Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Lausnin er kreppulánasjóður L-listans

Hugmynd L -lista um kreppulánasjóð er eina raunhæfa lausnin á því skelfingarástandi sem nú er uppi. Sú leið var farin í kreppunni miklu kringum 1930 hér á landi. Kreppulánasjóður keypti þá eignir þeirra sem ekki gátu staðið í skilum en rak þá ekki burt frá heimilum sínum.

Sjá meira á stórgóðri bloggsíðu Guðrúnar Sæmundsdóttur L-lista frambjóðenda.


Að leiða ESB málið til lykta

Krafan um að losna við ESB-málið í eitt skiptið fyrir öll með kosningum er eðlileg og styðst við það heilbrigða viðhorf okkar allra að nei þýði nei. En þegar glímt er við jafn óheilbrigt og andlýðræðislegt fyrirbæri og Evrópusambandið gildir þessi regla ekki og það er lítilli skuldugri þjóð afar hættulegt að leggja af stað í vegferð með fullveldi sitt í farteskinu.

Sjá nánar


Börnin og réttur þeirra

Það er ótrúlegt hvernig fullorðið fólk fyllist svo mikilli grimmd gagnvart fyrrverandi maka eða barnsföður/barnsmóður að það sé tilbúið að fórna líðan barnsins síns fyrir hefndina.

Hver talar máli þessara barna???? Það er ekki auðvelt vegna þess að sá aðilinn sem er með forræðið ræður nánast undantekningarlaust öllu og þá meina ég öllu. Því þó að umgengnisréttur sé hjá hinu foreldrinu þá skiptir það ekki svo miklu ef sá sem er með forræðið ákveður að umgengnisrétturinn verði ekki virtur.

Kristbjörg Steinunn Gísladóttir oddamaður á L-lista fullveldissinna í Suðurkjördæmi skrifar góða ádrepu á bloggi sínu í dag.  Sjá hér.


Steingrímur sem finnur ESB-flötinn

En  sem kunnugt  er  krefst Samfylkingin að sótt verði um aðild að ESB strax eftir kosningar.  VG sjá því EKKERT til fyrirstöðu, að samið verði um umsókn að ESB, enda útilokaði landsfundur VG ekki aðildarviðræður og umsókn að ESB.  Allt GALOPIÐ í þeim efnum. Nú segist Steingrímur J. geta fundið flöt á málinu. Sjá nánar skrif Guðmundar Jónasar á heimasíðu L-lista, hér.

Útrásarvíkingi með þingmann í bandi vísað úr sundi

Útrásarvíkingurinn Hannes Þórhallsson, sem hefur þingmanninn sinn í hundaól, fékk ekki að fara með hann í sund vegna ótta um að þeir kynnu að vinna öðrum sundgestum mein.

Sjá nánar á einni bestu fréttasíðu landsins hér. Þar er líka sagt frá stórfelldri þingmannaræktun sem upprætt var í húsi í Hafnarfirði um helgina...


Jungherrann í framboði

 

gunnlaugur_bjarnason.jpg

 

 

Sonur minn, sá yngsti af þremur er kominn í framboð.

Ekki þó til þings heldur ritstjóraembættis í F.Su. Hér er framboðsmynd sem Egill tók af bróður sínum Gunnlaugi Bjarnasyni sem býður sig fram sem ritstjóraefni Nota Bene.

Veit svosem varla hvor gerir mig montnari dags daglega, ljósmyndarinn sem sýnir  hér eins og jafnan snilldartakta með linsuna (hann á líka fjórar myndir á blaðamannasýningunni í Gerðarsafni í Kópavogi) eða félagsmálatröllið Gunnlaugur.


Samfylkingin er í lykilstöðu

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í stefnuræðu sinni á fundi Samfylkingarinnar að flokkurinn vilji áfram sjá Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarandstöðu. En flokkurinn gaf ekki út jafn bindandi yfirlýsingu og VG um að starfa ekki með íhaldinu.

Raunar ber hærra kröfuna um að samstarfsflokkur eftir kosningar fari í ESB-leiðangur með krötum.Krafan Evrópa fyrst vísar til þess að ef VG verður með múður verður hægt að semja við aðra, t.d. Sjálfstæðisflokk...

Þar með er það orðið sem ég skrifaði svolítið um hér fyrir helgi að ESB-flokkurinn er kominn í lykilstöðu varðandi stjórnarmyndun eftir kosningar. Lykilstöðu sem VG gat haft en klúðraði. Nánar hér


Formaður sem snar er í snúningum...

bjarni_benÉg vil byrja á því að óska nafna mínum Benediktssyni til hamingju með formannskjör í Sjalfstæðisflokki. Bjarni er góður drengur og skemmtilegur í viðkynningu en vissulega hefur fallið nokkuð á hans pólitíska feril á liðnum vetri. 

Hann hefur nú fetað í fótspor Birkis Jóns Jónssonar frá Siglufirði í því að hafa margar skoðanir í senn á ESB málum. Endaði reyndar á að flytja miklar drápur á flokksþingi gegn ESB aðild en það jafnljóst að það tekur þennan gjörvilega stjórnmálamann ekki nema andartak að skipta um skoðun.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með honum að afloknum kosningum þegar samstarfsdyr Samfylkingar verða aðeins opnar þeim sem opnir verða í alla í þessu stærsta deilumáli Íslands siðan landið öðlaðist fullveldi.

P.S: Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur tjáir sig um Bjarna og ESB á dv.is nú  rétt í þessu og er mér mjög sammála. Hann segir m.a.

Úlfar segist telja að Bjarni sé klókari maður en svo að hann muni einfaldlega jánka ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að aðild að Evrópusambandinu þjóni ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar. „Bjarni er skynsamur og veit hvað klukkan slær. Ég held að hann hafi ákveðnar hugmyndir um hvað beri að gera og að menn verði að nálgast Evrópusambandið á annan hátt en ályktun landsfundar bendir til.

Sjá nánar hér.


Ekki benda á neinn og alls engan sem er hér inni...

Geir H. Haarde er sjálfum sér líkur þegar hann tekur upp hanskann fyrir Vilhjálm Egilsson. Í öllum aðdraganda að hruninu réði mestu að svo illa fór að forsætisráðherrann þáverandi og Samfylkingarforystan ákváðu hreinlega að trúa bankavíkingunum og þeirra mönnum. Það var þægilegra en að hlusta á varnaðarorð okkar í stjórnarandstöðunni eða varnaðarorð Seðlabankastjóra.

Og auðvitað er það rétt athugað hjá Davíð að það er út í hött að vikapiltar bankavíkinganna skuli vera hampað hjá stjórnmálaflokki sem vill vera tekinn alvarlega. Sannast enn og aftur að Sjálfstæðisflokkurinn er einhverskonar millistig milli þess að vera Líonsklúbbur og skagfirskt kvenfélag. Og það má ekkert gagnrýna neinn sem er í félaginu. Bara algerlega ómark og formaðurinn verður að fara í pontu og strika svoleiðis út...


mbl.is Geir: Ómaklegt hjá Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum baráttu Helga í Góu

Helgi Vilhjálmsson sælgætisframleiðandi er einn af þessum óbilandi baráttumönnum. Ég hvet alla sem þetta sjá til að skrifa undir undirskriftasöfnunina hjá honum, http://www.okkarsjodir.is/

Þar hreyfir hann  mikilsverðu máli sem er brask og hálaunastefna lífeyrissjóðakerfisins. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessum sjóðum okkar nú í kreppunni og sumir ganga reyndar svo langt að telja þá gjaldþrota,- sem er vitaskuld túlkunaratriði rétt eins og þegar talað er um þjóðargjaldþrot...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband