Magnţrungin örlög og finnskur frásagnamáti

Yfir hafiđ og í steininn er merkileg bók um harmrćn og magnţrungin örlög en hvorki harmrćn né magnţrungin bók um merkileg örlög.

yfirhafid.jpgHvernig ćtla ég ađ rökstyđja ţessa fullyrđingu kann einhver ađ spyrja svo mótsagnakennd sem hún er, eđa er einhver munur á magnţrungnum örlögum og merkum eđa ţví sem er merkilegt og ţví sem magnţrungiđ. Jú, hér er sögđ saga af ţjóđ Ingerlendinga sem flýr miskunnarlausa útrýmingu Stalínismans sem nćr krumlu sinni inn í Finnland međ friđarsamningum í lok stríđsins. Örlög okkar flestra eru í einhverju merkileg en örlög ţessa fólks eru eitthvađ miklu meira, ţau eru magnţrungin og harmrćn. 

Viđ komumst nćst ţessum veruleika ţegar Ingerlendingar sem fara austur yfir lofa ađ skrifa til baka og vitandi ađ Bería les allan póstinn hafa ţeir fyrir dulmál ađ ef allt er í lagi er ástandiđ gott en ef ţađ er slćmt ađ frétta ţá muni ţeir segja ađ allt sé í allra besta lagi. Og svo koma póstkortin međ fréttum um ađ allt sé í allra besta lagi.   

En í stađ ţess ađ höfundur geri annars mikiđ úr ţeirri neyđ og dauđans alvöru sem flóttinn stendur fyrir er sagt frá siglingum finnskra smábćnda yfir Helsingjabotn af slíku fálćti ađ stundum veltir mađur fyrir sér hvort höfundurinn sé algjörlega dofinn fyrir hryllingnum sem er handan landamćranna.

Sumpart fannst mér ţetta ríma viđ afar óviđeigandi léttúđ sem var yfir umrćđunni um örlög Ingerlendinganna ţegar Egill Helgason rćddi viđ höfundinn Tapio Koivukari í Kiljunni um daginn, rétt eins og ţađ vćri bara eitthvađ broslegt viđ ţađ ađ Stalín hefđi drepiđ alla sem hann náđi í. 

En kannski er ţetta eđlilegur finnskur frásagnarmáti af stórmćlum. Og ţrátt fyrir ţetta fálćti og kćruleysisbrag sem á stundum einkennir söguna ţá tekst höfundi stórvel ađ fara međ lesendur sína í stórsjó, lífshćttur og inn í finnskar knćpur ţar sem viđ förum allaleiđ í óćđri endann.

Áhugaverđ bók um enn áhugaverđari atburđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Međ fullri virđingu, Bjarni, ţá held ég ađ ţađ ţurfi ekki ađ kenna Finnum nokkurn skapađan hlut um heimsins harm - hvađ ţá ađ hann sé dauđans alvara. En viđhorf ţeirra til harmsins er ekki sérlega vćmiđ, ţađ er alveg rétt, og ţađ vćri undarleg lygi af hálfu Tapio hefđi hann skrifađ tilfinningasama íslenska harmkvćlasögu um finnskan raunveruleika.

Eiríkur Örn Norđdahl (IP-tala skráđ) 21.11.2009 kl. 19:02

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Verum hreinskilin - saga Ingerlindinga framandi Íslendingum.

 Ţekkjum hinsvegar vel sögu Gullags Stalíns og Beria -

 Ţekkjum vel sögu vetrarstríđsins, ţegar Laxness 1.desember 1939, prísađi innrás Sovétríkjanna í Finnland !

 "Nobelinn" kom í framhaldi !

 Lestu bćkur sagnfrćđingsins Simons Sebag Montefiore, fyrst "The Court of the Red Tsar", síđan bókina sem var ađ koma út á íslensku " Stalín ungi".

 Báđar ţessar bćkur ćttu allir "vinstri-grćnir" ađ biđja um í jólagjöf - eđa gert ađ skyldulesa !

 Eftir lesturinn kysu ţeir allir vafalítiđ íhaldiđ !

 Forysta Sovél-kommúnismanns samanstóđ af skeppnuskap, eđa ţađ sem Rómverjaer kölluđu.: " Animal rationale" - ţ.e. Mannskeppnur" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráđ) 22.11.2009 kl. 15:03

3 Smámynd: Bjarni Harđarson

Kćri Kalli,- ég las Stalín unga á ensku sl. vetur og var aldrei fjćr ţví ađ kjósa íhaldiđ!

Bjarni Harđarson, 22.11.2009 kl. 16:31

4 identicon

Félagi Bjarni !

 Bogi Ólafss., " Lćrđa skólans" EKKI kennt ţér ensku !!

 Bros & kveđjur,

 " Kalli".

Kalli Sveinss (IP-tala skráđ) 22.11.2009 kl. 17:20

5 identicon

Thanks for sharing nice information with us.

642-533 (IP-tala skráđ) 12.2.2010 kl. 05:11

6 identicon

I like your site its interesting one.

avaya certification (IP-tala skráđ) 12.2.2010 kl. 05:14

7 identicon

i like this.

ccda (IP-tala skráđ) 12.2.2010 kl. 05:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband