Icesave mótmæli í hádeginu

Aðgerðasinnar víðsvegar að boða til mótmælaaðgerða í hádeginu gegn yfirvofandi Icesave samningum með hávaðaaðgerðum á Austurvelli, Ráðhústorginu á Akureyri og yfirleitt allsstaðar þar sem fólk er tilbúið til að mótmæla.

Þetta eru síðustu forvöð til að mótmæla hinum óréttlátu og vitlausu Icesavesamningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Bjarni Harðarson

Er sammála þér. Að samþykkja skilmála við Ice-save samninginn er viðurkenning á að við tökum á okkur skuldir einkabanka.

Lögin 98/1999 um innstæður og tryggingasjóðinn gera ekki ráð fyrir ábyrgð ríkisins.

Að Alþingi samþykki að ríkið, almenningur, greiði skuldir einkabanka er glæpsamlegt. - Það verður að koma á stofn dómstóli til að rétta yfir þessu "hyski". Þingforsetinn gerði ekkert í því að áminna Sigmund Erni fyrir fyllirís-röfl, það segir ekki svo lítið hvernig komið er fyrir þinginu. - Ég segi "hyski" því að ræða þetta glórulaus af víndrykkju; og þingforseti lætur það viðgangast er vítavert. Ice-save málið er eitthvað það versta mál sem komið hefur fyrir þingið og með samþykki þess verður almenningur settur í skuldaþrældóm fyrir görðir einkafyrirtækja.

Því miður komst ég ekki á Austurvöll í dag. En ég er búin að fara oft þangað til að mótmæla.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband