Icesave samþykkt - afhverju?

Af hálfu Breta og Hollendinga hefur því verið haldið fram að íslenska ríkið beri fulla ábyrgð á starfi íslensku bankanna þar sem höfuðstöðvar þeirra hafi verið á Íslandi og eigendur þeirra íslenskir ríkisborgarar. Reyndar var aðeins hluti þessara íslendinga með fasta búsetu á Íslandi. En að sjónarmið sem þessi komi frá hinum gömlu evrópsku nýlenduveldum er í besta falli broslegt. Um aldir hafa breskir, hollenskir og aðrir evrópskir nýlenduherrar farið um lönd annarra þjóða með þeim yfirgangi að oft hefur tekið kynslóðir fyrir þjóðir að jafna sig eftir þær heimsóknir. Sumt hefur aldrei jafnað sig.

Þá hafa evrópskir togarar þurrkað upp fiskimið fjarlægra þjóða, evrópskar sprengiflugvélar lagt heimili fjarlægra íbúa jarðar í rúst, nú síðast í Írak. Og áfram mætti telja þær búsifjar sem heimurinn hefur orðið að þola vegna drottnunargirni evrópskra þjóða. Sumt af þeirri stefnu er kyrfilega auglýst í söfnum í Lundúnaborg og víðar sem full eru af fornleifum og dýrgripum framandi landa. Menningarsöguleg ómetanleg verðmæti sem hrifsuð voru með yfirgangi. Það fer afskaplega lítið fyrir tilraunum þessara þjóða til að bæta fyrir söguna, frekar að bætt sé í yfirganginn.

En afhverju samþykkir Ísland Icesave?

Sjá nánar í pistli á AMX, http://www.amx.is/pistlar/9184/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Ertu virkilega með áhyggjur vegna Icesave ??

 Óþarfi !

 Við Íslendingar eigum okkar bjargvætt - sameiningartákn þjóðarinnar - búsett á Bessastöðum !

 Sá afburða reiðmaður mun ALDREI undirskrifa Icesave lögin.

 Hversvegna ?

 Jú, yfir 70% þjóðarinnar móti þessum gjörningi.

 "Sameiningartáknið" mun ekki bregðast sinni þjóð.!!

 Búinn gleyma hvað hann sagði þann 2.júní 2004, þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin ?

 Þá sagði bjargvætturinn orðrétt.:

 " Ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja"

 Bóndinn á Bessastöðum bregst aldrei !!

 Hann er í dag okkur Íslendingum það sem Rómverjar sögðu forðum: " Dante Deo" - þ.e. " GUÐSGJÖF" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sko þetta að forseti okkar Ólafur Ragnar skrifi ekki undir hvort vegur þyngra þjóðin öll eða vinstra fólkið,þetta hlýtur að vefjast fyrir honum/auðvitað Bjarni ber að horfa til framtíðar með björtum augum,en maður bara getur það ekki við þessar aðstæður/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.8.2009 kl. 22:12

3 identicon

Það skilur enginn venjulegur maður hvað veldur því að yfirvöld svíkja þjóð sína inn í kúgun og nauðung.  Við sættum okkur ekki við það og munum ALDREI sætta okkur við það, Bjarni, Kalli, Haraldur.   Við ættum að fá lögmann og sækja  okkar vernd.  

ElleE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 22:28

4 Smámynd:

"ættum" og "skyldum" - kannski það sé það sem veldur því að ekkert fæst gjört!!!

, 28.8.2009 kl. 23:14

5 identicon

Það var bara spurnig um orðalag, Dagný.  Við skulum.  Og að vísu hefur fólk verið að ræða það í alvöru.  Og það er fólk sem hefur gert ýmislegt.  Við urðum þó undir, því ekki voru nógu margir sem hlustuðu. 

ElleE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:27

6 identicon

Já ég vona bara að Ólafur geti staðið í ístaðinu núna, og fyrir alla muni hangið á baki

Robert (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 08:24

7 Smámynd: Offari

Ég er nú ekki búinn að bóka það að Óli neiti að skrifa undir. Ég hef enga trú á að Steingrímur J hefði boðið þjóð sinni upp á þennan samning ef hann teldi að hægt væri að hafna þessu.

Það hefur hinsvegar aldrei komið fram hvað það var sem olli því að hann kom fram með þetta frumvarp.

Offari, 31.8.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband