Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2010

I Addis

Addis Abeba er ein thessara oborganlegu thridja heims borga. Thegar madur leidir hja ser skitinn og betlarana er borgin fyrst og fremst sudupottur af hamingjusomu fataeku folki sem segir sogur allan daginn. Thad selur og kaupir, 'etur og lifir i thusund falt meira fjori en vid sjaum nokkru sinni i okkar sterila vestraena lifi. 

En Ethiopiumenn eru kannski ekkert mjog bokmenntalega sinnadir og bokabudirnar snaudar af andans efni. Thad var frekar ad eg fengi eitthvad spennandi hja fornbokasolum sem sumir ganga um goturnar med bokastafla afa sins og thar i bunkunum leyndust tvo sagnaskald her af stadnum, their Fikeremakos og Gudeta. Blogga um thad seinna hversu godir their eru.

Vid fedgar forum a morgun i vesturatt og verdum thar a tali vid baendur naestu vikurnar. 


Lagdur af stad til Afriku

Semsagt, langthrad ferd til Afriku er hafin. Tharf ad eyda 8 timum her a flugvellinum i Arlanda i Svithjod sem er samt of stuttur timi til ad eg nenni ofan i bae. Thad er ekki verra ad lesa og drekka kaffi her en hvar annarsstadar en oneitanlega eru flugvellir litid sjarmerandi.

Thad fyndnasta sem her hefur gerst i dag er ad medan eg vaetti pissuskalina heyrdi eg einhver koll innan ur einum klefanum og medan eg thvodi mer nadi kallarinn athygli minni, hann sat a dollunni og vantadi ad einhver retti honum pappir sem eg gerdi og hefi thar med gert godverk dagsins. Leid eins og miskunnsama Samverjanum hlytur ad hafa lidid thvi thad voru margir bunir ad ganga framhja aumingja manninum sem vaeldi ut um mjoa rifu a hurdinni!

Her kostar kaffibollinn 600 kronur og thad klingir i kaffisalanum gledi yfir blekkingunni ad thad maetti nu selja hann svona dyrt heima a Selfossi.


Er Selfoss í Biblíubeltinu?

Sterkustu rökin fyrir ţví ađ hafa ţjóđkirkju er ađ međ ţví komumst viđ langt međ ađ afstýra allskonar leiđinlegum kirkju- og trúardeilum sem oft og einatt skađa samfélög meira en nokkuđ annađ.

Ástandiđ hér á Selfossi er samt fariđ ađ minna skelfilega á bandaríska biblíubeltiđ og stundum dettur mér í hug ađ sóknarnefndin hér sé eftir hin kostulegu Gunnarsmál komin í ţann vígaham sem ekkert fćr stöđvađ.

Valdabarátta og hugmyndir um ađ úthýsa vammlausum og góđum presti út úr Selfosskirkju er vitaskuld ekki sćmandi í stofnun eins og íslensku ţjóđkirkjunni.


mbl.is Nýr prestur stýri og beri ábyrgđ á kirkjustarfinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tekiđ í nefiđ af tilefni!

Eftir ađ hafa keypt sína fyrstu íbúđ á ćvinni bauđ Magnús sonur minn Guđmundi Pálssyni seljanda og bónda í Litlu-Sandvík í nefiđ og ţar međ höfđu ţeir haldiđ upp á merk tímamót.

22012010

Ţegar Magnús flutti ađ heiman fyrir ţremur árum var hann ţess fullviss um ađ íbúđaverđ í landinu vćri alltof hátt, leigđi smátt og sparađi aurana til betri tíma. Nú í kreppunni stendur hann uppi sem hinn nćgjusami og skynsami sigurvegari og innsiglar sigurinn á međfylgjandi mynd.

Íbúđin sem Magnús keypti er í Ástjörn og nú taka viđ framkvćmdir ţar innanhúss sem eru i öruggum höndum Hákonar Páls og hans manna hjá Selási. Viđ feđgar ţökkum fasteignasölunni Remax fagleg og góđ vinnubrögđ og Guđmundi Pálssyni viđskiptin.

Semsagt, til hamingju Magnús.


Verđur gengisfelling í bođi ÓRG

Daglega flytja fjölmiđlar okkur fréttir af ţví ađ ekkert gerist á fundum stjórnar- og stjórnarandstöđu um Icesave og ţađ kemur ţjóđinni vitaskuld stórlega á óvart!

Á sama tíma veikir vandrćđagangurinn og vitleysan hér heima íslenskt hagkerfi dag frá degi og langlíklegast ađ innan skamms hrynji krónan um 20-30 prósent til viđbótar viđ ţađ sem orđiđ er. Allt í bođi Indefence og Ólafs Ragnars Grímssonar. Ţar fjúka ţá fúlgur miklu hćrri en ţađ sem deilt er um í Icesavemálinu sem allir nema Davíđ eru sammála um ađ borga, bara ekki hinsegin heldur svona (eđa var ţađ svona en ekki hinsegin) ...

Farsinn heldur áfram og verđur međ hverjum degi fíflalegri á kostnađ almennings og atvinnulífs sem á sínar skuldir og myntkörfur undir ţví ađ einhverntíma fari ađ rofa til á Íslandi. En nei, međan mínir menn sitja ekki viđ kjötkatlana skal frekar svíđa allt ofan í grunn, hugsar hin ţröngsýna íhaldssál allra hreppa.


Til Afríku međ Dohop

Nú styttist í langţráđ frí.

Dag nokkurn í jólavertíđinni ákvađ kvenskörungurinn konan mín ađ senda mig afbćjar á nýju ári og fékk stálpađan son okkar til ađ taka gamla manninn ađ sér í nokkrar vikur, orđin leiđ á spurningum gesta og gangandi í búđinni um ţađ hvort ţessi "elderly man" vćri fađir hennar eđa afi og ţví heppilegra ađ ég yrđi um skeiđ međ blámönnum og villidýrum.egill_skaerulidi.jpg

Eftir liđlega viku legg ég ţví upp í flugvél til Svíţjóđar, Rómar og loks Addis Abeba í Eţjópíu og ţađan kem ég aftur liđiđ er fram yfir miđjan febrúar ef viđ fegđar lendum ţá ekki í mannćtupottum áđur.

Til ţess ađ fara svo langan veg án atbeina ferđaskrifstofa er best ađ nota einhverjar af ţeim mörgu leitarvélum flugferđa sem reknar eru í netheimum. Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja ađ í ţeirri leit reyndist hin íslenska Dohop leitarvél öllum öđrum fremri, raunar svo ađ međ öđrum leitarvélum tókst mér ađ ná heildarverđinu niđur í 260 ţúsund en međ Dohop fékk ég miđa fram og til baka á 140 ţúsund. 

Ef ég frétti eitthvađ suđur í Afríku lćt ég ykkur vita en vísa annars á blogg Austurlandaegils (sjá mynd) sem hefur lofađ ađ ala önn fyrir föđur sínum í nokkrar vikur. 

 


Hvar liggja hin háskalegu tengsl Icesave og ESB?

...útspil forsetans verđur ESB ađ Ţórđargleđi ţví ţar međ er jafnvel hćtta á ađ Ísland lendi í enn alvarlegri fjármálakrísu en orđin er. Viđ erum ţegar lentir í ruslflokki hjá matsfyrirtćkjum og erlendir lánadrottnar ríkisins velta upp ţeim möguleika ađ kippa ađ sér hendi. Ţar međ veikist til muna viđnámsţróttur ţjóđarinnar til ađ standast útţenslustefnu Brusselvaldsins og hćttan á evrópskri innlimun eykst verulega. Ţegar viđ bćtist svo hćttan á ađ núverandi ríkisstjórn hrökklist frá völdum versnar enn stađa okkar sem viljum standa vörđ um sjálfstćđi og fullveldi landsins.

Sjá nánar í pistli mínum á AMX, hér.


Í skákkennslu hjá Fischer

skakbokFischer er nú í Flóanum og ţví er viđ hćfi ađ skákáhugamenn geti sótt kennslu eftir meistarann hingađ austur.

Ţví ţó meistarinn sé fallinn lifa verk hans í bókum og nú hefur Sunnlenska bókakaffiđ fengiđ mikiđ úrval af skákritum til sölu. Ţar má nefna ţessa klassísku bók stórmeistarans sem kom fyrst út 1966 en einnig Hagnýt endatöfl eftir Keres, Viđ skákborđiđ eftir Friđrik, bćkur Envoldsen og Wade um Fischer, Skákkveriđ fyrir byrjendur, Skáldskap á skákborđinu eftir Guđmund Arnlaugsson og margt margt fleira.


Ţjófnađur frá ţjóđskáldi

Um daginn birti ég stutta tilvitnun í sérviskulega bók eftir Eyrbekkinginn Guđmund Haraldsson. Ţar fer höfundur frjálslega um garđa ţegar hann eignar sér vísuna alkunnu:

Karlmanna ţrá er vitum vér,
vefja svanna í fangi;
kvenmanns ţráin einkum er,
ađ hana til ţess langi.

Ţó svo ađ vísan hafi virkađ kunnuglega á mig ţá kveikti ég ekki á ađ ţarna er á ferđinni allbírćfinn ţjófnađur. Ţađ var enginn annar en ţjóđskáldiđ Hannes Hafstein sem orti og árvökul augu lesenda kveiktu á ţessu sem hér međ er ţakkađ fyrir. Ţađ er eiginlega ekki hćgt annađ en ađ dást ađ Guđmundi heitnum fyrir ađ reyna...


Ef viđ vćrum ekki gullmoli

Ótrúleg hugmynd en giska lífsseig ađ Icesave sé forsenda ţess ađ ESB vilji okkur. Nú er óđum ađ koma í ljós ađ svo er ekki enda erum viđ ekkert annađ en gullmoli fyrir hina auđlindaţyrstu, ţröngu og gamallúnu Evrópu. Hún mun gleypa okkur ef hún getur, međ eđa án Icesave. En Icesavemáliđ hverfur ekki viđ ţađ...
mbl.is ESB og Icesave ađskilin mál
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband