Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Hagfræðingar eru póstmódernískir listamenn

Á sínum tíma leituðu arkitektar eftir inngöngu í samtök listamanna hér á landi. Um málið varð mikið þras uns rithöfundurinn Jónas stýrimaður kvað upp úr með að auðvitað væru íslenskir arkitekar listamenn því ekki væru þeir arkitektar. Og arkitekt fengu viðurkenningu.

Mér datt þetta í hug þegar ég heyrði í hádeginu að hagfræðingar hefðu  reiknað út að það mætti bæta kjör alþýðunnar með hækkun á matarskatti.

Það er tímabært að menn hætti að hnjóða í hagfræðinga fyrir það þeir skuli ekki frekar en aðrir vera neinir hagfræðingar enda augljóst að þeir eru fyrst og fremst skáld eða öllu heldur póstmódernískir listamenn.


Sterk málsvörn fyrir Geir...

Geir H. Haarde hefur fengið mikilvægan liðsmann í baráttu fyrir því sjónarmiði að ráðslag stjórnvalda í hruninu skuli ekki koma til kasta dómstóla.

Lýður Guðmundsson (Exista, Kaupþing, Sparisjóðirnir, VÍS og fleira og fleira), skrifar harðorða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann heldur því fram að rannsóknir hér eftir hrun séu nornaveiðar þar sem alltof margir blásaklausir menn hafi nú réttarstöðu grunaðra. Og telur að ákæran á Geir sé hluti af þeim.

Hvað sem mönnum finnst um ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra þá blasir við að ef fallið yrði frá henni er rökrétt að falla þá einnig frá velflestum rannsóknum á svokölluðum útrásarvíkingunum og þeirra sendisveinum.

Var þetta ekki bara allt saman þessum Lehman að kenna?


Berlín er best borga og ævintýri hennar engu lík

img_6556.jpgBerlín hefur hér með verið útnefnd best borga í Evrópu og vonum framar að það verði því hengi hefi ég þar átt góðu að mæta.

En Trapant safari sem þar er nú boðið uppá við Checkpoint Charlie er slík lífsreynsla, slík menningarleg og andleg endurnýjun, slík upphefð að ekkert tekur slíkri fram nema ef vera skyldi að eiga sinn eigin Trapant.

Vitaskuld er díalektíska tvískipting mannheima margvísleg en mestu varðar að heiminum deila saman þeir sem átt hafa og elskað sinn Trapant og þeir sem hafa það ekki. Milli þessara hópa er regindjúp.

Sjálfur er ég svo ríkur að hafa átt tvo Trapanta og aldrei náð mér til fulls af þeirri bitru afturför að þurfa síðan að aka vestrænum og japönskum auðvaldskerrum sem eru ómarkvissar, sálarlausar, heimskar og jafnast í fegurð á við silfurskottur.

Það varð mér því opinberum þegar konan mín nefndu í framhjáhlaupi okkar næstsíðasta dag að hér væri rekið fyrirtæki sem byði upp á Trapantsafari um borgina. Allt hér originalt, reykurinn, lyktin, hægindin, reisnin og hvarvetna sem við ókum var okkur veifað og af okkur teknar óteljandi filmur og ljósmyndir.

img_6552.jpgÞar sem við Elín ókum meðfram trjágöngum Unden den Linden og skynjaði ég sterkt hvernig líf Prússakeisara hefur verið þar sem hann líkt og ég veifaði mannfjöldanum, ók sínum gullvagni framhjá hestakerrum sem hafa orkað á allt umhverfið jafn hversdagslegar og ljótar eins og tjöruglansandi BMW bílar þeir sem ekki voguðu sér svo mikið sem nálægt okkar 7 bíla Trapantlest.

Fyrst og fremst fann ég til vorkunnar með lýðnum sem var svikinn um allt og þar á meðal að sitja í bifreið sem gefur þér raunveruleg tengsl við landið sem ekið er um, snertingu við steina, sand, grös og vinda himinsins. Í Trapant skynjar hver maður ferðalag með nýrri merkingu sem gefur kosti hinnar hefðbundnu bílferðar en er samt eins og gönguferð. Meðan ég veifaði varð veraldarvön konan mín aftur eins og ung jómfrú, roðnaði upp að hársrótum við það eitt að sitja slíka reisu og fól andlit í höndum sér. Lífið var fullkomið.

 


Milljarðar í vonlausa umsókn

Ragnar Arnalds skrifar einkar athyglisverðan pistil á vef vinstri sinnaðra ESB andstæðinga þar sem hann vekur athygli á ógöngum ESB umsóknarinnar. En ekki beint uppörvandi fyrir okkur VG-liða.


Syngja lög við texta Hákonar á bókakaffinu í dag

hakonadalsteinsson.pngMenningarviðburður í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í dag klukkan 15:

Jón Arngrímsson og Arna Christiansen kynna geisladiskinn Augnablik sem inniheldur lög við kveðskap Hákonar Aðalsteinssonar þ.a.m. perlur eins og Hreindýraveiðar, Vorljóð og Lífshlaup karlmannsins.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.



Tóbaksnautn er jákvæður löstur

Við kristnitöku á Íslandi árið eitt þúsund er talið að reykingar eins og við þekkjum þær í dag hafi verið óþekktar með öllu. Samt eru allir þeir sem viðstaddir þessa athöfn látnir.

Samkvæmt rituðum heimildum létust sumir þessara um aldur fram. Af því leiðir að bann við reykingum eitt og sér mun ekki útrýma ótímabærum dauða og ekki þeim tímabæra heldur.

Þegar sagt er að ákveðinn fjöldi landsmanna látist úr reykingum ár hvert gleymist að flest af sama fólki hefði látist allt að einu og sumt um líkt leyti og það lést úr reykingum þó þær hefðu ekki orðið því að aldurtila. Sumt hefði lifað fram á annað hundraðið en ekki allt aukið miklu við hamingju sína. Um kostnað heilbrigðiskerfisins kýs ég að tala ekki enda ósmekkleg umræða. Við kostum öll og eigum að gera það, því meira sem við verðum eldri.

Sú hugmynd að markmið lífsins sé að gera það sem lengst hefur ekki verið studd neinum vitrænum rökum og verður enn síður rökstudd í því sæluríki sem sköpuð er af bannhelgi óbilgjarnar túlkunar á lýðheilsufræði.

Í nokkur árþúsund hefur legið fyrir að maðurinn er breisk og nautnasjúk vera. Margt bendir reyndar til að dýr geti einnig verið nautnasjúk en höldum því utan við þessa umræðu. Ekki einu sinni höfundar Gamla Testamentisins né Kóransins létu sér detta í hug að afmá mætti lesti hins mannlega eðlis en menn hafa á öllum tímum reynt að hafa á því nokkurt taumhald og draga úr hinum stærstu ókostum þess. Þeir sem ganga lengra en þessar gömlu vitru bækur eru komnir á hála braut þar sem byltingin étur á endanum börnin sín.

Tóbak er nautnalyf sem ásamt kaffi og kannski einhverjum örfáum öðrum er þekkt af því að valda hvorki tímabundinni sturlun neytenda líkt og áfengi eða varanlegri geðveiki eins og t.d. kannabisefnin. Þvert á móti er tóbak frekar skemmtilegt og félagslegt nautnalyf og sá mæti maður Bertholt Brecht taldi að það örvaði vitsmunalíf.  Mér hefur stundum fundist þetta líka enda fæ ég mínar bestu hugmyndir í þykku tóbaksrúsi vindlareykinga. 

Hamingja okkar tóbaksmanna yfir tóbaki okkar og þau lífsgæði sem það skilar okkur eru tabú sem ekki má ræða um og margir fara á mis við í lífinu. Aðrir finna mikla hamingju í því að hætta að reykja og það skil ég vel því öllum löstum fylgja nokkur útgjöld og bölvun. Sumir telja best að byrja aldrei og það er ágætt líka.

Ein af dauðasyndunum sjö og miklu verri nautnasýkinni er hrokinn. Ekkert nema taumlaus hroki getur fengið einn mann til taka að tilefnislausu yfir stjórn á sjálfsögðu og meinlausu valfrelsi annarra manna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband