Bakkabræðalegar röksemdafærslur

Bakkabræður hafa verið í fjölmiðlum í dag og fullir vandlætingar.

Í fyrsta lagi vegna þess að talað væri af ábyrgðarleysi um lögbrjóta þá sem slett hafa málningu á hús og bíla.

Í öðru lagi vegna þess að fólk hrópaði um lögbrot útrásarvíkinga sem ekki væri fullvíst að nokkur væru.

Er engin mótsögn í þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Einu sinni átti eg hest-ofurlitið skjóttan-það var sem mér þétti verst-Þegar að dauðinn sóttan,////eg segi bara ekkert annað/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.8.2009 kl. 20:25

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mótsögn? Kem ekki auga á hana.... enda hálfblind ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2009 kl. 20:38

3 identicon

Those who live by the sword die by the sword, skrifaði Shakespeare á sínum tíma í Hamlet. Kannski að það sé að rætast hér, í yfirfærðri merkingu auðvitað.

Bjarni Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 20:44

4 identicon

Félagi Bjarni !

 Þú hittir naglann á höfuðið, þ.e. " ekki fullvíst um lögbrot útrásarvíkinganna"

 Hefurðu einhversstaðar á liðnum 10 mánuðum ,séð eða heyrt vitnað í lagabókstafi sem 100% staðfesta að útrásar-úlfarnir hafi brotið  landslög ??

 Sé svo, ber þér skylda að upplýsa yfirvöld hvar þá lagabálka er að finna !

 Það er meira en hörmulegt, - það er hreinlega grátlegt, en allt bendir til að orsakavaldar hrunsins muni um ókomin ár, baða sig í vellystingum praktulega, allir sem einn  - með búsetum erlendis !

 Horfumst í augu við staðreyndir.:

 Við Íslendingar erum bláeygð dvergþjóð - eyjaskeggjar við ystu höf -sem dönsuðum okkur fram af bjargbrúnni ! Flestir dönsuðu með !!

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " De pilo pendet" - þ.e. " Við erum komin á heljarbrúnina" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 20:47

5 Smámynd:

Fliss   Bakkabræður vita ekki hvað siðgæði er. En þannig er einmitt ástatt með svoleiðis fólk að því finnst það alltaf hafa réttinn sín megin.

, 26.8.2009 kl. 21:38

6 Smámynd: Rafn Gíslason

Eitt sinn fóru Bakkabræður í viðarmó; var það hátt uppi í brattri fjallshlíð. Nú rifu þeir viðinn og bundu byrðar til að velta ofan brekkuna.

Þá hugsaðist þeim að hvorki gætu þeir séð hvað byrðunum liði á leiðinni né heldur vitað hvað af þeim yrði þegar ofan kæmi.

Kom þeim þá það ráð í hug að binda einn þeirra bræðra innan í eina byrðina og skyldi hann hafa auga á byrðunum. Tóku þeir svo Gísla, bundu hann í eina byrðina og létu höfuðið standa út úr. Síðan veltu þeir byrðunum á stað og ultu þær ofan á jafnsléttu.

En þegar þeir Eiríkur og Helgi komu ofan fóru þeir að hyggja að bróður sínum og vantaði þá á hann höfuðið svo hann gat ekkert sagt þeim hvernig byrðunum hafði liðið né hvar þær höfðu lent.

Þó þeir Eiríkur og Helgi væru ekki orðnir nema tveir eftir sögðu þeir ávallt eins og áður þegar annar talaði til hins: "Gísli-Eiríkur-Helgi."

Það hef ég seinast frétt af þeim bræðrum Eiríki og Helga að þeir sáu tungl í fyllingu koma upp úr hafi og gátu síst skilið í, hvað það væri.

Fóru þeir þá til næsta bæjar og spurðu bóndann þar hvað þessi hræðilega skepna væri.

Maðurinn sagði þeim að það væri herskip. Við það urðu þeir svo hræddir að þeir hlupu inn í fjós og byrgðu bæði dyr og glugga svo engin skíma næði inn til þeirra, og þar er sagt þeir hafi svelt sig í hel af ótta fyrir herskipinu.

Eigum við ekki að vona að svipað fari fyrir þessum herrum.

Rafn Gíslason, 26.8.2009 kl. 23:28

7 identicon

Þeir fyrrverandi Bakkabræður voru alltaf skemmtilegir, og alltaf gátu þeir haldið Ferguson traktornum gangandi, ekki þó heimskari en það.

En þessir nýju Bakkabræður finnst mér ósköp leiðinlegir, og engu virðast þeir getað haldið gangandi, vonandi hverfa þeir inní afdalinn sinn aftur.

Robert (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 07:12

9 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sæl öll og takk fyrir umræðuna. Ég var kannski ekki alveg nógu skýrmæltur (eiginlega frekar skrollmæltur) í fyrstu athugasemd en það sem Bakkabræður fara fram á er að allir fordæmi af öllu afli skemmdarverk á eigum útrásarvíkinga en leyfi sömu víkingum að njóta vafans um að þeir hafi gert eitthvað af sér í fjármálum. Það að Bakkabræður hafi engin lög brotið er svona álíka sennilegt eins og Björgólfur hafi bara málað bílinn sinn sjálfur til að fá samúð...

Bjarni Harðarson, 27.8.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband