Bloggfćrslur mánađarins, desember 2010

Metsölubćkur á bókakynningu í kvöld

Guđni Th. Jóhannesson og Ragnar Arndalds lesa úr verkum sínum í Bókakaffinu í kvöld  og ţá mun Elín Gunnlaugsdóttir bóksali kynna nýútkomnar ljóđabćkur.

Guđni Th. Jóhannesson er höfundur ađ ćvisögu Gunnars Thoroddsen sem var einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum landsins á liđinni öld. Ragnar Arnalds sendir nú frá sér sögulega skáldsögu um Margréti Skotadrottningu sem kemur mjög viđ Norska og um leiđ íslenska sögu á 13. öld. Bók Ragnars heitir Drottning rís frá dauđum.

Húsiđ opnar klukkan 20, ókeypis ađgangur og allir velkomnir međan húsrúm leyfir. 

Ţess má geta ađ bók Guđna Th um Gunnar er metsölubók međal ćvisagna og sömuleiđis hefur bók Ragnars komist á metsölulista skáldrita.

 


Ađ lokum er rifist um ekkert...

... Hér austanfjalls er algengt ađ menn trúi á Njálu líkt og í öđrum jarđarplássum er trúađ á Testamentin eđa Kóraninn. Í trúarriti ţessu, sem er mikil kennslubók í pólitík, er flćrđin yfirleitt skammt undan. Og einnig ţar lyktar öllum deilum međ ţví ađ rifist er af mestri heift um ekkert. Ţannig er Gunnar á Hlíđarenda ađ lokum drepinn fyrir litlar og óljósar sakir og deilur Flosa og Njálssona rekur í strand út af ómerkilegri tusku í sáttagulli eftir Höskuld hvítanesgođa. Ţegar Flosi efast um ađ Skarphéđinn sé mađur orđa sinna er fjandinn laus.

Líkt ţessu var andrúmsloftiđ á nýlegum flokksráđsfundi VG ţar sem ađ lokum var tekist á um tvćr tillögur sem báđar virđast viđ skođun merkja ţađ sama ţó ađ ţćr séu kannski misgreinilegar.

Sjá nánar í grein minni á Smugunni.


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband