Lesið og trommað í bókakaffinu í kvöld

Það stefnir í met fjör á upplestrarkvöldi hjá okkur í kvöld en þá mæta meðal annarra stórsnillinga hingað í Bókakaffið okkar Árni Matthíasson og Guðmundur Steingrímsson að kynna ævisögu þess síðarnefnda, Papa Jazz. Sá fyrrnefndi les en Guðmundur tekur nokkur sóló á trommuna!

Og skáldagyðjan fær líka sinn skammt því að þessu sinni mæta bæði Þórarinn Eldjárn sem óþarft er að kynna frekara og Selfyssingurinn Sölvi Björn Sigurðsson. 

Og fleiri til. Gunnlaugur Júlíusson hlaupari kemur. Ég veit ekki hvort hann verður á bíl og svo mæta þau Þorsteinn Antonsson og Norma Samúelsdóttir með búsetusögu sína úr Hveragerði.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Lestur hefst klukkan 20:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Fögnuður kveiknaði í sálinni þegar skynjaðist að það væri snillingurinn og ljúfmennið Papa Zass ,Guðmundur Steingrímsson, og bók hans, sem kynnt yrði í kvöld. Sá snjalli músikant nefnilega alnanfni drengsins sem telst þingmaður, og upplýsti  nýlega að lesa mundi úr nýútkominni BARNAbók sinni, sem væri jú með PÓLITÍSKUM UNDIRTÓNI !!

 Eru virkilega engin mörk á siðleysinu ??

Pólitískan undirtón fyrir barnabók ??

 Er " endurfæddum" framsóknardrengnum ekkert heilagt ?? !!

 Veldur furðu hvernig höfundur " Svo skal dansa" - hreinn snillingur í meðferð tungu feðranna og tíðaranda fyrri ára,gat verið samflokksmaður "naiv"-istans drengsins Steingrímssonar ?' !!

 Önnur bókin listaverk - hin argasta barnaþvæla, eða sem Rómverjar sögðu.: " Quod eibus est aliis, aliia war vwnwnum" - þe. " Ljúfur kjötbiti eins - eiturbiti annars" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Kalli minn. Í fyrsta lagi þá er barnabók Guðmundar Steingrímssonar alþingismanns bara góð, hreint ágæt. Í öðru lagi, við vorum aldrei í sama flokki, ég og Guðmundur. Meðan ég var í Framsókn var hann í Samfylkingu og þegar hann gekk í Framsókn var ég genginn úr þeim flokki. Í þriðja lagi kvöldið með Guðmundi Steingrímssyni jazzara og öðrum andans snillingum var unaður. -b.

Bjarni Harðarson, 17.12.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband