Mont og verðlaun fyrir peningastefnu!

Ég er oft tornæmur og þarf þá tíma til að melta hlutina. Þannig er með embættistöku nýs Seðlabankastjóra að ég beit í tunguna á mér í gærkvöld og hugsaði, það er rétt ég hugsi þetta betur. En þegar ég nú les og hlusta á fréttir af hinum nýja embættismanni öðru sinni er ég sannfærður um að nýr Seðlabankastjóri er of montinn.

Nú er engin pólitík lengur í bankanum segir bankastjórinn og er samt gamall Allaballi og trotskíisti. Bætir svo við í næstu setningu, ég er hvenær sem er til í að rífast um pólitík! Og meðan ég var í Seðlabankanum í gamla daga var allt í lagi og lítil verðbólga. 

Ég ætla ekki að draga í efa að Má Guðmundssyni er margt vel gefið en hans versti galli er drýldnin sem gerir að verkum að honum er ómögulegt að viðurkenna mistök og hann fer í vörn fyrir handónýta peningastefnu, bara af því að hann átti stærstan þátt í að móta hana. 

Staðreyndin er að engin mistök voru þjóðinni eins dýrkeypt á þensluskeiðinu og hávaxtastefna Seðlabankans sem leiddi af sér gengdarlausan austur á erlendu fé, lánsfé, inn í landið í gegnum jöklabréf og erlendar lántökur. Sama stefna var um leið hágengisstefna sem ýtti undir innflutning og neyslufyllerí en drap niður innlenda framleiðslu.

Þó vitaskuld beri hinir svokölluðu útrásarvíkingar mikla ábyrgð þá er það mín trú að þegar um hægist og kreppan á Íslandi verður gerð upp verði það einmitt verðbólgustefna Seðlabankans sem telst eiga í vinningin sem höfuðorsök ófara okkar. Og nú eru þeir menn sem mörkuðu þessa stefnu orðnir að yfirmönnum Seðlabanka Íslands. 

Guð láti samt gott ávita en líklegast er að skipan Más í embætti nú verði ein af skrýtlum endurreisnarinnar og við sem erum fyrir sögur vitum jú að skrýtlur eru mikilvægar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Tak nafni sæll.

Ég hef verið að vona á, að einhver sem er meira lesin í bloggheimum en undirritaður veikti á þessu.

Peningamálastefnan sem Samfó VG og flestir álitsgjafar í stétt Hagfræðinga hafa verið að bölsótast út í er einmitt undan rifjum hans og næstráðanda í Seðló nú í dag runnin.

Verðbólgumarkmiðin, vaxtaaðlögunin, flotgengi með verðbólguvæntingaraðlögun, allt eru þetta kerfi komin lóðbeint frá Má sem aðal Hagfræðing bankans.

Ekki dugði fyrir ,,pólitíkusa" að fara gegn ,,faglegu mati" Hagfræðinga bankans.

Ég veit að sumir sem voru taldir yfir Má settir, voru beygðir undir ,,faglegt" mat hans þar sem  Ráðherra efnahagsmála var einnig Hagfræðingur, nám sem ég er sí að missa trúnað á og halla mér enn frekar að Stærðfræði.

Margt er að koma upp og jafnvel aðal andskoti Davíðs, segið hann hafa haft á r´ttu að standa um Baugsmálin , þetta kom fram í viðtali við kauða í DV nú í dag.

 Með kveðju friðarins og von um góða haust uppskeru.

Miðbæjaríhaldið

Vonar enn að kartöflurnar grói í Ketlubyggð milli Rangáa þrátt fyrir næturforst um miðjan júlí og fall grasa

Bjarni Kjartansson, 22.8.2009 kl. 00:25

2 identicon

Kjartansson.

Hvers vegna var Hannesarjafni að ráða sig sem bankastjóra ef hannn ætlaði til eilífðarnóns að fylgja stefnu löngu hættra hagfræðinga sem settu fram stefnu sem var barn síns tíma.

Af hverju þurfti að snarhækka laun Hannesarjafna ef þetta var hans eina hlutverk.

Er Foli Fótalipri á leið heim á bæ?  Á nú að snudda utan í Hannesarjafna og vona að honum verði hleypt inn í hlýjuna?

marco (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hef heyrt vel af honum látið sérstaklega í samvinnu aðra og einmitt að hlusta á álit annarra, en inn á milli ku hann vera bessvisser. Óska honum alls besta.

Finnur Bárðarson, 22.8.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband