Ómerkilegt skrum eða mikilmennskubrjálsemi

Krafan um að forseti Íslands synji Icesavelögum staðfestingar er ekki sett fram með þjóðarhag að leiðarljósi. Þeir sem halda henni fram telja sig geta gert BETRI samninga við Breta og Hollendinga en það er nákvæmlega ekkert sem bendir til að þeir hinir sömu hafi rétt fyrir sér. Það að setja Icesave málið í upplausn núna er ekkert annað en ábyrgðarlaus sjálfumgleði þeirra manna sem láta sig engu varða þó að þeirra eigið skrum setji þjóðina í verri vanda en áður. Það er ekkert sem segir að næsta samningalota okkar við Breta myndi ekki bara skila verri niðurstöðu.

Þegar bankarnir féllu heyrðust strax þær raddir að Íslendingar ættu ekki að taka á sig neinar skuldir eða skuldbindingar bankanna og ekki að hleypa Alþjóða gjaldeyrissjóðnum inn í landið. Meðal annarra héldum við Guðni Ágústsson þessu fram inni á þingi og innan Framsóknarflokks. Það er skemmst frá því að segja að hvorki í okkar flokka né í þjóðþingi landsmanna var nokkur minnsti möguleiki á því þá að vinna þessari skoðun meirihlutafylgi. Nú er það er of seint! (Mátti kannski einu gilda hvað ofan á yrði í Framsóknarflokki sem um sömu mundir var falinn Valgerði Sverrisdóttur til umsjónar.)

Það sem gerðist í þessu máli var að stjórnin sem þá sat undir forystu Geirs Haarde tók þá afstöðu að íslenska ríkið stæði að baki innistæðum bankanna og jafnframt var ákveðið að hleypa AGS inn í landið. Í framhaldi var gerður samningur (kallað minnisblað en skiptir engu) við Hollendinga um málið og ríkisstjórnin gaf öll fyrirheit um að ganga með sambærilegum hætti frá málinu við Breta. Eftir það og eftir að AGS kom inn í landið er algerlega út í hött að halda að íslensk stjórnvöld geti boðið heiminum öllum birginn.

Slík sýn á málin er eins og fyrr segir klassískt stjórnarandstöðuskrum - að vísu afar óviðeigandi vegna þess hvað hagsmunir þjóðarinnar eru miklir. Það eru reyndar margir sem gangast inn á sömu sjónarmið en ég átta mig ekki alltaf á hvað mönnum gengur til, hvort þar er á ferðinni einhverskonar naív einfeldni eða eða þá mikilmennskubrjálsemi þess sem trúir að Ísland geti ákveðið hvað kemur út úr nauðasamningum okkar við stórþjóðir.

Það var slík mikilmennskubrjálsemi sem hélt útrásarbyltingunni á floti og það er kannski réttast að skipa utanþingsstjórn með mönnum úr þeirri hirð...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Þú hefur lög að mæla. Það er eins og allir horfi fram hjá kjarna þessa máls. Sá eini kostur ,sem við okkur blasir ,er vissulega vondur. En það er ekki völ á öðru, - því miður og framkoma  stjórnarandstöðunnar er hreint út sagt skelfileg.

Eiður Svanberg Guðnason, 27.11.2009 kl. 22:11

2 identicon

   Eg hef algjörlega sömu sýn og þú í þessu Icesafemáli.   Það hefur verið ömulegt að horfa upp á hvern Sjálfstæðismanninn og Framsóknarmanninn í pontu Alþingis á sl. dögum rymjandi uppúr sér tómri þvælu um þetta mál, svo maður tali nú ekki um andsvörinn er þeir hafa við hver aðra.   Verst er hve andskoti leiðinlegir þeir eru.

   Það hlítur að vera álög á Sjálfstæðisflokknum hversu slaka þingmenn hann fær í Suðukjördæmi, td fyrrverandi sýslumaður og jafnvel dómari Unnur Brá hefur flutt langlokur um að menn eigi ekki að standa við greiðslur á skuldum sínum eða ábyrgðum. Mér hefur verið hugstætt a síðustu dögum ef ég sem skuldari opinberra gjalda hefði komið til hennar á kontórinn, og tjáð henni að ég ætti ekki standa skil á mínum skuldum, því ég og konan hefðum komist að því við eldhúsborðið að skattar okkar væru ósanngarnir, og bæri okkur því ekki að borga þá.

Hallur (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 22:21

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Það er í rauninni algjörlega ófyrirgefanlegt, burtséð frá allri pólitík að vera jafn rosalega leiðinlegir og þingmönnum stjórnarandstöðunnar hefur  tekist að vera í þessu máli !

Eiður Svanberg Guðnason, 27.11.2009 kl. 22:28

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig væri nú að Eiður Guðnason færi nú að "pússa" örlítið pólitísku gleraugun sín?????

Jóhann Elíasson, 27.11.2009 kl. 22:33

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Lög ,sem voru samþykkt í ágúst eru í gildi.Við  þessu útþynntu bulli,er ekki nema eitt svar.NEI

Ingvi Rúnar Einarsson, 27.11.2009 kl. 22:46

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þér er að fara aftur Bjarni. Hvað með grundvallaratriði. Synjun Icesave byggir á grundvallaratriðum í stjórnarskrá lýðveldisins og stjórnskipun landsins.

Það samrýmist hvorugu - að koma með þvingunum í gegn "samþykki meirihluta þingmanna"... þegar vitað er að það er fengið með þvingunum og hótunum - að fólk greiði atkvæði gegn eigin sannfæringu.

Þú ert orðinn kexruglaður ef þú tekur undir svona lagað.

Í banka-útrásar-málinu virðast grundvallaratriði hafa verið "toguð og teygð".... og er það  nú allt til rannsóknar.

Hvernig hvarflar það að þér - að það standist að "toga og teygja" stjórnarskrá og stjórnskipun landsins  - að þvinga þingmenn til að greiða atkvæði - gegn sannfæringu sinni.

í stærsta skuldklafa- máli stærstu - mestu - og áhættusömust skuldsetningu í allri Íslandssögunni....

Hvernig rökstyður og réttlætir svona gjörning.

Kristinn Pétursson, 27.11.2009 kl. 22:52

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Jæja Bjarni.  Hvað varstu búinn að vera lengi félagi í VG þar til búið var að beygja þig?

Axel Þór Kolbeinsson, 27.11.2009 kl. 22:56

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er mikilmennskubrjálæði að halda að við getum borgað þennan víxil sem alþingi býr sig nú undir að gerast útgefandi að og samþykkja.Nákvæmlega sama mikilmennskubrjálæðið og setti okkur í þessa stöðu.Það þarf ekki barnaskólamenntun til að sjá að við munum aldrei hafa gjaldeyri til að borga víxilinn.Mikilmennskubrjálæðið heldur áfram bara ljúga því að sjálfum sér að við séum rík og getum haldið áfram að slá.En það kemur að gjaldaganum.Rétt eins og margir eru að verða varir við á eigin skinni þessa dagana.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2009 kl. 22:57

9 identicon

Bjarni!  minn kæri vin, takk fyrir síðast.

Nú tekur þú full stórt upp í þig.

Krafan er um að þjóðin fái að tjá sína skoðun á þessu máli en ekki að synja lögunum.  Og hvað svo sem Geir og Ingibjörg skrifuðu á minnisblað hér áður, verður það aldrei rétthærra þjóðarvilja, meira segja bretar og hollendingar ættu að skilja það ,sem og aðrir út í hinum stóra heimi. En það virðist vera svo að ekki megi koma þeim málsstað á framfæri.

Það sem gerðist var svo miklu, miklu  stærra og meira en bara það að einhverjir vafasamir Íslendingar gerðu í buxurnar, það gerðu fleiri og má þar nefna breta og hollendinga en þeir ætlast til að við ein berum ábyrgðina. Það er og verður aldrei réttlæti,  og þó okkar ríkisstjórn hafi á sínum tíma ákveðið með minnisblaði að við ættum að þrifa upp skítinn vitandi kannski upp á sig skömmina með aðgerðar og sinnuleysi sínu,  þá er sem betur fer trúi ég,  meirihluti þjóðarinnar með meiri réttlætiskennd en svo að láta bjóða sér slíkt, jafnvel þó það kosti okkur svita og tár að koma því á framfæri. 

Með kveðju að austan.

(IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:00

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Yfirleitt eru þeir kokhraustastir um að geta keypt og borgað sem skulda mest og borga ekki neitt og standa ekki skil á neinu.

Sigurgeir Jónsson, 27.11.2009 kl. 23:03

11 identicon

Og ég sem hélt að þú værir skynsamur Bjarni, nú verð ég að endurskoða það.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:17

12 identicon

HA?? Er þá fyrrum framsóknarmaðurinn hættur í VG og orðinn kyndilberi Samfylkingarinnar??

LS.

LS (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:22

13 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Kæri Bjarni.

Þetta viðhorf þitt er það sama og þeirra sem voru á móti útfærslu landhelginnar í 12,50 og 200 mílur. Sama orðfærið var notað, kjánar eða menn með mikilmennskubrjálaði sem ætluðu sér að fara gegn heiminum. Við sem vildum berjast fyrir "rétti" Íslands sem engin var samkvæmt alþjóðalögum kölluðum andstæðinga okkar aumingja, taglhnýtinga stórþjóðanna og fleirri slíkum nöfnum á móti. Það kom aldrei neitt útúr slíku hnútukasti. Það sem skiptir öllu máli eru hagsmunir þjóðarinnar.

Icesave er þjóðarhagsmunamál fyrir þessa og næstu kynslóð íslendinga. Með því að taka það á sig skerðum við lífskjör þjóðarinnar. Rökin fyrir því að við verðum að taka þetta á okkur eru ekki haldgóð. Hér er ekki um að ræða að ríki þurfi að taka á sig stríðsskaðabætur sem svo oft þeir sigruðu hafa þurft að taka á sig. Nei.- hér er um að ræða einkabanka sem fór á hausinn og hafði á síðustu metrum sínum lokkað til sín gráðuga fjármagnseigenda með gilliboðum. 

Að þjóðin eigi og þurfi að taka það á sig er ekki rétt, hvað sem ESB segir. Allur ferill þessa máls er þvingunarferill og þar eigum við að draga línu í sandinn og standa og berjast fyrir rétti Íslands þessu máli.  Ef Alþingi samþykkir þennan samning, þá er hann skrifaður á VG. Fjármálaráðherra hefur borið hitann og þungan á þessum lélega samning sem mun skerða lífskjör þjóðarinnar.

Sigurbjörn Svavarsson, 27.11.2009 kl. 23:43

14 Smámynd: Haraldur Haraldsson

allt er vænt sem vel er Grænt,nema síður sé,það sannast nú Bjarni að þú veðjaðir á vitlausan Hest/en eigðu og þín famil.góða helgi /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.11.2009 kl. 23:46

15 identicon

Félagi Bjarni !

 Nú brást hrapalega óforbetranlegi fornaldardýrkandinn og kjaftaskurinn úr Tungunum !

 Icesave reikningurinn á þjóðina gæti orðið allt að 700 M I L L J A R Ð A R !

 Ætlarðu þínum fjórum börnum og síðan barnabörnum að greiða reikning EINKAFYRIRTÆKIS ? !

 Eða sem heilög Jóhanna sagði beinum orðum.: " Án þess að bera LAGALEGA SKYLDU TIL "!

 Vaknaðu félagi !

 Aldrei í sögu þjóðarinnar hafa væntanlega jafn fáir - 30 til 32 - lagt meiri birgðar á afkomendur sína - 700 MILLJARÐAR !

 Reyndu að sjá kjarna málsins.: " Engin lagaleg skylda" eða sem Rómverjar sögðu.: " Vere scire est per causas scire" - þ.e".Þú verður að skynja kjarna málsins" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:47

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það að segja alltí einu "útfærsla landhelginnar" í tengslum við umræðu um icesave er alveg ga ga.  Gjörsamlega.

Reyndar með þessa útfærlu landhelginnar - þá er það oft ofmetið.

Málið er að þetta var þróun sem hefði gerst fyrr eða síðar, þ.e. að strandríki færðu efnahagslögsögu út.

Og reyndar (og það kann að koma einhverjum á óvart) lýstu BNA menn yfir yfirráðum uppí allt að 200 mílur útfrá sinni strönd eftir stríð og slóu þar með ótvírætt tóninn.  Sjálfir sigurvegarar seinna stríðs.

Það er eiginlega ekki útfærsla landhelginnar sem málið snerist um í ísl. tilfelli heldur það að þeir vildu banna erlendum veiðar alveg á stundinni.  Deilurnar snerust mest um það.  þ.e. hve langan aðlögunartíma erlendir ættu að fá og íslendingar voru mjög aðgangsharðir og óbilgjarnir og notuðu nýfengna mikilvæga stragitíska stöðu landsins óspart.

En allt er þetta á engan hátt sambærilegt við icesaveskuldbindinguna - ja það væri þá helst ef höfð væru hlutverkaskipti.   Að ísl. væri komið í hlutverk breta þarna. Ísland var jú að veiða í landhelgi breta í icesavetilfellinu !

Þorskastríðið á youtube til að efla þjóerniskennd sumra hérna.  Skondið:

http://www.youtube.com/watch?v=ZQrbkYLirEs

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2009 kl. 00:07

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú veldur mér vonbrigðum Bjarni. Ég hélt að þú hefðir annan mann að geyma. Ertu að heyja þér fyrir þingsæti hjá Svika-Móra ?

Krafan um þjóðaratkvæði um Icesave-ábyrgðina er krafa um lýðræði. Mjög lítill hluti þjóðarinnar telur að Icesave-stjórnin sé á réttri leið með málarekstur sinn. Það raunar blasir við nær öllum, að það sem keyrir málið áfram er löngun Sossanna til að nauðga landinu inn í Evrópusambandið. Er það orðinn þinn draumur líka ?

Bezti samningurinn við Breta og Hollendinga er enginn samningur og þegar Icesave-stjórnin er fallin mun svika-samningurinn verða felldur úr gildi. Það mun kosta átök, en undan þeim verður ekki vikist. Icesave-klafinn er svo óbærilegur að samningnum verður að rifta þess vegna og að auki er algerlega óbærilegt fyrir fullvalda þjóð að axla siðferðilega byrði af að ganga gegn Tilskipun 94/19/EB sem bannar þessa ábyrgð.

Það er fullkomlega rangt ályktað hjá þér, að nærsta lota við nýlenduveldi Evrópu muni skila verri niðurstöðu, en liggur á borðinu. Þvert á móti munum við fara með fullkominn sigur í málinu, sem meðal annars mun fela í sér bótagreiðslur frá Bretum, fyrir afleiðingar hryðjuverka-laganna. Málið er svo auðunnið fyrir dómstólum, að ég hef ekki minnstu áhyggjur af leikslokum. Lagalegur og siðferðilegur réttur okkar er borðleggjandi.

Það að menn vanmátu lagalegan rétt okkar fyrst eftir bankahrunið, segir ekkert um raunverulega réttarstöðu landsins. Menn einfaldlega lögðu rangt mat á stöðuna, mest vegna eindreginnar baráttu Sossanna gegn hagsmunum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn hefur náð vopnum sínum og hefur staðið vaktina af fullri djörfung. Framsóknarmenn eiga miklar þakkir skyldar fyrir harða baráttu í þessu efiða máli. Ekkert gæti verið rangara en að segja eins og þú gerir Bjarni, að of seint sé að sækja rétt Íslendinga. Það er raunar aldreigi of seint.

Að tala um að við séum að bjóða öllum heiminum birginn, er fáránlegt hjal Samfylkingarinnar sem ekki sér annað en inngöngu í Evrópusambandið. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur látið af öllum þvingunum, sem hugsanlega voru aldreigi fyrir hendi. Hugsanlega voru meintar þvinganir AGS bara venjubundnar lygar Icesave-stjórnarinnar. Ég veit ekki betur en við höfum fengið fyrstu áfanga-úttekt hjá AGS og aðra fjárveitingu. Það er svo annað mál að ég tel að við höfum enga þörf fyrir öll þessi lán. Það er flónska sem við getum komist hjá með “fastgengi undir stjórn Myntráðs”.

Undirlægjuháttur þinn gagnvart nýlendukúgurum Evrópu er ótrúlegur og ekki það sem ég hefði búist við frá þér. Það er ekki mikilmennskubrjálsemi að standa á lögmætum rétti sínum, það er skylda og heiður. Við eigum að afgreiða Icesave-málið fyrir opnum tjöldum og lofa heiminum öllum að sjá hvernig þessi stórveldi eru tilbúin að snúa tilskipunum Evrópusambandsins á haus, til að níða skóinn af smáþjóð. Þetta hafa þessar nýlenduþjóðir stundað í margar aldir og allur heimurinn mun fagna sigri okkar yfir þessum andskotum.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.11.2009 kl. 01:14

18 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það hlaut að koma að því Bjarni að við værum ósammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.11.2009 kl. 01:44

19 identicon

Félgi Bjarni !

 "Gjörið iðrunn" segir í helgri bók.

 Mundu einnig annað úr bók bókanna:" Það er meiri gleði á himmnum yfir einu syndara sem gerir iðrunn, en 99 réttllátum sem ekki þurfa iðrunnar með"!!

 Iðrastu og skrifaðu í hendingu undir www.INDEFENCE.is - skoraðu  á bóndann á Bessastöðum að skrifa ekki undir og hvetja Alþingi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Samviska þín verður þó tær og hrein, og þú sofnar

þá betur og verður persónulega ekki ábyrgur fyrir SKELFILEGASTA FJÁRMÁLAHELSI ÞJÓÐARSÖGUNNAR !

 Afkomendur þínir munu þá hylla mótorhjólafríkina og þjóðfræðinemann - og mæra  hann  - þegar jarðvist lýkur - sem nær jafningja Jóns forseta !

 Hafðu hinn kunnu orð Rómverja í huga  " Eerrare humanum est" - þ.e. " Það er mannlegt að gera mistök" !!

 www.INDEFENCE.is

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 01:50

20 identicon

Bjarni hlýtur að gera sér grein fyrir hverslags bull þetta er þegar sjálfur Baugsfylkingarsendiherrann og eilífðar ríkisspenaþeginn Eiður Svanberg Guðnason tekur undir prentvillurnar sem urðu að þessum pistli. 

Gengur bara betur næst, og vel má vera að föstudagurinn hafi ekki farið rétt ofaní þig?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 02:05

21 identicon

   Hvenær fóru menn að skipa sér í pólitíska flokka hvort standa ætti við skuldbindingar sínar?

   Eitt er að vilja og annað að geta

hallur (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 03:02

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aldeilis varð ég yfir mig hissa að lesa þennan furðulega pistil þinn, Bjarni. Ertu genginn í björg þeirra Vinstrigrænu? Ég held það eigi nú eftir að gróa grænt yfir leiði þess flokks að lokum, ef sósíalistaflokkarnir (skv. skilgreiningu Jón Sig. í Fréttablaðsleiðara) hafa sitt fram nú og þegar þjóðin uppgötvar svikin fyrst fyrir alvöru.

Einn var að upplýsa það í morgun á Útvarpi Sögu, að ef höfuðstóls-borgunin væri 300 milljarðar (athugið: það er sama sem 300.000 milljónir!) og vextir ofan á, þá jafngildi það 73.000 greiðslu á hverja fjögurra manna fjölskyldu ... á mánuði hverjum í mörg ár, og greiðslan getur leikandi orðið jafnvel tvöfalt hærri vegna m.a. lækkaðs gengis krónunnar.

Við EIGUM EKKI AÐ BORGA ÞETTA, það er málið, og öll uppgjöf og meðvirkni með þessu bandalagi (EB, ESB), sem svíkst gegn eigin tilskipun 94/19/EB og eigin EES-jafnræðisreglum (sjá HÉR), og með gömlum nýlenduríkjum er andhverfan við þá lagaréttinda-afstöðu sem Jón forseti tók í langtum erfiðari kringumstæðum.

Hér hafa ýmsir skrifað margt gott, m.a. sumt sem mér datt í hug við lestur pistils þíns, og nefni ég þar helzta Sigurbjörn Sveinsson og Loft Þorsteinsson með sín öfugu rök, og tek ég heils hugar undir með þeim, sem og Kalla Sveins sem kann að koma þessu erfiða umræðuefni frá sér með sínum ferska hætti og viðeigandi latínumottóum.

Ég legg til þú leggist undir feld, Bjarni minn Harðarson, og vel máttu vekja þér svolítið blóð til að endurupplifa sameiningu þína við fósturjörðina og þjóðarandann, sem er nánast allur öndverður þessari ísklafastefnu. Mættu SVO aftur hress til leiks. Hinu get ég lofað þér, að þú færð aldrei vinnings-atkvæði út á þetta mál; ef einhver tæki undir áróðursræðu frá þér um það á bændafundi, værir þú þar með að efna til almennra slagsmála.

Jón Valur Jensson, 28.11.2009 kl. 03:43

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Varst það kannski þú sem komst honum Ásmundi Einari í formannsstólinn í Heimssýn?

Jón Valur Jensson, 28.11.2009 kl. 03:46

24 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Í þessum pistli er fullyrt að þeir sem gagnrýna Icesave séu megalómanískir lýðskrumarar. Gagnrýni á Icesave sé sama eðlis og útrásarbrjálæðið.

Það er minna um rök í þessum skrifum en stóryrði.´

Ég minni á að ekki einungis stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt fyrirliggjandi samning harðlega.

Og ég minni líka á að ótal erlendir sérfræðingar hafa varað sterklega við því að Ísland taki á sig þessa ábyrgð. Þeir hafa meðal annars bent á að ekki sé skynsamlegt að taka á sig skuld sem enginn veit upphæðina á eða hversu lengi verið sé að borga.

En Bjarni veit betur en þessir erlendu sérfræðingar enda eru þeir lýðskrumarar með mikilmennskubrjálæði.

Svavar Alfreð Jónsson, 28.11.2009 kl. 09:52

25 identicon

Innilega sammála þér Bjarni.

Ína (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 11:01

26 identicon

Um 3000 manns tóku þátt í könnun Útvarps Sögu í vikunni um hvort að þing ætti að samþykkja Icesave samninginn eins og hann er lagður fram í dag af stjórnvöldum.

89 % - svarenda sögðu : NEI - að þeir styddu ekki Icesave lausn stjórnvalda.

10 % - svarenda sögðu : JÁ - að þeir styddu Icesave lausn stjórnvalda.

1 % - svarenda sögðust vera óákveðin.

Andstaða við Icesave samninginn hefur aldrei mælst meiri í nokkurri könnun.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 12:32

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta mál snýst alls ekki um að við eigum að standa undir ábyrgð gagnvart þessum kröfuhöfum. Það munum við akkúrat aldrei geta. Málið er pólitískt og snýst um að viðfangsþjóðir okkar haldi andlitinu. Við þurfum ekki annað en að skoða vxtina til að sjá að tilgangurinn er að niðurlægja okkur. Þetta eru þvingaðir samningar.

Árni Gunnarsson, 28.11.2009 kl. 12:45

28 identicon

Þú varst nú oft ágætur Bjarni.

En núna er eitthvað farið að hrikta í rökunum.  Er það mikilmennskubrjálæði að vilja ekki skrifa undir skuldbindingu sem þú kanski, sennilega, líklega, hver veit hefur nokkurn möguleika á að borga.

Er það mikilmennska að vilja ekki borga það sem kanski, sennilega, líklega með góðum rökum byggt úr lagastoðum Evrópu er alls ekki okkar að borga!  Skrifaði ekki meira að segja Jóhanna sæta það í bréfi til félaga síns Gordons?

Það er ekki mikilmennska, heldur almenn skynsemi að anda rólega og íhuga hvað undirskriftir gagna þýða.  Sérstaklega þegar skrifað er undir fyrir hönd annarra en sjálfs sín.

Jón á skeri (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 12:59

29 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Bjarni ég þakka þér þessi ágætu skrif og er svo innilega sammála þér.

 Siðferði verður ekki sett fram í lagagreinum.  Menn benda á hinar ýmsustu lagagreinar máli sínu til stuðnings í rökum sínum við að greiða ekki Icesave.

 Mér þykja þessar skuldbindingar heilt helvíti - þ.e. Icesave - en ég sem kjósandi þarf að taka ábyrgð á mínum atkvæði rétt eins og aðrir.  Ég kaus aldrei Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk á sínum tíma - en ég bý í lýðræðisþjóðfélagi þar sem meirihluti ræður og á hverjum einasta tímapunkti eru það lýðræðislega kjörnir meirihlutar sem fara með völd - völd sem fólk gaf þeim með atkvæði sínu.

Þjóðverjar - reyndu ekki einu sinni - eftir seinna stríð að kenna öðrum þjóðum um ófarir sínar - vegna þess að þeir vissu og þekktu eigin ábyrgð á sitjandi stjórnvöldum þ.e. Nazistafokknum, því þeir kusu þann flokk yfir sig.

 Íslendingar hafa aldrei þekkt né skilið hvaða ábyrgð er fólgin í atkvæði í kosningum.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 28.11.2009 kl. 13:28

30 identicon

Alma,  það voru ekki ríkisbankar sem stóðu fyrir Icesave og það voru ekki íslendingar sem settu reglurnar á fjármálamörkuðum Evrópu og það er það sem breytir málinu algerlega miðað við þínar forsendur. Og þó að við séum sek um slælegt eftirlit með íslenskum bönkum að þá gildir hið sama um breta og hollendinga og þar liggur hundurinn djúpt grafin. Þetta kemur nákvæmlega ekki neinu lýðræði við.

(IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 15:46

31 Smámynd: Rafn Gíslason

Ja nú er mér orða vant ekki átti ég von á slíkum skrifum frá þér Bjarni. Ég held að það sem Sigurbjörn Svavars. skrifar hér að ofan setji málið vel í samhengi, og er ég honum algjörlega sammála. Einnig held ég að Sigurlaug Guðrún hitti naglann á höfuðið þegar hún talar um ábyrgð þeirra sem féllu fyrir þessum gylliboðum og að ríkisstjórnir eða eftirlitsstofnanir Breta og Hollendinga áttu ekkert síður að vara þegna sína við þessum ósköpum, þeirri ábyrgð verður ekki skellt eingöngu á Íslendinga. Svo held ég að hver maður geri sér grein fyrir að ekkert vit er í að skrifa upp á víxil sem viðeigandi er ekki borgunarmaður fyrir.

Rafn Gíslason, 28.11.2009 kl. 16:09

32 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Þessar athugasemdir,sem flestar eru neikvæðar,segja lítið um Bjarna Harðarson, en mikið um þá sem halda utan um athugasemdapennana.

Eiður Svanberg Guðnason, 28.11.2009 kl. 16:18

33 Smámynd: Árni Gunnarsson

Steingrímur J. er að semja um skuldir hægri aflanna. Úr þeirra röðum heyrast nú háværar raddir um plan B. Þegar ríkisstjórn Geirs fékk hverja viððvörunina af annari um að íslenska efnahagskerfið væri að hrynja sagði Þ.K. varaformaður að þekktur hagfræðingur ætti að læra fræðin sín betur! Og Geir hældi sér af að gera ekki neitt. Svo hrundi allt í hausinn á okkur. Hvar var þá plan B?

Árni Gunnarsson, 28.11.2009 kl. 16:24

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er alveg merkilegt með þig, jafn mikill skýrleiksmaður og þú ert Bjarni minn, að maður heyrir það jafnan á þér þegar þú hefur verið langtímum í samneyti við drauga.

Sjálfur hef ég lent í þessu en þetta rjátlast af.

Sigurður Þórðarson, 28.11.2009 kl. 16:29

35 Smámynd: Bjarni Harðarson

Ég þakka mjög líflega og ágæta umræðu og vonast til að hafa tíma til að skrifa ítarlegar um málið - vil samt aðeins benda á að engir alþingismenn og engir stjórnmálasamtök og ekki Indefence tala fyrir þeirri skoðun sem hér er mest áberandi að Íslendingar eigi bara ekki að borga neitt. Það er heilsteypt og virðingarverð skoðun en hitt að við eigum að semja en niðurstaðan eigi bara að vera öðruvísi eins og stjórnarandstöðuforingjarnir og Indefence halda fram er skrum, raunar alveg skrummmmmm með mörgum emmmum og mörgum errrum líka ef menn hafa tök á...

Bjarni Harðarson, 28.11.2009 kl. 16:31

36 identicon

Hverjir hafað talað um að borga ekki neitt?  Kannast ekki við að hafað séð neitt í þá áttina, heldur eru allir sammála því að okkur bera að borga það sem lög segja.  Ekkert minna né meira.

Fyrrum ráðherra og sendiherra vil ég þakka magnað innleg og jafnframt það dýpsta hér á síðu, sem segir orðrétt:

"Þessar athugasemdir,sem flestar eru neikvæðar,segja lítið um Bjarna Harðarson, en mikið um þá sem halda utan um athugasemdapennana."

Það segir allt um veruleikfyrringu Baugsfylkingarmanna.  Sér í lagi þá sem hafað verið á framfæri þjóðarinnar nær allt þeirra líf.  Benti á hér fyrir ofan að samkvæmt könnun þá tilheyrir hann 10% meintra "föðurlandsvina" sem ganga fram með ofbeldi gagnvart þjóðinni og vill ræna hana til að þóknast erlendum aðilum sem þeir ganga erinda vegna blautra drauma um að eignast gullsess í draumaveröld Hitlers, ESB Alþjóðasamfélaginu.  Sjálfsagt er þetta ofbeldi eitthvað sem er sérstaklega lögð áhersla á í jafnaðarmannastefnunni yfirleitt, en ekki einungis Baugsfylkingunni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 17:08

37 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er sérkennilegt viðhorf sem Alma Jenny kynnir til sögunnar. Getur verið að hún telji eðlilegt að vegna þess að hún slysaðist til að kjósa Samfylkinguna í síðustu kosningum, þá sé hún neydd til að enduróma alla vitleysu sem frá þessu liði kemur ? Ég hef ekki lengi heyrt svona vitleysu, en hugsanlega er þetta ríkjandi viðhorf hjá einhverjum kjósendum Sossanna. Alma Jenny segir:

 

.......ég bý í lýðræðisþjóðfélagi þar sem meirihluti ræður og á hverjum einasta tímapunkti eru það lýðræðislega kjörnir meirihlutar sem fara með völd - völd sem fólk gaf þeim með atkvæði sínu.

 

Auðvitað er raunveruleikinn sá, að fólk skuldbindur sig að engu leyti með að veita stjórnmálflokki atkvæði sitt í kosningum. Fólk getur jafnvel verið andvígt öllum málefnum flokks, þótt það veiti honum atkvæði. Fólk getur jafnvel fyrirlitið alla frambjóðendur flokks og samt veitt honum atkvæði sitt. Meðal annars þess vegna, eru kosningar leynilegar og samvitskan ætti að vera eini dómari fólks varðandi beitingu atkvæðisréttar.

 

Ég get ekki betur séð en Alma Jenny aðhyllist einhvers konar einræði. Að halda því fram að það sé skilyrt að í lýðræðisþjóðfélagi ráði meirihlutinn öllu sem honum þóknast, er svo röng hugmynd að Alma Jenny hlýtur að vera að tala fyrir öðru stjórnarformi. Hún talar um að fólk gefi einhverjum völd og ekki er hægt að skilja hana öðruvísi en þetta séu ótakmörkuð völd. Ég fullyrði að engir lýðræðissinnar skilja lýðræðið á þann hátt, að það veiti stjórnendum alræðisvald. Samkvæmt skilningi lýðræðissinna eru stjórnvöld í vinnu hjá almenningi og eiga að framfylgja vilja hans.

 

Alma Jenny nefnir Nazista í athugasemd sinni og virðist bera þá saman við Icesave-stjórnina okkar. Það er mikið til í þessum hugrenningum hennar, sérstaklega þrá beggja fylkinga eftir stofnun Þriðja ríkisins. Nazistum mistókst algerlega, en Evrópusambandinu er hugsanlega að takast ætlunarverkið. Ekkert er athugavert við að Þjóðverjar stefni hátt, en það er ekki draumur Íslendinga að verða þátttakandi í þeirri atburðarás.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.11.2009 kl. 17:10

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er þetta alveg rétt hja Bjarna.  Pistillinn hittir alveg í mark.  Beint að kjarna máls.

Það eina í pistlinum sem má etv ræða frekar og rannsaka betur er þegar Bjarni veltir fyrir sér hvað liggi að baki málflutnings sumra þ.e.: "einhverskonar naív einfeldni eða eða þá mikilmennskubrjálsemi"

Sko, mér sýnist það skiptast í 3 meginflokka. 

1. Sirka 1/3 naív einfeldni,   

2. u.þ.b. 1/3 mikilmennskubrjálæði og

3. um 1/3 sambland af 1.  og 2.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2009 kl. 18:06

39 identicon

Alltaf gott að fá innlegg frá "snilling" sem tilheyrir hrokafullrar 10% þjóðarinnar sem allt vita og skilja betur en öll 90% sem er algerlega á öndverðri skoðun vegna þess að þau hafa kynnt sér rök deilenda og skilja út á hvað málið gengur.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 18:19

40 Smámynd: Ólafur Björnsson

Mér finnst vanta meira um plan B frá andstæðingum samninga , þ.e. hvað gerist ef við fellum Icesave? Samningurinn sem nú er í pípunum er mjög slæmur, en eigum við annan kost? Mér sýnist staða okkar vera með þeim hætti gagnvart Evrópuþjóðum og USA að það sé vart annað í boði en semja núna, og treysta á að við getum endursamið, ef frekari efnahagsáföll dynja yfir.

Ólafur Björnsson, 28.11.2009 kl. 19:05

41 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sorglegt þegar heildarmyndinni er haldið frá þjóðinni. Við getum ekki greitt skuldir okkar samkvæmt áætlun AGS. Icesave skiptir þar ekki höfuðmáli peningalega en er samt þungur baggi.

Hvers vegna þjóðinni er haldið frá þessari vitneskju og hún send inn í jólainnkaupin eins og allt sé í stakasta lagi er umhugsunarvert.

Í því ljósi eru vangaveltur Bjarna gjörsamlega út í hött, sorry.

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.11.2009 kl. 00:44

42 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Grunur minn er nú 100% staðfestur Bjarni. Helt þig laumu-komma, en þú
ert meiriháttar kommúnísti. Enda kaust hina  and-þjóðlegu kommúnista
í Vinstri grænum í síðustu kosningum, sem nú hafa myndað vinstristjórn
þína með krötunum, og sem hefur hafið hraðförina til Brussell, með
Icesave-inngöngumiðann í rassvasanum. Verði þér að góðu Bjarni
Harðarson, eða hitt þó heldur!!!!!!!!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.11.2009 kl. 01:51

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt, Gunnar Skúli.

Og Ólafur Björnsson, hvað ímyndarðu þér að gerist, ef við samþykkjum ekki nýja Icesave-svikafrumvarpið?

Brezk og hollenzk stjórnvöld létu græðgina stýra sér, þegar þau neituðu að taka því tilboði sem fólst í ríkisábyrgðarlögunum með fyrirvörunum. Þau sjá trúlega eftir því, þegar upp kemst um ólögmæti þeirra (vegna brota á tilskipun 94/19/EB og jafnræðisreglunum á Evrópska efnahagssvæðinu, auk margra annarra siðferðisbrota þeirra í ofríkissamningi þeirra. Þau verða ásökuð og kærð fyrir dómstóli alheimsálitsins, þau verða kærð í réttarsölum Evrópu, þeim verður hafnað hér af heilbrigðum stjórnvöldum sem verða kosin í stað þeirra liðleskja sem hafa fengið að ráða ferðinni hér til þessa, þeirra sem tilbúin eru að þverbrjóta okkar eigin lög frá 1997 um ríkisábyrgðir og hafna rétti okkar til a.m.k. einhverra varna með því að fá lægri vaxtaprósentu og þak á vexti, eins og EES-jarfnræðisreglur heimila okkur.

Lengi verður smán þeirra uppi, sem reyndu að neyða þjóðina til þessara þrælasamninga. Þetta er meira að segja brot á mannréttindasáttmálum!

Jón Valur Jensson, 29.11.2009 kl. 02:06

44 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það er auðvitað allt rétt sem margir benda á að við erum beittir margvíslegri nauðung og órétti, en við þurfum að ná til lands eftir að hafa lent útbyrðis í ólgusjó fjármálalífsins. Þegar menn eru í slíkri stöðu verður að meta hagsmunina ískalt. Mér finnst ekki trúverðugt að við getum þolað lengi við án eðlilegra viðskipta við Evrópuþjóðir. Það er það sem myndi ske ef við náum ekki samningum um þetta, það yrði lokað á okkur mörgum dyrum. Hitt er mikilvægt að við getum látið reyna á lögmæti greiðsluskyldu okkar fyrir dómstólum, og sá möguleiki er fyrir enn fyrir hendi.

Ólafur Björnsson, 29.11.2009 kl. 15:06

45 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Bjarni gamli félagi, ég er tilbúinn að eta íslenskt kindakjöt og fisk úr hafinu okkar ásamt grænmeti og kartöflum af suðurlandi um ókomna tíð en Icesave fjárkúgun þíns nýja húsbónda mun ég aldrei samþykkja né hef ég áhuga á nýjum samningi við nýlendugengi Breta og niðurlendinga.

Okkur ber engin skylda til að greiða neitt af tapi Icesave bankanna og eigum ekki að gera það!

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 29.11.2009 kl. 16:07

46 identicon

ég er svo hjartanlega ósammála þér Bjarni ...

og mér finnst í lagi að leggja þetta að jöfnu við þorskastríðin

Eva Sól (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 16:49

47 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Getur einhver hérna sagt mér hvað gerist ef við neitum að borga þessar skuldir óreiðumanna ?

Menn geystast hér fram og tala um að þeir sem eru á móti þessum samningum hafi ekkert plan B ??? 

Og þá vil ég vita hvað gerist ef við neitum að greiða, er ekki málið að þá þurfa Bretar og Hollendingar að sækja rétt sinn samkvæmt lögum og fara með málið fyrir dómstóla, akkúrat þá leið sem þeir vilja EKKI, þar sem þeir eru e.t.v. með tapað mál í höndunum og gallað regluverk ESB kemur loksins fram í dagsljósið  ??

Við eigum að sjálfsögðu að segja NEI TAKK við Icesave, Bjarni ég trúi ekki öðru en að þú takir undir þessa skoðun ???

Sigurður Sigurðsson, 29.11.2009 kl. 17:24

48 identicon

Getur einhver hérna sagt mér hvað gerist ef við neitum að borga þessar skuldir óreiðumanna ?

Í sjálfu sér getur engin svarað því, það veit engin, en auðvitað má reikna með að þeir höfði mál og það er bara í fínu lagi. Aðrar afleiðingar svo sem að allt verði fryst í viðskiptum til okkar erlendis frá og að hér verði vöruskortur er það sem hræðir menn og þá sérstaklega ríkisstjórnina enda er hún huglaus með endemum, eru hræddir að þurfa skerða sín lífskjör eitthvað,  enda langt síðan þingmenn hafa þurft að hafa fyrir því að hafa í sig og á. En ég er alveg tilbúin í þann slag svo börnin mín þufi ekki að sitja uppi með ranglátar skuldbindingar.

(IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 17:37

49 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála síðasta ræðumanni - vonandi opnast einhverjar gáttir fljótlega í heilanum á þeim sem sitja í stjórnarráðinu !!!

Sigurður Sigurðsson, 29.11.2009 kl. 19:59

50 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vandamálið í þessari þessari svokölluðu icesaveumræðu er að þeir sem mæla hvað mest í mót - eru einfaldlega ekki að skilja haus né sporð á efninu.  Bulla bara eitthvað.

Skuldbindingin varð til strax er fyrsta pundið var lagt inná reikning i London.   Á sömu sekúndu.  Þ.e. að ef illa færi = Ríkið ábyrgt.

Starfsemi Bankanna í Evrópu var að þessu leiti alltaf á ábyrgð íslenska ríkisins lagalega séð.

Þetta vita allir sem kynnt hafa sér mál 1% eða meira og er einfaldlega staðreynd málsins.  Óumdeilt og almennt samþykkt world wide.

Nú, svo eru gerðir samningar sem að mörgu leiti eru afar hagstæðir íslendingum. Afar hagstæðir.  Auðvitað eru afborgair og vextir - nema hvað !  Samningurinn gengur útá að greiða skuldbindinguna !  Halló !  Samningurinn gegnur eðli máls samkv. eigi útá að borga ekki !  Einhver heima ?

Nú, eignir fara uppí og ef allt gengur þokkalega - þá erum við að tala um algjört smámál í heildar skuldastöðu landsins vegna megaklúðurs og hálfvitagangs Sjallabjálfa undanfarin ár og áratugi.  Neðanmálsgrein í því megaklúðri.

En þá bregður svo við að þeir er kosið hafa umrædda bjálfa slag í slag hérna og bera þ.a.l. megin ábyrgð á ástandinu - þeir bulla hvað mest !  Sem passar náttúrulega inní heildarmyndina því það að kjósa sjallabjálfa til valda hérna trekk í trekk - það ber eigi merki um mikla greind.  Gerir það eigi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.11.2009 kl. 22:07

51 identicon

Engin hefur bullað meira en Ómar Bjarki, því hann neitar að kynna sér aðrar hliðar málssins, samanber þá hlið sem hollenski fjármálaráðherrann kom t.d inná fyrir nokkrum mánuðum og er ekki beint vinsæll fyrir, og er/var inn á vef þess sama ráðuneytis. Það að mjög vafasamt er að nokkur þjóð beri ábyrgð á sínum bönkum vegna verulega gallaðs regluverks evrópusambandsins nema er lítur að þessum 2,3 milljónum á per sparibók( hjá okkur í það minnst )  og svo það sem er til í tryggingasjóð á hverjum tíma, ef sá sjóður dugar ekki, þá er það einfaldlega tap þeirra er skipta við þann banka sé  hann í einkaeigu. Þetta má hins vegar ekki segja upphátt hvað þá viðurkenna því þá er allt fjármálabatterý í hættu, og því skulu íslendingar taka stóra skellinn svona til að bjarga heildardæminu.   Því ekki fer evrópusambandið að viðurkenna stórgallað kerfi sitt, þeir þyrftu þá jafnvel að hreyfa eitthvað við óæðriendanum á sjálfum sér og guð forði þeim frá þvílíku og öðru eins að þurfa taka á spillingunni sem hjá þeim viðgengst.

(IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:41

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið fjarveru mína frá umræðunni.

Ólafur Björnsson, þú segir í svari þínu til mín: "Mér finnst ekki trúverðugt að við getum þolað lengi við án eðlilegra viðskipta við Evrópuþjóðir. Það er það sem myndi ske ef við náum ekki samningum um þetta, það yrði lokað á okkur mörgum dyrum."

Hvaða dyrum? Heldurðu að menn hætti að kaupa íslenzkan fisk?! Og hvað um það, ef Bretar hætta að kaupa héðan fisk (nokkurn veginn bezta gæðafisk sem þeir eiga völ á), trúirðu í alvöru, að við getum ekki selt hann til annarra landa? Finnst þér líklegt að mörg ríki tækju þátt í að fjárkúga okkur? Er það það, sem þú ert að segja? Vitaskuld getum við selt allan okkar fisk; fórnin yrði kannski fólgin í því að fá 2–5% minna verð fyrir hann, sem skiptir auðvitað engu.

Þá segirðu: "Hitt er mikilvægt að við getum látið reyna á lögmæti greiðsluskyldu okkar fyrir dómstólum, og sá möguleiki er fyrir enn fyrir hendi." – Ertu þá svona illa að þér í nýja samkomulaginu og frumvarpinu, að þú áttir þig ekki á því, að einmitt sú leið er EKKI FÆR ÞAR í reynd? Jafnvel þótt dómur félli okkur í hag, væri engin trygging fyrir því (vegna réttarafsalsákvæða laganna um framhald málsins), að við fengjum neitt út úr þeirri niðurstöðu – svo ótrúlegt sem það má heita.

En ég þakka þér rökræðuna.

Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir (kl. 17:37) virðist gera ráð fyrir viðskiptabanni hingað! Það væri viðskiptastríð! Heldur hún, að Norðmenn, Færeyingar, Rússar, Danir, Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Indverjar, Kínverjar og Japanir tækju þátt í því?!

Til hvers að sitja heima með hjartað í buxunum (eins og svo margir Icesave-sinnar virðast vera, en Sigurlaug er reyndar ekki ein af þeim), og ímynda sér allt hið versta? Nei, þetta mun ekki gerast. Ríki skella ekki á viðskiptabanni nema eitthvað svívirðilegt hafi átt sér stað. Jafnvel gegn Apartheid-stefnu Suður-Afríku var sú leið einungis notuð seint og takmarkað. Í hinum vestræna heimi kapítalismans hlutast ríkið yfirleitt ekki til um frjálsa verzlun og viðskipti. Og eðlileg gróðavon heldur áfram að fá framleiðendur og seljendur vöru til að bjóða hana sem víðast.

Það er líka fráleitt, að unnt væri að brennimerkja okkur í augum heimsins. Við þurfum einmitt að brennimerkja Breta og Hollendinga eftirminnilega vegna hins margfalda ranglætis þeirra í þessu máli – sjá HÉR!

Með þökk fyrir umræðuna,

Jón Valur Jensson, 30.11.2009 kl. 01:19

53 identicon

Jón Valur...., ég sagði ekki ÉG gerði ráð fyrir slíku viðskiptabanni heldur að sumir hræddust það, þar er stór munur á, ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því en þó svo færi og svo framvegis eins og ég sagði hér ofar.

Vandaðu lesturinn Jón  

(IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 02:34

54 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ómar Bjarki, ég var að biðja um vitræna umræðu, ekki svona bull eins og kemur frá þér í færslunni nr. 50. 

Með fyrirfram þakklæti,

SISI

Sigurður Sigurðsson, 30.11.2009 kl. 10:56

55 identicon

Þetta hlýtur andófsmönnum ICESAVE-samþykktar Alþingis að vera ljóst;

Hafni forseti Íslands lögunum, verður að leysa upp Alþingi og efna til nýrra kosninga. Þekkjandi pólitíska sögu íslensku þjóðarinnar má það vera dagljóst að niðurstaða þeirrar kosningar yrði samstarfstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þannig eru nú einu sinni íslendingar. Þar með væri loku fyrir það skotið að hinir raunverulegu ábyrgðarmenn hrunsins myndu nokkurn tíman þurfa að svara fyrir sínar sakir. Þvert á móti sætu þeir enn á ný við kjötkatlana og gætu ráðið nýjum vélráðum fyrir þessa aumu þjóð.

Ennfremur má það vera ljóst að afleiðingar slíks ferlis væru meðal annars stórskaðað atvinnu- og efnahagslíf, umfram þann skaða sem nú þegar er skeður. Lánstraust íslendinga erlendis myndi hverfa með öllu um langan aldur. Varla myndi nokkur aðili þora að gera bindandi samkomulag við íslendinga, því ekki væri hægt að reikna neð því að íslendingar stæðu við gerð samkomulög.

Það er ótrúleg einfeldni að trúa því að við séum eitthvað bættari með því að forsetinn hafni þessu. Íslensk fyndni.

Jón (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 11:13

56 identicon

Það er  ótrúleg einfeldni að trúa því að ekki sé neinn annar kostur í stöðunni en að sætta sig við ástandið , uppgjöf, leti, hræðsla er eitthvað sem einkennir líka þann hóp manna sem vill samsinna þessari vitleysu.

(IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 11:50

57 identicon

Setjum svo að Íslendingar eigi ekki annarra kosta völ en að semja um Icesave greiðslur, umræðunnar vegna. Þrátt fyrir að svo sé þá er samningurinn sem nú liggur fyrir svo herfilega lélegur að öllum þingmönnum ber skylda til að greiða atkvæði gegn honum. Forseti ætti einnig að neita að undirrita hann í fyrsta lagi vegna þess að allar ástæður þess að hann neitaði að undirrita fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma eiga við og í öðru lagi vegna þess að engin umræða hefur farið fram á þingi um þetta lagafrumvarp. Stjórnarliðar einfaldlega mæta ekki í umræðurnar og þegar slík vinnubrögð eru höfð uppi þá hlýtur frumvarpið einfaldlega ekki þá þinglegu meðferð sem það á að fá, sem ætti í sjálfu sér að vera nægt tilefni fyrir Ólaf að neita að undirrita lögin.

En gefum okkur að Íslendingar þurfi að borga Icesave á þeim furðulega grundvelli að íslensk stjórnvöld og íslenskt eftirlit, að ógleymdum íslenskum bönkum, hafi brugðist. Hvers vegna borgum við þá 100% af upphæðinni, þegar það er hverjum manni ljóst að sökin er ekki 100% okkar? Inn í þetta spila Evrópureglur og léleg frammistaða breskra og hollenskra eftirlitsstofnana - enda liggur það í augum uppi að íslenskur banki getur ekki einhliða án nokkurrar aðkomu erlendra aðila tekið upp á því að markaðssetja innlánsreikninga erlendis. Þannig að þó svo að fallist yrði á að Ísland beri ábyrgð á grundvelli þjóðernis Landsbankamanna og lélegra vinnubragða hérlendis, þá er niðurstaðan að borga 100% skuldanna ótæk. Hvort ábyrgðin er 90%, 75% eða 50% Íslendinga skal ég ekki segja til um, en það er nú einmitt eitt af því sem þessi svokallaða samninganefnd okkar hefði átt að semja um!

Máni Atlason (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 13:42

58 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sigurlaug, heldur þú sem sagt að með því að alþingi segi "borgum ekki" - þá gufi icesaveskuldbingingin á einhvern mytstískan hátt bara upp ?!

Sjáðu til, eins og Bjarni bendir á í þessum pistli, minnir mig, eru þeir stórnmálaflokkar sem bulla nún hvað mest á alþingi,  ekkert að tala um að "borga ekki" ef á er verulega gengið og heimtuð svör frá þeim.  Nei, þeir eru að tala um "betri samning" og þá "afþvíbara"

Máni, ekki þetta enn eina ferðina.  Samkv. samningnum erum við ekkert að ábyrgjast 100%.  Við erumað ábyrgjast fokking lágmarkið ! Kynna sér nú mál einu sinni.

Það að eignir bankans gangi jafnt upp í allar innistæður er allt annað mál.  Í þessu samhengi er ekki undan því komist.  Why ?  Einfaldlega vegna þess að eignir voru teknar til að bakka upp íslenskar innistæður uppí topp !  Þetta er eins og sumir skilji alls ekki.  Þ.a.l. er útí hött að íslendingar fatti allt í einu uppá í snilli sinni að eignir bankans skuli aðeins dekka lágmarkið fyrst það er í útlöndum. 

Auk þess eru aðrar ástæður sem gera það að verkum að það er óframkvæmanlegt.  Og eitt atriði er að núverandi fyrirkomulag sem um ræðir - styrkir að neyðarlögin haldi !

Íslendingar geta ekki valið sér bara lög og reglur til að fara eftir í það og það skiptið eins og ákveðna matvælategund í kjörbúð.  Því miður.  Er bara þannig.

Sissi, það hefur ekkert af viti komið frá þér þessu máli viðvíkjandi.  Ekkert.  Zero.  Býst eigi við að það gerist úr þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.11.2009 kl. 14:48

59 identicon

"Íslendingar geta ekki valið sér bara lög og reglur til að fara eftir í það og það skiptið eins og ákveðna matvælategund í kjörbúð.  Því miður.  Er bara þannig."

Þetta er með því gáfulegra sem hefur frá þér komið  Ómar Bjarki minn , en gáðu að! að það gildir um aðrar þjóðir líka ... það er bara þannig.

(IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 15:07

60 Smámynd: Ólafur Björnsson

Jón Valur; Eg er nú einmitt mest óhress með málskotsákvæðið, eins og það var útþynnt, en það er samt þessi málskots möguleiki inni. Ef Efta- dómstóllinn t.d. dæmir okkur í vil, þá segjast þeir ekki vera bundnir að því, og vilja þá semja uppá nýtt. Með slíkan dóm í hendi erum við hinsvegar í allt annari og betri stöðu í þeim samningum, það er augljóst.

Já Jón, í annan stað óttast ég mjög harkalegar aðgerðir Evrópuþjóða ef við göngum ekki til samninga, því miður er staðan þannig. Norðurlandaþjðirnar vilja ekki einu sinni lána okkur fé, það er hin kalda staðreynd. Ein möguleg afleiðing þess að við höfnuðum samningum væri sú að kröfuhafar gangi að eignum sínum á Íslandi, neyðarlögin féllu, og eignir bankanna, m.a. veð í fiskiskipum og orkufyrirtækjum yrðu tekin uppí skuld.

Ólafur Björnsson, 30.11.2009 kl. 23:50

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef bara ekki haft tíma til að sinna þessum spjallþræði síðasta sólarhringinn; svara væntanlega einhverju í fyrramálið. En óttastu ekki, Ólafur! – og hlustaðu ekki á þennan villugjarna Ómar Bjarka sem ætla mætti að gengi með evrur í augum og Brussel í hjartastað – þetta virðist a.m.k. hans allt-litandi hugsjón.

Jón Valur Jensson, 1.12.2009 kl. 00:15

62 identicon

Thanks for nice work i like it.

exam 70-630 (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 05:20

63 identicon

One of my friend recommend me this site and its interesting one.

oca exam (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 05:21

64 identicon

Sigurlaug, heldur þú sem sagt að með því að alþingi segi "borgum ekki" - þá gufi icesaveskuldbingingin á einhvern mytstískan hátt bara upp

oracle 10g dba (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband