennþá reiður fyrir að ég kaus mussukommana í VG. 

Í kvöld plataði hann mig í fjallgöngu á Ingólfsfjall og sagði að ég ætti að vera leiðsögumaður. Talaði um að koma með tvær eða þrjár vinkonur með sér -en slíkt er gjarnan á svermi umhverfis Kjarnholtadeðreka. Ég tók því mína spúsu með til að gætt yrði að siðgæði enda ótrúlega veikur á svellinu við slíkar aðstæður.

En þegar til kom mætti Jón þessi með fleiri tugi af mjög vafasömum íþróttapésum. Þar á meðal Skagamönnum sem tóku sig til og hlupu á fjallið, fjallinu sjálfu, mér og sauðfé í hlíðum þess til ama og vanvirðu. Og ég sem var neyddur til að fylgja hópnum hné tvívegis örendur í ferð þessari en var komið á stað aftur með lyfjagjöfum, snickers orkuskotum og skensi en ætlaði þó varla að duga til. Það var ekki fyrr en ég sá mína egta flóafrenju æða á undan mér og komin í félagsskap með íþróttabelgjunum að ég ákvað að ég yrði að rísa til lífs og láta mig hafa það að gengið væri á þetta aldna og virðulega fjall með slíkum rassaköstum.

Allt var þetta þó mikil mannhætta sökum hjartsláttarkasta, fótriðu, mæði og almennra þreytuverkja og enginn vafi að þetta var tilræði og allt að því pólitískt morð sem hér var reynt. Ég mun á næstu dögum rannsaka hvort Jón Ingi sé orðinn hallur undir ESB og þessvegna svona annt um að koma mér fyrir kattarnef. Það kemur mjög margt til greina og málið þarfnast djúprar íhygli og rannsókna enda mun alvarlegra en nokkurntíma Icesave eða titlingaskítur útaf einhverjum matarklúbbi í Brusselinu.

Atvik þetta kennir mér að fara varlega í að ganga á fjöll og enn varlegar í vinfengi við Deðreka sem reka hanabúgarða á Dóminikanska.

Ég ætti auðvitað að vera sigri hrósandi að hafa lifað þessi ósköp af en bæði er ég með slíkum verkjum að ég ekki veit nema ég sé raunverulega dauður og í ofanálag gerir þessi árstími mig alltaf svoldið dapran þegar daginn fer að stytta svona skart og ég þarf ljós til að rata á stjákli hér um gangana á Bakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahah Jón Ingi hefur alltaf verið varasamur - og lagast ekkert!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 00:35

2 identicon

Dásamlega skemmtileg frásögn, og ég efa ekki að um tilræði hafi verið að ræða.

Þér er því víst vissara að fara varlega á næstunni því næst verður það trúlega úr launsátri

(IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Það er nú þokkalegt ef þú ætlar að fara að drepa þig á fjallgöngum þegar þjóðin þarf mest á þér að halda he he...

kv. Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.7.2009 kl. 00:48

4 Smámynd: Sjóveikur

ef verkirnir eru erfiðir, má reikna með því að það sé tóra í þér, ekki öruggt en sterkur grunur hjá mér, fyrir utan að það væru landráð af þér að drepast núna ljúfurinn

Besta kveðja og takk fyrir skrifin hingað til, sjoveikur

Sjóveikur, 22.7.2009 kl. 01:03

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ertu ekki bara lærisveinn Þórbergs, Bjarni minn – í öllu nema líkamsæfingunum. Kostulegur endirinn hjá þér, í ofanálag við allt hitt, og farðu nú að ná þér, líka þinni pólitísku heilsu. Og kjóstu aldrei aftur Vinstri græna*, annars færðu að dúsa í því svartasta til frambúðar.

* En kannski þú hafir trúgirnina líka frá Þórbergi ...

Jón Valur Jensson, 22.7.2009 kl. 01:20

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hihihi...kannski ESB sé skömminni skárra? Hver veit?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.7.2009 kl. 02:03

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Lymskuleg atlaga atarna að hrekklausum Flóamanni !

Sammála þér svo um dvínandi birtustig og vissan trega því fylgjandi.

Kveðja úr Vesturbænum,

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 02:04

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sól líkama okkar er ekki lengur á hæstum degi, svo mikið er víst.

Ég komst að þessu þegar ég flutti til baka frá Vestfjörðum og var að dudda úti í skúr við hiemili mitt, sem var það einnig fyrir vesturför mína.

ÞAr var hnallur nokkur úr járni, -sem ég hafði notað sem öryggi undir bíla þegar ég tjakkaði þá upp ,,- var fyrir mér og ég grip í kenginn ofan á honum og huggðist vippa hnallóderminu til, svona líkt og ég hafði svo oft gert ,,í denn" , brá svo við að helvítið vitrist jarðfastur.  ÉG gáði hvort helv. hefði gróði fastur en auðvitað var það lyftigetan sem hafði minnkað nokkuð.

Um hina sönnu Sólarstjörnu, vil ég segja, að ágústkvöldin eru bara ´romó og flott, náttúran bólgin af forðanæringu fyrir komandi vetur.  Öxin lúta að jörð full loforða fyrir næsta vor. 

Verr er með lyddurnar og hræðdda liðið sem stjórna nú landi voru.  Þeir eru viti sínu fjær af hræðslu og því óstjórnhæfir.

Með kveðju síðsumarsins

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.7.2009 kl. 10:43

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Til viðbótar.

Heilræði.  Ég missti vin minn eitt síðsumar úr fjallgöngu á fögru fjöllin vestra.  Þar fór mikill baráttumaður heiðarleika og sanngirni.  Sakna Einars míns ljúfa daglega.

Ekki ofreina þig ljúfur, ekki láta kappið fara með þig.

Bjarni Kjartansson, 22.7.2009 kl. 10:47

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert skemmtilegur að vanda, takk fyrir mig

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 10:57

11 identicon

Svona pistlar lyfta lífsandanum á hærra plan á erfiðum tímum. Takk fyrir þetta Bjarni !!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 11:02

12 identicon

Takk fyrir síðast félagi!

    Jú ég taldi verulega von til þess að VG yrði af atkvæði þegar blóðspýan stóð út úr eyrum og nösum hins fyrrum galvaska atkvæðis þeirra Mussukvenna á fjalli landnámsmannsins í gærkveld....En allt skilar sér þó heim að lokum ; atkvæði ,bóksalar , brottnumdar Flóafrenjur og góður húmör sem heldur andanum gangandi nú um stundir.

Jón Ingi Gislason (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 12:34

13 identicon

Þvílíkur sagnameistari sem þú ert Bjarni.  Það væri jafnvel hægt að fyrirgefa þér þína pólitísku villu fyrir fleiri svona sögur. 

Ingvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 13:40

14 Smámynd:

  Svo Ingólfsfjallið hafði þig ekki þessu sinni. Gott  var það

, 22.7.2009 kl. 15:08

15 identicon

Þú þarft bara að taka þennan mann með sömu aðferð og hann beitir á þig. Farðu að æfa fjallgöngur af krafti (en svo vitnum verði ekki við komið). Láttu svo slag standa, æddu á undan honum og biddu hann hvergi þrífast næst þegar hann ætlar að ganga frá þér á þennan hátt.

Gunnlaugur A. Júlíusson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 16:07

16 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Snilldarfærsla hjá þér og skemmtileg:)

Erla J. Steingrímsdóttir, 22.7.2009 kl. 16:21

17 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú hefur lag á að létta manni lífið og ekki vil ég missa þig fyrir björg, en láttu stjörnum prýdda athugasemd Jóns Vals þér að kenningu verða.

Ragnhildur Kolka, 22.7.2009 kl. 19:38

18 Smámynd: Páll Blöndal

Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggablogginu
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/

Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 01:33

19 identicon

datt'etta svona snöggt í hug:

Á bgrattann að sækja Bjagrni minn

bíðugr þess aldrei bægtur

Spúsan ríður ekki við einteyming

Sama hvergnig þú lætugr

stuðlar og höfuðstaðir ;)

t.jons (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 15:18

20 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta ágætt Bjarni og vel sagt/en maður gekk þarna sumarið 1949 var þá kaupamaður að Laugardælum,með mer vara mjög svo brattgengur drengur Arnór nokkur Hannibalsson,hafði vel við honum upp,en þegar niður var farið við Alviðru lentum við i klettum það var Halli ekki góður en Arnór á heimsvelli/Kvðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.7.2009 kl. 17:00

21 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Bjarni minn!

þú ert bara yndislega fyndin! Snilldarfærsla og frásögn!

Solveig Pálmadóttir, 23.7.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband