Vont að kunna ekki sænsku

515772Ég held að ég hafi aldrei fundið fyrir neinni vöntun að geta ekki bloggað á sænsku - ekki fyrr en í dag að mig langar að blogga aðeins um Björgólfana og hvernig þeir hafa skilið við Ísland og á sænsku vitandi að allir sænskir sósíaldemókratar fara inn á síðuna mína, allavega ef hún nú bæði skyldi nú og myndi vera á sænsku...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Notaðu bara skandinavískuna þína -- þú hlýtur að hafa lært svokallaða dönsku í skóla.

Ef satt er sem þú segir að allir sænskir sósíaldemókratar fari inn á síðuna þína hljóta þeir að skilja skandinavískuna skár en þá eðalíslensku sem þú notar þar -- daglígdags!

Sigurður Hreiðar, 20.11.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bjarni

Það hjálpar smávegis að lesa þetta hér fyrst: Danir-Svíar-Norðmenn

Gamli prófessorinn minn í Árósum sagði að það væri alveg hægt að ræða efnahagsmál og pólitík við Svía. En það væri hinsvegar tilgangslaust. 

En svo er líka hægt að prenta út autt blað og senda í umslagi. Það væri í það minnsta sænskt tré. Það skilst.  

Eitt veit ég hinsvegar. Þér myndi ekki endast æfin, Bjarni minn, til að tala við sænska sósíaldemókrata. Lífið er alltof stutt til þess. Muna: þolinmæði þín Bjarni minn. Þú verður líka að hugsa um Svíana. Þeir myndu fljótlega fá taugaáfall í samræðum við þig.

Er ekki nóg að segjast bara hafa séð Svía á skiltum og myndum eins og í Gorkí bókunum?

Ég sver við nafn "Knugen" að ég hef aldrei séð Svía, nema á skiltum og myndum. 

Afsakið þetta fyrirfram. Sendi þér góðar kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2009 kl. 14:29

3 identicon

Félagi Bjarni !

 Hví að eyða orðum á Svía ??!

 Gamla " herraþjóðin" ( Norðmenn undir þeim til 1905) er sem fleiri  fyrrum nýlenduherrar - kunna að kremj smælingjann.

 Höfðu forystu fyrir hinum Norðurlöndunum í myrkraverkum Icesave málsins.

 Verstir allra eru þó sænskir sósialdemokratar - sem reyndar kratar almennt !!

 Framkoma " frænd"þjóðanna gagnvart Íslendingum þeim til ævarandi skammar, og það svo að menn verða nær mállausir af undran, eða sem Rómverjar sögðu.: " Vox faucibus haesit" - þ.e. Mállaus af undran" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband